Morgunblaðið - 07.01.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1933, Blaðsíða 4
' 4 fý1*st og fx-emst að vera xmg og mjög falleg, — og skorti alt í þetta hlutverk. Bn Jóhanna Jóhamns- dóttir, sem Ijek Jóhönnu, var hin eina af þessu unga fólki sem var nng, — frískleg og fönguleg stúlka, Kraust á sál og líkama, tápleg, fgálsleg, elskuleg, ljómi og fjör «g hlýja yfir augunum og brosinu (það verður að segja þetta eins'og eí). Og söngrödd hennar er falleg (en framburður ekki nógu skýr •g vandaður). Hvenær losna íslenskir leikarar víð þann óþolandi galla, að þegar mannmargt er á sviðinu hætta þeir að leika strax og þeir sleppa •i'ðinu, og standa þá bara og glápa, eða rölta unx í reiðileysi, fcangað til næst kemur að þeim? veit það af eigin reynslu að þetta þarf ekki eingöngu að vera kikstjóranum að kenna, það er eríitt að fá íslenska leikendur til Jress að Iáta ekki verða hlje á lejk sínum, til þess að taka altaf lifandi þátt í því sem er að gerast áTSviðinu, hvort sem þeir eru að tala í þann svipinn eða ekki. En J(^£ta verður að lærast. Hvað sem öðru líður, þá er vel ferandi í leikhúsið aðeins til þess að sjá Brynjólf Jóhannesson og .TÓhönnu Jóhannsdóttur. Þess er skylt að geta að fólk vírtist yfirleitt skemta sjer ágæt- l«*a. ' ^ Kristján Albertson. Verslunarmenn og jölin. í samnefndri grein, er Brynj- élfur Þorsteinsson skrifar í Morg- aúblaðið þ. 23. f. m. ásakar hann sfjórn Yerslunarmannafjel. Merk- úr fyrir það að hún hafi með því að, neita fyrir sitt leyti að kaup- menn fengju að hafa sölubúðir sínar opnar til kl. 10 'einn dag í vikunni fyrir jól, fyrirbygt það að lokað yrði skrifstofum og versl unum á þriðja x jólum. Þó þetta megi til sannsvegar færast, er greinin að ýmsu leyti þannig vaxin, að jeg get ekki látið veta að svara henni. Jeg vil taka það fram að stjórn Merkúrs var ekki á eitt sátt. um afstöðu til þessa máls, við vorum tveir á móti því að svara þessari málaleitun neitandi, en hinir þrír, eða meiri hlutinn, vildi ekki gefa samþykki sitt við henni, af þeim ástæðum, að ekki lá fyrir Iofofð fyrir því, að lokað yrði á þriðja í jólum. Brynjólfur Þorsteinsson segir, að jeg hafi lýst yfir því á fundi, seni hann og jeg átti um þetta mál, með formönnum kaupmanna- fjélaganna, að svo framarlega sem jeg yrði sþurður af lögreglustjóra mn afstöðu Merkúr, þá lofaði jeg því að láta málið hlutlaust, en þrátt, fyrir þessa yfirlýsingu hefði jég fyrir hönd stjórnar Merkúr svarað brjefi lögreglustjóra neit- andi. Það er rangt hjá B. Þ. að jeg hafi gefið slíka yfirlýsingu. Jeg tók það skýrt fram að jeg yrði að leita umsagnar meðstjórn- enda minna um þetta mál, enda skýrir hann rjett frá í umræddri grein, er hann minnist á þennan fnnd, þar sem hann segir: „Á þessum fundi náðist ekki fult sam komulag, þar sem formaður Merk- úí kvað sig skorta samþykki meiri Muta meðstjómenda sinna til að x M O E G U N B L A ■*) IÐ fylgja þessu máli.“ Hinsvegar tók jeg það fram á þessum fundi, að jeg myndi gera það sem í mínu valdi stæði til þess að xnálaleit- uninni yrði ekki svarað neitaixdi, og þegar stjórn Merkúrs tók til athugunar brjef lögreglustjóra, þar sem hann óskaði eftir svari hennar við málaleitan kaupmanna, Iagði jeg eindregið á móti því að málaleituninni yrði svarað neit- andi, og þegar stjórnin gat ekki orðið sammála uxn svarið, lagði jeg til að lögreglustjóra yrði skrif að á þá leið, að þar sem stjórnin væri ekki á eitt sátt um afstöðu til málsins, og með því að lög- reglustjóri óskaði eftir svari þá samdægurs, væri ekki hægt að kalla saman fjelagsfund, en hann væri í rauninni sá rjetti vettvang- ur til að taka málið til meðferðar á, þá Ijeti hxxn þetta hlutlaust. Jeg kom líka með þá tillögu að stjórnin samþykti þessa málaleitun kaupmannanna með þeim skilyrð- um að skrifstofum og verslunum yrði lokað á þriðja í jólum. Þessar tillögur fengu ekki náð í augum meirihl. stjórnarinnar, og var samþykt að svara brjefi lög- reglustjóra neitandi, og tilkynti jeg honum það þá skriflega, fyrir liönd stjórnarinnar. Það má telja víst að ef Svar Merkúrs hefði orðið á aðra lund, þá hefði verslunarmenn fengið frí á þriðja í jólum, en það má líka telja það víst að ef stjórnin kaup- mannafjelaganna hefði viljað gefa loforð eða vilyrði fyrir því að lok- að yrði umræddan dag, sem þeir munu hafa ætlað að gera, þá myndi stjórn Merkúrs öll hafa tjáð sig málaleitun þeirra fylgj- andi, og þar sem kaupmönnum var þetta kappsmál, eins og B. Þ. segir, þá áttu þeir að gefa vilyrði fyrir því að lokað yrði þennan dag, en það gerðu þeir ekki og eiga þess vegna nokkra sök á því, að ekki fekkst samkomxilag um þetta efni. 27. des. Sigurður Jóhannsson. Ath. Það kemur ekki skýrt fram hjá greinarhöfundi, að í raun og veru var aldrei rætt um þessi t.vö at- riði samtímis, framlenging vinnu- tíma kvöldin fyrir jól og fríið eftir jólin, heldur komu óskirnar um fríið fram eftir að breyting á lokunartíma sölubxxða hafði ver- ið neitað. Daqbók. Veðrið í gær: Veður er stilt og bjart á N- og A-Iandi. Suðvestan- lands er liinsvegar tekið að hvessa af SA með xirkomu, snjóomxx sums staðar en annars staðar slyddu eða rigningu, og jafnframt því er loftvog ört fallandi. Suðvestan af hafi vanta fregnir með öllu, en lægðin sem veldur þessum veðra- skiftum, mun vera kraftmikil og fer að öllum líkindum fyrir vestan land, svo að búast má við að vindur gangi aftur í SV á morgun. Veðurútlit x dag: Hvass SA og rigning fyrst, en gengur svo senni lega í iSV með skúra- eða jelja- veðri. Messur á morgun: í Dómkirkjunni kl. 11, síra Bj. Jónsson; kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Fr. H.); kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í Fríkirkjxxnni í Reylcjavík kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í Aðventkirkjunni kl. 8 síðd. — Ræðuefni: Aðventvakningin. Allir velkomnir. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trxilofun sín ungfrú Guðlaug Ei- ríksdóttir, Brxxnnstíg 10 og Krist- inn Ottason, bátasmiður, Stýri- mannastíg 2. Friðjón Jensson læknir á Akur- eyri á 65 ára afmæli í dag. Vin- sæll maður og drengur hinn besti. Trúlofím. Á gamlárskvöld opin- berxiðu trxxlofun sína xxngfrú Arn- dís Kjartansson, Klapparstíg 2 og Hannes Sveinsson, Hverfisgötu 67. Leikhúsið. „Æfintýri á göngu- för“ var leikið í fyrrakvöld fyrir troðfullu húsi. Vegna þessarar miklxx aðsóknar má panta aðgöngu miða að sunnudagssýningunni í síma 3850, eftir kl. 1 í dag. — Salaix byrjar eins og venjulega í Iðnó í dag kl. 4—7 og á morgun eftir ltl. 1, sími þar 3191. Áttræðisafmæli á í dag, Ormur Sverrisson, Sjafnargötu 1, faðir þeirra Ormsbræðra, Eiríks og Jóns, sem Reykvíkingum eru að góðu kunnir. Ormur bjó lengst af í Efri-Ey í Meðallandi, en fluttist þaðan að Kaldrananesi í Mýrdal. Eftir að hann hætti bú- skap dvaldi hann um skeið hjá syni sínum, Sverrir, sem býr í' Kaldrananesi; fluttist þvínæst al- farið til Reykjavíkur og hefir síð- an dvalið hjá sonum sínum hjer. Þrátt fyi'ii’ háan aldxir og mikla vinnxx um dagana, er Orxnur hinn ernasti. Hinir mörgu vinir hans og kunningjar senda honum í dag hugheilar hamingjuóskir. Z. Skógarmenn K.F.U.M. eru beðn- ir að muna eftir að koma á árs- hátíðina ld. 8 í kvöld. Aflasölur. Snorri goði seldi í Hull í gær, 2800 körfur fyrir 1425 sipd.. Þóróífur í Grimsby 3000 körfur fyrir 1182 stpd. og Ver í Aberdeen um 2000 köi’fur fyrir 694 stpd. Heimdallur. f kvöld heldur Heimdallur nýársfagnað að Café Vífil. Skemtanir fjelagsins hafa jafnan þótt. mjög góðar og verið fjölsóttar, og þess einnig vænst að svo verði nú. Þess skal getið, að borgarstjóri Jón Þorlákssson mun tala á skemtuninni í kvöld. Aðgöngxxmiðar kosta eins og að undanförnu kr. 2.50, þar í inni- falið kaffi. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðxirfregnir. 19,05 Barna- tími. (Frú Soffía Guðlaugsdótt- ir). 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Upplestur. (Einar H. Kvaran.) 21.00 Tónleikar. (Útvarpskvartett- inn). Grammófónsöngur. (Come- dian Harmonists). Danslög til kl. 24. — Lnnbrot var framið aðfaranótt fimtudags í Sápuhúsið í Austur- stræti 17, og þar stolið 350 kr. í peningum úr peningakassa. Öðru var ekki stoilð þar. Brotist hafði verið inn um glugga á bakhlið hússins. Áfengi fann tollgæslan í fyrra- dag í norska skipinu Bro, 13 flösk- ur af sterkum drykkjum. Áfengið var eign bryta. Hann var í gær dæmdur í 2400 króna sekt og 15 daga fangelsi; refsing svo þung vegna þess, að brytinn hafði áður orðið sekur um smygl og vínsölu. Höfnin. Fisktökuskipið Fantoft fór til Viðeyjar í fyrradag. Col- umbia fór í gær til Keflavíltur til að taka ísfisk. Enskur togari sem hingað kom með Guðna Pálsson nýlega, fór til Akraness í gær, til þess að taka þar ísfisk úr róðri Akui’nesinga í gær. Línuveiðarinn Ölver fór til Vestfjarða í gær. Skallagrímur kom af veiðum í gær. Grímudansleikur K. R. í kvöld. Sjerstaklega hefir vei’ið vandað til skreytingar á salnum að þessu sinni. Er það nýtísku þýsk skreyt- ing og liefir aldrei sjest hjer áð- ur á dansleik, segir Erlendur Pjet- ursson. Aðgöngumiðar eru seldir frá kl. 1 í dag í K. R. húsinu. Ms. Dronnig Alexandrine fór frá Færeyjum á föstudagskvöld kl. 6. Væntanleg hingað ef til vill í kvöld. Alþýðufræðsla safnaðanna. — í kvöld, kl. 8y2 sýnir prentsm.stj. Guðbjörn Guðmundsson skugga- myndir í franska spítalanum. Allir velkomnir. — Á morgun verður barnaguðsþjónusta haldin í franska spítalanUm, kl. 3. Öll börn velkomin. Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað ungfrú Anna Jónsdóttir, og Ölafur Jónsson, starfsmaður í Landsbankanum. Þýska herskipið, sem talað var um í skeytum að væri á leið hing- að, var væntanlegt hingað í nótt. Sex bankamenn í Berlín voru teknir fastir í fyrradag, fyrir að brjóta gjaldeyrislögin, og mun rannsókn í máli þeirra hefjast, í dag. (FÚ). Rruni. í borginni Pau í Suður- Frakklandi brann vöruhús í fyrra dag til kaldra kola, og er skaðinn metinn því sem nemur um tvær miljónir króna. (FÚ). Slys. í Austur-Tjekkóslóvakíu varð strætisbifreið undir járn- brautarlest og Ijetust þrír menn, sem í bifreiðinni sátu, en fjórir særðust hættulega. (FÚ). Geysimiklir jarðskjálftakippir komxx í fyrradag í Þessalíu á Grikklandi og gerðu mikinn skaða. Fólk varð mjög felmtrað við og fliiði úr hxxsum og hefir síðan hafst. við út.i á víðavangi. (F. Ú. 6. jan.) „The lame ducks". Hinn 5. desember kom þingið í Bandaríkjunum saman til seinustu fundarhalda, áður en hið nýkosna þing tekur við. Þessi fundarhöld kalla Ameríkumenn „the lame ducks session“, og með „lame dueks“ (haltar andir) eiga þeir við þá þingmenn, sem ekki hafa náð því að vera endurkosnir, en þeir voru nú 144 í þjóðþinginu iOg 14 í öldungadeildinni. Það var merkilegt við þennan fund, að andbanningar komu fram með frumvarp um það að afnema bannið. Með frumvarpinu voru greidd 273 atkvæði en 144 á móti. Huglýsingadagbók MATUR OG DRYKKUR. Fast fæði, einstakar mált íðir„. Jcaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Café Svanurinn. (Hornið við Barónsstíg óg Grettisgötu. Munið, að jeg nota eingöngu íslenskt smjör í smákökurnar. — Formkökur, tertur, ..Kammerjunk- er“ (smákökur.), daglega bakaðar. Vanti yður kökur þá hringið £ síma 2475. Sent heim. Sunnudaga- og kvöldsala. Heimabakarí Ástui Zebitzí, Öldugötu 40, þriðju hæð. Hallo! Glæný ýsa og stútungur.. Sími. 4933. Fisksala Halldórs Sig- urðssonár. SkfðafO! fyrir konnr og karla. Vðnihúslð. Besta þorskalvsið f bænnm ‘ii8 þiS í undirritaSri veralxm. Si- vazandi sala sannar gæðin. B jfirnínn, Bergstaðastræti 35. Sími 4091. Kolasalan s.f. Ungfrú Sirrí segir að RÓSÓL. tannkrem sje það besta sem húu hafi reynt, enda beri tennxxr sínar þess ljósasta vottinn. Þeir senx einu sinni hafa reynt Rósól tannkrem, nota aldrei annað.. Hf. Efnagerð Reykjavfkur kemisk teknisk verksmiðja. Skorti því ekki neína nokkur at- kvæði til þess að frumvarpið fengi % atkvæða, en þá hefði það orðið að lögum, og þykir það mjög merkilegt, því að í þessu þingi hafa mjög fáir áður verið þvi fylgjandi að afnema bannið. En það er vitað um hið nýkosna þing, að þar hafa andbanningar stór- kostlegan meiri hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.