Morgunblaðið - 18.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útuarpið. Útvarpsstjórnin var 20. þ. m. að ávarpa útvarpsnotendur, þar „söng hver með sínu nefi‘ ‘, eins og vænta mátti. Ræða Jóns Ey- þórssonar var allgóð að undan- teknu því, sem hann sagði um fjármál útvarpsins í sambandi við útvarpsstjóra, það var ekki nema hájfsögð saga og því betur ósögð látin, en jeg ætla ekki að fara frekar út í það, en aðeins að beina þeirri spurningu til útvarpsstjóra: Hvers vegna þurfti að sækja starfsstúlku við útvarpið í aðra heimsálfu og baka þar með út- varpinu, eða notendum þess, kostnað? Var engan hæfan, karl eða konu, hægt að fá til starfans hjer, eða var það gert fyrir vin- fengi eða af einhverju öðru? ■ Útvarpsstjóri gat þess, að not- endur væru full 5000 og árstillag þeirra því 150 þús. kr. Jeg fæ á engan hátt skilið að þessar tekjur megi ekki nægja fullkomlega fyrir ársútgjöldum ef launum, starfs- mannafjölda og öðrum litgjöldum er í hóf stilt. Útvarpsnotendur, og jafnvel öll þjóðin á heimting á að fá að sjá nákvæmlega sundurliðaðan árs- reikning útvarpsins, tekjur og gjöld. Það er oft svo, að þeir sem hátt gala um að bæta eigi lífskjör hinna fátæku, hæði andlega og líkamlega, gera lítið i því efni, minsta kosti vilja ógjarna láta það kom við sína pyngju. Það mun á, rökum bygður sá sterki grunur, að lítt sje gætt hófs við rekstur útvarpsins, bæði með starfsmannafjölda og launaupp- hæð, og kemur það vitanlega hart niður á útvarpsnotendum, sem margir eru fátækir, einkum til sveita, af því leiðir hin óliæfilega háu árgjöld, sem menn eru krafð- ír um að viðlögðu lögtaki. Líka eru viðtækin sjálf mjög dýr. — Menn fögnuðu því mjög, er frjett- in barst um það, að fundið væri upp áhald er flutt gæti nýjustu viðburði úr fjarlægð, jafnskjótt og þeir gerðust, inn í hvert af- dalakot, og jafnframt gefin von um, að þetta yrði svo ódýrt, að fáum myndi um megn að veita sjer það. En hjer hafa orðið mikil vonbrigði. Stofnkostnaður og ár- legur kostnaður er svo mikill, að ]iað er með öllu útilokað, að fá- tækir menn geti veitt sjer út- varpstæki, og alt útlit fyrir, að margir þeirra, er hafa ráðist í að kaupa þau, verði að sleppa þeim vegna fjeleysis, einkum bændur, sem einmitt hafa þeirra meiri þörf heldur en þeir, sem búa í þorpnm bæði vegna veðurfrjetta og til uppörfunar og fróðleiks 1 tilbreytingarleysinu, einkum á veturna. Útvarpið getur verið hið allra áhrifamesta tæki nútímans, til góðs eða ills, alt eftir því, hvernig því er stjórnað. Að því marki verður að stefna, að útvarpið komist inn á hvert heim- ili, einkum til sveita, og að frá því berist yfir þjóðina menningar- og framfarastraumar. Dagskrá út- varpsins er að mjög miklu leyti leiðinlega ómerkileg. Útvarpið get- ur verið og á að vera áhrifamikil Ivftistöng tii fjelagsskapar, at- orku og sannrar menningar, and- lega og líkamlega. En til þess að svo megi verða, verður stjórn þess að vera í höndum manna, sem hafa bæði vit og vilja þar til. Til þess að vinna að því að út- varpið nái sem mestri útbreiðslu, verður að lækka kostnaðinn. Þegar ekki er fært að auka tekj- urnar við eitthvert fyrirtæki til þess að það beri sig, er eina leiðin að draga úr útgjöldunum. Jeg ætla hjer að gera nokkrar tillögur í þessu efni. Til þess að fá útbreiðslu útvarpstækja veru- iega aukna, verða þau að stór- lækka í verði, og árgjaldið eklti að vera yfir 15 krónur. Vjðtækin ætti alls ekki að selja yfir kostn- aðarverði, en vera greidd við mót- töku. Strandferðaskipin ætti að vera skyld til að flytja tækin end- urgjaldslaust á viðkomustaði sína og símstjórar að hafa söluna á hendi á ákveðnu svæði án launa, en innheimtu árgjaldsins hefðu sýslumenn á hendi, líka án end- urgjalds. Útvarpsstjórnin skyldi skipuð 3 mönnum, biisettum í Reykjavík, og skyldi einn kosinn af öllum útvarpsnotendum, einn af öllum þjónandi prestum í landinu, og einn af atvinnumálaráðlierra. — Útvarpsstjórnin veldi sjer for- mann úr sínum flokki. Kjörtíma- bil stjórnarinnar væri þrjú ár, og færi einn frá á þverju ári (í fyrsta og öðru sinni), eftir hlutkesti. Útvarpsstjóri er með öllu óþarfur, og auk þess er sjálf- sagt að fækka öðrum starfsmönn- um að miklum mun. Útvarpsstjórn in annist allan frjettaflutning dag- lega. Öll laun verða að vera við hóf. — Með þeim breytingum, er jeg hefi vikið að hjer, spai-ast mikið fje, en við því vrði ekki gert, þótt nokkrir menn mistu við þetta spón úr aski sínum, en svo verður að vera, ef liagsmunir einstak- linga eiga ekki að standa ofar hagsmunum fjöldans. Mjer þykir líklegt að við þær breytingar, að færa niður allan rekstrarkostnað og árgjald um helming, innist, að fljótlega myndi árgjaldið verða jafnmikið, ef ekki meira í heild en það er mi, með auknum notendáfjölda. Árlegúr rekstrarreikningur út- varpsins, og reikningur yfir við- tækjaverslun ríkisins ef hún er ekki gefin frjáls, er jeg hygg rjettast) ætti, að sjálfsögðu, að birtast í dagblöðunum vel sundur- liðaða. auk þess, sem þeir væru endurskoðaðir. Dagskráin er oftast að mjög miklu leyti ómerkileg, að undan- tcknum upplestrum, og ræðum mætra manna, og frjettum inn- lenclum og útlendum. Þó finst mjer að útlendar frjettir utan úr heimi, er okkur skiftir litlu eða engu, mættu vera minni. Hin sí- fclda „uppfylling reyður verðleik- anna“ grammófónspilið, þykir mörgum vera næsta þreytandi, enda loka margir fyrir það. — Skoðun mín er. — og jeg veit að jeg tala þar fyrir fjölda manna — að útvarpið eigi einkum að flytja fróðlega fyrirlestra, um alt það er lítur að atvinnuvegum ijóðarinnar; upplýsingar og hvatn ingar viðkomandi nýjum atvinnu- greinum, er ætla mætt.i, að gæti | átt við hjer. Ágrip af æfistarfi j merkra manna, innlendra og út- ltndra. Vel valda kafla úr forn- sögum okkar, vel valin ættjarð- arljóð, sem við eigum mikið af eftir góðskáld okkar, sem nú eru fallin í valinn. Líka finst mjer alls ekkert á móti, að stjórnmál sjeu rædd í útvarþinu af aðal- flokkunum þreihur (líklega rjett að telja þá aðeins tvo, jafnaðar- menn Sjálfstæðismenn). Síðast en ekki síst, verður að krefjast al- gerðs hlutleysis af útvarpinu. Sje það brotið af starfsmönnum þess, varði það sektum eða fyrirvara- lausum brottrekstri ef miklar sak- ir eru, eða slíkt brot ítrekað. Líka verður að banna aðgang að út- varpinu til að trilka nokkuð það, sem líldegt er til að vinna að því ac veikja sjálfstæði þjóðarinnar, eða fer í bág við lög eða heil- brigða siðfræði. Jeg hefi nú hjer að framan, lýst skoðun minni í sem fæstum drá.ttum, og ætla að mönnum skiljist það, hvað fyrir rnjer vakir í þessu efni, það er: Að með sparsemi og hagsýni megi gera fá- tækum mönnum mögulegt að eignast þessi undratæki nútímans, og að það megi verða leiðarstjarna þjóðarinnar á framfarabraut. Jeg ætla þá að víkja örlítið að öðru efni. Við tölum oft um kreppuna eða fjárhagsörðugleik- ana, er nú þrengir alls staðar að, og þá einni£ hjá okkur, en — við höfum aðra kreppu, sem þjáir okkur mest. Það er heimagerð kreppa (mætti kannske nefna irnlendan iðnað). Hún mun verða. okkur erfiðust.' öegn henni dugir engin „brynja“ önnur en síi, sem gerð úr einingu, sparsemi og hag- sýni í sameiginlegn starfi. Það er sú „lífsvenjubreyting* ‘ er við þurfum í sameiningu að taka upp. Líka þarf að vinna með kost- gæfni að því, að auka manndóms- þroska þjóðarinnar, enda hefir næsta lítið verið gert að því að efla hann nú um skeið, heldur jafnvel hið gagnstæða. Sje að þessu Jinnið með kostgæfni af leið- andi mönnum, sje jeg enga hættu á, ef landstjórnin er vel á verði, að fámennum hóp ódrengja meðal þjóðarinnar takist að svifta hana athafnafrelsi og lýðstjórn og lmeppa hana í fjötra harðstjóniar og kúgunar eftir rússneskri fyrir- mynd. En það eru útlendir skulda- fjötrar síðustu ára, sem eru liættu- legir. Það er stórhættulegt fátækri þjóð, sem hefir aðeins tvo at- vinnuvegi, fiskveiðar og landbún- að, sem rekinn er að miklu leyti með miðalda sniði, og því ekki samkepnisfær, að hleypa sjer í útienda skuldafjötra, nema til efl- irgar arðberandi fyrirtækjum, og þá einnig með mikilli varúð. Jeg árna svo gleðilegs nýárs, öllum löndum mínum, sem styðja að því eftir megni, að þjóðinni miði áfram til sannra framfara, andlegra og líkamlegra, á grund- velli frjálsrar lýðstjórnar. Á gamlársdag 1932. ólafur Jóhannsson. frá ólafsey. Frá Spáni. f borginni Valeneia á Spáni hafa funclist birgðir af sprengjum í húsi einu og voru 5 menn teknir fastir í sambancli við það. (FÚ.). )) Hmm ^ Olseini (C Eldspýturnar „Lelftnr" ern komnar aftnr. Sími: Einn - tveir - þrlr - fjórir. Herferðin gegn heimabrugginu. Á síðasta þingi var borið upp frumvarp, um afnám bannsins, og annað um leyfi til þess að brugga nokkru sterkara öl en nú gerist. Ekki vildi þó þingið hall- ast að þessu ráði. Það þóttist víst sjá annað betra úrræði: að liefja herfer.ð gegn heimabrugginu. Að minsta kosti flutti útvarpið í haust hátíðlegan stjórnarboðskap um það, að nú skyldi vægðarlaust tekið í lurginn á bruggurunum, því ástandið væri orðið „svo ilt að slíkt. mætti ekki þola stundu lengur.“ Ekki skal jeg lá stjórninni það, þó hún reyni til þess að halda uppi lögum landsins, og nokkur alvara fylgdi þessu máli, því síð- an hafa allmargir verið dregnir fyrir lög og clóm út af heima- bruggun, líklega einir 20—30 menn, þó ekki hafi jeg halclið j tölu á þeim. Það getur verið, að stjórnin. telji þetta frægan sigur og þeim peningum vel varið, sem alt, þetta, hefir kostað. Hitt er þó öllu lík-1 legra, að þeim hafi verið kastað i sjóinn. Það er fyrst og fremst augljóst. ið það eru aðeins örfáir af brugg- irunum, sem náðst hefir til. Þeim iefir verið hegnt en hinir sleppa, ig vita nú betur eftir en áður ívað helst er að varast. Og hvaða úygging er fyrir því að þeim, icm hengt hefir verið, byrji ekki i nýjan leik aftur? Rvo hefir þetta rengið erlendis. Aalatriðið er þetta: Bannið lefir kent fólkinu að brugga á- ;tngi, og þessi þekldng verðnr íkki burtu skafin. Hún verður 'iotuð, hversu sem að er farið, neðan kaupendur eru nógir og íráðavænlegt að brþgga. Yfirleitt >ru lítil líkindi til þess. að heima- irugginu verði útrýmt nokkru sinni. Ekki einu sinni afnám lannsins er einhlýtt til þess. Sje þessi skoðun rjett. er her- Perð stjórnarinna.r gagnslaust :álm pg annað ekki. Það þarf ekki annað en að líta i útlensku reynsluna, til þess að sjá hversu þetta mál horfir. — Noregi þaut upp heimabruggun neðan bannið stóð, og hún hefir jaldist, þó bannið liafi verið af- mmið. Er sagt að mest kveði að lenni þegar illa árar, og fje ikortir til ]iess, að kaupa löglegt ifengi. Sama saga gerist í Finn- andi og við afnám hannsins gerðu j nenn sjer Ijóst, að fyrst um sinn | crði ekki lengra komist en að, Iraga úr brugguninni, og þó því iðeins að áfengi v*ri selt með lóflegu verði. — f Bandaríkj- inum var þó erfiðast, að eiga nð þetta. — Þar kunni fjöldi manna að brugga og höfðu alt heimafengið er til þurfti. Heima- bruggun þaut og óðara upp. — Byrjað var á húsrannsóknum á grunuðum stöðum, en þeim var svo illa tekið af almenningi, að stjórnin sá þann kost vænstan að hætta við þær. Má þar nú hver brugga sem vill til heimilisþarfa. Hvort heimabruggun heldur á- fram er bannið verður afnumið fer auðvitað eftir því, hve gróða- vænleg hún verður þá. Þeir sem þekkja gang þessa ináls erlendis, þurfa ekki að vera miklir spámenn, til þess að segja fyrir hversu það gangi hjer. — Meðan bannið stendur, blómgast. heimabruggun. Sje það afnumið minkar hún, og þó því aðeins, að áfengi verði selt með hóflegu verði. En útrýmt verður henni ekki til fulls, því það eru forlög heimabruggsins. að stancla sem óbrotgjarn minnisvarði á leiði bannsins. G. H. Rússar og Japanar. Rússneska stjórnin hefir nú af- ráðið að láta birta öll þau skrif og skeyti, sem farið hafa milli hennar og japönsku stjórnarinn- ar út af tilboði Rússa til Japana um að þeir kæmu á með sjer samningi um að hvorugt ríkið skyldi á annað ráðast, en því til- boði hafa Japanar hafnað. í síð- asta skeyti sínu stungu Japanar upp á því að í stað þess, að slíkur samningur væri gerður skyldi skipa rússnesk-japanska nefnd, sem skæri úr landamæradeilum, er kynnu að verða þeirra á milli í Asíu. Svar Rússa við þessu var það, að þeir kvörtuðu undan þess- um undirtektum Japana, og lýstu yfir því, um leið, að þeir gætu ekki hugsað sjer að neinn sá landa, mærakritur yrði með ríkjunum. sem ekki væri hægt að jafna nefndarlaust, s.jerstaklega ef Jap- anar hættu að hafa jafnmikið lier- lið á landamærunum eins og nú væri. (FÚ.). Aukakosning: í Þýskalandi. Landþingskosningar fóru fram í gær í Detmold-Lippe. — Úrslitin sýna það, að Nazistar og jafnað- armenn hafa unnið allmikið á síð- an um síðustu ríkisþingskosningar í nóvember, en kommúnistar hafa lapað allmiklu og þjóðernissinnar tapað alt að helmingi atkvæða. (FÚ.). „Styðjið innlendan iðnað“. Neðri málstofa Bandaríkjaþings ins hefir samþykt lög um það, að allar ámerískaf embættisskrifstof- ur og ríkisstofnanir skyldu fram- vegis aðeins mega kaupa, og nota amerískar vörur í þarfir síiiar (FÚ.). r\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.