Morgunblaðið - 14.01.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐ.Ð 3 a JfSlorgmiMaMÓ Útsef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön KJartansson. Valtýr Stef&nsson. Rltstjörn og afgrelðsla: Austurstræti 8. — Slmi 1(00. ▲uglýsingastjörl: E. Hafberg. ▲uKlýsingaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700 Helmaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áskrittagjald: Innanlands kr. 2.00 á. m&nuBl. Utanlands kr. 2.50 A mánuCl. 1 lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura meO Lesbök. Sjáifhelda sósíalistabroddanna. Allir vita, segja sósíalistabrodd- arnir, að Keykjavík lifir á út- / gerðinni, er bygð upp af útgerð- inni og fyrir útgerðina. En nú liafa þessir sömu menu komist að þeirri niðurstöðu, að útgerð sje ekki liægt að reka hjer, nema með styrk frá bænum. Atvinnuvegurinn, sem haldið hefir lífinu í bænum, í bæjarbú- um, er orðinn styrkþurfi. Og hvert á að leita til þess að fá styrkinn. Til bæjarins, til bæjarmanna, <er eiga að lifa á útgerðinni. Hver er sjálfum sjer næstur. Þó það nú væri. Þó fitgerðarkostnaður sje orðinn svo mikill ,að útgerðin beri sig ekki, þá er hægur vandinn, nð bæta úr því, að áliti sósíalista. — Þá er að styrkja fitgerðina úr bæjarsjóði. Og eftir því sem kröfurnar hækka, og út- gerðin þarf meiri styrk, eftir því á að hækka styrkinn úr bæjar- sjóði. Einfalt ráð(!) En hver borgar brúsann? Bæjar- menn. Og hve lengi borga þeir? Og hver stoð er þeim yfirleitt í þeim atvinnuvegi, sem ekki er •sjálfbjarga, sem þarf styrks við úr þeirra eigin vasa? Svo langt hugsa ekki sósíalista- broddarnir. Eða a. m. k. þeir von- ast, eftir því, að háttvirtir kjós- •endur, sem fylgja þeim að málum, liugsi ekki svo langt að þeir sjái, hvernig mótsagnirnar og öfugmæl- in eru ráðandi í öllu tali og at- höfnum sósíalista «r þeir ræða um bin merkustu atvinnumál þessa 'bæjar. Tíl hvers? 1 Aiþýðublaðinu er smágrein í -gær, þar sem það er nefnd „heimskuleg lýgi“, að fulltrúar Alþýðuflokksins hafi á síðasta bæjarstjórnarfundi gert ráð fyrir, að togaraútgerð bæjarins myndi ekki borga sig. Hvað eftir annað gerðu þeir 'St. éTóh. Stefánsson og Sig. Jón- asson ráð fyrir rekstrartapi á bæj- arútgerð þeirri. sem þeir töluðu um, og þó einkum hinn fyrnefndi. Ritstj. Alþýðubl. Ól. Friðriksson Jiefir oft, á úndanförnu ári, ög seinast. á þessum fundi talað um það sem sjerstakan kost á bæj- arútgerð, að henni mvndi verða haldið áfram án nokkurs tillits til þess, livort liagur væri eða tjón af rekstrinum.Þareð allmarg- ir áheyrendur voru á fundinum, -sem allir hafa heyrt þessi ummæli bæjarfulltrúanna, er það ákaflega einkennilegt, að Alþýðublaðið skuli gera tilraun til að In'eiða yfir svo ótvíræð og alkunnug um- inæli flokksbræðra sinna. j Hitt má vera, að bæjarfulltrú- afnir hafi iðrast þess eftir á, að háfa gefið þessa játningu. En hvað sagði ekki Sigurður JónaSson í sinni „spaklegu“ grein um daginn: „Framkvæmd auðveld — en hugsun erfið.“ Hvenær skyldi manntetrinu og flokksbræðrum hans lærast að hugsa áður en þeir tala og fram- kvæma ? Framtfö útvarpsfns _ “ og vlðtækjaeinokunin. Það vakti almenna ánægju með- al landsmanna þegar sú ákvörðun var tekin, að byggja lijer aflmikla útvarpsstöð. Landshættir eru hjer þannig, að fullkomið útvarp átti alveg sjerstakt erindi hingað. Jafn vel þeir, er töldu of mikið í fang færst fjáhagslega, gátu ekki á móti mælt þeim miklu vonum, er menn gerðu sjer um gagn það og ánægju, sem þetta undraverk rnannsandans myndi geta fært hin- urn dreifðu íbúum landsins. Menn voru frá uppliafi sammála um eitt: Til þess að rjettlæta hinn gífurlega kostnað sem samfara var byggingu útvarpsstöðvar, og til þess að hægt væri að afla út- varpinu þeirra tekna, sem nauð- synlegar voru starfsrækslunni, varð útvarpið að vera alment — eign alþjóðav. Markmið útvarpsins var, eða átti að vera: Yiðtæki inn á hvert einasta heimili á landinu. Maður skyldi því ætla, að þess hefði verið vandlega gætt að fremja ekkert það, sem heft gæti eðlilegan fram- gang og vöxt útvarpsins. En, því miður, fór þetta á annan veg. Fvrsta óheillasporið var stigið, er sii ákvörðun var tekin, að ein- oka Viðtækin. Einokun þessari fylgdu, að vanda. fagrar forsend- ur úm gagnsemi þessa fyrirkomu- lags. En auðvitað varð reyndin sú, að þessari einokun fylgdu sömu ókostir og agmiar, sem jafn- an hafa verið samfara einokun, hverjn nafni sem nefnist. Saga einokunar á íslandi er gömul raunasaga og örin eftir þá plágu eru auðfundin á þjóðarlík- amanum En það er e. t. v. vegna þess hve gömul þessi plága er og landlæg, að menn taka því furð- anlega möglunarlítið, þótt okrað sje á viðtækjunum eins og Yið- tækjaverslunin gerir. Kunnugir fullyrða og telja varlega áætlað, að álagning þessarar einokunar á tækin nemi a. m. k. 60—70% af innkaupsverði þeirra og viðbætt- um kostnaði. Alagningin á allá varahluti til tækjanna er síst lægri. Nú var það lífsskilyrði fyrir út- breiðslu útvarpsins, að verð við- tækjanna yrði hóflegt. Sjá því all- ir hvílíkt' glapræði er framið með jiessari álagningu einokunarinnar. Ætla mætti að viðtækjaeinok- unin sýndi mikinn hagnað með þeirri hóflausu álagningu á tækin, sem þar hefir verið. En það er nú eitthvað annað. Hagnaðurinn er hverfandi, miðað við umsetningu, og mætti þetta vera lærdómsríkt þeim, er trúað liafa fagurgala ein- okunarpostulanna. En það er ofur auðskilið, að árangurinn af einokun viðtækj- anna er ekki glæsilegri en raun er á orðin. Gamla einokunarsagan hefir endurtekið sig. Einokunin var sett á stofn, ekki vegna mál- efnisins, heldur vegna mannanna, sem þurftu þar að fá bita. Við val þeirra var ekki litið á hag's- muni útvarpsins eða titvarpsnot- enda, heldur eingöngu á liið póli- tíska flokksmark. Þessum póli- tísku gæðingum líður vel við ein- okunarjötuna. Súmir þeirra hafa þar ráðherralaun, enda. verður stofnunin að greiða um 30 þús. kr. á ári í laun til fastra starfsmanna. Ekki er minsti vafi á því, að ef breytt yrði um fyrirkomulag á sölu viðtækja, þannig að frjáls samkeppni yrði um verð og gæði, mundi afleiðingin verða sú, að tækin og allir varahlutir yrðu mikið ódýrari en nú. Og þá yrði auðveldara fyrir ýmsa, sem nú verða að vera án tækjanna vegna óhóflegs verðs, að afla sjer þeirra. Það er fyrst og fremst hags- munamál allra þeirra, sem nú hafa viðtæki, að sölu tækjanna verði komið í það horf, að sem flestir geti eignast þau. Við það mundi stórum aukast tala útvarpsnot- enda. En með aukinni tölu útvarps notenda ynnist tvent: Hið árlega; árgjald lækkaði og. dagskrá út- varpsins yrði fjölbreyttari og betri. Með lækkuðu árgjpldi og bættri dagskrá myndi útwpið brátt ná því marki, sem upphaflega var sett: Að verða alþjóðareign og meðal til menningar, og ánægju. Viðtækjaverslunin mun ekki greiða 'neinn verðtoll af innflutt- um tækjum. Ef innflutningur á tækjunum yrði frjáls, myndi verða greiddur verðtollur, en tekjur af honum myndi fyllilega vega upp á móti þeim hagnaði, sem einok- unin sýnir nú. En aðalhagnaður- inn fjelli í skaut útvarpsnotenda. Því að verð tækjanna í frjálsri sölu mundi stórlækka. Því miður eru litlar líkur til þess, að Alþingi, eins og það er skipað, beri gæfu til að afnema viðtækjaeinokunina. En væri hitt ekki reynandi, að iitvarpsnotend- ur tækju þetta mái í sínar hend- ur? Ef þeir eru samtaka og ein- huga, þá er þeim í lófa lagið að koma þessu máli í örugga höfn. Erlendar frjettir. • rJ-rr^T *• v r •'T Osló 13. jan. FÚ. Kirkjubruni. Stærsta kaþólska kirltjan í Mon- treal braun í gær ög er skaðinn metinn á 450 þúsund dollara. — Mjög mikið af dýrmætum málverk nm og verndargripum eyðilagð- ist og átta nærliggjandi hús skemd ust að nokkru leyti af eldinum. Skip í háska statt. Riissneska skipið „Sagalin“, er statt er í Okotsk-liafi fyrir norðan Kamtsjaka, hefir sent frá sjer neyðarmerki og er nú rússneskt skip á leiðinni til hjálpar. Sam- lcvæmt fregnum frá Tokio, mun hafa komið upp eldur í „Sagalin“ en alt nánara ókunnugt enn, því að skipið hætti að senda skeyti innan skammrar stundar. — Það hefir 200 fai’þega innanborðs. New York, 13. jan. FÚ Erfðaskrá Coolidge. Erfðaskrá hins látna fyrverandi forseta, Calvin Coolidge, var opn- uð og viðurkend í gærdag. Hún. ber það með sjer, að Coolidge hefir ritað hana meðan liann var í Hvíta húsinu, og er hún aðeins 24 orð, í einni setningu. Eftir- lætur hann konu sinni allar eigur sínar, sem taldar eru nema að minsta kosti 250.000 döllurum. — Calvin Coolidge á einn son á lífi, og hafði hann áður ánafnað hon- um 20,000 dollara sjereign. London 13. jan. FÚ. Engin frjett af Hinkler. Ekkeft liefir spurst til Hinklers enn þá, og er nú vika síðan hann lagði af stað frá Englandi áleiðis til Ástralíu. Vegna full- kominnar óvissú um það, hvar liann kynni að hafa verið neyddur til að lenda, er búist við áð leit að honum muni vérða sú erfiðasta. Stjórnir falla á Balkan. Ráðuiieýti TsaldariS, forsætis- ráðherra í Grikklandi var felt í morgun. Búist er við að tilraun verði gerð til þess að myndal samsteypust j órn. Rúmeníustjórn hefir sagt af sjer og hefir Carol konungur farið þess á leit við foringja bændaflokks- ins að hann myndaði stjórn. Berlín 13. jan. Ástandið í Kína. Kínverjár hafa seút Bandaríkj- unum ofðsendingu með umkvörtun um yfirgang Japana í Norður- Kína. Segjast Kínverjar ekki geta borið ábyrgð á afleiðingum þess, að þeir verði neyddir til þess að biiast til varnar. Breski sendiherr- ann i Tokio hefir enn átt tal við utanríkisráðherra Japana um hætt ur þær, sem breskum þegnum sjeu búnar í Kína. Japanar lýsa yfir því, að þeim líki þessi framkoma sendilierrans miður, því hún lýsi aðeins vanþekkingu bresku stjórn arinnar á ástandinu í Aústur- Asíu. Japanar sjeu ekki að gera annað nú, en að vernda sína þegna gegn ofbeldi því, sem KínVerjar hafi í framiúi. Esperantistar efna til alþjóðasýningar. Nýlega barst esperantista hjer brjef frá Póllandi, þar sem hann er beðinn um að útvega nokkrar litprentaðar myndir af málverk- um gamalla og nýrra málara, sem best sýni listmálningu landsins. Brjefritarinn segir að tilefnið sje þáð, að þar sem hann kenni esper- anto við skóla nolskurn, liafi hann hvatt nemendur til þess að fara áð kynna sjer listmálningu ann- ara landa, með hjálp esperanto, en þá hafi kennarar annara kenslu greina stundið upp á, að hann skipulegði stórfelda sýningu á lit- prentuðiun myndum af bestu list- málverkum heimsins. Segir hann, að margir esperantistar í heimin- um sjeu þegar starfandi að und- irbúningi sýningarinnar. Ennfrem ui getur liann þess, að þegar haií safnast 850 myndir frá 44 löndum, En til þess að sýna fullkomlega, með sýningu þessari, sögu list- málningar heimsins, vanti enúþa myndir frá ýmsum löndum. ' Viðtakandi brjefsins vildi gjarn- aji verða við þessu og fór því áð kynna sjer hvað til væri hjer af litprentmynda tagi, en komst pð þeirri niðurstöðu, að fæstar áf þeim fáu myndum sem fyrir fun'd- ust, höfðu tekist nógu vel í prent- un. En það sem til mála gat koiníð að senda, sendi hann. Sýningu þessa á að halda víðs- vegar um Pólland, en síðan á hún að fara um allan heim. Ef til vill verður hún haldin hjer í Reykja- vík. — Sýning þessi, sem verið er að koma á fót með tilstuðlan esper- anto, á einnig að sýna almenningi hversu hagkvæmt hjálpafmál esperanto er. Og að enginn þeirra, scm yfirstígá vill örðugleika ’þá, sem orsakast af hinum mörgu og ólíku tungumálum og þár áf leið- andi útilokar mjög viðkynningar- möguleika á milli þjóða, á að sneiða hjá hinu ómetanlega gagni og ánægju sem felst í því áð kunna esperanto. Á. 6. J. Fjölskyldan fljúgandi. Hutchinson fór nýlega fram á það að dætur sínar mætti sýna í fjölleikaliúsi í New Yofk. Ætlaði hánn með því móti að safna sjer fje, 40.000 dóllurum til þess að geta farið í nýja flugferð frá London til Ástralíu. En þar sem telpurnar eru of ungar til þess að mega sýna í fjölleikahúsi, var beiðni Hutchinson neitað. Hánn sneri sjer þá til hins nýja borgar- stjóra í New York og ætlaði áð fá leyfi hans, en borgarstjóriun veitti lionum ekki áheyrn. Yfir- leitt er í Bandaríkjunum mikil gremja gegn Hutchin- son fyrir það að liafa stofnað lífi barna sinna í liættu, og mönnum gremst það mjög að hann skúK östla að gera aðra tilraun til þfess. Reglubundnar flugferðir yfir Atlantshaf. Breslr blöð segja frá því miHí jóla og nýárs, að Zeppelin-loftför Þjóðverja muni fá leyfi til þess áð nota Cardington sem míllistöð á flugi sínu milli lieimsálfanna. Br ætlast til þess að hið nýja Zepþe- íin-loftfar „L. Z. 129“ liefji reglu- bundnar ferðir með vorinu milli meginlands Evrópu og Suður-Ame- ríltu. Verður þá Cardington fyrsti viðkomustaðuf,1 Ög Sevilla á Sváni annar, en þaðaú verður flögið beint, vestur yfir liafið. Það er líka í ráði að hefja samtímis reglubundnar flugferðir til NörJð- úr-Ámeríku (Bandaríkjánná) bg verður þá flogið: í éinúm áfáúga frá Cardington vestúr vfir hafið til New York. Cardington var flughöfn breska loftfarsins ,,R. 101“ Þáðan lagði það á stað í fyrstu og síðustu för sína, því að það strandaði í Frákk- landi, eins og kunnugt er, og fóljiist- þar fjöldi manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.