Morgunblaðið - 07.01.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 07.01.1933, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Búnaður 1932. Eftir Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra. Pramh. Búpeningur: Honum liefir fjölg- að í landinu jafnhliða því, sem jarðargróður hefir aukist. — Prá hagfrœðilegu sjónarmiði er eigi að eins að miða við tölu búpenings, heldur hitt hverjar afurðir hann gefhr. Betri fóðrun, og að nokkru kynbætur, hafa að miklum mun trygt og aukið afurðir búpenings. Hvað hinum einstöku greinum búpeningsræktarinnar viðvíkur má taka fram: Sauðfjeriaður var talinn: 1800 ....!. 304.000 1900 .... 469.000 1920 590.000 1930 .... 683.000 Nn itiun vera í landinu fleira sauðfje en nekkru sinuj áður. Nautpeningur var talinn: Til skýringat skýrslunni má iaka fram: 1. Kúatalan er reiknuð sam- kvæmt framtali 1931. 2. Mjólkurmagn er reiknað 2200 lítrar pr. kú. Það er nokkru lægra en skýl-slur nantgripa- ræktarfjelaganna sýna. 3. Mjólkurnotkunin er reiknuð 400 lítrar pr. mann á ári, en það er það mjólkurmagn sem álitið er að þörf sje á fyrir hvern einstakling, ef vel á hð vera. 4. Afgangs mjólk, er sú mjólk sem til aflögu er þá búið er að draga neytslumjólkina frá. 'i Þessi dálkur sýnir vöntun á mjólk, eða mjólk sem hægt er að selja. Reynslan hefir sýnt, að þar sem mjólkurbúum hefir verið komið á fot, þá hefir mjólk sú ér látin hef- Ir verið tíl mjólkurbnanna veríð meiri en hjer hefir verið aætlað. Skýrslan sýnir að mjólkurvönt- un er aðeins í 4 sýslum á landinu. Annars víðast hvar nokkuð aflögu. Með áframlialdandi ræktun getum vjer meira en fullnægt mjólkur- þörf vorri, og er það vel farið, því hollara fæðuefni getum vjer eigi fengið en mjólk. Alla m jólkurf r amleið slu vora 1800 23.000 1900 23.500 1920 23.500 1930 30.000 Tölur þessar sýna ljóslega hver er árangur hinna miklu jarðrækt- arframkvæmda, hin síðari árin. — Búpeningi fjölgar í landinu, eink- um nautpeningi. Síðan um 1920 hefir mjólkurkúm fjölgað um rúm 5000 og nú munu þær vera fleiri en nokkru sinni áður. Samkvæmt framtali 1931 liefir verið reiknað iit. hve mikil mjólk- urframleiðslan sje nú. Skýrsla sú er hjer fer á eftir sýnir kúatölu, áætlað mjólkurmagn, manntal, áætlaða mjólkurnotkun, og áætl- aða afgahgsmjólk eða vöntun á mjólk í hiriúin ýmsu hjeruðum landsins. má nú telja 47.612.000 lítra. Sje nú mjólkurlíterinn aðeins reiknað- ur á 15 aura gerir þetta 7.1 miljón króna. Avdtin ræktun túna og áveitu- engja er einn undirstöðuliður auk- innar nautpeningsræktar og vel- megunar bíináðar vors. Hestar. Tala þeirra var: 1800 ........ 28.000 1900 .......... 41.000 1920 .......... 50.000 1930 .......... 48.000 íírossaeign vor cr að minka, enda er það rjettmætt. Bættir veg- ir og brýr auka flutninga á bílum. Hráttarvjelar vinna hina þyngstu jarðvinslu. Betri jarðyrkjutæki gera minni þörf margra hesta, en meiri kröfur til krafta þeirra og þols. AJifuglum hefir mjög fjölgað á síðari. árum, enda eru nú að koma upp ágæt alifuglabú eftir nýtísku aðferðum. Á síðustu 6 árum heíir alifuglum fjölgað meira en um lielming og nú munu þeir fleiri en nokkru sinni áðum Þó flytj- um vjer inn egg fyrir 100—200.000 kr. árlega. Þessi innflutningur ætti að h\ú>rfa og vjer jafnvel að geta flutt egg til útlanda. Að mörgu eru hjer góð skilyrði fyrir alifuglarækt, en inúlent fóður þurfum vjer að nota meira en gert hefir verið. Loðdýrarækt er að færast í auk- ana. Um hana er 'oss eigi kunnugt að til sjeu neinar skýrslur, en eitt er víst, að árlega fjölgar þeim sem fást við loðdýrarækt og er það vel farið. Hjer m^i vera að ræða um verkefni, sem möguleik- ar eru til að aukist og geti gefið landsmönnum góðar tekjur, ef rjett er á haldið. Mjólkurbúin eru nú 6. Mjólkur- bú Eyfirðinga (stofnað 1928), Flóamanna (1929), Ölfusinga 1930), Revkjavíkur (1930), Thor Jensen (1930) og iBorgfirðinga (1931). Að undanförnu höfum vjer flutt inn mjólk og mjólkurafurðir fyrir um y2 miljón kr. árlega. Nú ætti þetta að geta horfið úr sögunni. Starfsemi mjólkurbíianna liefir aukist mjög á síðastliðnu ári. Um live mikið mjólkufniagn hefir komið til búárina er enú ókunn- ugt, en' vegna starfsemi þessara búa erum vjer nú að verða sjálf- bjarga með allar mjólkurafurðir, mjólk, smjör og osta. Bændur þeir stm láta mjólk til mjólkurbúanna fá fremur lágt verð fyrir sína mjólk, 15—25 aura, en allur kostn aður við sölu mjólkur er ákaf- lega hár, oft 3—5 falt meiri en tíðkast á tilsvarandi stöðum er- lendis Sala búsafurða hefir gengið tregíega á þessu ári og verð lækk- að að mun frá því sem var 1931. Þetta er sama sagan um heim allan. Menn kvarta um kreppu ,eiga erfitt með að standa í skilum með afborganir og rentur af skuldum og öðrum greiðslum Framkvæmdir minka og vonin um viðreisn bún- 'aðarins verður eigi eins örugg og áður. Hjer er þó vart eps mikill voði á ferðum og- margir ætla. Megin- hluti af búsafurðum... vorum er notað eða mætti nota í landinu, því fólkinu fjölgar með ári hverju og því meiri þörf hinna ágætu fæðu- og klæðaefna, sem búnaður vor gefúr. Um yerðgildi þeirrá búsafurða, er notaðar eru á heim- ilunum til fæðis og klæða skiftir eigi miklu, ef framleiðslan er eigi o' fyrjrhafnarsöm. Það sem bænd- ur selja innan lands er með við- unandi verði, miðað við það verð sem neytendur greiða. En sölu- kostnaður er oft og tíðum óhæfi- lega hár. Þessu á fjelagsskapur bænda að ráða bót á. Með auknum sjávarútvegi og iðnaði vex þörfin fyrir meiri búsafurðir. Þetta þarf því. alt að ganga hönd í hönd, ef vel á að fara. Af kjötframleiðslu vorri mun nálega % vera fluttur til útlanda. Af ull meginhlutinn og fyrir hana fjekkst 1931 1.17 milj. kr. og % meira 1930. Fyrir gærur og skinn fekkst það sama ár um 800.000 kr. En árlega eru fluttar inn vefnað- arvörur og fatnaður (þar með tal- inn skófatnaður) fyrir 8—10 milj. króna. Meginhlutann af þessu er hægt að vinna í landinu. Það er búið að s'ýna að úr ullinni má vinna viðunandi klæðnað. Skinnin má siita og vinna iir þeim skó, ýmis- konar fatnað og aðrar leðurvörur. Hjer er verkefni, atvinnuleysi þarf eigi að vei'a í landi voru, ef með fofsjá er stjórnað. Með mjólk og mjólkurafurðir er rjett að hægt sje að fullnægja þörf. landsmanna, ,en garðávexti og egg varitar. Þetta alt sýnir að vjer á ýmsum sviðum þurfum að auka framr leiðslu búsafurða, svo að vjer sje- um sjálfbjarga. Á öðrum sviðum að hagnýta okkur afurðirnar bet- ur (ull, skinn) og vinna úr þeim nytsama hlriti. Það sem vjer þurf- um að selja er aðeins nokkur hluti af kjöti því sem framleitt er. Hvað hinsvegar horfum á bús- afurðum vorum snertir á útlend- um markaði,/má taka fram: Kjöt. Verðfall á kjöti liefir orðið mikið hin síðari árin, t. d. var söluverð á dönsku svínakjöti 97 aurar pr. kg. að meðaltali á árun- um 1909—1914. Nú er það 84 dánskir aurar pr. kg. í nautgrip- um sem ætlaðir voru til slátrunár var verðið (lifandi vigt) að meðal- tali ó árunum 1909—1914 55 aur- ar pr. kg., nú aðeins 19.5 aurar pr. kg. Líkt þessu er verðfall á öðru kjötk Markaður fyrir saltkjöt vort er að lokast i Noregi. Á frystu kjöti er lágt verð, sem á öðru kjöti. 1 ár hefir kjötverð verið lægra en riokkru sinni áður, og vonir um að það hækki að mun eru því mið- ur litlar. Sama sagan er um ull og gærur. Verð á þessum vörum er nú orðið lægra á heimsmarkaðin- um en það var fyrir stríð. Þvx eigi að undra þótt vjer berum lítið úr býtum fyrir þessar vörur. Eina ráðið er að vinna úr þeirn sjálfir, nota þær til klæðnaðar fata, skó- fatnaðar og spara kaup á þessu frá öðrum löndum. — Ullin er sögð ágæt til heimilisiðnaðar og i teppi. Margir eru bílarnir í heirii- irium, og í þeim þurfa að vera teppi. Af skinnum vorum er hægt að útbúa ýmiskonar vörur. Hreins aðar og sútaðar gærur, hvítar, svartar, gráar og mórauðar, eru stofuprýði. Af þeim má búa til svefnpoka óg ýmiskonar fatnað. Lítið höfum vjer hirt um þetta. Sútuð skinn eru til margra hluta nytsajnleg, eigi aðeins til skó- fatnaðar, lieldnr og í vetlinga (hanska), veski, töskur, peninga- buddur o. fl. Nú eru margar hend- ur iðjulausar. Er eigi tími til kominn að vjer förum að hagnýtá oss gæði lands vors og vinna úr þéim vetðmæta hluti, til gagns fyrir sjálfa oss og aðra. Jarðabætur liafa á þessu ári ver- ið unnar nokkru minni en 1931. Skýrslur um þetta eru eigi enn fullgerðar, svo eigi er hægt að segja hverju ánunar. Þessi öld er ræktunaröld. Ái'lega er talið að unnið hafi verið að jarðabótum, metið til dagsverka: 1900 ........ 56.000 dagsverk 1912 ....... 158.000 - þá náðu jarðabætur hámarki fyrir sl ríð. 1020 ........ 82.000 dagsverk 1931 ....... 762.000 - Á síðasta áratugnum eru fram- kvæmdirnar mestar. Betri verk- færi, notkun tilbúins áburðar, sáð- sljettur, og aðallega stuðningur sá er jarðræktarlögin veita jarð- jmkjumönnum hefir verið valdandi hinna miklu umbóta á þessu sviði. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 9. þ. mán. kl. 6 síðdegis til ísafjarðar, Siglufjarð- ar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka og kemur þá við á Skaga- strönd ef veður leyfir. Fylgibrjef yfir vörur komi í dag. Farþegar sæki farseðla í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimseu. Tryggvagötu. Sími 3025. Á Noorðurlöndum liefir hvergi síðan um aldamót, hlutfallslega við fólkstölu, verið mihið ineira að jarðabótum og nýyrkju, en á Islandi. Það má svo að orði kom- ast að allar hendur sjeu fúsar til að leggja hönd að þessu starfi, til að rækta og klæða fósturjörð- ina. Utgerðarmenn og aðrir skatt- þegriar hafa möglunarlaust borið þær byrðar sem stpfnun Ræktun- arsjóðs og jarðræktarlögin hafa lagt þeim á herðar. Þar sem skipulag hefir komist á í kringum kauptún, með skift- ingu. lands til ræktunar, hafa hendur verið boðnar og búnar til að talca að sjer ræktunarstarfið. í bæjum og þorpum er áhugi fyr- ir garðrækt mikill. Bændxirnir taka fúslega öllum leiðbeiningum Um ræktun, sem til umbóta horfa. Þetta er hjer sagt vegna þess að á stundum heyrast hjer raddir um, að fslendingar standi að baki nágrönnum vorum sem jarðabóta- og ræktunarmenn. Þetta er eigi rjett lengur, það sannar reynslan. Nýyrkjuniii og sljettunum hefir miðað vel áfram. I því eiga þátt nýtísku aðferðir með betri verk- færum og vjelum. Yjer eigum nú mikið af þessum nýtísku verkfær- um t.d. um 100 dráttarvjelar. Yjer erum því vel búriir til þess að halda jarðyrkjunni áfram. í verk- færum og vjelum liggur mikið verðmæti. Verði nú kyrstaða ryðg- ar alt niður, verður ónýtt að meira eða minna leyti. Með fje- lagsskap og einbeittum vilja get- um vjer haldið áfram. Markmiðinu má eigi gleyma: Stór tún, sljettar engjar, alt grös- ugt og vel ræktað, það er líftaug íslensks búnaðar. Niðui’lag. ____ Skipstjórí________________ „Evropa" látinn. Hinn 9. desember kom símskeyti um það frá New York, að skip- stjórinn á stóra þýska farþega- skipinu „Evropa“ hefði látist þar. Hann hjet Nicolaus Johnsen. Á leiðinni vestur um haf fekk hann botnlangabólgu. Læknir skipsins skar hann upp og tók botnlang- ann, og þegar skipið kom til New York var Johnsen fluttur í sjúkra- hús. Þar ljest hann eftir stutta legu. Johnsen skipstjóri hafði um mörg ár siglt stórum seglskipum, áður en hann rjeðist til Nord- deutscher Lloyd. En síðan liann kom til þess hafði hann haft skip- stjórn á öllum bestu skipum þess. Listi yfir manntal (1928), kúatölu (1931) og mjólkurmagn á öliu landinu. Kúa- Mjólk Mann- Frá dregst Afgahgs- tala. 2200 1. pr. kú. taí. 400 1. pr. m. mjólk. GullbringU', Kjósars.j og Reykjavík j 2671 5876200 33117 13246800 -47370600 Borgarfjarðarsýsla 942 2072400 2517 1006800 1065600 Mýrasýsla 699 1537800 1805 722000 815800 Snæf.- og Hnapp. 835 1837000 3638 1455200 381800 Dalasýsla 621 1366200 1737 694800 671400 Barðastrandarsýsla 591 1300200 3250 1300000 200 ísafjarðarsýsla 860 1892000 8128 3251200 4-1359200 Strandasýsla 413 908600 1815 726000 182600 Húnavatnssýsla 1255 2761000 4089 1635600 1125400 Skagafjarðarsýsla 1241 2730200 4067 1626800 1103400 Eyjafjarðarsýsla 2160 4752000 10334 4133600 618400 Suður-Þingeyjarsýsla 983 2162600 3867 1546800 615800 Norður-Þingeyjarsýsla 329 723800 1760 704000 19800 Norður-MúlaSýsía 809 1779800 3892 1556800 223000 Suður-Múlasýsla 977 2149400 5681 2272400 4-123000 A.-Skaftafellssýsla 400 880000 1139 455600 424400 V.-Skaftafellssýsla 621 1366200 1824 729600 636600 Vestmannáeyjar 221 486200 3331 1332400 4-846200 Rangárvallasýsfa 2059 4529800 3669 1467600 3062200 Árnessýsla 2955 6501000 5152 2060800 4440200 Samtals: 21642 47612400 104812 41924800 5687600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.