Morgunblaðið - 21.12.1932, Page 3
MORGUNRLAÐ.Ð
s
JHorgmiMafctf
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltstjðrar: Jðn Kjartansaon.
Valtýr Stefánaaon.
Rltstjðrn ob afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Slml 1600.
Auglýsingastjðri: E. Hafberff.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 3700
Helmaslmar:
Jðn Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á. mánuOi.
Utanlands kr. 2.60 á mánutii.
1 lausasölu 10 aura eintakiB.
20 aura meö Lesbök.
Bærinn gasiaus
fyriruaralaust
og ðvíst brenær
úr rætist.
Kl. 7 í gærkvöldi sloknaði á
gasinu í bænum. Kom bæjarbú-
um þetta alveg á óvart, sem
▼ænta mátti.
Mbl. hafði tal af gasstöðvar-
st.jóra. Hann gaf eftirfarandi
skýringu:
Gasstöðin samdi í haust um
kolafarm við H. Benediktsson &
Co. Átti farmurinn að vera kom
inn fyrir nokkru. En kolaskipið
fór frá Newcastle þ. 13. des. og
var ekki komið í gær. Fyrir
tveim dögum var gasstöðin uppi
skroppa með kol. Keypti hún
kol hjer hjá kolaverslunum. En I
|>au eru ekki svipað því eins gas-
mikil og gaskolin. Tveir ofnar í
gasstöðinni, sem annars full-
nægja gasþörfinni, þegar þeir fá
venjuleg gaskol hafa ekki haft
undan síðustu daga og hefir því
minkað stöðugt í geyminum. En
í gær var byrjað að hita þriðja
ofninn. Er blaðið hafðital af gas
stöðvarstjóranum í gær, sagði
hann, að hann treysti því ekki,
að þriðji ofninn nægði til viðbót
iar, þegar gasbirgðir þrjrtu, og
því myndi mega búast við því,
að gasláust yrði um talsverðan
hluta dagsins í dag.
Þegar kolaskipið kemur með
gaskolin rætist úr þessu. Fregn-
ir af kolaskipinu voru ekki
komnartil bæjarins er blaðið fór:
í prentun. Skipið heitir Rudolf.
Eigendur skipsins ætluðu því að
vera komnu hingað á mánudag.
Skipið hefir ekki loftskeyti.
Er hart fyrir bæjarbúa að
þurfa að verða fyrir þessháttar
óþægindum að missa gasið alt í
einu og um óákveðinn tíma.
Hðpflug
ítalanna að vori.
Rómaborg 20. des.
United Press. FB.
Balbo hefir ákveðið flugleið-
ana, er hið mikla hópflug
italskra flugmanna yfir Atlants-
haf fer fram næsta vor. Flog-
:ið verður frá, Ítalíu yfir Sviss til
Amsterdam, þaðan til Skotlands
■og þvínæst til Islands. Frá
Reykjavík verður flogið við-
stöðulaust til Labrador. Á Græn
landi verður að eins komið við,
ef veðurhorfur versna þegar
komið er alllangt vestur á bóg-
inn á áfanganum frá Reykjavík,
ef nauðsyn krefur að komið
verði við í Grænlandi vegna ben-
sínskorts eða bilana o. s. frv.
Brjef lanölozknis
og Kleppsmáliö.
Vilmundur Jónsson landlæknir
óskaði þess, að birt yrðu í heilu
lag'i brjef þau, sem hann hafði
skrifað dómsmálaráðuneytinu við-
víkjandi Lárusi -Tónssyni fyrver-
andi yfirlækni á Nýja-Kleppi. —
Brjef þessi voru birt nýlega hjer
í blaðinu. Sjálfsagt verða allir á
eitt sáttir um það, að landlæknir
gcri Lárusi Jónssyni Htinn greiða
með birtingu brjefanna. Kæra
hjúkrunarkvennanna og árjetting
landlæknis í fyrra brjefi hans,
gefa glögga hugmynd um hverníg
L. J. lengst af hefir staðið í stöðu
sinni. Og hefði mörgum þótt eðli-
legt, að landlæknir gerði ekki leik
að því að koma af stað frekara
blaðaumtali um óreglu L. J. ,en
þegar er orðin.
Málið liggur þannig fyrir:
Þann 10. nóv. 1931 senda hjúkr-
unarkonur á Nýja-Kleppi land-
lækni kæru á L. J. fyrir óreglu.
Þann 16. nóv. 1931 skrifar land-
læknir d'ómsmálaráðuneytmu
brjef; þar sem hann kærir L. J.
fyrir hneykslanlega ofdrykkju, og
telur kveða svo ramt af henni, að
ógerlegt sje að láta hann gegna
starfi sínu lengur. Þetta hrjef
fanst ekki í dómsmálaráðuneytinu,
eftir að Jónas frá Hriflu fór það-
an, og varð að leita til landlæknis
til að fá afrit af því.
En Jónas Jónsson, sem að stað-
aldri ræðst í blöðum á einstaka
menn fyrir drykkjusltap. af fá-
dæma lieift, þykist ekki vilja þola
drykkfelda menn í opinberum stöð
um, og grobbar af því að hann
láti ,,'lögin ganga jafnt yfir alla“
—hann vjek L. J. ekki frá starfi
sínu. Hann gerði annað. Hann
notaði til þess síðustu mínúturnar,
sem liann var ráðherra, að gera
nýjan samning til tveggja ára
við L. J. Væntanlega gefst síðar
tækifæri til þess að skýra nánar
frá þeim furðulega samningi í ejn-
stökum alriðum.
Nú gerðist, það í sumar að
Læknafjelag fslands sendir clóms-
málaráðherranum, Magnúsi Guð-
mundssyni svohljóðandi áskorun:
„Aðalfundur Læknafjelags ts-
lands 1932 lítur svo á, að forstaða
hins nýja spítala á Kleppi sje óvið-
unandi, með því lagi, sem verið
hefir um tíma undanfarið. og
fullnægi enganveginn þeim kröf-
um, sem bæði læknar og almenn-
ingur hljóta að gera til stofnun-
arinnar. Fundurinn trevstir heil-
brigðisstjórninni til þess að ráða
bót á þessu svo fljótt sem unt. er
og fá dr. med. Helga Tómasson
til þess að taka við vfirlæknis-
stöðunni aftur“.
Dómsmálaráðuneytið sendir svo
landlækni ályktun Læknafjelags-
ins og óskar umsagnar hans um
hana.
Og nú skrifar landlæknir nýtt
brjef. Þar reynir hann að draga
úr fyrri ummælum sínum. Land-
lækni hefir vafalaust verið það
kunnugt, að J. J. ljet það vera
sitt síðasta verk, að semja að nýju
við L. J. Og er oss ekki grunlaust
um, að þegar landlæknir samdi
síðara brjef sitt, hafi honum verið
ofar í hug að semja varnarskjal
fyrir lineykslanlegan samning
pólitisks vinar, heldur en hitt, að
sjá sjúklingum á Nýja-Kleppi fvr-
ir viðunanlegri læknishjálp.
Það má vel vera, að L. J. hafi
tekið sig á um tíma, eftir að hann
naut ekki lengur verndar J. J.,
og verið í bili hófsamari. En eins
og getur í tilkynningu dómsmála-
ráðuneytisins, þá hefir að minsta
kosti engin varanleg breyting orð-
ið á liegðuu lians.
Þetta hlýtur landlæknir að vita.
Ummæli hans um L. J. í fyrra
brjefinu stóðu enn í fullu gildi,
þegar L. J. var vikið frá — um-
inæli síðara brjefsins ekki.
DagbóÞ.
Veðrið í gær. Á SV og V-landi
ei S-kaldi með 1—4 stiga hita og
nokkurri úrkomu, ýmist slyddu
eða rigningu. Norðanlands og
austan er stilt og' bjart veður.
Grunn lægð virðist vera að nálg-
ast suðvestan að og mun heldur
herða á S-áttinni og hlýna meira
vestan lands.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Stinningskaldi á S. Þíðviðri og úr-
koma öðru hvoru.
Vísað úr landi. Bæjarráð hefir
ákveðið að láta vísa úr landi
Norðmanninum Hans Eberg Jac-
obsen ásamt, konu hans, Maríu
Kristjánsdóttur og fjórum dætr-
um þeirra á aldrinum 6—14 ára.
Hjónin eru sltilin að borði og
sæng- og liafa fengið sveitastyrk
hjer.
Sundlaugin í barnaskólanum. —
Bæjarráð hefir ákveðið að kaupa
af Á. Einarsson og- Funk flísar í
sundlaug Austurbæjarskólans fyr-
ir 2380 krónuf. Hefir verið á-
kveðið að flísalegg'já eigi aðeins
gólfið. lieldur einnig veggi.
Skuldheimta. Bæjarráð hefir á-
kveðið að leita til ráðunevtisins út
af vangreiddum skuldum ýmissa
sveitafjelaga við Reykjavíkurbæ,
nm aðstoð þess til þess að reyna
að fá skuldir þessar greiddar,
skv. lögum, sem samþykt voru á
síðasta Alþingi. Bæjarráðið hefir
enn fremur samþykt að innheimta
með málsókn skuld Bessastaða-
hrepps við bæinn, að upphæð kr.
11.824.26 auk áfallinna vaxta,
skv. skuldabi'jefi hreppsins út-
gefnu 1925.
Bæjarstjórnarfundur verður
lialdinn á morgun í skrifstofu
borgarstjóra. Er 21 mál á dag-
skrá. Þar á meðal úrskurðir á
reikningum bæjarsjóðs, vatnsveitu,
gasstöðvai'. hafnarsjóðs bg ýmsra
sjóða fyi'ir þetta ár. Svo er frum-
vai'p til fjárhagsáætlunar bæjar-
ins og áætlun um tekjur og gjöld
hafnarjóðs. Enn fremur verður
rætt um kosningu borgarstjóra.
Tlmsóknarfrestur um hana var út
runninn í gærkvöldi.
Hafnarsjóður. Afborganir af lán-
um liafnarsjóðs eru áætlaðar
151.707.16 kr. næsta ár og vextir
124.926.79 kr. Tekjur af skipa-
leiðsögu kr. 50.000 og sömu upp-
hæð verður varið til atvinnubóta-
vinnu (uppfyllingar milli Ægis-
götu og Norðurstígs). Þriðji
stærsti útgjaldaliðurinn er viðhald
hafnarvirkja 100 þús. kr., en
sama úpphæð er áætlað að fáist í
leigu af lóðum. Stærsti tekjuliður
hafnarsjóðs er vörugjald. áætlað
325 þús. kr.
Útnefning í sjódóm. Atvinnu-
og samgöngumálaráðuneytið hefir
farið fram á það, að bæjarstjórn
geri tillögu um það hverjir hún
óski að skipaðir verði sjódóms-
raenn hjer næstu fjögur ár, frá 1.
jan. að telja. Hafnarstjórn hefir
stungið upp á þessum mönnum:
Halldór Kr. Þorsteinssyni skip-
stjóra, Þorst. Þorsteinssyni hag-
stofustjóra, Jóni Olafssyni banka-
stjóra, Hjeðni Valdimarssyni for-
stjói'a, Geir Sigurðssyni skipstj.,
Gísla Jónssyni vjelstj.. Guðm.
Kristjánssyni skipstj.. Ólafi Th.
Sveinssyni vjelstj., Magnúsi
Magnússýni framkvstj., Sigurjóni
Á. Ólafssyni afgrm.
Sendisveinadeild Merkúrs hefir
fengið leyfi til þess að iðka leik-
fimi í húsnæði Miðbæjarskólans
í vetur. Hnefaleikafjelag Reykja-
víkur hefir fengið húsnæði i Aust-
urbæjarskólanum til æfinga, og
Karlakðr verkamanna einnig.
Germania. Á seinasta aðalfundi
f jelagsins var fjelagslögunum
breytt og starfar fjelagið fram-
'vegis til styrktar menningartengsl
um við Þýskaland og Austurríki.
Það hefir og gerst. meðlimur þýska
Akademísins ,í Múnchen.
Gasleysið í gærkvöldi gerði það
að verkum, að ekki var hægt að
setja sumt af því lesmáli, sem
koma áfti út í blaðinu í dag. —
Vegna þess að enn má búast við
gasskorti í kvöld eru menn beðnir
að koma með auglýsingar sínar
tímanlega fyrir kvöldið.
f hálfa klukkustund talaði Jón-
as Þorbergsson í gærkvöjdi í út,-
varpið um starf sitt sem útvarps-
stjóri, og komst að þeirri sjer-
kennilegu niðurstöðu, að liann
hefði unnið starf sitt, „af dygð og
trúmensku“. ,,Dvggilega“ hefir
hann matað krók sinn af annara
fje, og „trúr“ hefir hann verið
innræti sínu. fjegræðginni, liræsn-
inni og loddaraskapnum. — Er
hann hafði lokið lofræðunni um
sjálfan sig, ljet, liann leika lag er
hann sjálfur þykist hafa samið.
Það má segja: Jónas Þorbergssson
er út.varpsstjóri — með sínu lagi.
Kominn fram. Eftir að Morgun-
blaðið kom út í gær, með fregn-
ina frá lögreglunni, að maður
nokkur, Jón Þorláksson að nafni,
væri horfinn, var lögregluvarð-
stofunni tilkynt., að Jón hefði hinn
tiltekna dag orðið skyndilega las-
inn, og hefði liann lagst í rúmið
hjá ktuiningjafólki sínu hjer í
bænum, án þesf5 að láta skyld-
menni sín vita af sjer og þar væri
hann.
Mæðrastyrksnefndin hefir und-
anfarin ár getað útbýtt gjöfum til
fátækra einstæðings mæðra, sem
eiga fvrir ungum börnum að sjá
—og hafa flestar þeirra ekki feng-
ið hjálp annars staðar að. í þetta
sinn er þörfin meiri en nokkuru
sinni áður, og þess vegna treystir
mæðrastyrksnefndin því, að hátt-
virtir bæjarbúar bregðist nú jafn
vel við og jafnan, er hún hefir
leitað til þeirra í þessu skyni og
láti eitthvað af hendi rakna nú
fyiúr jólin. svo að nefndin geti
glatt þessa einstæðinga, sem von-
afst eftir hjálp frá henni og sem
annars fara ef til vill á mis við
alla hjálp. Gjöfum í þessu skyni
er þakklátlega veitt móttaka á
vinnumiðstöð kvenna, í Þingholts-
stræti 18, sem opin er daglega
frá kl. 3—6 og á afgreiðslu Morg-
unblaðsins.
Ofviðrin í Noregi. f vesturhluta
Noregs hefir geisað mikið ofviðri.
Flóð og- skriðuhlaup víða. Á
Voss-Eide járnbrautinni tók und-
irstöðuna undan brautinni á 25
metra svæði og hanga teinarnir
í lausu lofti. (20. desember. NRP.
— FB.)
■
KNOLL
i mikln úrvali.
Verð frá 20 aur uppí
kr. 5.50.
PF AFF
Besta jólagjöfin.
Magnús Þorgeirsson
Bergstaðartr 7. Simi 2136.
Einhleypnr
hraustur og duglegur mað-
ur, sem kann að fara með
mótor og þekkir nokkuð
til rafurmagns, geturfeng-
ið langa atvinnu á sveita-
heimili, ekki langt frá
Reykjavík. Tilboð merkt
»Mótor«, með tilgreindu
mánaðarkaupi, afhendist
til A. S. í. fyrir 22. þessa
mánaðar.
Uppboði 4 silfurrefaskinnum lauk
í London í gær. Seld voru norak
silfurrefaskinn fyrir 2.7 miljónir
króna. Meðalverð var 210 krónur.
(20. des. NRP. FB).
Jón Baldvinsson bankastjóri
átti fimtugsafmæli í gær.
Nýja dráttarbrautin. H. f .Slipp-
f jelagið hefir farið þess á leit að
bærinn ábyrgðist 125 þús. kr. lán
handa fjelaginu til þess að byggja
hina nýju dráttarhraut, sem á að
vera svo stór, að hún geti tekið
skip á stærð við Esju. Samkvæmt
heimildarlögum frá seinasta AI-
þingi hefir ríkisstjórn heimild til
þess að ábyrgjast þetta lán, gegn
því að bæjarsjóður ábyrgist það
gagnvart ríkinu. Hefir ríkisstjórn
lýst yfir því, að ekki muni standa
á ábyrgð ríkissjóðs, og mælir
bæjarráðið með því, að bæjar-
stjórn verði við þessari beiðni,
gegn veðtryggingu, sem tekin
verði gild, frá fjelaginu.
Bækur Kristilegs Bókmentafje-
lags eru komnar út og verða born-
ar út til kaupanda hjer í bænum
næstu daga.
fþróttamaðurinn, jólablað, kem-
ur út í dag. Þar er afrekaskrá
sumarið 1982, Ferðasaga Svíþjóð-
arfara Ármanns, Sundafrek Jap-
ana á Olympsleikunum, íþrótta-
frjettir, innlendar og útlendar.
Framh.