Morgunblaðið - 16.11.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1932, Blaðsíða 2
2 MORG UNBLAÐJÐ Stormvax. Útvegum yður þaulvanan mann til þess að þjetta hurðir og glugga í húsi yðar með hinu óbrigðula Stormvaxi. Árangurinn er sá, að hvorki rignir nje næðir í gegn um glugga þá, er áður voru óþjettir. VOrioeynslihds mitt við Tryggvagötu selst nú þegar til niðurrifs. Tilboðin sjeu komin til mín fyrir laugardag 20. þ. m. Nic. Biaraasoa, Væntanlegt með e.s. Dettifoss. Epli, Delecious og Jonathan. Appelsínur. — Laukur. Eggert Kristjáisson & Co. Símar 1317 og 1400 Ullaroarn í mörgum litum, nýkomið. Kjólaspennur, Hnappar og allskonar Smávara. Verslun HaiðKnu Benedlkts. Laugaveg 15. Sími 408. Hjartaliga tðkk bera vit repsstjóranum á Þórsböfn og teimum, vit annars ferðaðust ímillum, fyri ta góðu móttöku, teir veittu okkum og tað hjálpse- mi teir sýntu okkum, til tess vit fóru av 1 andinum. Samaleiðis takka vit teimum á „Lagarfoss“ fyri allan tann blíðskap, teir vístu okkum. Mannskapið á „Haffstein“. Nýkomið: Svart og grænt Astrakan í kápur og stuttjakka. — Einnig svört, munstruð Kápuefni. Sig. Gnðmnndsson. Þingholtsstræti 1. Sími 1278. VOribfll óskast í skiftum fyrir 5 manna drossíu. — Uppl. hjá Kristnl KnftBasynl bílstjóra. Sími 847. Uanðrceði bœnöa. Oddvitar Árnes- og Rang- árvallasýslu koma saman á fund til þess að ræða fjárhagsvandræði bænda. Sunnudaginn 13. nóv. 1932 hjeldu oddvitar hreppanna í Ar- nessýslu og Rangárvalla fund í Tryggvaskála, samkvæmt boði Páls Stefánssonar oddvita Gnúp- verjahrepps. Mættir voru 14 oddvitar úr Ár- nessýslu og 4 úr Rangárvallasýslu. Auk þess sat fundinn Magnús Torfason sýslumaður Árnessýslu og nokkrir bændur. Páll Stefánsson setti fundinn og gat þess að tilefni þess að fund- urinn hefði verið boðaður, væri hinir miklu fjárhagserfiðleikar bænda í þessum hjeruðum. Fundarstjóri var kosinn Guð- mundur Einarsson, prestur að Mos felli. Fundarskrifari var Þorsteinn Þórarinsson frá Drumboddsstöð- i!m. Páll Stefánsson tók til máls og sagði frá því, með rækilegu erindi, hvernig komið væri fjár- hag bænda nú, á þessum slóðum, og hve fyrirsjáanlegt væri, að þeim væri ekki unt að standa und- ir þeim skuldum, er á þeim hvíldu, nema einhver breyting yrði þar á- Benti og á ýmsar leiðir, sem hugs- anlegar væru til einhverrar úr- lausnar í þessu efni. — Eftir lang- ar umræður þessara mála kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn samþykkir að kjósa 3 manna nefnd til þess að gang- ast fyrir því, að safnað verði ná- kvæmum upplýsingum um eignir og skuldir einstakra bænda, sem erfitt eiga með greiðslu vaxta og skulda, eða æskja aðstoðar á ein- hvern hátt við lausn þeirra mála; og ef þá kæmi í ]jós, að menn ættu ekki fyrir skuldum, þá yrði með aðstoð stjórnar og þings, ef nauðsyn krefur, leitað nauðasamn- jinga, eða svipaðra ráðstafana fyr- ir þá, af nauðasamninganefnd, eða nefnd skipaðri af stjórn, skulda- eigendum og bændum. En þeirri nefnd yrði jafnframt falið að úr- skurða, þegar æskt verður, hvað þeir menn, sem raunverulega eiga fyrir skuldum, eru færir um og verða að greiða, þannig, að það, sem þá vantar á fulla greiðslu, verði annað hvort lagt við höfuð- stól og bíði betri- tíma, eða felt niður að nokkru leyti eða öllu. — Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina að hlutast til um, að vextir verði yfirleitt færðir niður hið fyrsta eins og hægt er“. Tillagan var samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Þegar hjer var komið mættu á fundinum: forsætisráðherra Ás- geir Ásgeirsson, atvinnumálaráð- herra Þorsteinn -Briem og skrif- stofustjóri Páll E. Ólason. Tóku ráðherrarnir þátt í umræð- um. Þá voru kosnir í nefnd, samkv. framanskrifaðri tillögu: Guðmund- ur Einarsson, þrestur að Mosfelli. I Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi að Stóra-Hofi og Páll Stefánsson, bóndi að Ásólfsstöðum. Þá var samþykt, að hreppsnefnd ir í þessum sýslum skyldu safna skýrslum þeim, er um getur að framan í tillögu fundarins, eftir nánari fyrirmælum þessarar nefnd ar. — Fundargerð lesin upp og sam- þykt. Fundi slitið. Guðmundur Einarsson, fundarstjóri. Þorsteinn Þórarinsson, skrifari. Ofuiðrið á laugaröaginn. Skemdir á húsum og heyj- um fyrir austan. 1 veðrinu mikla, aðfaranótt laugardags, þegar norska skipið „Ingerto“ varð fyrir áfallinu sunnan við land, urðu miklar skemdir víðsvegar hjer sunnan lands. Hefir þó hvergi frjest að veðrið hafi orðið mönnum nje skepnum að tjóni. I ofviðrinu slitnuðu símar víða, og var því örðugt að ná glöggum frjettum utan af landi, og enn eru símar bilaðir sums staðar. í gær reyndi Morgunblaðið að ná frjettum af því tjóni, sem af- viðrið olli hjer syðra, og átti tal við nokkrar símstöðvar hjer sunn- anlands. Fara hjer á eftir frásagn- ir þeirra. Prá Efra-Hvoli var símað, að ekki hefði frjest um neina skaða á Rangárvöllum, en frá Breiðabólstað í Fljótshlíð, þar sem síra Sveinbjörn Högnason býr, hefði fokið þak af hlöðu og tveim- ur fjárhúsum sem stóðu þar efst í túninu, þar sem heitir Hákot og skemdist þar eitthvað af heyi af rigningu á eftir. P!rá Fellsmúla var sagt að fokið hefði þök af hlöðu og skúr á Skammbeinsstöð- um í Holtum. í Kvíarholti í Holt- um hefði fokið nokkuð af heyi. Á Hjallanesi á Landi munu hafa fokið 30 hestar af heyi, sem stóðu í heygarði. Yíða fuku torfþök af húsum og skemdir urðu á heyi bæði af foki og rigningu. Frá Sandlæk var símað að fokið hefði járn- plötur af luisum á Haugshúsi og Hæli, en meiri skemdir hefði þar ekki orðið, svo teljandi sje. 1 Þrándarholti fauk hey, um 30 hestar, og nokkuð á Sólheimum. Þak tók af fjósi og hlöðu í Hrepp- liólum, og víða á bæjum fuku járnplötur af þökum, t. d. talið að fjórða hluta hafi rifið af hlöðu í Sandlækjarkoti. Enn hafði heyrst þangað að tvö eða þrjú útihús hefði fokið á Skeiðum. Þá var og sagt að í Torfastaða- koti hefði lyfst af grunni nýsmíð- að fjárhús úr timbri og með járn- þaki. Ekki skemdist húsið mikið og mun brátt fært í samt lag aftur. Frá Minni Borg var símað að töluverðar skemdir hefði orðið víða þar í nágrenni. Á 'Ormsstöðum fauk þak af hey- hlöðu. Nokkuð mun liafa fokið af heyi og skemst. Á Reykjanesi fauk þak af hey- hlöðu og á Stóru Borg þak af hlöðu og fjárhúsi. Á Minna Mos- felli fauk og þak af heyhlöðu og meiri og minni skemdir urðu á ílestum bæjum í Gríntsnesi. Frá Tryggvaskála við Ölfusárbrú var símað að furðu litlar skemdir hefði orðið 1 Flóanum, þótt rokið væri afskaplegt. Þó fauk þak af hlöðu í Fúlholti og skemdist þar eitthvað af heyi. f Hraungerði fuku nokkrar járnplötur af þinghúsi hreppsins, en það sakaði ekki að öðru leyti. í Kaldaðarnesi fuku líka nokkr- ar járnplötur af heyhlöðu og víða annars staðar hefir heyrst um þakfok, en ekki stórvægilegar skemdir. Frá Steinum undir Eyjafjöllum var símað, að veðrið mundi hvergi nærri hafa verið eins hart undir Fjöllunum eins og vestar. Hefir þar hvergi frjest um neinar skemdir. Hvergi þar sem Morgunblaðið frjetti til í gær um veðrið, þar sem það hafði verið verst, voru neinar fregnir af fjársköðum. En miklu tjóni hefir veðrið valdið bændum á Suðurlandsundirlend- inu, og er þó ekki víst að allar fregnir um það sje enn komnar. Of riðarskuldirnar. London 14. nóv. United Press. FB. Utanríkismálaráðuneytið hefir birt orðsendingu þá, sem breski sendiherrann í Washington af- henti í ameríska utanríkismála- ráðuneytinu á fimtudag síðastlið- inn. í orðsendingu þessari, sem er alllöng, um 700 orð, fer Bretland fram á frestun á ófriðarskulda- greiðslum á meðan samkomulags- umleitanir fara fram um hvernig endanlega verður gert út um ó- friðarskuldirnar, en til vara er farið fram á frestun á greiðslum nánara tiltekinn tíma, ef eigi verð- ur fallist á uppástunguna, sem áður var nefnd. Bretar gera sjer vonir um, að Bandáríkjamenn geti hafið viðræður um lausn þess- ara mála hið allra fyrsta. Kristmann Guðmundsson: Det hellige fjell er komið aftur, bæði bundið og óbundið. II-MHUKM f Austurstræti 1. Sími 26. Sveinn frá Elivogum: í Varðarhúsinu miðvikudag kl. 8.30. Vísur og kveðskapur. Aðgöngumiðar seldir við inngang’inn. Vetrarmaðir vanur skepnuhirðinu, óskast í sveit. Uppl. hjá Versl. Sig. Þ. Skjaldberg til kl. 2. Wkomið: Rúsínur. Sveskjur. Apricósur. íslenskt Smjör. Verslnnin Lakjargðtn 10. (Áður Breiðablik). Hið irnmlega jafnvægis rent úr einu stykki, komið í <___■ Hliúðfærahnsið Austurstræti 10. Aiiabhð. Laugaveg 38. V. LONG, Hafuarfirði. Verkfallið á Spáni. Madrid, 15. nóv. United Press. FB. Innanríkismálaráðherrann til- kynnir, að til engra óeirða hafi komið ennþá í sambandi við námu- mannaverkfallið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.