Morgunblaðið - 19.01.1933, Qupperneq 3
M O H (>
JflorgttttMaKft
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar: Jón Kjartanason.
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiCsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
▲ufflýaingastjórl: g. Hafber*.
AUKlýaingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 3700
Heixnaslmar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuöi.
Utanlands kr. 2.50 á mánubl.
X lausasölu 10 aura eintaklO.
20 aura meö Lesbók.
Framfarir og eyðsla
„Og þá tókst okkur með til-
styrk þessara og þessara manna
að fá það sampykf á Alþingi að
f je yrði veitt til...‘‘
Eitthvað þessu líkt hefir hvað
eftir annað sta.ðið í Tímanum
undanfarin ár, og- í oðrum blöð-
um, sem aðhyllast f jármálastefnu i
sósíalista. |
Tilefnin hafa yerið æðimörg til
þessa. „Framfaramennirnir11 sem
álíta að svo að segja. hvers konar
fjáreyðsla sjeu framfarir, liafa
æði oft getað stært. sig af þess
konar Alþingissamþyktum.
Auga hafa þessir meun haft
fyrir þvt. að auka þarfií og eyðslu
ríkíssjóðs. En hitt hefir verið
þeim alveg' lokuð hók, hvort ríkið
eða almenningjir í landinu fengi
nokkuð fvrir eyðsiuna, hið útlagða
fje, skatt.ana og tolláná, sem gæti
nátgast það beinlínis eða óbein-
Jínis að þjóðin fengi arð af því
fje sínu.
í ríkissjóðinn hafa þessir menn
gengið eins og haiin væri otæm-
andi auðsuppspretta og peninga-
lind, er aldrei þryti. Og meðan
fleiri menn eru hjer, en telja má
á fingrum sjer, sem eiga meiro
en til hnífs og skeiðar, álíta nið-
urrifsmennirnir að öllu sje borgið,
þvi enn sje eftir að rýja nokkra
menn inn að slryrtu-
En þegar útgjöld ríkissjóðs eru
orðin þriðjungur af verðmæti
allrar útflutningsvöru, og bændur
t. d. eru orðnir svo aðþrengdir
af sköttum á skatta ofan að þeir
verða að lóga á annað hundrað
fjár á ári handa ríki og sveit,
en megin atvinnurekstur lands-
manna er rekinn með tapi vegna
bess, hve miklar kröfur eru til
hans gerðar. þá er ákaflega hætt
við. að það verði ekki lengur
þeir menn, sem uppáfindingasam-
astir eru í eyðslunni, er hljóta
eiga lárviðarsveigana sem fram-
faramenn þjóðarinnar. Tímarnir
sjeu það breyttir, að nú sje það
talið vandasamast, þarflegast og
nauðsynlegasf að géta fært út-
gjöld ríkisins til samræmis við
gj al d getu þj óð f jelagsþegn a.nn a..
Laiinalækkiin.
Stjórnin í Rúmeníu hefir 1
sparnaðarskyni í hyggju að lækka
’laun opinbeira starfsmanna, og
er svo til ætlast, að lækkunin
nemi 10—12%, en að hún gildi
fyrst nm sinn ekki nema í 3 mán-
uði, svo sem til reynslu. (FtJ.).
Benedicte flutningaskipið sem
nýkomið er til Yestmannaeyja, hef
ir nýlega verið nefnt öðru nafni
rng heitir nú „Dusken“.
Hverjir greiöa tapiö
á bæjarútgeröinni
í HafnarfirÖi?
Sósíalistar eru í meiri hluta
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og
ráða þar öllu. í febrúar 1931 rjeð-
ist bærinn i það, að kaupa tog-
arann Maí og gera hann út.
Sósíaíistar í bæjarstjórn Reykja
víkur vilja fara að ráði flokks-
bræðra sinna í Hafnarfirði og
kaupa eða leigja 5—10 togara
óg láta bæinn gera þá út. Þó
játuðu þeir á bæjarstjórnarfundi
’á dögunum, að tap mundi verða
á útgerðinni, en tapið mætti greiða
al því fje, sem ætlað væri til
atvinnubóta. Með öðrum orðum:
Tapið átti að taka með útsvörum
af bæjarbúum.
Sósíalistar eru leiðir yfir því,
að þeir skyldi glopra úr sjer
þessari játningu um tapið á bæj-
arútgerðinni. Þess vegna ern þeir
nú í óða önn að revna að lát.a
Alþýðnblaðið hahla fram hinu
gagnstæða, gegn betri vitund.
En hvernig var það með bæj-
arútgerðina í Hafnarfirði?
Reikningar útgerðarinnar fyrir
1931 liggjá fyrir og er þar bók-
fært' tap kr. 79.971.85. Tapið var
lió miklu meira, því að ekki var
með talin fyrning af skipi, „klöss-
un“ o. fl.
Raunverulegt tap bæjarútgerð-
arinnar í Hafnarfirði árið 1931
nam því að minsta kosti krónum
126.500.000.
: En hverjir greiða þetta mikla
tap ?
Fræðslu um það getur Alþýðu-
blaðið fengið hjá niðurjöfnunar-
nefnd Hafnarfjarðar.
A síðastliðnu ári námu útsvör-
in í Hafnarfirði um 190 þúsundum
króna. En nú heimta sósíalistar
að útsvörin verði hækkuð upp í
253 þúsundir króna.
A þenna hátt á að greiða tapið
á bæjarixtgerðinni. Það eru borg-
ararnir í Hafnarfirði sem eiga að
greiða tapið, en bæjarútgerðin
sjálf greiðir ékkert útsvar.
Ef sósíalistar í Reykjavík fengi
því framgengt, að Reykjavíkur-
bær kevpti 10 togara og gerði
u!. og ef útkoman yrði six sama
og hjá bæjarútgerðinni í Hafn-
arfirði, þá yrði heildartapið kr.
1.265.000.00 — ein miljón, tvö
hundruð sextíu og fimm þúsund
krónur.
Þetta yrði ábætirinn, sem skatt-
greiðendur í Reykjavík fengi á
sínar herðar, ef tillaga sósíalista
um bæjarútgerð yrði samþykt, og
útkoman sú sama og hjá flokks-
bræðrum þeirra í Hafnarfirði.
Hvað segja reykvískir skatt-
greiðendur um þessa #vinargjöf ?
Skuldamálin.
Ráðherrafundurinn enski, sem
haldinn verður á morgun, mun
meðal annars fjalla um stríðs-
skuldamálin. Stjórnin enska, óskar
þess eindregið, að samningar um
það verði teknir upp við Banda-
ríkin eins fljótt og unt er, en
Bandaríkjastjórnin hefir hins veg
ar lýst yfir því fyrir skömmu, að
ekki verði teknir upp samningar
um það fvrri en eftir 4. mars,
þtga’r hinn nýkosni forseti Banda-
ríkjanna, Roosevelt, hefir tekið
við völdurn. London, 18. jan. (FÚj
látnlngar sósíal.sta.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
hjeldu fulltrúar sósíalista því
.fram, að ef bærinn legði út í tog-
araxxtgerð, þá yrði að búast við
því, að reksturshalli yrði á þeirri
útgerð. Ákveðnar tölur nefndu
þeir ekki, sem eðlilegt er, en þó
drap St. Jóh. Stefánsson á tugi
þús., sem gera vrði ráð fyrir að
bærinn þyrfti að borga með þess
konar útgerð.
Látláxxst síðan fundxxr þessi var
haldinn hafa fulltrúar sósíalista í
bæjarstjórn stagast á því í Al-
þýðublaðinu, að þeir hafi ekki
minst á það einxx orði að þeir
gerðxx ráð fyrir reksturshalla á
bæjaríxtgerð.
Svo margir hlýddxx á ræður
þeirra á þessum fundi, og svo af-
dráttarlaus voru ummæli þeii’ra
xxm þetta efni, að ofaníát þeirra
ei’ þýðingarlaust fyrir þá.
En eins og játning þeirra á
fundinum var eftirtektarverð. eins
er ofaníátið síðar líka eftirtektar-
vert. Því í ofaníátinxx felst önnxxr
játning.
Alþýðublaðið heldur því franx,
að Morgxxnblaðið sje á nxóti því
að lagt sje út í bæjarxxtgerð af
því að blaðið sje eiginlega nxótfall-
ið að atvinna aukist hjer í bæn-
um. og atvinnulevsið minki við að
veiðiskipum fjölgi hjer.
Slik röksemdafærsla, slíkar á-
sakanir eru svo fjarstæðar, að þeim
þarf ekki að svara.
En afstaða Morgunblaðsins til
bæjarútgerðar er fyrst og fremst
þessi:
Þegar álögurnar á útgerð ein-
stakra manna hjer í bænum, og
kröfur til útgerðarkostnaðar eru
svo nxiklar, að fyrirsjáanlegt er,
að þessi aðalatvinixuvegxxr bæjar-
búa, senx hefir verið, ber sig ekki,
þá er það ekkert bjargráð sem
dugar, að efna til bæjarútgerðar,
senx frá xxpphafi er dæmd til að
vera. rekin með tapi. Tap bæjar-
útgerðar eykur á tap og erfið-
leika annara atvinnurekenda, svo
þeir gefast upp fleiri og fleiri, en
bæjarútgerðar-hítin, stærri og
stærri tæmir gjaldgetu bæjar-
nianna-
Nær er fyrir þá menn, sem vilja
að atvinnan aukist lijer í bænunx,
latvinnuleysi minki, efnahagsaf-
koma, sjómanna, verkamanna,
vérslunarmanna, útgerðarmanna
og bæjarfjelagsins í heild batni,
að taka höndum saman xxnx að
koma útgerðinni lijer í bænxxm á
fjárhagslega tryggan gruixdvöll.
Þá fjölgar veiðiskipum, atvinna
vex, vandræði og erfiðleikar al-
mennings fara minkandi.
T ræðxxm sínum á síðasta bæjar-
stjórnarfundi viðurkendu sósíalist-
ai' að þeir vissu að útgerð hjer í
bænum hefði verið og væri rekin
með tapi.
Á fundinum áttuðu þeir sig
ekki á því, að með því voru þeir
að kveða upp þann dóm, að bæj-
arxxtgerð yrði andvana fætt fyrir-
tæki.
Síðar reyna þeir að jeta þessa
játning ofan x sig.
En með þeirri tilraun sinni játa
þeir, að .þeir viti, að þetta, tvent
geti ekki samrýmst. að tap sje á
xxtgerð og bæjarútgerð sje bjarg-
ráð. —
Slysið ð „Denedicte**.
Vestmannaeyjum, 18. jan.
„Benediete" fekk afskaplegt
veður á leiðinni og iðulega brot-
sjóa er gengu yfir skipið. TTm
hádegi 15. janúar, er skipið var
statt 150 mílur frá Vostmanna-
eyjum, fór háseti, Georg Sunde, úr
brúnni niður á afturdekk til þess
að laga tunnur, er höfðu gengið
xxr skorðum. Er hann var á leið-
inni eftir dekkinu, reið brotsjór
yfir brxxna og allan afturhluta
skipsins og tók manninn útbyrðis.
Skipstjóri var í brxxnni og sá
manninn fljóta skamt frá. Olíu-
kápa er hann var í hafði fylst af
lofti og hjelt honunx uppi. — Var
nxx kastáð til hans björgunar-
beltum, en hann var svo ringl-
aður að hann hafði ekki rænu á
að ná í þau, þótt þau væru hjá
honum. Sxxei’i skipstjóri þá skipinu
sxm að það rak að honum og tókst
þá að ná honum með krókstjalra.
Lxfgunartilraunir voru gerðar á
þriðja tíma, en ekkert dugði, enda
segir skipstjóri að þeini hafi þegar
verið ljóst er þeir náðu mannin-
um, að hann hafi verið dáinn.
Hásetinn verður jarðaður hjer.
Ein fata af drykkjarvatni var
til í skipinu, öll kol skipsins búin
og 15 tonn af farminum, að auki,
er skipið kom til Eyja.
Púlli.
Nýr skattur í U, S. A.
Bandaríkjastjói’n hefir nú í
hyggju að reyna að koma á sölu-
skatti innanlands. Hoover forseti
liefjr boðað þinginu það, að tekju-
hallann á ríkisbxxskapnum verði að
jafna með sköttunx, og að sölu-
skattur, sem þó ekki nái til mat-
mæla eða fatnaðar, muni vera
eimxa heppilegastur í því efni. —
(FÚ.).
Skuldamálin.
London, 18. janxxar.
Roosevelt ætlar að heimsækja
Hoover á föstudaginn kemur, og
ei það álitið að Hoover muni ætla
að leggja fram tillögur sem geti
gert Roosevelt. það kleift að hefja
samningaumleitanir við þjóðir þær
sem skulda Bandaríkjunum, áður
en hann tekur við forsetaembætt-
inu. (FÚ.).
.... ^ <fj»*» ....
Frá Noregi.
Oslo, 18. jan. NRP. FB.
Mótorkútter frá Bangsxxnd fórst
í nótt skamt frá Folla. Talið er, að
fjórir menn hafi farist.
Ríkisstjórnin hefir lagt til, að
breytingar verði gerðar á læknis-
hjeraðaskipuninni í landinu. Sam-
kvæmt tillögunum verður hjeraðs-
læknunum fækkað xir 349 í 206.
Yfirmaður læknamálanna, (medi-
cinaldirektören) hefir ráðið frá
því, að þessar breytingar xærði
gerðar.
Sjálfstæði Filipseyja.
Bandaríkjaþing samþykt.i fyrir
nokkrum tíma frumvarp um sjálf-
stæði Filipseyja. Hoover forseti er
á móti þessum lögum, og synjaði
þeim staðfestingar, en nxx hefir
öldxxngadeildin ákveðið að halda
þeinx til streitu. (FÚ.).
‘Japan og Þjóðabandalagið.
Blaðið Matin í París skýrir frá
því, að Japanar liafi sent Þjóða-
bandalaginn tillögu um að Man-
sjúríumálið verði tekið af 19 þjóða
nefndinni og vísað til minni nefnd
ar, sem í sjeu 5 stói’veldi. — Blað-
ið kveður nxjög mikii líkindi til
þess, að Japan segi sig úr Þjóða-
bandalaginu, ef þessari tillögn
verði ekki sint. — Sje það níjög
hættulegt að hafa ríki í Austur-
Asíu, sem virði allar ákvarðfyxir
Þjóðabandalagsins að vettugi og
megi menn ekki gleygxa því, áð
Japanar hafi nxx yfirráð yfir hin-
um fyrri þýsku nýlendum í Súð-
urhöfum og hafi því góða áðstöðn,
ef þeir vildu .fjandskapast við
Bandaríkin, sjer í lagi nú eftir að
Bandaríkjaþing gegn vilja stjórn-
arinnar hefir samþykt. sjálfstaeði
Filipseyja. (FÚ.).
40 V ••••
Tilraun að stía sundur Þjóð
verjum og Austurríkis-
mönnum.
Frjettaritari enska blaðslns
Daily Telegraph í París slcýrir frá
því, að Frakkar ætli sjer að kpma
fram með tillögu um að gera Aust-
urríki að ævarandi lxlutlausu ríki,
líkt og Sviss er nú. — Frjettarit-
arinn bætir því við, að Frakkar
ætli sjer með þessu að koma x veg
fyrir sameiningu Þýskalands og
Austurríkis og um leið að kæfa
allar fyrirætlanir Um tollasaxn-
band milli Axxsturríkis og Þýska-(
lands og Austurríkis og ítalíu. —
Hann telur þó, að bessi tillaga
Frakka sje alveg út i bláinn, aðal-
lega sökum þess, að lega Austur-
ríkis sje hvergi sambærileg við,
ríki eins og Sviss (FU.).
Róstur í Japan,
í Yokohama rjeðust 200 Japan-,
ar í gær á saumavjelarvei’ksmiðjn
Singers þar í borginni, og ollu
mjög miklum skemdum. Hxxrulrað
og þrjátíxx árásarmenn hafa. veriS
handteknir, og sendiherra Banda-
í’íkjanna í Japan hefir mótmælt
harðlega þessu tiltæki. og krafist
þess, að ítarleg rannsókn færi
fram í málinu, og ennfrenxxxr hef-
ir hann krafist þess, að japanska
stjórnin trvggi líf og eignir Banda
ríkjaborgara í Japan. "(FXT.)i
Gin- og klaufaveiki.
Gin- og klaufave'iki í Englandi
ex nú aftur farin að breiðast út,
tum hjeruð, þar sem hennar hafði
ekki áður orðið vart. 1 gær komu
fyrir tvö ný tilfelli, og sóttvaxís-
arsvæðið hefir enn verið stækká#.
(FÚ.).
Viðskiftasamninffar Rússa
og Pólverja fara út um
þúfur.
Tilraunir þær, sem fóru fram í
‘Warschau, til að koma á verslxu*-
arsamningum milli Póllands bg
Rxxsslands hafa nxx farið xxt uw
þúfur, og er sendinefnd Rússa
farin heim. Ástæðan til þess að svo
tókst, mun aðalléga vera sú, að
Pólverjar vildu di’aga xir lánnm
til skiftiverslunar við Rússland.
(FÚ).