Morgunblaðið - 04.12.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLA'MÐ t JpflorgmiMa&td Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 3700 Heimasimar: J6n Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakiO. 20 aura meS Lesbök. Enginn g eiðsíufrestur á ófriðarskuldunum. Wasliington, 2. des. United Press. FB. Orðsending Frakka til Banda- ríkjastjórnar um ófriðarsknldirn- ar var afhent, Stimson utanríkis- málaráðherra í dág. Að svo búnu var haldinn ráðherrafundur í for- setabústaðnum til þess að ræða orðsendinguna. Garner, leiðtogi úeniókráta segir, að þjóðþingið veiti ekki frest á desembergreiðsl- unum. Ljef hann svo um mælt: „Þjóðþingið gerir ekkert í því efni“. ÚilenAar frjettir. 3. des. F. Ú. Bannið í U. S. A. í neðri málstofu Bandaríkja- þingsins hefir verið borin fram tillaga um afnlám áfengisbannslag- anna. Aðgætandi er, áð kjörtíma- bil þess þings, sem nú situr er að renna út, og að meiri hlutinn í hinu nýkosna þingi mun vera því fylgjandi, að áfengisbannið verði annað hvort afnumið, eða að minsta kosti takmarkað mjög. Nýja stjórnin í Þýskalandi. Útnefning nýju ráðherranna í Þýskalandi mun fara fram í dag. Opinberlega hefir þó ekkert verið tiikynt enn um nöfn ráðherranna, en búist er við, að þeir muni allir vera þéir somu og VOru í Papens- ráðuneytinu, nema verslunar-, at- vinnú- og landbúnaðarrá.ðherra. — von Papens rá.ðuneytið heldur síð- asta fund sinn *í dag o'g mun þá von Neurath gefa skýrslu áður en hann fer til Genf. Ensku blöðin ræðá all-mikið um r.ýja. þýska kanslarann og telja hann yfirleitt þaulreyndan stjórn- málamann. — Blaðið Times segir, að ef til vill sje útnefning Schlei- ehers það besta, sem fyrir þýska- land hefði getað komið, enda þótt það muni vekja tortryggni í ná- búalöndunum, að gamall hershöfð- ingi er gerður að kanslara. News Cronicle segir, að útnefning Sehleichers verði ef til vill til þess, að Þjóðverjar snúi aftur til þingræðisins, en það sje þó mikið komið undir samsetningu nýja ráðuneytisins. —- Góðs vita telur blaðið það, að Neurath verður á- fram utanríkisráðherra. Sjómannakveðjur. FB. 3. des. Farnir beint á veiðar. Yellíðan., Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Maí. Farnir af stað út. Vellíðan. Kær ar kveðjur. Skipshöfnin á Gylli. Ríki5bú5kapurinn. Samanlagðir tekjuhallar fjögra síðustu ára nema um 10 miljónum króna. I. Landsreikningurinn fyrir 1931 er nýkominn út. Hann sýnir, að tekjurnar á því ári hafa numið 15.2 milj. króna, en gjöldin 18,1 milj. kr. Tekjuhallinn á árinu verð ur samkvæmt þessu 2,9 milj. kr. Þessi landsreikningur er sá þriðji í röðinni, sem sýnir tekju- halla, á rekstri þjóðarbúsins. Tekjuhallinn byrjaði á árinu 1929. Þá voru tekjur ríkissjóðs á- ætlaðar 10,9 milj. kr., en þær urðu 16.3 milj. Gjöldin voru það ár.á- ætluð 10,8 milj., en eytt var 17 miljónum króna. Tekjuhalli varð því um 700 þúsundir króna. Árið 1930 voru tekjur ríkis- sjéðs áætlaðar 11,9 milj., en þær urðu 17,2 milj. kr. Gjöldin voru það ár áætluð 11,9 milj., en eytt var 21,8 milj. Tekjuhalli 4,6 milj. króna. Árið 1931 voru tekjur ríkis- sjóðs áætlaðar 12,8 milj. kr., en þær urðu 15,2 milj. Það ár voru gjöldin áætluð 12,8 milj., en þau urðu 18,1 milj. Tekjuhalli verður því 2,9 milj. króna. Þarna eru þá komin þrjú tekju- hallaár í röð, 1929, 1930 og 1931, og nemur samanlagður tekjuhalli þeirra 8,2 miljónum króna. , . Um afkomu yfirstandandi árs verður ekki sagt að svo komnu. Fullyrða má þó, að afkoma ríkis- sjóðs verði slæm, þar sem tekjurn- aú hljóta að bregðast stórlega. Má því gera ráð fyrir ennþá nýj- um tekjuhalla á þessu ári og varla undir 2 miljónum króna. II. Hún er óglæsileg myndin af rekstri ríkisbúskaparins, sem sýnd var hjer að framan með tal- andi tölum. Hún sýnir, að við er- um nú á fjórða tekjuhallaárinu í röð. Þessir tekjuhallar verða sam- anlagðir varla undir 10 miljónum króna. Það ætti öllum að vera ljóst hvert stefnir, ef áfram verður haldið á þessari braut. — Þessi stefna hlýtur að enda með full- kominni glötun hins efnalega sjálf stæðis ríkisins. Þess vegna verður nú þegar að gera öflugar ráðstaf- anir til þess að koma fjárhag rík- issjóðs í rjett horf aftur. Við fljótlega athugun á lands- reikningnum 1931 er ekki sjáan- legt, að þar hafi átt sjer stað neitt svipað fjárbruðl og næstu árjn á undan, 1930 og 1929, enda kom nýr maður nú í fjármála- ráðherrasætið, sem stóð á móti fjáraustri Jónasar frá Hriflu. En sje það nú svo, að ekki verði fundnir neinir verulegir útgjalda- liðir á árinu 1931, sem greiddir hafa verið án heimildar, þá er bersýnilegt, að búið er að hlaða svo lögbundnum gjöldum á ríkis- sjóðinn, að tekjur hans hrökkva ekki nándar nærri til að standast þau. Tekjurnar voru þetta ár á- ætlaðar 12,8 milj. kr., en tirðu 15,2 milj., eða 2,4 milj. meiri en áætlað var. Tekjurnar hafa þann- ig ekki brugðist. Gjöldin voru á-1 ætluð 12,8 milj., en urðu 18,1 milj. j kr.,- eða 5,3 milj. héerri en áætlað var. HL Eftir því, sem sjeð verður af landsreikningnum 1931, er ríkis- sjóður svo hlaðinn lögbundnum gjöldum, að tekjur hans hrökkva ekki nærri til að standast þau. Hjer verður að komast jöfnuð- ur q. — Um tvær leiðir er að velja til þess að ná þessum jöfnuði. Önn- ur er sú, að afla ríkissjóði tekju- auka, sem nægir til að standast öll útgjöldin. Hin leiðin er, að lækka útgjöldin og tryggja það, að þau verði aldrei meiri en tekj- urnar nema. Fyrri leiðin er áreiðanlega ekki fær eins og nú standa sakir. At- vinnuvegir landsmanna eru í rúst- um, því að þeir hafa verið reknir með tapi undanfarin ár, og enn sjest hvergi rofa til. Atvinnuveg- irnir geta því ekki bætt á sig auknum álögum, enda er það svo, að þær drápsklyfjar skatta og tolla, sem á atvinnuvegunum hvíla, eiga drjúgan þátt í því eymdarástandi, sem nú yíkir í landinu. Það er því lækkun skatta en ekki hækkun, sem þyrfti að koma, ef vel væri. Eina leið — og aðeins eina — er þvj hægt að fara, til þess,að koma á jöfnuði milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Þessi l.eið er nið- urskurður á gjöldunum. En það er enginn smávægis nið- urskurður, sem hjer kemur að gagni. Gjöldin þurfa að lækka um miljónir króna. Slíkt verður ekki gert nema með allsherjar og rót- tækum niðurskurði. IV, Hjer í blaðinu hefir oft verið bentá fjárbruðlið, sem á sjer stað við ríkisstofnanirnar nýju. Þar er sægur starfsmanna og launa- greiðslur í engu samræmi við laun annara starfsmanna ríkisins. — Þess verður að kref jast, að rekst- ur þessara stofnana verði gerður miklu ódýrari en hann nú er, og strángara eftirlit haft með rekstr- inum. Sú óhæfa má ekki eigg, sjer stað, að ríkisstjórnin hafi menn, fyrir stofnunum þessum, sem upp lýst er um, að hafi misnotað fje stofnunarinnar, sbr. útvarpsstjór- inn. Gegnir furðu, að ríkisstjórn- in skuli ekki vera búin að víkja JÓnasi Þorbergssyni frá embætti. Stjórnin getur ekki vænst trausts þjóðarinnar, ef hún hylm- ar yfir stórfeld brot embættis- manna, sem hún á að hafa eftir- lit með. Þjóðin væntir þess, að stjórnin taki nú föstum tökum á þessum málum og undirbúi róttækan sparnað á næsta þingi. Hún verð- ur að tryggja það, að jöfnuður komist á milli tekna og gjalda ríkissjóðs. Hún verður að beita sjer fyrir því, að gerðar verði nauðsynlegar lagabreytingar, sem tryggi það, að útgjöld ríkissjóðs verði viðráðanleg í framtíðinni, án þess að þyngja um of skatta- greiðendum í landin.u. ! Hringurinn í Hafnarfirði held- . ur skemtun í lcvöld í G. T.-húsinu. I Skemtiskrá fjölbreytt. Mikið af nýjum vörum komu í gær í v , m u*; i x v VefnaðarTðrndeildina. « . - 'W • It* S • :h-i: Fóðraðir skinnhanskar. Gardínuefni þykk og þunn efni í „Storis“, svart og mislitt „Georgette“ í kjóla. — Flauel hvít og mislit. — Regnhlífar o. fl. o. fl. li iillal i x| ffrrrrfrrtttfto tÚfóHfT Tiýtoh^ffororfý* *rr MUNIÐ EDINBORBAR Jólabazarinii var opnaður 1. desember. Úr miklu að velja. Fylgist með fjöldanum á jólasölu •tf jtj 20-4 i p EDINBORGAB. 19 LÁTIÐ BLðffilN TALA“. („Sig det med Blomster“). EDINBORGAB KRYSTALLINN ódýrastur og bestur, miklar birgðir fyrirliggjandi, nýjar gerðir af skál- um, vösum, bátum, körfum og disk- ar á 2.85. Blðm & Avextir er eina verslunin hjer á landi, sem er í þessu alþjóðasam- bandi. Þeir, sem hafa í.hyggju að senda blóm eða kransa íyrir milligöngu sambandsins, panti með fyrirvara, svo hægt sje að senda pöntun með pósti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.