Morgunblaðið - 22.12.1932, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.12.1932, Qupperneq 4
r 4 MORGUNBLADIÐ Best að versla Hamborg, i Jðlabððbmi Langaveg 45. Gefið börnmmm Látið ekki dragast á meðan úr nógu er að velja, að kaupa yður fyrir jólin: fallega Manchettskyrtn fallegt Bindi fallegan Flibba falleg-ar Húfur fallega Kápu fallega Hanska fallega Sokka falleg Axlabönd fallega Vasaklúta fallega Hálsklúta fallega Hálstrefla Smekklegar vörur. Ódýrar vörur. 1 ityslí f. H úsmæður í gasleysinu borgar sig að kaupa krónu mat á HEITT og KALT. r Agætar Jólagjafír. Sjálfblekungar úrvals tegundir. Skrúfublýantar. Pennasett. Brjefsefnakassar. Brjefsefnamöppur. Mótunarleir. V atnslitakassar. Olíulitakassar. Kubbaþraut. Leðurveski. Spil. Spilapeningar. Barnabækur mikið úrvai. Biblíur. Nýja testamenti Sálmabækur Passísusálmar. Kristur vort líf. Mikið úrval af góðum bók- um fyrir börn og fullorðna. i! Allar pappírsvörur til jólanna hvergi betri. BdkUtúiat* Lækjargötu 2. Sími 3736. fiaídfnuefnf. dðkk oy Ifós. Dýratjaldaefni. Dívanteppi. Verslnn Karðllnn Benedikts. Laugaveg 15 - Sími 3408. Fátt göfgar meir en lestur góðra bóka. Mæður, gefið bömum yðar Ljóðmæli Höllu í jólagjöf. Fjórar myndir hafa þegar selst á málverkasýningu Finns Jónsson- ar í'húsi H. Magnússonar & Co við Bankastræti. Ýmsar fleiri myndir eru þegar sama sem pantaðar, enda eru þetta ágætar jólagjafir. Togararnir. — Skallagrímur og Belgaum komu frá útlöndum í gær. Suðurland kom frá Borgamesi um miðjan dag í gær. Mentamál, 6. blað, 6. árgangs’ er nýkomið út. Sigrún á Sunnuhvoli, hin nafn- kunna saga Björnstjerne Björnson, hin ágæta þýðing Jóns Ólafsson- ar ritstjóra, er nú komin út sjer- prentuð. Er það bókaverslun Guð- mundar Gamalíelssonar sem gefur hana út í tilefni af aldarafmæli höfundarins. Sagan birtist fyrst í Iðunni gömlu, og hlaut undir eins afar miklar vinsældir um land alt. En Iðunn er fyrir löngu ófáanleg, og þess vegna mun fjöldi manna fagna því að geta nú eignast sög- una í sjálfstæðri bók. Símablaðið er komið út (5.— 6. tbl.). Er þar fyrst grein um sjálf- virku símastöðina í Reykjavík. — Fylgja henni myndir af miðstöðv- arstúlkunum, sem mistu atvinnu sina, þegar stoðin tók til starfa. Ennfremur mynd af fyrstu bæjar- símastöðinni í Reykjavík, sem var opnuð 15. mars 1905 með 100 númera borði, en nú eru simanot- endur taldir 3170 (þar af 220 í Hafnarfirði). — Þá eru myndir af Bjarna Forberg bæjarsímastjóra og C. W. Riise verkfræðingi, sem setti sjálfvirku stöðina á laggirnar. Ýms- ar greinar eru þarna aðrar, t. d. Undur nútímans, þar sem m. a. er sagt frá jarðgeislunum, sem hinn þýski greifi Pohl þykist hafa fund- ið, og fyrst var sagt frá í Lesbók Morgunblaðsins 10. júlí í sumar. Þá er eftirtektarverð grein eftir G. B. um „stuttbylgjurnar". Þar er sagt rá því, að nú eru menn komnir upp á að nota 5 m. bylgjulengd, þótt til skamms tíma hafi verið á- litíð, að ekki væri unt að ná styttri bylgjulengd en 10—12 m. Og nú búast menn jafnvel við því að komast niður í 0,75 m. bylgjulengd, og er enn ósjeð hver áhrif það getur haft á þjóðlíf alt. — Margt fleira er í heftinu. Fiskifjelag íslands hefir sótt um leyfi til þess að mega byggja hús á hornlóð Skúlagötu og Ing- ólfsstrætis. Bygginganefnd hefir frestað málinu þangað til ákveðin hefir verið lóðaskifting á þessum stað. — Byggingarfjelag barnakenn- ara hefir sótt um það til bæjar- stjórnar að fá leigulóðir undir alt að 20 hús í bili og ef til vill fleiri síðar. Hefir bæjarverkfræðingi ver- ið falið að athuga þetta mál. Vatnspípukaup. Eins og kunn- ugt er, hefir bærinn ekki treyst sjer til að verða við óskum ýmsra bæjarbúa um vatnleiðslur í götur, vegna þess að ekki sje hægt að fá vatnspipur vegna yfirfærslu- vandræða. En nú hafa borist til- boð frá tveimur firmum, J. Þor- láksson & Norðmann og ísleifi Jónssyni, um sölu á vatnleiðslu- pípum með gjaldfresti. Hefir bæj- arráð falið bæjarverkfræðingi að semja útboð á vatnspípum til bæj- arins með þeim skilyrðum, að and- virði þeirra verði greitt á 5 árum, og borgarstjóra falið að ræða við ríkisstj. um rikisábyrgð á greiðsiu andvirðisins. Höfnin og vatnið. Bæjarverk- fræðingi hefir verið falið að ræða við hafnarstjóra um viðskifti hafn- ar og vatnsveitu síðustu árin og leggja síðan fram skýrslu um þetta mál, ásamt tillögum um greiðslu hafnarsjóðs til vatnsveitunnar út af sölu vatns til skipa. K. R. hefir sótt um það til bæj- arstjórnar að sjer verði veittur 800 króna styrkur vegna íþróttahúss- ins við Vonarstræti. Hefir bæjar- ráð samþykt að verða við þessari beiðni. Sigurður Jónsson, Grund, hef ir verið löggiltur rafvirki við lág- spennuveitur. Hafnarlóðimar. Ákveðið hef- ir verið, að þeir, sem hafa lóðir á leigu hjá höfninni til langs tíma, með föstum samningi, skuli greiða alla skatta og opinber gjöld af lóðunum, enda þótt það sje ekki tekið fram í leigusamn- ing. Glimufjelagið „Ármann.“ — íþróttamenn þess eru nú að taka sjer jólafrí. Eldri flokkarnir eru hættir æfingum, og byrja þær ekki aftur fyr en 3. janúar. Sein- asta æfing á þessu ári hjá yngri flokkunum verður í dag. Til Iðlliið er besl að kanpa: Frystað dllkakjðt 1. ilokks. Nýtt uantakjðt af nngu. Hakkað naatakjit Dilkarnllnpylsnr. Kjnklingar og Spaðsaltað dilkakjðt Hangifcjðtið frá Hásavik. (alþekt Hvammsfjarð» arkjöt) í smásöin oy heiinm og hálfunt tnnnnm í Nordals-íshúsi. Slmi 3007. Sími 3007.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.