Morgunblaðið - 25.10.1932, Page 3

Morgunblaðið - 25.10.1932, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ i « * # ■* $ « # f 4 •4 « 5 ■* # <$ * 4 4 JpftorgmiUaMfc fts«f.: H.f. Arraltnr, KaykíaTlK Sltatjðrar: Jön Kjartanaaos. Valt»r StafAnaaos. aitatjSr" o* aí*r«l8ala: A. uatur«tr«et! I. — lla! #01, iuelýalnj-aatjörl: M. Omtbarg. Auglýalneaakrlfstofa: Auaturatratl 17. — Blaa! 700. ®«lasaala»*r: Jðn Kjartanason nr. Til. Valtýr Stefánaaon nr. KII. B. Hafber* nr. 770. 4akrlfta*jald: Innanlanda kr. 1.00 á aiánaSl. Utanlands kr. 1.10 & naaaBL I lausaaðlu 10 aura alntaklB. II aura meB Lieakdk. Fyrir nokkuru síðan sneri Morgun- biaðið sjer til .Tóns Hermannssonar tollstjóra og fór þess á leit, að hann akýrði blaðinu frá hvað hæft væri í sögusögnum þeim, sein gengið hafa í bænum um tollsvik eða tilraunir til tollsvika;. Tollstjóri kvaðst ekki óska eftir því íið birta neitt um þetta mál, meðan <engir væri kærðir og rnálinu ekki lengra komið. Síðar hefir tollstjóri gefið fjármála- ráðuneytinu skýrslu um málið, en ráðuneytið sent; hana Frjettastofu blaðamanna til birtingar. Skýrsla. tollstjóra er á öðrum stað hjer í blaðinu, hefir hann þar gefið tæmandi yfirlit um þessi mál. En hann hefir eigi talið rjettmætt ■é, þessu stigi málsins, að birta nöfn þeirra verslana, sem við mál þessi ■eru riðnar. Meðan svo er ekki, er skýrsla toll- stjórans alment ákæruskjal iá versl- unarstjett bæjarins. Mönnum er spurn. Er ástæða til þess? Hafa þeir menn í verslunar- ■■stjett, sem utan við standa mál þessi, langlundargeð til þess að taka á sig einhvern bróðurpart af þeim misfellum isem tollstjóri segir frá í •skýrslu sinni? 0g kæra þeir sig um það, sem hjer koma við sögu, að verða ónafngreindir, til þess að sök þeirra, ef hún er nokkui', falli að einhverju leyti á bak stjettarbræðra þeirra? Það verður að teljast ótrú- legt að svo sje. 011 leynd um misfellur þessar, hlýt- ur því að vera öllum til ama, og leiðinda, nema þeim einum, sem vilja fá fcækifæri til þess að níða niður verslunarstjett landsins yfirleitt, og verslunarmenn Reykjavíkur sjerstak- Jega;. Skýrsla tollstjórans gefur og til- •efni til þess að athuga, hvort ekki megi í tolllögum kveða nákvæmar á, en nú virðist vera um afhendingar innkaupsreikninga, svo ljósara verði, en nú, hvort um brot á tolllögunum •ei- að ræða:. í Tímanum var hafið máls á þessum follmálum með sjerstöku tilliti til þess ;að hasgt yrði með þeim að klekkja á Magnúsi Guðmundssyni. — Þegar •skýrsla tollstjórans er birt í Tím- anum og þar kemur í Ijós, að M. G. 'hefir engin afskifti af þessum málum, segir ritstjórinn eins og endranær, þá •eitthvað er rekið ofan í hann, að það scm hann hefir sagt öfugt og upp- lcgið, sje nákvæmlega sannleikanum íí.'unkvæmt. * Esja á að fara hjeðan á fimtudag- ínn kemur, austur um land. Súðin lagði af stað kl. 6 í gær- oiorgun frá Djúpavogi, áleiðis til Floregs. 8 v Urslit kosninganna. Einar lónsson frá Gelðingalæk, 5amningamir uið Horðmenn. Pjetnr Halldórsson kosinn með 5303 atkvæðum. Hann fekk 65,4% greiddra atkvæða. Fyigi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer sýnilega vaxandi. Kommúnistadeiid í dagsljósið. í gær voru talin atkv. frá Alþing- iskosningunum á laugai'dag. Biðu bæj- armenn með mikilli óþreyju eftir at- kvæðatölunum, enda þótt allir vissu hver úrslitin yrðu. Efaðist aldrei neinn um meirihluta C-listans. Kosn- ing Pjeturs Halldórssouar altáf talin hárviss. En hvernig skiftust atkvæðin ? — Hvað mátti ráða af atkvæðatölunum hvernig flokkaskiftingin nii er í bæn- umí Eftir því biðu menn. Talning atkvæðanna fór fram í Góðtemplarahúsinu. Þar beið altaif fjöldi manns, til þess að heyra hverju fram yndi. En erfitt var að átta sig á hlutfalli flokkanna þar, því atkv,- seðlaxnir voru flokkaðir eftii' stjórn- niálaflokkum og mörg hundruð lesin upp frá sama flokki í einu. Þegar t. d. fram voru komin nærri öll atkv. A og B lista, þá voru C-lista atkv. ekki nema 4200, en ótalin 1100 C- lista atkv. og þá ekki annað. Það voru alls 8194 er gengu til kosninga hjer á laugardaginn var. Er sú þátttaka mjög dauf. Því á kjör- ski'á eru nú 14401. Gild atkv. voru 8107, 34 atkv. voru ógild og 53 seðlar voru auðir. Gild atkv. voru því 56,- 20% af þeim sem eru á kjörskrá. Þátttakan við síðustu Alþingiskosn- ingar, vorið 1931 var mun betri, þá voru hjer 12473 á kjörskrá. Gild atkv. greidd 9689, eða 77,67% af þeim er á kjörskrá voru. En hjer er þess að igæta, að Framsóknarmenn munu allmargir hafa setið heima við þess- ar kosningar. En þeir fengu við kosn- ingarnar 1931 alls 1234 atkv. Listarnir fengu atkv. sem hjer segir C-listinn (P. H.) 5303. A-listinn (S. Ó.) 2153. B-Jistinn (B. B.) 651. Við kosningarnar 1931 skiftust at- kvæði milli flokkanna þannig: Sjálfstæðisflokkui'inn 5576 Alþýðuflokkurinn 2628 Framsóknarfl. 1234. Kommúnistar 251. Hundraðstala flokksatkv. við þær kosningar var þessi: Sjálfstæðitefl. 57.6% Alþýðufl. 27,1% Framsóknarfl. 12.7% Kommúnistar 2.6% En sje ekki tekið tillit til þeirra atkv. er Framsókn fekk þá, var hundraðs- tala flokkanna þessi: % Sjálfstæðisfl. 66 % Alþýðufl. 31,1% Kommúnistar 2,9% En hundraðstalan við . kosningarnai' nú, er þessi: Sjálfstæðisfl. 65.4% Alþýðúfl. 26,6% Kommúnistar 8,0% Niðurstaðan. Aðalniðurstaða kosninganna er því þessi: Fylgi Sjálfstæðismanna hjer í bæn- um er óbreytt frá í fyrra, að því Framsóknarflokksins kemur er kosningarnar sýna. Þegar tekið er tillit til þess, að allmargir Framsókn- armenn hafa nú varpað atkv. sínu á sósialista. og kommúnista, en hundr- aðstala Sjálfstæðismanna gagnvart þessum tveimur flokkum, 'hefir þó aðeius breyst frá 66% í 65,4%, eða um 0,6% má fullyi'ða, að kosning þessi gefi fullkomna bendingu um, að fylgi Sjálfstæðisfl. hafi í raun og veru aukist 'síðan í fyrra. Það er vitað og viðurkent, að altaf hefir sá ósiður loðað við Sjálfstæðis- menn hjer í bænum, að þeir eru hirðu- lausari um að sækja kosningar, en flokksmenn annara flokka. Það er ekki til neins að loka augunum fyrir þeirri staðreynd. Mátti búast við því, að þessi flokks- löstur kæmi greinilegast í Ijós, er gengið var til kosninga, þar sem úrslit voru fyrirfram vís. En útkoman varð betri en margir bjuggu'st við, samanborið við kosn- ingagnar í fyrra. Þá var kosning talin óviss um 3. mann á lista Sjálf- stæðismanna.Þá gátu úrslit oltið á einu atkv. Þá fekk Sjálfstæðisfl. sem fyr segir 5576 atkv. En nú í vissri kosn- ingu ekki nema 273 atkv. eða 4% færra. En Alþýðufk, sem altaf dreg- ur hvert sitt atkv. á kjörstað fær 475 eða 18% færri atkv. en í fyrra. I fljótu bragði kann rnönnum að koma fylgisauki kommúnista á óvart. Þeir fengu 251 atkv. við síðustu kosn- ingar. En nii fengu þeir 651 atkv. En eins og Hannes Jónsson alþm. á Hvammstanga lýsti rjettilega; á fundi í vor, er rnokkur hluti þeirra manna, sem til Framsóknar hafa tal- ist, svo fylgispakir við Jónas frá Hriflu, að þeir eru í raun og veru kommúnistar. Það er óefað kommúnistadeild Fram sóknar hjer í bænum, sem hefir veitt kommúnistasprautúm höfuðstaðarins þetta óvænta brautargengi. Frá Langanesi. Gunnólfsvík 15. okt. FB. Um miðjan septembermánuð s.l. andaðist í sjúkrahúsinu á Akureyri Júlíana Gísladóttir frá Dalhúsum hjer í hreppnum. Júlíana sál. var vel lát- iu kona af öllum, sem henni kyntust. Hún var móðursystir Gísla Guðmunds- sonar ritstjóra. Betur hefir tekist til en ætlað var með björgun úr færeysku skútunni, sem strandaði á Grenjanesboða á dög- unum. Undanfarið hefir stöðugt vei'ið annið að björgun og er nú búið að ná dragnótunum, spilinu og mörgu fleiru. Alt, sem bjargast hefir, var flutt til Þórshafnar. Skipshöfnin dvel- ur þar enn og bíður eftir Esju. — Arið 1927, þ. 21. apríl sigldi þessi sarni kútter á færeysku skútuna Flor- entz í nánd við Einarsdranga hjá Vestmannaeyjum. Við ásiglinguna sökk Florentz og fórust af henni sjö n enn. örukknar í Rangd. Hann var einn á ferð á laugardagskvöld, hefir líklega fengið að- svif á bakkanum, og fallið í ána. í gærmorgun barst sú fregn hing- að til bæjarins, að Einar Jónsson bóndi á Vestri-Geldingalæk og fyrv. þingmaður Rangæinga, hafi fundist di'ukknaður í Rangá, á vaði því, sem ktnt er við Snjallsteinshöfðahjáleigu. Hann fór á laugardaginn heimanað og fyrst niður að Helluvaði. Eftir nokkra dvöl þar fór hann sem leið liggur vestur yfir Rangá á brúnni og síðan upp með ánni að vestan- verðu að Snjallsteinshöfðalijáleigu. — Ekki er blaðinu kunnugt um 'hvort hann hafi komið við á fleiri bæjum. Frá Snjallsteinshöfðahjáleigu fór Ein- ar í Ijósaskiftunum á laugardagskvöld. Þaðan er stutt austur yfir Rangá að Geldingalæk. Bóndinn í Snjallsteins- höfðahjáleigu bauð Einari fylgd, en Einar þáði það ekki, enda var hann vanur að vera einn síns liðs í ferð, og á þessari leið varð eigi talað um neinar hættulegar torfærur, því lítið var í Rangá. Síðan segir ekki af ferðum Einars. Á sunnudagsmorgun var reiðhestur hnns með hnakk og beisli kominn heim í hlað. Var þá þegar hafin leit að Einari. Var ennfremur sent að HeHuvaði því þangað ætlaði Einar á laugardaginn, er hann fór að heiman. Síðar var farið að Snjall- steinshöfðahjáleigu. Er frjettist þar af ferðum hans, var rakin leiðin það- an. Um tvö vöð á Rangá gat verið að r.i'ða, sem ihann hefði farið. Fanst nú stafur Einars við austur- bakka árinnar á öðru vaðinu. Var það birkistafur óvandaður, og var stafurinn það mikið upp úr vatninu, áð hann hafði auðsjáanlega ekki lent í ánni, því þá hefði straumurinn borið hann á burt. Síðar fanst lík Einars heitins þarna við austurbakkann iá vaðinu, og mar- aði aðeins í kafi. Eigi verður annað sjeð, en Einar heitinn hafi verið kominn yfir ána. Eru það tilgátur manna, að hann hafi farið þar af baki, e. t. v. mist stafinn úr hendi sjer þarna við bakk- ann og lotið niður eftir honum, fengið aðsvif og dottið niður í ána. Hann átti vanda fyrir aðsvifum. Sagði hann það í kunningjahóp á föstudaginn var, að aðsvif þessi væri að ágerast; kendi hann þess einkum er hann snögglega lyti niður höfði. Dagur var að kvöldi kominn, er lík hans fanst. Líkið var fært heim að Geldingalæk. Æfiatriðai þessa mæta manns verður minst hjer síðar. Útvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veður- fregnir. 19.05 Grammóf. 19,30 Veður- fregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleik- ar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Frá Vestur-fslendingum II (sr. Benjamín Kristjánsson). 21,00 Tónleikar: Piano-sóló (Emil Thorodd- sen). 21.15 Upplestur (Guðbrandur Jónsson rithöfundur). 21,35 Gram- mófóntónleikar: Leonora-Ouverture nr. 3 og König Stephan-Ouverture, eftir Beethoven. Samtal við Ólaf Thors. Olafur Thors alþm. kom heim með „GuIlfossi“ á laugardagskvöld, og hafði tíðindamaður Mbl. tal af hon- um í gær. — Hvað segið þjer um norsku samn- ingana f — Jeg hefi lesið skýrslu Jóns Áma- sonar framkv.'stj. um málið, hæði í Morgunblaðinu og Tímanum og hefi ,engu við hana að bæta. Jeg vil þó nota tækifærið til að láta í ljós þakk- læti fyrir alla þá innilegu alúð og vináttu sem okkui' var sýnd í Noregi. Norska ríkisstjórnin, samningamenn- irnir, embættismennimir í þeim ráðu- neytum sem málefni vor fjellu undir. báru einlægan vinarhug til fslend- inga, og kom það ljóslega fram í öll- um skiftum þeirra við okkur. Mjer er óhætt að fullvrða að norsku ríkisstjórninni og öðrum ráðamönn- um Norðmanna var það mikið áhuga- mál að halda fullan frið og virváttu við íslendinga, ella hefðu samningar ekki tekist. Norska stjórnin, sem er bændastjórn, sagði upp kjöttolls- samningnum af því að 30 aura tollur á hvej’t kíló kjöts þótti ekki nægi- lega hár til þess að tryggja norskum bændum innanlands kjötinarkaðinn, og tolljirinn var hækkaður upp í 58 au. Það hefði vitaskuld hvergi verið vandalaust fyrir norsku stjórnina að lækka tollinn aftur niður í 30 aura, og það er áreiðanlega mörgum og miklum vandkvæðum bundið að færa tollinn niður í 20 aura, svo sem nú hefir verið gert. Og hvað sem annars kann að verða sagt um þá hagsmuni sem Norðmenn öðlast á sviði sigl- inga og fiskiveiða með þessum samn- ingi, þá er það alveg fullvíst að þeir einir hefðu reynst með öllu ónógir í huga norsku stjórnarinnar til jafn- vægis gegn niðurfærslu á kjöttollinum. Mjer þykir rjett að skýra frá þessu meðfram vegna þess, að nokknð skort- ir á að sumir íslendingar viti hið sanna um frændsemistilfinningu og vináttu flestra Norðmanna í garð íslendinga. Hitt ei’ svo annað mál, að Norð- menn eru vorir skæðustu keppinaut- um á sviði fiskiveiðanna. En af þeirri staðreynd þarf vitaskuld ekki að leiða kali eða óvild milli þjóðanna. Elitt væri eðlilegra að frændsemin og vin- ■áttan opnaði augu ráðandi manna fyrir því að það er ekki víst að hvor þjóðin um sig tryggi best sína hags- muni með takmarkalausri samkeppni við frændþjóðina. Vefaradeiluimi lokið. Manehester 24. okt. United Press. FB. Vefaradeihinni lauk á .miðnætti að- faranótt sumiudags. Vefararnir fell- ust á launalækkun, sem nemur átján og hálfum penny á sterlingspund. — Vinnustundafjöldinn verður 48 klst. á viku eins og áður var og stofnað verður sáttaráð, til þess að gera út uni deilumál þau, sem upp kunna að koma. Þessi lausn deilunnar er talin mik- ill persónulegnr sigur fyrir F. W. Leggett nndir-ráðhen'a, sem fyrir hönd verkamálaráðunevtisins hafði með höndum að sætta aðilana í deil- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.