Morgunblaðið - 15.10.1932, Síða 3
3
M0RGVN3,LAPXP
JPRotsttttHaMd
H.Í. Arrakor, KrkitTlk.
aitatjðrar: Jön KJartanuoa.
Valtjr StafAnaaon.
Iltftjirð og afiroltila:
▲uatnratrati t. — Blmi Ml,
▲nsiyalnraatjörl: H. Hafbarc.
▲nslýalnraakrlfatofa:
▲uaturatretl 17. —■ Slaal TM,
Kalaaalaaar:
Jön KJartanaaon nr. T4I.
Valtýr Stefánaaon nr. Utl.
H. Hafbern nr. T70.
AakrlftarJald:
Innanlanda kr. t.00 & nlnilL
Utanlanda kr. 1.10 á aaáamBL,
f lauaaaölu 10 aura olntaklt.
10 aura meV Ueafeök.
Sorglegt slys.
Lítil telpa verður
fyrir bíl, og bíður
bana.
Klukkan rúmlega Mlfitíu í gær-
onorgun var bíll frá Mjólkurfjelagi
Keykjavíkur að koma vestan úr bæ
«g ók Yesturgötu. Þegar hann kom
að gatnamótum Yesturgötu og Norð-
urstígs, kom lítil telpa hlaupandi og
■ætlaði að komast þvert yfir Yestur-
•götuna framan við bílinn, en lenti
undir honum. Kastaðist íhún niður
og lenti á milli framhjóla bílsins, en
unnað afturhjólið fór yfir hana. —
'Skaddaðist hún mikið á höfði og eitt-
hvað meira. Bíllinn staðnæmdist eins
fljótt og unt var, og menn, sem voru
nærstaddir, hjálpuðu bifreiðarstjóran-
um að bera telpuna upp í bílinn. Var
hún þlá meðvitundarlaus. Bílstjórinn
ok 'svo með hana til Landakotsspítala,
■og tóku læknar þar á móti henni og
gerðu við meiðslin, eftir því hægt var.
Skömu eftir að barnið kom í spítal-
ann fekk það rænu og þekti mömmu
sína, sem þangað var komin. — En
klukkan hálfeitt var það dáið.
Telpan hjet Hólmfríður Edvalds-
dóttir. Foreldrar ihennar eru Edvald
Stefánsson og (Sigríður Andrjesdóttir
•og eiga þau heima á Bárugötu 22.
Sjónarvottar að slysinu segja það,
að bíllinn hafi ekið rjettu megin 'á
götunni og farið hægt. En hrím var
á götunni og hált og mun bílstjórinn
því ekki hafa getað stöðvað bílinn
nógu fljótt.
Dánarfregn.
Siglufirði, FB. 14. okt.
Frú Sigríður Pálsdóttir, ekkja Haf-
liða heitins Guðniundssonar hrepps-
-stjóra, ljest í dag að heimili sínu hjer.
*
•Sf
*
■9
%
m
'9
■9
•9
9
9
9
9
9
9
«
9
Fjórveldaráðstefnan.
Verður nokkuð úr henni ?
London 14. okt.
United Press. FB.
Biesku, frakknesku og ítölsku ráð-
herrarnir hafa faliist á að haldin verði
f jórveldaráðstefna í Genf, en ráðherr-
ar Þjóðverja ekki. Herriot er lagður
af stað iáleiðis til Parísarborgar.
Genf 14. okt.
United Press. FB.
Neurath ráðherra tilkynti fulltrúa
sendiherra Breta, að Þjóðverjar hefði
hafnað að taka þátt í fjórveldaráð-
stefnu í Genf vegna þess, að þeir
væri ákveðnir í að taka ekki þátt í
starfsemi, sem færi í svipaða átt og
starfsemi afvopnunarráðstefnunnar, —
fyr en jafnrjettiskröfur Þjóðverja
hefði verið teknar til greina.
5amuinnuútgerð á togaraa
Merkileg nýjung á sviöi
útgerðarinnar-
Þess hefir áður verið getið hjer í
blaðinu, að skiiwerjar á ‘botnvörp-
ungnum „Nirði“ hafi keypt skipið
og ætli að gera það út í fjelagi,
Skipið hafa þeir nú eignast og skírt
upp; heitir það „Haukanes", en út-
gerðarfjelag þeirra heitir Samvinnu-
fjelagið Haukanes. Skipstjóri er Jór
Högnason, áður skipstjóri á Karlsefni.
Þar, sem hjer er um eftirtektar-
verða nýjung að ræða á sviði togara-
útgerðannnar, þykir rjett að almenn-
ingur fái að kynnast nánar því fvrir
koroulagi, sem þeir fjelagar hugsa
sjer að hafa 'á útg-erðinni.
Samvmnufjelag með takmarkaðri
ábyrgð.
Stofnendur fjelagsins eru allir skip-
verjar, 19 að tölu. Stofnendur eru
skyldir að gegna skipverjastöðu á
skipinu (eða öðru skipi, sem fjelagið
kynni að eignast) meðan þeir eru fje-
lagsmenn. Sama skyld'a hvílir á sjer-
hverjum þeim, er síðar kann að vera
tekinn í fjelagið.
Fjelagið er samvinnufjelag með sam-
eiginlegri en takmarkaðri ábyrgð. Án
sjerstakrar skuldbindingar fer ábyrgð
hvers fjelagsmanns eigi fram úr eign
hans í fjelaginu og sjóðum þess, að
viðbættum 2000 kr.
Hver fjelagsmaður greiðir 10 kr.
inngöngueyri, sem rennur í fymingar-
sjóð.
Fari fjelagsmaður úr skiprúmi fyrir
fult og alt, er hann þar með genginn
úr fjelaginu.
Fjelagafundir og stjórn.
Lögmætir fjelagsfundir hafa æðsta
vald á öllum málefnum fjelagsins; til
þess að fjelagsfundur sje lögmætur,
þarf fullur helmingur fjelagsmanna
að sækja fund.
Afl atkvæða ræður úrslitum á fje-
lagsfundum. Þó verður samþyktum
fjelagsins ekki breytt nema með %
atkv. fundarmanna. Hver fjelags-
manna hefir eitt atkvæði á fundi.
Stjórn fjelagsins skipa 5 menn,
kosnir á aðalfundi til eins árs í senn;
þar skulu og kosnir 2 varamenn í
stjórn, 2 endurskoðendur og tveir
til 'vara.
Fjelagsstjórnin hefir æðsta vald í
máiefnum fjelagsins milli funda. Hún
getur boðað til fjelagsfundar þegar
henni sýnist, og skvlt er henni að
boða til fundar, ef 1/g fjelagsmanna
æskir þess.
Sjóðir.
Innan fjelagsins eru þrír sjóðir:
1. Stofnsjóður, sem er sjereign
hvers fjelagsmanns að sama hluta og
innstæða hans.
2. Fyrningarsjóður, sem notaður
skal til endurnýjungar skipsins.
3. Varasjóður, sem er óskift eign
f jelagsins.
í stofnsjóð skal greiða: a) 5 kr.
árlegt gjald frá hverjum fjelagsmanni
og b) upphæð, sem nemur árlegri um-
saminni afborgun af stofnfjárskuld
fjelagsins. Stofnsjóð skal nota til
greiðslu á andvirði skipsins.
í fyrningarsjóð skal greiða árlega
4% af upphaflegu bókfærðu verði
skipsins. Sjóður þessi ska'l notaður til
að greiða með „klössunar' ‘ -kostnað
skips og fleira.
f vara-sjóð skal leggja: a) árlega
1% af brúttóandvirði afla og b) þær
upphæðir, sem aðalfundur kann að
akveða. — Varasjóður skal notaður
til þess að mæta óhöppum í rekstri
fjelagsins.
Afrakstur fjelagsins.
Afrakstrinum af starfsemi fjelags-
ins skal varið þannig:
1. Af óskiftum afrakstri skal gi'eiða
allan beinan tilkostnað við útgerðina,
svo sem: Kol, olíu og aðrar nauðsynj-
ar skips og vjelar, matvæli, salt, veið-
arfæri, hafnargjöld, reikningshald o.
s. frv.
2. Viðhald skips og vjelar, vátrygg-
ingargjöld, vexti af skipsverði, fyrn-
ingarsjóðsgjald, afborgun af kaupverði
skips o. fl.
Það, sem eftir er af afrakstrinum,
þegar allur útgerðarkostnaður hefir
verið greiddur, skiftist mil'li fjelags-
manna, þannig:
1. Skipstjóri 3.50 hluti
2. Stýrimaður 2.00 —
3. 1. vjelstjóri 2.00 —
4. 2. vjelstjóri 1.50 —
5. Bátsmaður 1.25 —
6. Loftskeytamaður 1.14 —
7. Matsveinn 1.20 —
8. 2. stýrimaður 1.15 —
9. 1. netagerðarmaður 1.10 —
10. Netagerðarmaður 1.08 —
11. Netagerðarmaður 1.08 —
12. Kyndari 1.00 —
13. Kyndari 1.00 —
14.—19. Hásetar 6, hver 1.00 —
Þessum skiftum verður þannig hag-
að í framkvæmdinni:
Eftir hverja veiðiför eða aflasölu
skal taka af andvirðinu sem næst
það, sem fjelagsstjórnin eða umbioðis-
maður hennar telur nægja fyrir út-
gerðarkostnaði. Það, sem þá er eftir,
skal farið þannig með: % hlutar
koma þegar í stáð til skifta meðal
skipshafnarinnar, þó aldrei meira en
sem svarar 350 kr. á mánuði fyrir
hvern heilan hlut. % hluti geymist til
tryggingar framhald'srekstri, þar til
reikningar eru fullgerðir og endur-
skoðaðir.
Jón Högnason og skipshöfn hans
eiga þakkir skilið fvrir, að hafa brot-
ið nýjar leiðir á þessu sviði. Svo sem
sjest á framangreindri lýsingu af f je-
lagsstarfsemi þeirra, láta þeir áhættu
af útgerðinni fyrst og fremst ganga út
yfir sitt eigið kaup. En gangi út-
gerðin vel, njóta þeir góðs af. Þetta
fyrirkomulag er heilbrigt; en senni-
lega samrýmist það illa við skoðanir
þeirra manna, sem sífelt eru að
heimta, en engu vi’lja fórna.
Frá Noregl.
Ósló, 14. okt. NPR. FB
Símagjöld hækkuð.
Vegna lækkandi krónugengis hefir
símastjórnin auglýst að skeytataxtinn
til útlanda hækki að meðaltali 15%
frá 15. þ. m. að telja.
Skipaárekstur.
Skonnorta frá Eistlandi og sænskt
skip rákust á í nánd við Álamdseyjar.
Skonnortan sökk. Sex menn fórust.
Skipi rænt.
Frá Honkong er símað að sjóræn-
ir.gjar hafi hertekið skipið Helikon
í Hongkong-flóa og rænt úr því öllu
verðmætu. Skipið var áður norskt, en
hafði verið selt kínversku fjelagi.
Bróðir Kreugers handtekinn.
Thorsteim Kreuger, bróðir Ivars
Kreuger, var handtekinn í gær í Stokk
hólmi'.
Háskólafyrirlestrar
Briiel landrjettsmálafærslumanns.
I seinasta háskóla fyrirlestri sínum
talaði Briiel landsrjettarmálafærslu-
maður um einlhliða afvopnun þjóðanna
og knýtti þar við nokkurum merki-
legum athugunum viðvíkjandi afstöðu
Lslendinga til Þjóðabandalagsins. —
Hann ræddl um 16. greinina í Þjóða-
bandalagssamningnum, og hvort það
ríki, sem ekki hefir hervarnir, og
tekur því ekki þátt í hernaðarumræð-
um, getur verið meðlimur í Þjóða-
bandalaginu.
Þessari spurningu svaraði Briiel ját-
andi, því að ekki yrði sjeð, að neitt
ríki í bandalaginu hefði sjerstaka
skyldu til þess, að taka þátt í um-
ræðum um hernaðarmál. Hann gat
þess þó jafnframt að erfitt væri að
segja um rjett einhverrar þjóðar til
þess að taka þátt í viðskiftaráðstefn-
um bandalagsins, og hvort ákvæði 16.
greinar Þjáðabandalagsins um leyfi til
þess að slíta viðskiftum við ein’hverja
þjóð út af því, að hún hefði ekki
haldið samninginn, væri samrýmanleg
ákvæðum Sambandslaganna, þar sem
ísland lýsir yfir ævarandi hlutleysi
sínu. Svar við þessari spurningu hlyti
að byggjast á því hvemig hlutleysis
ákvæðið verður skilið eftir Þjóða-
bandalagssamningnum. — Telji maður
Þjóðabandalagið annars vegar, og það
ríki, sem brotið hefir lög þess hins
vegar, sem hernaðarlega andstæðinga,
þá er ekki frama.r hægt að tala um
neina hlutlausa þjóð í band'alaginu,
eftir þeim skilningi, sem áður hefir
verið lagður í það orð. En sje Þjóða-
bandalagið og sú þjóð, sem brýtur af
sjer við það, ekki talin fjandsamlegir
andstæðingar, heldur beri afskifti
bandalagsins að skoða sem lögreglu-
ráðstöfun, þá er sennilegt að hlutleys-
isyfirlýsing íslands í sambandslögun-
um, sje samrýmanleg Þjóðabandalags-
samningnum. Og sú skoðun verður nú
æ ríkari meðal þjóðanna.
Dagbók.
□ Edda 593210187—1 atkv.
Veðrið í gær: N-áttin er nú gengin
niður, nema við NA-land, er enn N-
strekkingur. Veður er víðast þurt en
loft skýjað. Hiti 0—2 stig nyrðra, en
5 stig syðra. Hefir þykknað upp í dag
suðvestanlands vegna lægðar, sem er
að nálgast suðvestan af hafi og mun
hafa í för með sjer SA-átt og rign-
ingu á S- og V-landi á morgun.
Veðurútlit í Reykjavík í dag: SA-
kaldi. Rigning öðru hvom.
Messað á morgun: í Fríkirkjunni
kl. 11, síra Bjarni Jónsson; kl. 2 sr.
Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 síra Árni
Sigurðsson.
f Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl.
iy2, síra Garðar Þorsteinsson.
Barnaguðsþjónusta er í Elliheimil-
inu kl. iy2 á morgun.
Unglingastúkuxnar Æskan, Unnur,
Svava, Iðunn og Díana, hefja vetrar-
starf sitt með fundum á morgun. —
Allar stúkurnar halda nú fundi sína
í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti.
(Sjá nánar í auglýsingu hjer í blað-
inu).
Skipafrjettir: Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn. — Goðafoss er á útleið.
—• Brúarfoss er á útleið. — Dettifoss
kom til Vestmannaeyja í nótt kl. 3
og er væntanlegur til Reykjavíkur í
kvöld. — Lagarfoss va.r á Siglufirði
í gær. — Selfoss er á uppleið.
Leikhúsið. Á morgun verður „Karl-
inn í kassanum' ‘ sýndúr í síðasta
sinn. Eru því síðustu forvöð fyrir þá,
sem ekki hafa enn sjeð þennan fram-
úrskarandi skemtilega leik, að fá sjer
holt hláturskvöld, og kynnast hinum
ógleymanlegu útkjálka paurám, hr.
Mörland og Friðmundi Friðar.
Fermingarkort verða seld í versl.
Þorvalds Bjarnasonar og Valdemars
Long, einnig á götum bæjarins á
morgun, til ágóða fyrir barnaheimil-
isnefnd prestafjelagsins.
Hár tollur á kjöti í Danmörkn. —
Danska stjórnin lagði nýlega fyrir
þingið framvarp um h'áan toll á inn-
fluttu kjöti til Danmerkur; tollurinn
skyldi vera 1 kr. pr. kg. Fór stjórnin
fram á, að frumvarpið yrði afgreitt
í skyndi. Var það gert og er það nú
orðið að lögum. Sveinn Bjömsson,
sendiherra tilkynti þegar íslensku
stjórninni þessa tollhækkun og reyndi
hún, fyrir milligöngu sendiherra, að
fá íslenskt kjöt undanþegið tolli. —
Þetta heppnaðist giftusamlega, því að
ákvæði komst á síðustu stundu inn í
frumvarpið, þar sem ráðherra var
heimilað að veita undanþágu friá toll-
inum; verður íslenskt kjöt því von-
andi undanþegið þessum háa tolli.
Dönsku skipin. ísland fór frá Kaup-
mannahöfn í gærmorgun kl. 10 áleiðis
hingað um Leith. — Dronning Alex-
andrina kom hingað í gærmorgun, að
norðan og fer til útlanda í kvöld.
Leiðrjettingar. í grein B.H.B. í blað-
inu í gær, um fasteignamatið og opin-
bera eyðslu, slæddust inn tvær prent-
villur. Sú fyrri er í efstu línu á öðr-
um dálki 4. síðu, „lagi, atvinnuskatt,
af húseignunum“, en átti að vera:
„lagi, skatt af húsaleigutekjum“. —
Hin var töluvilla í 23 Mnu í sama
dálki, „16.670.00“ í stað 8.300 kr.
Drengur eða telpa, búsett við Kapla-
skjólsveg, getur komist að við að bera
Morgunblaðið til kaupenda.
Sjúkrasamlagsfundurinn seinasti var
óvenjulega vel sóttur, um 400 manns.
Stjórn S. R. lagði fram þrjár tillögur
til lagabreytinga: 1) um 7 kr. iðgjalds-
hækkun á lári fyrir hvem samlags-
mann, 2) að fella niður aukagjöld, og
næturvitjanir lækna, nema um slys sje
að ræða og 3) að takmarka notkun
dýrra einkasölulyfja eftir ráði læknis,
þar sem um ódýrari en jafngóð lyf er
að ræða. Fyrsta tillagan var samþykt
með öllum greiddum atkvæðum gegn
18. Onnur tillagan sömuleiðis gegn 7
atkv. og síðasta tillagan einnig gegn
einu atkvæði. — Fundurinn fór frið-
samlega fram, þrátt fyrir það þótt
þar væri einhverjir angurgapar, sem
alls staðar þykjast vera menn, en em
ekki, vilja glíma en geta ekki, og
höfðu þeir ekkert fylgi á fundinum,
heldur voru sama sem reknir á dyr.
Útvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veður-
fregnir. 19.05 Bamatími. (Síra Sig.
Einarsson). 19,30 Veðurfregnir. 19,40
Tilkvnningar. Tónleikar. 20,00 Klukku
sláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Þrir
fræðimenn. (Pálmi Hannesson, rektor)
21,00 Tónleikar. (útvarpstríóið). —
Grammófón: Kórsöngur. Piano-sóló:
Ballade, Óp. 24, eftir Grieg, leikin af
Leopold Godbwsky. Danslög til kl. 24.
Æðardúnn. Útflutningur á æðardún
hefir verið svipaður í ár og í fyrra,
1275 kg. nú, en 1225 kg. þá. Verðið
hefir verið svipað, þó heldur hærra
í fyrra.
Farsóttir. Samkvæmt skýrslu land-
læknis um farsóttir á landinu í sept-
embermánuði, hefir heilsufar verið
gott. Sjúklingar eru taldir 1180 alls,
og hafa langflestir veikst af kvefsótt,
404, og hefir sú veiki verið skæðust
á Norðurlandi. Af kverkabólgu hafa
283 veikst, og virðist hún jöfn um
land alt. Af iðrakvefi hafa 192 veikst,
fæstir að tiltölu í Reykjavík, en 30
—45 í landsfjórðungunum. Af blóð-
sótt sýktust 93, þar af 77 á Norður-
landi, 15 á Vesturiandi, einn á Suður-
landi, en enginn í Reykjavík nje á
Austurlandi.
Hjónaband. í dag verða gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Steina Ottós-
dóttir og Alfred Nielsen bakari. —
Heimili þeirra verður á Njálsgötu 65.