Morgunblaðið - 05.01.1933, Page 4

Morgunblaðið - 05.01.1933, Page 4
4 MOR6UNBLA7HÐ MATUR OG DRYKKUR. Fqfit fæði, einstakar máltíðir, tdfffi, öl, gosdrykkir með lægsta vérði í Café Svanurinn. (Homið víftf Barónsstíg og Grettisgötu. Nýr fiskur. Fiskbúðin í Kola- sundi. Sími 4610. . „^riA -------------------- Stór sölubúð í austurbænum fæ;st til leigru fyrir lágt verð. — Lýsthafendur láti sín getið í brjefi tif A. S. í. merkt: „Stór sölubúð.“ Ættartölur semur Gunnar Þor- steinsson. Pósthólf 608. Reykjavík. Beinlaus fiskur fæst í síma fjór- ir, níu, þrír, þrír. Fisksala Hall- dórs Sigurðssonar. Nýr fiskur, siginn fiskur, út- vöfnuð skata. Sími 4939. 1.’. Kjötfars heimatilbúið 85 aura V2 tíló og fiskfars 60 aura % kfló.' Fæst daglega á Fríkirkjuveg 3. .Sími 3227. «. . ....■*<! .... - ■ " . ■. -------- fslensk málverk, fjölb*-eytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, spþTöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- valí. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Sffiá-2105. »♦ löternational Brigde Englísli speaking gentlemen (a Dane and a German) wanted to máke up a Bridge party. Write B 1375. This paper. Afar ódýr Ostur kg. 1.00. Gnðrðn ð. Benediktsdötflr Kveðja frá manni og börnum. Þótt þjer virðist dagar dimmir, dýrðleg skaltu halda jól. Aftur birtir, aftur lifnar alt það, sem á vetri kól. Hann, sem var frá himni sendur, hefir blessað manna ból. Alt, sem visnar, vaknar aftur Vermt af drottins hlýju sól. Sæl ert þú, sem sofnað hefir síðsta blundi’ og kvödd ert nú. Verkin, sem þjer voru falin, vel um æfi ræktir þú, manni og börnum ástrík altaf, öllum vinum holl og trú. Marga ljúfa, mæta, fagra minning eftir skilur þú. Hinsta kveðju’ úr húsi þínu hjartans þakkir til þín ber. Vinur þinn, sem þú varst kærust, þakkar aðstoð veitta sjer. Börnin, sem þú barst á örmum, blessa minning þína hjer. Góða kona, góða móðir, Guð í ljós sitt fýlgi þjer. Þ. G. Frá innflutnings- og gjaldeyrisnefnd. Samkvæmt auglýsingu frá nefnd- inni eiga innflytjendur þeir, sem ætla sjer að flytja inn vörur, sem hömlur eru á, fyrsta ársfjórðung þessa árs, að senda nefndinni um- sóknir sínar fyrir miðjan janúar. Jafnframt á nefndin að fá skýrslu um innflutning viðkomandi manna fyrsta ársfjórðung undanfarinna þriggja ára. Morgbl. átti í gærkvöldi tal við einn úr nefndinni. Sagði hann að nauðsynlegt væri fyrir nefndina, að fá umsóknir þessar nú þegar, því með því móti gæti nefndin fengið yfirlit yfir gjaldevrísþörf- ina á þessu tímabili. Þeir, sem á annað borð hugsa sjer að flytja inn einhverjar hafta vörur á þessu tímabili, verða að senda umsóknir sínar fyrir til- tekinn tíma. Sennilega verður það ákveðið næstu daga hve mikið menn mega flytja inn af vefnaðarvöru og skó- fatnaði á þessu tímabili. En sá inn- flutningur verður sem fyr mið- aður við ákveðna hundraðstölu af Væntanleff þjóðstjórn og kosningar í Irlandi. Dublin 4. jan. United Press. FB. Flokkur De Valera hefir ákveð- ið að hafa níutíu og átta fram- bjóðendur í kjöri við þingkosning- ar þær, er bráðlega fara í hönd í fríríkinu. Gerir flokkurinn sjer vonir um, að mikill meiri hluti þeirra nái kosningu. Cosgrave-flokkurinn hefir sam- þykt ályktun þess efnis, að flokk- urinn láti ánægju sína í ljós yfir tillögunni um að stofna þjóðstjórn eins og er í Englandi. í ávarpí, sem Cosgrave hefir birt, segir hann: „Vjer munum leitast við að Ipiða viðskiftástyrjöldina til lykta, þannig að bæði frar og Bretar megi vel við una, og semja um fjárhagsmálin við Bretland. — Vj.ér munum vinna að því, að írar fái góðan markað fyrir af- urðir sínar, og mun það koma þeim að meira haldi, heldur en góðgerðastarfsemi og atvinnuleys- isstyrkir. Dagbók. Veðrið í gær: Nokkur hluti lág- þrýstisvæðisins er kominn norður \ . , ,.r fyrir Jan Mayen, en yfir Græn- landshafi er djúp lægð og nærri kyrstæð lægðarmiðja og er vindur S-lægur hjer á landi, víða allhvass með snjójeljum á S- og V-landi, en þurru og víða björtu veðri á Norður- og Austurlandi. — Hiti er um frostmark. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Sunnanátt með allhvössum snjó- jeljum. Sjúkrasamlag Reykjavíkur ósk- ar ]>es3 getið, samlagsmönnum til afhngunar, að nú er fallinn úr gildi samningur sá, er á sínum tíma var gerður við hr. nuddlækni Jón Kristjánsson, um nuddlækn- ingar fyrir S. R. Samlagið greiðir nú fyrir þessa læknishjálp sam- kvæmt því, sem ákveðið er í hinni nýju samþykt S. R. (6. gr. 3. lið 4. málsgrein). Fimleikaæfingar K. R. hefjast aftur í dag í öllum flokkum. — Einnig aðrar íþróttaæfingar fje- lagsiris. Stjorn fjelagsins skorar á alla fjelaga' að fjölmenna á æf- ingárnar. Harlmanna- fOf. Frakkar, Ryk og Regnfrakkar. VOruhásið. Holasalan s.f. Síml 4514. ínnflutningi sömu manna, þrjú síð- ustu árin. Róstur á Jamaica. Berlín 4. jan. í borginni Kingstown á eyjunni Jamaica, nýlendu Breta í Vestur- Tndíum, urðu í fyrra dag skærur milli breskra hermanna og innbor- inna manna. Tildrögin voru þau, að breskur hermaður hafði verið drepinn á nýársdag í viðureign við innborinn mann, og var það tilefni til þess að nokkrir breskir hermenn söfnuðust saman í fyrra dag þar í borginni. Þrátt fyrir skipanir og hótanir foringja sinna stöðvuðu þeir strætisvagna, mölv- uðu glugga og misþyrmdu inn- bornum mönnum, og tókst fyrst seint og síðarmeir að hemja þá með tilstvrk lögregluliðs og her- liðs. (FTÍ). Verslunarmannafjelag Rvíkur bauð mi um jólin, eins og undan- farin ár, 300 börnum til að gleðja þau við jólatrje.Að þessu sinni fór skemtuniri fram að Hðtel Borg, 30. desember s.l.. Fór hún hið bésta fram, enda var börnunum veitt af hinni mestu rausn. Stjórn fjelagsins Ijet í Ijós ánægju sína yfir hversu siðprúð og hæglát börnin voru. Frá Landsspítalanum. Um liá- tíðarnar fengu sjúklingar í Lands- spítalanum ýmsar góðar heimsókn- ir. Á aðfangadag kom síra Friðrik Hallgrímsson og stúdentakórinn. Síra Friðrik hjelt aftansöng og kórinn söng. Fyrsta jóladag kom Páll ísólfsson með hljómsveit sína, og sama dag kom Bernburg Og Eggert Gilfer og spiluðu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Á annan í jólum kom þangað hljómsveitin frá Hótel Borg, en á gamlársdag útvarpstríóið. Sjúklingar og starfs fólk þakka öllum þessum fyrir komuna. Rósól glycerln tryggir yður gegn fílapensum, húðormum og öðrums liörundskvillum. Rósólglycerin er hið fullkomnasta. hörundsmyrsl er mýkir hörundið og gerir Iiúðina. silkimjúka. H!”Efna&erð Beykjavlknr. kemisk teknisk verksmiðja. Kristján Jónasson bílstjóri, Grettisgötu 32, á 55 ára afmæli í dag. Vestmannaeyingar eru nú í óða önn að búa báta sína undir vetr- arvertíðiná, sem nú er um það bil að hefjast þár. Er búist við svipaðri ú-tgerð frá Eyjum og í fyrra. Kommúnistar í Eyjum eru nú byrjaðir að leika hinn árlega skrípaleik sinn, að auglýsa kaup- deilu á staðnum, enda þótt engin slík deila sje þar. Þeir vara að- kómumenn við að koma til Eyja í atvinnuleit, fyr en „samningar“ hafi komist á. Enginn tekur mark á þessu bramli kommúnista, og eru aðkomumenn varaðir við, að láta blekkjast á auglýsingum þeirra. — Fólk streymir nú til Eyja hvaðanæfa að af landinu, Er ekki svnilegt að verði'neinn hörgull á vinnufólki í Eyjum á kómandi vertíð, hvað sem „bann- færingum“ kommúnista líður. Kaupdeila stendur nú yfir í Hafnarfirði milli verkakvennafje- lagsins „Framtíðin“ og atvinnu- rekenda þar á staðnum. Atvinnu- rekendur höfðu sagt upp áður gildandj samningum og gengu þeir úr gildi frá áramótúm. Deilan snýst eingöngu um kauptaxta við fiskþvott; vildu atvinnurekendur fá taxtann lækkaðan við þvott á „labra“, því að sá taxti væri óeðlilega liár, .samanborið við ann- an fisk. Verkakvennafjelagið vildi hinsvegar enga tilslökun gefa og fyrirskipaði verkfall frá áramót- um; ]>ar sem engir samningar voru þá undirskrifaðir. Samningaum- leitanir standa þó enn yfir þar syðra. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Gram- mófóntónleikar. 19,30 Veðurfregn- ir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Askja, H. (Pálmi Hannesson, rektor). 21,00 Tón- leikar. (Útvarpskvartettinn). — Fiðlusóló (Georg Takács) Men- delsohn: Fiðlukonsert í E-moll. Til eftirbreytni? Á síðastliðinu ári námu lítsvörin í Hafnarfirði um 190 þiis. kr. og þótti flestum nóg. En nú vilja sísíalistar hækka útsvörin upp í 253 þús., hefir Besta þors&alýsii í bænnm ’4i8 þið £ nndirritaðri verslnn. 81- vaxandi sala sannar gæðin. Bjðrninn, Bergstaðastræti 35. Sími 4091™ stundum verið að benda á Hafnar- fjörð, sem einhverja fyrirmynd í rekstri bæjarmála. Vafalaust finst: blaðinu þessi; ráðsmenska , einnig- til eftirbréytni nú í kreppunni. Eða er ekki svo 1 Kristniboðsfjelögin í Reykjavík hafa jólatrjesfagnað fyrir aldrað- fólk - íaugardaginn 7. janúar, kL. 4 síðd. í Bethaniu. Fjelagsfólk getur fengið aðgöngumiða fyrir- gesti sína á fimtudag. Pjetur Jónsson syngur í Gamla Bíó á' sunnudaginri kemur, méð< aðstoð Páls ísólfssonar. Togararnir. Geir kom af veiðum í fyrrakvÖld, með- 2200 körfur og fór af stað til Englands. — Karlsefni og Sindri komu frá Englaudi "í gær. Hannés ráðhérra- og Valþole fóru á veioar. Farsóttir og manndauði í Ryík. vikuna 18.—24. desember (í svig- um tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 15 (45). Kvefsótt 25'. (78). Kveflungnabólga 0 (1). Barnaveiki 0 (1?). Iðrakvef 3 (21) Taksótt 2 (1). Hlaupabóla 0 (5).. Heimakoma 0 (1). Munnangur 1 (3). Kossageit 1 (0). Mannslát .5 (9). Landlæknisskrifstofan. FB. Verslun Haraldar Árnasonar- verður lokað í dag.til kl. 4. Sprenging varð í dag.í olíugeym- um Shell Mex. og British Petro- leum hlutafjelagsins í Ellesmere höfn í Cheshire í Englandi. Kvikn- aði þar í olíubyrgðum sem námu 84.000 smálestum. Þegar síðast frjéttist hafði eldurinn ekki breiðst út svo að annað tjón hlyt,- ist af. (FÚ 4. jan.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.