Morgunblaðið - 04.12.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1932, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Biiglýsingatíagbck Ein keðja af bíl, dekkstærð 5X25X19, óskast til kanps. Sími 1530. Fótaaðgerðir. Laga niðnrgrón- ar neglur, tek burt líkþorn og harða húð. Gef hand- og rafur- magnsnudd við þreyttum fótum o. fl. Sími 3016. Pósthússtr. 17 (norð- urdyr). Yiðtalstími kl. 10—12 og 2-—4 og eftir samkomulagi. Sigur- björg Magnúsdóttir. Húlsaumur ódýrastur. Lindar- götu 7. Guðný Kristjánsdóttir. Þýsk stúlka óskar eftir vist. Upplýsingar í síma 2334. Reiðhjól tekin til geymslu. — „Örninn“, sími 4161, Laugaveg 8 og Laugaveg 20. Nýja Fiskbúðin, Laufásveg 37, fekk nýja símanúmerið 4663. Mun- ið það. Saumastofa Valgeirs Kristjáns- sonar er flutt í Austurstræti 12 — (Hús Stefáns Gunnarssonar) — Simi 2158. Fisksölusímanúmer Eggerts Brandssonar á Bergstaðastræti 2, verður frá deginum í dag 4351 (áður 1351). Fæði, einstakar máltíðir, kaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Café Svanurinn. (Hornið við Barónsstíg og Grettisgötu). GHænýtt fars er altaf til. Fiskmetis- gerðin, Hverfisgötu 57. Sími 2212. íslensk málverk, fjölb'-eytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Sími 2105. Höfum til sölu, ágætar gulrófur Fáum jólatrje með næstu ferð Lyru, tekið 'á móti pöntunum. — Munið eftir blómunum og kröns- unum í Flóru, Vesturgötu 17, — sími 2039. Kvenfjelag FríkirkjusafnaSar- ins í Reykjavík, heldur sinn ár- lega bazar innan fjelags, þriðjud. 6. desember á Laugavegi 37. — Bazarinn verður opnaður kl. 2 síðdegis. Hectnit til Hinar fellegu Alþingishátíð- ar fánastengur, með tveimur fánum, seldar á aðeins 11.50 stk. — Notið þetta einstaka tækifæri. Ennfremur Alþing- ish'átíðar postulín svo sem: Bollar, Vindlingaglös, Ösku- bakkar. — Islensku spilin þurfa allir að eiga. --------- Dagbók. □ Edda 59321267 — Fyrirl. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Veður er nú orðið kyrt og víðast þurt hjer á landi. Frost 3—6 stig. Lægðin, sem norðanveðrinu olli, liggur nú milli Hjaltlands, og Noregs og norður með V-strönd Noregs. Suðvestur af íslandi er ný lægð, sem færist líklega NA-eftir og mun hafa SA-læga átt í för með sjer hjer á landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi. Sennilega þíðviðri og díTlítil úrkoma. Saumastofu, er „Iðja“ nefnist, hefir frú Meyja Pjetursdóttir opn að í Austurstræti 20, eins og aug- lýst var hjer í blaðinu. Frúin hefir dvalið undanfarið í Kaupmanna- höfn og numið þar allskonar ný- tísku saumaskap. Geta bæjarbúar kynst handbragði frúarinnar með því að líta í skemmuglugga Har- alds í dag. Sigurður Einarsson flytur er- iudi í Iðnó kl. 414 í dag, er hann nefnir: Fram, Nesjamenn, fram. Barnaguðsþjónusta verður hald- in í Elliheimilinu kl. 12)4 í dag; öll börn eru velkomin. Sýningu á ljósmyndum hefir Öskar Gíslason í gluggum L. G. Lúðvígssonar í dag. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. — Goðafoss kom til Patreksfjarðar í gærkvöldi. — Bríiarfoss var á ísafirði í gær. -— Dettifoss fór frá Hamborg í gær. - • Lagarfoss var !á Siglufirði í gær. — Selfoss er á leið til Ant- vverpen. Söludrengir og stúlkur, sem seldu „Stúdentablaðið“ 1. des., 0g enn eiga eftir að skila af sjer, eru vinsamlega beðin að koma niður í lesstofu Háskólans kl. 6 í kvöld. Ritnefndin. Til Strandarkirkju frá G. J. 5 kr., L. S. 10 kr., ónefndum á Mjóa firði 5 kr., tveim ónefndum á Seyðisfirði 5 kr., konu í Vest- mannaeyjum 10 kr., G. E. 2 kr. Rjúpunni fjölgar. Gangnamenn úr Eystri-Hrepp, sem voru í októ- ber fjórir saman uppi undir Arn- arfelli, sáu þar firna mikið af rjúpum. Hjónaefni. Ungfrú Sigurlína Sigríður Guðjónsdóttir, Öldugötu 18 og Daníel Sumarliðason, bíl- stjóri á strætisvagni, Laugaveg 46 opinberuðu trúlofun sína í gær. Síra Sveinn Víkingur Grímsson að Dvergasteini við Seyðisfjörð er nýkominn hingað til bæjarins og messar í dag kl. 17 í fríkirkj- unni. Messunni verður útvarpað. Karlakór Reykjavíkur hefir samsöng í dag ld. 3 í Gamla Bíó. Einsöngvarar verða þeir Bjarni Eggertsson, Daníel Þorkelsson, Er ling Ólafsson og Sveinn Þorkels- son. —■ Guðsþjónusta verður í Aðvent- kirkjunni í kvöld kl. 8. Allir vel- komnir. Bethanía. Samkoma í kvöld kl. 8%. Bjarni Jónsson kennari talar. Allir velkomnir. Smámeyjadeildin hefir fund kl. 4y2 síðd. Allar sm'á- stúlkur velkomnar. S.s. Fantoft kom til Keflavíkur nú í vikunni með salt til Guðm. Kristjánssonar skipamiðlara og Lofts Loftssonar útgerðarmanns í Sandgerði. Skipið kemur hingað frá Keflavík í dag og hleður fisk fyrir Fisksölusamlagið. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag fyrir trú- aða kl. 10 árd. Fyrir börn kl. 2 síðd. Almenn samkoma kl. 8 síðd. í Hafnarfirði kl. 4 síðd. í sam- komuhúsi Hjálpræðishersins. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 árd. Helgunarsamkoma ltl. 11 árd. Barnasamkoma kl. 2 síðd. Kveðju- samkoma fyrir Ensain G. J. Ár- skóg og fjölskyldu, sem flytja lijeðan til Danmergur með s.s. „Is- land kl. 3)4- Hjálpræðissamkoma kl. $y2. Majór Beekett stjórnar. Lúðra og strengjasveitin aðstoða. Allir velkomnir. Aðalfundur Bandalags kvenna, sem auglýstur var hjer í blaðinu í gær, byrjar kl. 3 í dag. Átta kvenfjelög bæjarins standa að fundinum og ræða var áhugamál sín, en öllum konum er heimill að- gangur. Búist er við að hann verði fjölmennur. Hjálpræðisherinn opnar um helg ina nýja líknarstöð á Laugaveg 42 B. Þar eru 20 rúm og kostar gisting 25 aura um nóttina. Bazar, til ágóða fyrir þessa starfsemi, verður haldinn í samkomusal Hjálpræðishersins á þriðjudaginn og miðvikudaginn. Dansskóli Rigmor og Ásu Han- son hefir 1. æfingu í des., skemti- öansæfingu, á morgun í Iðnó kl. 4 og 5 fyrir börn og gesti þeirra. Kl. 9 fyrir fullorðna nemendur frá í vetur og 6 undanfarna vetur. Nemendur, sem byrja á mánudag- inn, fá 2 skemtidansæfingar inni- faldar í mánaðargjaldinu fyrir desember. P. Málverkasýningu opnaði Ólafur Túbals í Kirkjutorgi 4 í gær uppi yfir Húsgagnaversluninni, þar sem áður var sýning Sveins Þórarins- sonar og konu hans. Á sýningunni eru rúmlega 70 myndir, bæði vatnslitamyndir og olíumyndir. Eru þær frá Þingvöllum, Fjalla- baksvegi, úr Þjórsárdal og frá Fljótshlíð. f gær, fyrsta sýningar- daginn, sehhist þrjár myndirnar, ein frá Þingvöllum, og tvær frá Fjallabaksvegi. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 15.30 Miðdegisútvarp: Er- indi: Fósturþróunin í dýraríkinu, III. (Árni Friðriksson). Tónleik- ar. 17.00 Messa í fríkirkjunni, síra Sveinn Víkingur Grímsson. 18.45 Barnatími. (Gunnar Magn- ússon kennari og ungfrú Ásta Jó- sefsdóttir). 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófónsöngur. Terzett og Kvartett úr „Faust“ eftir Gounod; Kvartett úr „Rigoletto“ eftir Verdi. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Björn- stjerne Björnson, II. (Ágúst II. Bjarnason). 21.00 Grammófóntón- leikar: Symphonia nr. 3, eftir Brahms. Lög úr „Meistersinger“ eftir Wagner: Preislied, sungið af Hislop; Da streicht die Lene schon um’s Haus, sungið af Friedrich Schorr; Selig, wie die Sonne mei- nes Gliickes (Kvintett). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Grammó- fóntónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá útlöndum. (Vil- hjálmur Þ. Gíslason). 21.00 Tón- leikar: Alþýðulög (Utvarpskvart- ettinn). Einsöngur. (Frú Elísabet. Waage). Fiðlusóló. Erlendum skeytum hefir seink- að vegna símabilana. Síminn bil- aður á leiðinni til Seyðisfjarðar, milli Hóla í Hornafirði og Seyð- isfjarðar. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að skeytasendingar tefjist ekki að mun, á meðan við- gerðir fara fram. (FB.). Morgunblaðið er 8 síður í dag og Lesbók. Þorsteinn frá Hrafntóftum held- ur fyrirlestur í dag kl. 4 í Varð- arhúsinu. Sigurður Einarsson: Nesjamemi, Irana! Erindi í Iðnó kl. 4V2 síðd. í dag. — Aðgöngumiðar á 1 kr. eftir kl. 1 í Iðnó. 1922-1932. 1 tilefni af 10 ára afmæli Ijósmyndastofunnar, gef jeg alt að 30% afslátt af öllum myndum til jóla. Lítið á myndasýninguna í gluggum Lárusar G. Lúðvígssonar. Rjettir hlutaðeigendur geta fengið mynd- irnar keyptar eftir sýninguna. LlósmFndastofa Úsfegrs Gíslasonar. Lækjartorg 1. Ýmsar frjettir. Flugleiðin um ísland. Flugmað- urinn von Gronau hjelt fyrirlest- ur um flug sitt í Airoklub * Berlin. Hann kvað aðalmarkmið flugferða sinna * hafa verið að sanna það, að loftleiðin til Ame- ríku yfir ísland og Grænland væri heppilegust, og kvað hann allar sínar vonir um það hafa ræst. (F. Ú.). Breyting á láni. Útvegsbankinn hefir boðið bæjarstjórn að breyta reikningsskuld bæjarsjóðs við bankann, um 200 þús. kr., í fast lán, sem endurgreiðist með jöfnum afborgunum á 10 árum. Bæjar- stjórn samþykti að taka þessu boði. Olíulindir fundust um miðbik nóvembermánaðar nálægt Zister- dorf, þorpi í Austurriki, sem hefir 1800 íbúa. Verkfræðingar hafa nnnið þar um tíma að olíuleit. Einnig hafa fundist olíulindir í Obérlaa. Sums staðar varð að bora, 2200 fet ensk í jörð niður áður leitin bar árangur. Nú eru átján olíubrunnar, sem grafnir bafa ver- ið á þessum slóðum, fullir af olíu, Julius Suida háskólaprófessor og sjerfræðingur í málum. sem snerta olíuvinslu, hefir tjáð amerískum blöðum, að allar líkur sjeu til, að Austurríkismenn muni geta fram- leitt olíu í stórum stíl til útflutn- ings, og væntanlega verði það til j þess, að efnahagur ríkisins komist ' á rjettan kjöl. (FB.). Ný fæðuefnablanda vakti mikla ! eftirtekt. lækna og líffærafræð- j inga, er komu saman á ráðstefnu í Lundi í Svíþjóð eigi fyrir löngu. Var unnið að samsetningu | fæðuefnablöndunnar af sjerfræð- ingum við háskólann í Lundi. Er hún aðallega samansett úr eggja- hvítuefni, unnið úr soyabaunum, og er ódýrt, heilnæmt og mjög næringar mikið. f blöndunni er einnig annað efni eða efnispartur (ingredient), sem lecitin nefnist, sem finst í eggjarauðum. Er búist við, að þessi nýja fæðuefnablanda verði mikið notuð við mat.argerð í framtíðinni. (TJP. — FB.). Járnbrautarrán. * 3. des. F. Ú. 1 gær var framið járnbrautar- rán í Bayern. Hafði úánsmaðurinn tekið sjer far með lestinni og sest að á pallinum fyrir framan póst- vagninn. Þegar honum þótti tími til kominn rjeðst hann grímu- klæddur * inn í vagninn, ógnaði póstmanninum með skammbyssu, og hrifsaði til sín stokk, sem voru í 11.000 mörk og stökk síðan af ltstinni, sem var á fleygiferð. Ránsmaðurinn hefir enn ekki náðst. S.s. Island fer að öllu forfallalausu í kvöld kl. 8 til útlanda. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Tryggvagötu. Sími 3025. Tekex j Inulent og Atlent og fleiri kex-teundlr. Málverkasýning Úlafs Tnbals Kirkjutorgi 4. Opin daglega frá 10 árd. til 9. síðd. „Esja« fer á þriðjudaginn með jólapóst- inn. Úesta jólagjöfin fyrir ung- linga er góð bók. Karen, Sögur Æskunnar eða Otto og Karl eru bækurnar, sem þið eigið að gefa börnunum í jólagjafir. Fást hjá bóksölum. Uerkúr fnndnriBii sem anglýstnr var f b'aðinn f g»r verðnr á mðnndag en ekki þriðjndag á sama stað og tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.