Morgunblaðið - 14.01.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1933, Blaðsíða 4
MORGUNBLADIÐ Rugl$singadagbðk MATUR OG DRYKKUR. Fast fæði, einstakar máliíðir, kaffi, öl, gosdrykkir með lægsta v&rði í Café Svanurinn. (Homið vtð Barónsstíg og Grettisgötu. 400 inflúensusjúklingar í einu skipi. Hinn 26. desember kom farþega- pið „Cameronia“ til G-lasgow Ameríku. Hafði það fengið af- veður í hafi. Var sjógangur- in^ svo mikill, að farþegar hentust ú€. úr rúmum sínum og höfðu sujpar. meiðst nokkuð- Bn annað þó verra, því að á leiðinni kfcm upp illkynjuð inflúensa í bigjpinu, og lágu 400 farþegar vfnr af henni þegar skipið náði &££. Hafði skipslæknirninn haft taSð nóg að starfa, enda hafði hasnn, ekki farið úr fötum í fjóra scfaírhringa. Norsku lýðskólamennimir i • ófundnir. öslo 13. jan. NRP. PB. Pjörutíu nemendur af undirfor- iilgjaskólanum í Trondheim hafa Jeítað í gær og í dag að tveimur lý'ðskólanemum, sem menn óttast, afi hafi orðið úti. Leitin af þeim hefir engan árangur borið til þessa Nýr ritstjóri við ,Tidens Tegn' . Ramm, einn af ritstjórum Morg- enbladet, hefir gerst meðritstjóri Tfjjlens Tegn. (FB) Dagbók. Veðrið í gær: Stormsveipur yf- ir Grænlandshafi á hreyfingu norð austur eftir. Vindur er yfirleitt hyass S með regni og 5—7 stiga hita hjer á landi. En brátt mun snúast í Suðvestrið með hríðar- jeíjum. Lægðir hafa að undainförnu farið með fram austurströnd Græn lands og því ekki verið hætt við N"-áhlaupum hjer á landi. Nú lítur út fyrir að lægðirnar fari að ganga hjer yfir landið og verður þ'á hættara við norðanveðrum. Veðurútlit í dag: SV og V-átt me<ð snörpum hríðarjeljum. Messur á morgun: f Dómkirkj- unni kl. 11, síra Ólafur Magnús- son, kh 5 síra Bjarni Jónsson. . í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 sára Árni Sigurðsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 sr. Jón Auðuns. 1 Aðventkirkjunni kl. 8 síðd. Ræðuefni: Helgidómurinn og helgi dójnsþjónustur. Allir velkomnir! Dánarfregn. í gærmorgun and- aðist hjer í bænum Guðrún E. Waage, móðir Páls Eggerts óla- sonar skrifstofustjóra. Hún var inigin að aldri og hafði verið keilsutæp seinustu missirin. Hjörtur Björnsson trjeskeri og giþsari fór utan með Lyru í gær- mbrgun. Ætlar hann að dveljast í Noregi til vors og kynna sjer þar heimilisiðnaðarskóla, að und- irlagi Heimilisiðnaðarfjelags ts- Iands. ; Aðaldansleikur Glímufjelagsins Ármanns verður í kvöld í Iðnó. ísfisksala. Skallagrímur hefir selt afla sinn í Englandi, 700 kit, fyrir 979 sterlpd. Innflutt var árið sem leið til landsins tilbúinn 'áburður fyrir 528 þús. kr., en ekki 700 þús. eins og stóð hjer í blaðinu nýlegá í grein eftir Sig. Sigurðsson bún- aðarmálastjóra. Blaðið hefir enn fremur verið beðið að geta þess, að tætara þann eða „þúfnabana“, sem getið er um í sömu grein, að reyndur sje í Danmörku um þess- ar mundir, sje hægt að nota við flestar þær tegundir dráttarvjela, sem hjer hafa verið notaðar við jarðyrkjustörf. Einar Kristjánsson söngvari hefir nú lokið söngprófi í Dresden og var það í því fólgið að syngja opinberlega óperuna Troubadour. Tókst það ágætlega. Eftir að hann hafði sungið aðal-aríuna var svo mikið lófaklapp og læti, að hann varð að endurtaka hana og er það afar fátítt að slíkt komi fyrir í óperum. Úrklippu úr blaði höfum vjer sjeð, og segir þar að það hafi verið hreinasta nautn að hlusta á Einar. Honum sje að fara stórkostlega fram og undra- vert hvað rödd hans sje þjál og hve auðvelt honum veitist að ná háum og hreinum tónum. Einar syngur öðru hvoru opinberlega og hefir fengið ágætar viðtökur og blaðadóma, og er það í rauninni furða, þar sem \ hatur er lagt á flesta útlendinga, sem koma fram opinberlega. 26. nóvember söng hann í operettu Offenbachs og svo fekk hann einSöngshlutverk í Sehauspielhaus. Nú er hann að læra óperuhlutverk, svo sem Don Juan eftir Mozart, Alfred í Tra- viata eftir Verdi, Don José í Carmen, hertogann í Rigoletto og Rudolf í Bohéme. Þótt Einar hafi lokið þessu prófi heldur hann enn áfram að Iæra hjá dr. Staege- mann í Dresden. Landsmálafjelagið „Vörður" hjelt fnnd í fyrrakvöld í Varðar- húsinu. Þrátt fyrir slæmt veður var fundurinn vel sóttur. Magnús Jónsson alþm. flutti ýtarlegt og fróðlegt erindi um kreppu og at- vinnuleysi. Erindið kemur út í ,Stefni‘ innan skams og er mönn- um ráðlegt að Iesa það þar. — Nokkrar umræður urðu að er- inu loknu. Að blaka fisk. Dr. Bjarni Sæ- mundsson hefir bent blaðinu á, að til er gamalt íslenskt orð yfir það, sem á Norðurlandamálum er nefnt að „filetera" fisk, þ. e. að fletta vöiðvunum frtá hryggnum beggja megin. Er það kallað að blaka fis'kinn. Hingað til hefir þetta orð aðeins verið haft um meðferð á lúðu, en síðan hjer kom til sög- unnar hraðfrysting á þorski og fleiri fisktegundum, er alveg eins hægt að nota þetta gamla orð, þó fisktegundir sjeu aðrar, því með- ferðin er svipuð og á lúðunni. Trúlofun. Á nýársdag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Kristín Jóhannesdóttir útgerðarmanns frá Gaukstöðum í Garði og Atli Þor- bergsson frá Jaðri í Garði. Trjesmíðavinnustofa þeirra Ól. Guðmundssonar og Halldórs Run- ólfssonar á Óðinsgötu 13 hefir nýlega verið stækkuð, og ætla þeir fjelagar framvegis að leggja stund á líkkistugerð, auk annar- ar trjesmíðavinnu. Bruni í sambandi við bruggun. Orsökin til eldsins á Barónsstíg 61 var sú, að þar var verið „að sjóða“. Uppi á lofti, um miðbik hússins, var afþiljað herbergi, er Guðmundur Sigurðsson bakari hafði. 1 þessu herbergi stundaði hann bruggun í hjáverkum sínum og fundust þar þrjár tunnur full- ar af legi, sem var að jastrast. Þar voru og fullkomin bruggun- aráhöld. f fyrra morgun, áður en Guðmundur fór til vinnu sinnar, setti hann upp suðuketil og kveikti undir honum og fór svo og ætlaðist til að þetta mallaði svona fram á kvöldið. En rjett áður en hann kom heim, varð fólk í hús- inu vart við að eldur var í her- berginu. Helgi, bróðir Guðmund- ar, sem á húsið ásamt föður þeirra, rauk þá upp á loft, en herbergið var læst. Braut hann upp hurð- ína, en þá var herbergið alelda, svo að kalla varð slökkviliðið til hjálpar. Guðmundur var settur í gæsluvarðhald og meðgekk hann þegar alt, éins og hjer er frá skýrt og var honum að því loknu slept úr gæsluvarðhaldinu aftur. Mjólkurþjófnaður. Snemma á hverjum morgni sendir Mjólkur- fjelag Reykjavíkur mjólk út um bæinn til fastra kaupenda. Eru þá hús enn víða lokuð, og hafa mjólk urílátin verið skilin eftir við dyr. En að undahförnu hefir kveðið mikið að því, að þessum mjólkur- ílátum hefir' verið stolið. Lög- reglan hefir mi komist á snoðir nm það hverjir valdir muni að þjófnaði þesfiúm. Innbrotið í Sápuhúsið. Sá, sem braust ínn í Sápuhúsið á dögunum og stal þar, heitir Yernharður Eggertsson, en sá, sem var í vit- orði með Honum heitir Óskar Sigurmundssdn. Þeir eru báðir enn í gæsluvarðhaldi. Hefir Óskar ver- io tregur að meðganga, en nú hefir hann þó játað það, að hann hafi fengið helminginn af hinum stolnu peningum. Inflúensan ■ mun hafa borist til Englands frá Ameríku, en þar hefir hún gejsað að undanförnu og verið mannskæð. Fyrir jólin Ijetust 4 nokkrum dögum 870 menn úr henui í Bandaríkjunum. Hermir fregn þaðan að vestan, að inflúensa þessi líkist mest „spönsku veikinni“ hjerna um ár- ið. Það er því fullkomin ástæða til þess fyrir oss að reyna með öllu móti að sporna við því, að hún berist hingað til lands. Skipafrjettir. Gullfoss er í Höfn — Goðafoss er væntanlegur um helgina. — Brúarfoss fer frá Rvík í kvöld kl. 10 vestur til fsafjarð- ar. — Dettifoss er í Hamborg. — Lagarfoss er á leið frá Leith. — Selfoss fór frá Hull í gærmorgun, áleiðis til Antwerpen. Ofviðrið. Ekki hefir frjest að veðrin að undanförnu hafi valdið inanntjóni, en ýmsar skemdir hafa orðið á skipUm. Hingað komu í gær 9 eða 10 vjelbátar frá Akra- nesi, meira og minna brotnir. Enn fremur komu tveir togarar, enskur og belgískur/ báðir bilaðir, eftir ofviðrið. Sá belgíski hafði fengið brotsjó á sig. Frá höfninni. Á veiðar fóru í gær Júpíteir og Ármann. Tog- arinn Vinur kom hingað frá Kefla vík og liggur í sóttkví á ytri höfn vegna þess að inflúensa er um borð. Tveir þýskir togarar fóru lijeðan, hafði annar leitað hafnar til viðgerðar, hinn til að fá kol og matvæli. Heimilisiðnaðarfjelagið efnir til saumanámskeiðs fyrir stúlkur og hefst það 24. þ. m. Það stendur í tvo mánuði, og fer kensla fram daglega kl, 2—7. Vesturbæjarklúbburinn heldur dansleik í K. R. húsinu í kvöld, sjá augl. Margir vermenn hafa síðustu dagana komið hingað austan úr Skaftafellssýslu; þeir eru flestir á leið til Vestmannaeyja. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Barna- tími. (Steingrímur Arason kenn- ari). 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Skugga-Sveinn. Danslög til kl. 24. Farsóttir í desembermánuði ’32. Kverkabólga: Reykjavík 195. — Suðurland 60. Vesturland 16. Norð urland 40. Austurland 22. Alls 333. Kvefsótt: Rvk 350. Sl. 293. VI. 71. Nl. 77. Al. 23. Alls 814. Barnaveiki: Rvk. 1. Alls 1. Blóð- sótt: Nl. 26, þar af Siglufirði 2, Akureyri 24, Alls 26. Gigtsótt: Rvk. 2. Sl. 4. VI. 1. Nl. 2. Alls 9. Iðrakvef: Rvk 61. Sl. 73. VI. 38, Nl. 9, Al. 43. Alls 224. Inflúensa: Rvk 6, Sl. 5? Nl. 21, Al. 7. Alls 39. Kveflungnabólga: Rvk 15, Sl. 14, VI. 2, Nl. 5, Al. 2. Alls 38. Taksótt: Rvk 7, Sl. 4, VI. 5, Nl. 11. AIls 27. TJmferðargula: Suð- url. 1, Vesturl. 5 Norðurl. 9, Al. 5. Alls 20. Heimakoma: Rvk. 3, Sl. 1, Nl. 1. Alls 5. Stingsótt: Rvk. 2. Alls 2. Svefnsýki: Sl. 1 (Mýrdalshjeraði). AUs 1. Kossa- geit: Rvk. 3, AI. 1. Alls 4. Hlaupa- bóla: Rvk 15, Nl. 6. Alls 21. Munn angur: Rvk 11, Sl. 4, VI. 1, Nl. 2. Alls 18. Þrimlasótt: VI. 1. Alls 1. Farsóttartilfelli í Reykjavík, alls 671,, Suðurlandi 464, Vestur- landi 140, Norðurlandi 240. Aust- urlandi 120, samtals á öllu land- inu 1635. — Landlæknisskrifstof- an. (FB). Dánarfregn. Þann 17. des. sl. andaðist að heilsuhælinu á Vífils- stöðum, eftir Ianga legu, Krist- mundur S. Guðmundsson frá Bíldudal 51 árs að aldri. Þektur sómamaður. Hann var jarðsung- inn að Görðum á Álftanesi, 23. desember sl. Deilumál íra og Breta. Keldare 13. jan. United Press. FB. í ræðu sem Cosgraves hjelt í gær, 1 jet hann svo um mælt, að ef hann yrði aftur stjórnarforseti, mundi hann þegar taka upp samn inga við Bretlandsstjórn á þeim grundvelli, að öllum greiðslum yrði frestað, og yrði miðað við greiðslugetu fríríkismanna, þegar greiðslurnar yrði hafnar á ný. — „Það ætti 'að vera auðið að semja um þetta mál við Breta á þremur dögum“. Og bætti Cosgrave því við, að menn yrði að gera sjer vonir um, að bresku ráðherrarnir myndi standast áreynsluna. ,, Mjólkurbrúsar, liakkavjelar o. fl., sem farið er að rvðga, fæst tinliúðað (fortinað) hjá Guðm. J. Breiðfjörð, blikk- smiðja og tinhúðun, Laufásveg 4. Sími 3492. Barnn- rúmstæðí hvítlakkeruð, 4 tevundir. Besta þorskaRsiö f bænnra íiið þiC í nndirritaCri verslnn. Sl- vazandi sala sannar gæðin. B|0rninn, Bergstaðastræti 35. Sími 4091. SaltklUt Hangið kjöt Krydd- salt- marineruð-síld. - í ' L|ósvnlIasO>a 10. Sími 4879. FrOnsk OagstofnhúsgOgn og amerískt eikar skrifborð (Roltop) til sölu og sýnis í Vonarstræti 4, neðstu hæð. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. — Ungfrú Sirrí segir að RÓSÓL> tannkrem sje það besta sem hún hafi reynt, enda beri tennur sínar þess ljósasta vottinn. Þeir sem einu sinni hafa reynt Rósól tannkrem, nota aldrei annað. H.f. Efnagerð Reykiavfkur kemisk teknisk verksmiðja. *fi kllt meO islenskin kklpum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.