Morgunblaðið - 18.01.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1933, Blaðsíða 4
± MOKG U NBLA ’>IÐ MATUR OG DRYKKUR. Fast fæöi, einstakar móítíöir, kaffi, öl, gosdrykkir með lægsta verði í Café Svanurinn. (Homið við Barónsstíg og Grettisgötu. Glænýtt fiskfars hvergi eins gptt. Verslunin Kjöt & Grænmeti, Bjargarstíg 16. Sími 34K4.___ Úrval af túlipönum og krönsum Flóra, Vesturgötu 17, sími 2039. Reykelsi komið aftur í Verslun Katrínar Viðar og Versl. Augustu Sy$nedsen. Vill ekki einhver, sem á gram- mpfónplötur, en hefir ekki brúk fj?Hr þær sjálfur, selja mjer með vágu verði nokkrar með sálma- lögum, til þess að stytta mjer stundir. Guðrún Finnsdóttir, — Túngötu 42. Lítil búð, með góðu bakher- bergi óskast bráðlega. Tilboð með tilteknu verði og stað óskast sent A. S. í. fyrir 21. þ. m. Merkt: „1933“. Frá kauphöllinní í London. London, 17. janúar. Talsverðar verðsveiflur urðu á mörkuðum í London í dag, en þó mátti segja að viðskifti væru frem- ur treg. Þýsk skuldabrjef fjellu í verði, vegna pólitískrar óvissu sem í landinu ríkir. Hlutabrjef járn- brautafjelaganna x Englandi voru vitund hærri í verði en í gær, og sömuleiðis gullnámuhlutabrjef í Afríku. (FÚ.). Esperanto og Skðtar. Deutscher junger Mádchen ge- supkt fúr kleineren Haushalt. Vor- stellung Sonnabend den 21. 10%— 121 Laugaveg 44, Álafoss. Bartram. Afar ódýr Ostur JAMBOREO ■^4-16.AUG.1933 •. • • »\\ GODOLLON\ HUNGARUJO \ tESPERANTO KUNVENO SKQLT kg. 1.00. Kolasalan s.f. Sfml 4514. Alheimsmálimx Esperanto vex stöðugt fylgi meðal skáta um all- an heim. T. d. má geta þess, að í Ungverjalandi — þar, sem næsta alheimsmót skáta (Jamboree) á að fara fram á komandi sumri — er fjöldi skátafjelaga, sem stofnað hafa til námskeiða í Esperanto fyrir meðlimi sína. Myndin, sem hjer birtist, er af Jamboree-merki Esperanto-skáta um allan heim. Fjöldamörg skátablöð eru nú gef- in út í ýmsum löndum á Esper- anto. Hjer í Reykjavík er nýlega stofnað Esperantofjelag skáta. — Stjórn þess skipa: Helgi Sigurðs son verkfræðingur, formaður, Leif ur Guðmundsson verslm., ritari, Bendt D. Bendtsen verslm.. fje- hirðir, en útbreiðslustarfsemi ann- ast Jón Oddgeir Jónsson. Allir þessir skátar og flestir þeir, sem í fjelaginu eru, hafa lært Esper- anto hjá hr. Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi, sem eins og kunnugt er, hefir haldið Esperantonáms- skeið í Reykjavík að undanförnu- Dagbóh. Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): Vindur er nú S um alt land með 2—4 st. hita. — Regn er á S- og V-landi, en þurt norðaustan lands. Skamt vestur af Reykjanesi er lægðarmiðja er virðist vera á lireyfingu austur eftir. Fylgir henni kaldur vestrænn loftstraum- ur er mun ná hingað til lands innan skamms og gera endir á þíð- viðrinu. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- og V-átt, stundum allhvasst og snjó- jel. — Skipið komið fram. Þess var getið í blaðinu í gær, að menn óttuðust að norska kolaskipinu „Dusken“ kynni að hafa hlekst á í hafi, en það fór 4. þ. m. frá Englandi, áleiðis til Vestmanna- ejrja. í gær barst hingað sú fregn, að skipið væri komið til Vest- mannaeyja. Höfnin. Kolaskip kom hingað í gær til Kol & Salt. Tveir belgiskir togarar, sem hjer hafa verið. fóru á veiðar. Þýskur togari kom hing að í gær með veika menn, en ekki er það inflúensa. Eldingu laust í gær niður í loft- netshúsið við útvarpsstöðina á Vatnsendahæð. Skemdist straum- mælir og nokkur áhöld og tæki, sem voru í sambandi við hann; aðrar skemdir urðu ekki. Vegna þessara bilana varð ekkert hádeg- isútvarp í gær, en alt var komið í samt lag fyrir kl. 4 og þá var útvarpað frá stöðinni. Too’ararnir. Ver, sem legið hefir hjer á. ytri hofninni í sót.tkví síðan á Iaugardag, fór aftur á veiðar í fyrrakvöld. Voru þá allir orðnir frískir um borð, nema einn há- setinn; var hann fluttur í land og er í sóttkví. Skúli fógeti kom af veiðum í gær; hann tekur fiskinn úr Ólafi og flytur til Englands. Næsti háskólafyrirlestur próf. Árna Pálssonar, um kirkju íslands á þjóðveldistímanum, er í kvöld kl. 8.30 stundvíslega. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- vStíg 3. Vakningarsamkomur þessa viku hvert kVöld kl. 8. Allir vel- komnir. Aflasölur. Á mánudag seldu afla sinn í Englándi: Haukanes 2000 körfur fvrir 1259 stpd., Sviði 2400 körfur fju-ir 1711 stpd., Geysir 1500 körfur fyrir 1047 stpd., Max Pemberton 2100 körfur fyrir 1483 st.pd. og Arinbjörn hei-sir 1300 körfur fyrir 980 stpd. í gær seldi Tryggvi gamli afla sinn í Grimsby 1900 körfur fyrir 1438 stpd. Afmælishátíð þýska ríkisins er í dag (ekki þýska lýðveldisins, eins og misprentaðist í Morgunblaðinu í gær). Þýska ríkið var stofnað 18. janúar 1871 og er nú 62 ára. K. F. U. M. og K. F. U. K. í Hafnarfirði efna til skemtunar í kvöld kl. 8% í húsi fjelagsins- Meðal skemtiatriða verður t. d.: Síra Bjarni Jónsson, Upplestur. Síra Garðar Þorsteinsson, einsöng- ur. Ungfrú Þuríður Sigurðardótt- ir, gamanvísur. Vjelbáturinn Faxi. Tvo vjelbáta rak upp af höfninni í Vestmanna- eyjum í ofviðrinu fyrir helgina, sem áður er sagt. Hefir tekist að ná öðrum þeirra út, þeim minni. En stærri bátnum, Faxa, eign Gísla Magnússonar, hefir ekki tekist að ná út. Bátur þessi var festur utan á skipið Örn, er lá við bryggju, En er Örn losnaði og rak í bátaþvöguna á höfninni, losnaði Faxi frá Erni, og rak síðan upp í liafnargarðinn. Um stórstraums- flóð var reynt að ná Faxa út. Var enskur togari fenginn til þess að reyna að draga hann á flot. En það mistókst. Báturinn er talsvert brotinn. Talið er tilgangslaust að reyna að ná honum út, úr því ekki tókst í síðasta stórstreymi, fyrri en þá um næsta stórstraum, ef báturinn verður þá ekki laskað- ur, meira en hann er nú, en hætt er við að svo verði ef óveður halda áfram. Bílaumferð um Kirkjugarðsstíg frá Garðastræti og niður á Suð- urgötu hefir verið bönnuð. Símabilanir. Sambandslaúst var við Stykkishólm í gær og einni við Austfirði. Voru báðar línur þangað slitnar, sú nyrðri einhvers staðar fyrir austan Akureyri og sú syðri einhvei’s staðar fjuir austan Kirkjubæjarklaustur. Aðr- ar símabilanir, sem urðu j rokinu mikla á dögunum, hefir nú verið .gert við. Innheimta bæjargjalda. í bæjar- ráði liefir verið samþykt, eftir’til- lögu borgarstjóra, að heimila hon- um að ráða Garðar Þorsteinsson hrm. til þess að stjórna innheimtu bæjargjalda, gegn mánaðarlegri þóknun, fyrst um sinn til loka. j'firstandandi. árs. Olíugeymir á hafnarbakkanum. Sigurður Jónasson bæjarfulltrúi hefir fengið vilyrði fyrir því að mega setja niður 500 gallona olíu- geymi, annað hvort á lóð Eim- skipaf jelagsins við Tryggvagötit eða í gangstjettina fjrrir framan hiis sitt, nr. 38 við Tryggvagötu. i Skilyrði er það, að geymirinn. (verði settur niður undir eftirliti t slökkviliðsstjóra. Nefnd sú, sem kosin var á sam- * eiginlegum fundi líknarfjelaga í bænum fyrir skömmu, liefir farið fram á það að bæjarsjóður veiti 2000 króna styrk til skrifstofu- halds fyrir lílmarfjelögin. Bæjar- ráð hefir ákveðið að leita upplýs- inga um fyrirhugaða starfsemi áð- ur en það tekur afstöðu til máls- ins. — Hvítabandið hefir óskað meðmæla bæjarstjórnar með því að fjelag- inu verði lej'ft að starfrækja sjúkrahús á Skólavörðustíg 37. — Bæjarráð hefir lagt til að bæjar- stjórn gefi meðmæli með þessu fyrir sitt leyti. Dánarfregn. Látin er liúsfrú Guðný Jónsdóttir, kona Páls bónda Stefánssonar á Ásólfsstöð- um. Lá hún lengi þungt haldin í Landakotsspítala í sumar, en var~ komin heim fyrir nokkru. Skákþing Reykjavíkur liefst lijer í bænum á sunnudaginn kem- ur. Verður teflt í tveimur flokk- um. Keppendur eiga að gefa sig- fram fyrir laugardag. Rangt er það hjá Alþýðublaðinu eins og alt annað, að Kárafjelagið í \riðey lxafi borgað starfsfólkf síim lægra kaup heldur en önnur útgerðarfjelög. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Grammófón- tónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. — Frjettir. 20.30 Háskólafyi’irlestur. (Árni Pálsson, prófessor). 21.15 Útdrátt- ur úr óperunni ,,Ragnarök“, eftir Wagner. Ármenningar hafa glímuæfingu í kvöld kl. 8. Knattspyrnufjelagið Fram byrj- ar innanhriss knattspyrnuæfingar sínar í kvöld kl. 9—10 fyrir 1. flokk í í. R.-húsinu. LINGUAPH0NE Bækur og plötur á 8 tungumálum. Hjéðfærahnsið, Stilka, vel vön matreiðsln getnr fengið atvinnu. Dmsóknir merktar „nat- reiðsla", sendist A. S. í. Fangl ð Djöflaey. — 34 grjóthrúgu og skalf af hræðslu. Monton tók hann fastan. Hendur hans ljet hann binda á bak aftur. Síðan var fjötur settur á fætur hans, öðrum endanum vafið um hálsinn og síðan knýtt í hand- fjöturinn. Og þegar Svertinginn svo reyndi að standa á fætur, lá við að hann hengdi sjálfan sig. Mouton rak hann á undan sjer og hoppaði eins og hrafn niður í fjöru. Þar var hann settur í bát og róið með hann yfir til Royal. Mouton stóð í fjörunni og sendi fanganum bölbænir meðan hann helt að hann heyrði til sín. Svo sreri hann sjer við og virti oss alla fyrir sjer, hvern á eftir öðr- nm, snerist svo aftur á hæli og gekk hratt á braut. Hann hraðaði freðum til myrkvastofunnar í Dreyfus-húsinu þar sem Sverting- inn Savoiri var. Mouton greip í handlegginn á honum, reisti hann á fætur og hrópaði: „Sjerðu ekki taugarendann þama úti á skerinu ? Þú sjerð taugarendann! Þú ert .góður sund- maður og nú áttu að synda eftir tauginni og draga hana í land. Skilurðu mig? Ef þjer tekst það, þá ertu Iaus úr svartholinu". Þannan sama morgun hafði ver- ið slátrað á Royal. Innvolsi og blóði, hafði verið fleygt í sjóinn og hákarlar höfðu runnið á blóð- lyktina hópum saman, og voru nú á sveimi milli eyjanna. Þetta sjer Savoiri. Hann hljóðar og fellur á knje fyrir Mouton. „Ætlarðu ekki að kasta þjer í s.jóinn ?“ grenjar Mouton. Svertinginn lítur bænaraugum á oss, eins og hann vænti einhverrar hjálpar. En vjer stöndum þarna ráðþrota. og titrandi af bræði út af mannvonsku Moutons. Svert- inginn hljóðar aftur. Svo signir hann sig og tautar bæn fyrir munni sjer. Síðan fleygír hann sjer í sjóinn. Honum gengur vel fjrst. Hann nær í taugarendann, heldur henni með annari henái, snýr sjer við á sundinu og brosir út undir eyru eins og bam. En þetta bros storknar alt í einu og hvínandi neyðaróp kveður við, uístandi neyðaróp, sem kafnaði í sjónum. Aftur skýtur Svetringjan- um upp og hann fórnar höndum í þögxxlli bæn. Þá sjáum vjer að sjórinn verður allur blóðugur um- hverfis hann og bakuggí á stórum hákarli sjest hvað eftir annað upp úr blóðblettínum. Mouton, yfirumsjónarmaðurinn,' hleypur heim sem fætur toga og skrifar eftirfarandi skýrslu: 30. apríl 1927. Tíl nýlendustjórnarinnar. Fanginn Savoiri hefir í dag, þrátt fyrir að jeg bannaði það, reynt að sjmda eftir taugarendan- um milli eyjanna. Á sundinu rjeð- ist hákarl á hann og hann er horf- irm. Mouton, yfirumsjónannaður á Djöflaey. Árið 1928 fór að fækka á Djöfla- ey. Tveir fangar voru dánir, tveir voru fluttir til meginlandsins og engir nýir komu í staðinn, því að nú er lokið njósnaraöldinni í Frakklandi. Og enn er jeg að hugsa um það að flýja. Svo leið franx í ágúst 1928. Þá hófst uppreisn í Cayenne. Þing- mannsefnið í Guayana, Monsieur Galmot, var drepinn á eitri með- an á kosningum stóð. Svertingjar söfnuðust þá sarnan xir skógum og; þorpum, rjeðust á skrifstofur nýlendustjórn arinn ar, náðu þar í fímm embættismenn, sem þeim var sjerstaklegá illa við, og drápu þá á hryllilegan hátt í hefndarskjmi. Síðán fór öll hersingin til bústaðar landstjórans. Hann hjet Monsiéur Bouhau Launay. Hann komst und- an á seiriustu stundu ásamt, þrem- ur þjónum sínxxm. Tókst það á þann hátt að þeir fóru í fangaföt. Og á. meðan liraðskreiður tundur- spillir brunaði í áttina til Oayenne frá La Martinique, æddxx Svert- ingjar með ópum og gauragangi fram og aftur um Cayenne og leit- uðxx að landstjóranum. Ætluðu þeir annað hvort að hengja hann eða brenna lifandi. Og það var mjög líklegt að þeim mundi takast að hafa upp á honxxm. Það voru að minsta kosti engar lílcur til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.