Morgunblaðið - 21.01.1933, Blaðsíða 3
.JM O « G U N B L A Ð Ð
i
JRorgttttWaM^
!; ÚtKef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltatjörar: Jön Kjartanason.
Valtýr Stefánsaon.
Ritstjörn og afgreiCala:
Austurstræti 8. — Simi 1000.
▲uglýsingastjörl: E. Hafber*.
Auglýaingaskrlfstofa:
Austurstræti 17. — Simi 3700
Helaaaslmar:
Jön Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
E. Hafberg nr. 3770.
Áakrlftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBl,
Utanlands kr. 2.60 á mánuBl.
1 lausasölu 10 aura eintaklB.
20 aura meB Leabök.
Uinöhanar.
Alvöruleysi. op- lirinprlandahátt-
’JJ’ sósíalista í bæjarstjórn fer sí-
vaxandi. Ei- engu líkara en þeir
tiafi ekkert áhug-amál sem þeir
"bei'jist fyrir málefnisins veg'na,
'heldur miðist framkoma þeirra,
tal og starf við það eitt, að vera
í sífeldri andstöðu við Sjálfstæð-
ismenn.
Sjaldan hefir þetta háttalag
'komið eins vel í ljós eins og á
'bæjarstjórnarfundi f fyrradag.
Undanfarin ár hafa sósíalistar
lialdið hverja ræðuna á fætur ann-
ari um innheimtu bæjargjalda, og
talið henni vera mjög ábótavant.
Reynslan hefir sýnt. að þarna liafa
'þeir haft nokkuð til síns máls. En
hvað skeður þegar gerðar eru ráð-
■stafanir til að bæta innheinituna,
T>á snúast sósíalistar þverir við og’
telja slíkt óhæfu.
Meðmæltir hafa sósialistar verið
hyggingu geymsluhúss við höfn-
ina. i’alið það atvinnubót. A síð-
asta fundi töldu þeir bygginguna
•oþarfa og ótæka.
Bátahöfu þeirri, sem Sjálfstæðis-
-menn beita sjer fyrir, treysta sósí-
alistar sjer ekki að andæfa. En til
þess að „vera á móti“ þar sem
annars staðar heimtuðu þeir, að
hafnargerð sú vrði samþykt, áður
en hafnarstjórn samþykti og að
óathuguðu máli. I’etta átti að sýna
áhuga þeirra fyrir málinu(!)
Þeir, sósíalistar, þykjast hafa
barist fyrir að togarar yrðu tekn-
ir á leigu hingað um vertíðina.
En þegar borgarstjóri skýrði
frá, að hann hefði jiegar byrjað
að leita fyrir sjer nm það, hvort
leigntogarar fengjust hingað til
bæjarins, urðu sósíalistar óðir og
Siþpvægir yfir því, að borgarstjóri
•skyldi leyfa sjer, að garfa í slíku
711011, án þess að láta sósíalista
vita (!)
Víldu þeir helst ónýta alt sem
gert, liafði verið fyrir þetta mál,
sem þeir hingað til hafa talist
liafa áhuga fyrir.
Sigurður Jónasson kvartaði yfir
því í Aiþýðublaðinu um daginn,
að „hugsun væri érfið“, og „erfitt
að framkvæma hlutina eftir rjettri
Jiugsun* ‘.
Þeir virðast eiga sammerkt í
því sósíalistar í bæjarstjórn, að
rjett hugsun sje þeim ákaflega
erfið, og þess vegna snarsnúast
þeir svona einsog talandi vind-
lianar eftir því sem á þá er and-
að í }iað og ]iað skiftið.
Aðaldansleikur Stýrimannaskól-
ans verður haldinn í Tðnó í ltvöld;
vei'ða þar eldri og yngri nemend-
-íir skólans.
Samþyktar tillögur
í sambandi við fjár-
hagsáætlun bæjarins.
A bæjarstjórnarfundi voru sam-
þyktar ýmsar breytingartillögur
ví ð f j árhagsájætTunarfrumvavrpið.
Skal hjer getið nokkurra.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
ins báru fram tillögu um að kostn-
aður við bæjarráð lækkaði úr 12
þúsund í 6 þúsund krónur. Ætl-
ast þeir til að bæjarráðsmenn hafi
framvegis 100 króna laun á mán-
uði. Samþykt með 8 gegn 6 at-
kvæðum. Voru sósíalistar því mjög
andvígir að þessi laun yrðu lækk-
uð. —
Til nýrra gatna, lögðu Sjálf-
stæðismenn til að ætlað væri 50
þúsund króna, en í frumvarpi
fjárhagsáætlunar var ekkert ætl-
að til nýrra gatna.
Er ætlast, til þess, að atvinnu-
bótavinna verði notuð í götugerð.
En vegna þess að sumt af slíkri
vinnu vinnst best, að sumrinu til,
þegar búast má við að einna minst
verði um atvinnubótavinnuna, þá
er þessi upphæð sett á fjárhags-
áætlunina -— og var hún samþykt
með samhljóða atkvæðum.
Tillagið til Gagnfræðaskóla
líeykvíkinga lögðu Sjálfstæðis-
menn til að lækkað yrði um 3 þús.
kr. í 17 þús. úr 20 þús. og var það
samþykt. Styrkur til fþróttavall-
arins hækkaður úr 3 þús. í 5 þús.
samþ.
Stvrkurinn 30 þús. kr. iil Sjúkra
samlags Reykjavíkur var samkv.
till. Sjálfstæðismanna ákveðinn
þannig: Samltv. nánari ákvörðun
alt að 30 þús. kr.
Dýrtíðaruppbótin. Fvrir bæjar-
stjórnarfundinum lágu 3 tillögur
um dýrtíðaruppbót handa starfs-
raönnum bæjarins fyrir yfirstand-
andi ár. Frá Sjálfstæðisfl. var til-
lagan; að dýrtíðaruppbótin yrði
40%, af fyrstu 3000 kr. launa og
20% af því sem þar er umfram.
Framsóknarflokkurinn vildi að
dýrtíðaruppbótin yrði óbreytt
(40%) af 3500 króna stofnlaunum.
En tillaga sósíalista var að dyr-
tíðaruppbótin hjeldist óbreytt af
iillum lanunum.
Á fundinum tóku sósíalistar til-
lögu sína aftur, en tjáðu sig fylgj-
andi tilögu Framsóknar, að því
tilskyldu, að dýrtíðaruppbót lijeld-
ist óbreytt til þeirra er hefðu kr.
3500.00 í byrjunarlaun.
En Jón Ólafsson tók upp tillögu
sósíalista um óbreytta dýrtíðarupp
bót 40%, og var .sú tillaga sam-
þykt.
Mjólkurgjafir skólabarna.
Svohljóðandi tillaga var samþ.
með 0. atkv. gegn 6 frá Aðalbj.
Sigurðardóttur, Ólafi Friðriksson
og Herm. Jónassyni.:
Að bærinn gangist fyrir því, og
sjái um að börn í barnaskólum
bæjarins geti fengið mjólk keypta
í skólunum. Annist bærinn inn-
heimtu mjólkurverðsins lijá for-
eldrum og forráðamönnum barn-
anna og gangi í ábyrgð fyriv því
fje, sem ekki fæst greitt. Leggj-
um við til, að á fjárhagsáætlun
sjeu 9000 kr. ætlaðar til þessa á
yfirstandandi ári.
Ennfremur var þessi till. frú
Aðalbj. Sigurðard. samþ.:
Að barnalieimilinu „Sólheimar“
sje veittur 2500 kr. styrkur á fjár-
hagsáætlun þessa árs gegn þeim
skilyrðum, er bæjarráð setur að
fengnum tillögum barnaverndar-
nefndar.
Til lögreglunnar. Samþ. var til-
laga frá Sjálfstæðismönnum um að
bæta við á fjárhagsáætlun bæjar-
ins nýjum lið, 42 þús. kr. til auk-
innar löggæslu. Á fjárhagsáætlun
liafnarinnar er og gert ráð fyrir
27 þús. kr. framlagi liafnarsjóðs
ti! löggæslunnar.
Samþ. var tillaga frá fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins um að at-
vinnubótafje megi eins verja til
atvinnubóta fyrir konur, sem
karla. ‘Sagði Jak. Möller, að í
ráun og veru hefði svo verið frá
upphafi, en til þess að taka af
allan vafa í þessu efni væri til-
lagan borin fram.
Ennfremur var samþ. samhlj.
tillaga frá borgarstjóra þess efnis
að bæjarsjóður mætti á árinu með
samþ. bæjararáðs taka 500 þús.
kr. lán.
Hefir slík lánsheimild verið und-
anfarin ár, til þess ætluð, að bæj-
arsjóður geti staðist nauðsynl. út-
gjöld framan af ári, áður en út-
svör fara að koma inn.
Tillaga
um ráðstafanir til aukn-
ingar á útgerð í bænum
á komandi vertíð.
Svohljóðandi tillögu bar Jón
Þorláksson borgarstjóri fram á
síðasta bæjarstjórnarfundi, og var
bún samþykt:
„Bæjarstjórnin felur borgarstjóra
og bæjarráði að halda áfram til-
raunum til þess að útvega togara
á Jeigu til útgerðar hjeðan úr
bænum á næstu vertíð svo og að
íhnga og- koma fram með uppá-
stungur um aðrar leiðir til aukn-
ingar á, útgerð í bænum eftir því
sem mögulegt er“.
Ýmislegt bar á góma í umræð-
um um tillögu þessa, sem vert
var að veita athygli og verður
vikið að því í næsta blaði.
Togarastrandið ð Sljettu.
Raufarhöfn í gær.
Enski togarinn ,,St. Honorius“
strandaði ekki á Bifstanga, eins
og fyrst, frjettist. heldur á Ás-
mundarstaðaeyri, örskamt frá tog-
aranum, sem strandaði þar um
daginn.
Veður var gott og ekki mikið
brim en menn liafa allir yfirgefið
skipið og komnir lieilu og höldnu
í land. Togarinn mun vera eitt-
hvað brotinn, því að hann er nú
fullur af sjó. Þó á að reyna að
bjarga honum. Var skeyti sent til
Öðins, sem var við Tngólfshöfða.
Brá hann þegar við og er á leið
hingað.
Togarinn var að koma frá Eng-
landi og befir innanborðs á þriðja
liundrað smálesta af kolum.
Inflúensan í Englandi.
London, 20 janúar.
United Press. FB.
Samkvæmt skýrslum heilbrigðis-
málaskrifstofunnar voru dauðsföll
1 Bretlandi vikuna sem leið af
völdum inflúensu 1041. (Vikurn-
ar á nndan 681—303—120—88).
r- %
Bókafregn.
Guðm. Pinnbogason
Samlíf — Þjóðlíf. —
Reykjavík 1932.
Bók þessari er skift í 6 kafla,
er heita: Múgur, Hugsun múgsins,
Fjelagslíf, Þjóðfjelagið, Foringjar,
Þjóðarandinn. Bókin hefði orðið
betri , ef liún liefði aðeins verið
um ,,múg“, hugsun hans og athug-
anir. Þá hefði verið unt að segja
frá mörgum kynlegum dæmum, og
láta þau að mestu skýra málið.
Bókin hefði orðið skemtilegri og
auðsfeildari fyrir allan almenning,
sem sjaldnast vill hafafyrir því að
hugsa um heimspekileg efni. Á
þessum funda og samhlaupstím-
um er gott að vita það, hver hætta
manni er búin við það að lenda
í múg, að jafnvel skynsamir menn
geta orðið að heimskingjum eða
fávitum og það út úr litlu efni,
að hvers konar æsing og geðs-
hræring getur farið eins og eldur
í sinu gegnum mannfjöldann. Höf.
telur, að þetta stafi einkum af
liermihneigð. Jeg efast um það.
Sjái jeg t. d. skelfingu á manni í
manngrúanum, dettur mjer ekki í
liug að herma hana eftir. Jeg verð
blátt áfram hræddur, held að ein-
hver ósköp sjeu á ferðinni, og
liræðslan veldur því aftur, að
sama ofboðið kemur á mig og
hinn manninn.
En það þarf ekki ,,múg“ til þess
að mennirnir verði heimskari, er
þeir koma saman, heldur en þeir
eru hver fyrir sig. Sögðu ekki
Rómverjar um þing sitt: „Þing-
mennirnir eru góðir hver fyrir sig,
en þingið er þó bannsett villi-
dýr“.
Oþarft. virðist mjer að skýra
áhrif múgsins með fjarhrifum, eða
þannig að einstaklingarnir í múgn-
um renni saman í eina skepnu
með sinni múgsál. Ekki þykir
mjer heldur sú skoðun Fechners
sennileg, að stjörnur eða. atheim-
urinn sjeu lifandi heildarverur.
Allar lifandi verur fæðast af ein-
hverju og gefa frá sjer úrgangs-
efni. en hvaðan skyldi alheimur-
inn sækja fæðu sína, eða hvert
skyldi hann ganga erinda sinna?
f kaflanum ,.Foringjar“ hefði
mátt minnast á það, að foringjar
spretta einkum upp hjá illa ment-
uðum lýð, (Rússar, Tyrkir, Ind-
verjar o. s. frv.) 1 löndunum, sem
hafa mikla skólamentun eiga þeir
erfitt uppdráttar, því allir þykj-
ast vita alt, og vilja þar flestir
vera foringjar.
Margt er vel sagt í kveri þessu
og nokkuð munu flestir geta af
því lært. G. H.
Ofviðri hjá Finnlandi.
Oslo, 20. janúar.
Ofsaveður hefir gengið við
Finnmerkurströnd undanfarna tvo
sólarhringa. Hafrannsóknaskipinu
Pei'sens, sem var á leið til Sval-
barða, hlektist á í hafi, og varð
það að snúa aftur til Murmansk.
(FTT.).
Gullið afhent Bretum aftur.
Hverfa þeir að gullinnlausn ?
Oslo, 20. janúar.
Federal Reserve bankinn í Ney?
ú ork hefir, að því er upplýst er
í nýútkominni skýrslu, selt Eng-
landsbanka aftur nokkurn hluta
af gulli því sem Englendingar
greiddu til Bandaríkjanna 15. des.
síðastliðinn. Er þessi upphæð talin
nema rúmum 25 miljónum dollíya.
Þessi ráðstöfun hefir vakið all-
milda eftirtekt í Wall street. —
(FÚ.).
Tehir blaðið Journal & Cö'm-
merce, að þetta muni alment verða
skilið svo, að Bretar búist til þess
að hverfa að gullinnlausn á ný,
þótt það verði þó sennilega efeki
fvr en ófriðarskuldamálið er til
lvkta leitt. (TJnited Press. FB.).
Þýska þinginu frestað.
Berlin. 20 janúar.
Öldungaráð þýska í'ikisþingsins
ákvað á fundi sínum í dag að
fresta fundum þingsins til 31. jan.
Ríkisstjórnin lýsir því yfir í sam-
bandi við þetta að hún muni ekhi
setja sig á móti þessari fresSún
enda þótt hún sje yfirleitt mótfall-
in því að störfum þingsins vcrði
frestað því að nú ríði það á megtu
að þingið geti ákveðið hvort þáð
ætlar sjer að liafa samvinnu við
stjórnina framvegis eða ekki. —
Stjórnin kveður þó að fjárlaga-
frumvarpið fyrir 1933 muni ekhi
geta komið fyrir þingið á þessum
fundi. (FÚ.). ■!
Ökumannaverkfall í London.‘
Lady Bailey fundin.
London, 20. janúar.
Flugkonan Lády Bailey er nú
fiaidin. Hún var lasin af inflúensu
þegar hún lagði af stað frá Oran,
og var allmikið veik þegar leit-
armennirnir fundu hana- (FÚ.).
London, 20. janúar. t
A'innustöðvun stendur nú yfir
lijá nokkrum strætisvagnafjelög-
um í London. Fjórar þúsundir
strætisvagnastarfsmanna liafa lagt
niður vinnu, og sjö hundruð vagn-
ar eru nú ekki í gangi. Þéssi
stöðvun kemur niður á 43 leiðúm,
sem vagnarnir ganga um. og era
snmar þeirra, i miðri Lundúnaborjg,
svo að ýmsar götur þar eru alger-
lega strætisvagnalausar. í morghn
þurftu margir verkamenn að fíra
fótgangandi langar leiðir til þessj
aðná í vagna á þeim leiðum s?m
vinnustöðvunin nær ekki til. Orl
sök vinnustöðvunarinnar er
að strætisvagnafjelögin höfðu :áf
kveðið nýja stundaskrá, gfSnjr
starfsmennirnir vildu ekki
að. (FÚ.).
■á,
n gsiffga '-
G rænl andsdeilan.
4
l \
*
i
I I
I
» j
j I
dt 4
Oslo, 20. janúar.
Prófessor de Visscher hjelt
fram ræðu sinni í Haag í dajj
og sagði hann meðal annars áí
það hefði Ijóslega komið fr^.m,
eftir dönsku yfirlýsinguna TÖ21,
að flestar þjóðir hefðu þá viðfir-
kent umráðarjett Dana vfir «13u
Grænlandi, en þáverandi norslftir
utanrikisráðlierra, Ihlen, he®!i
einnig' viðurkent það. Það skífta
minna máli hvernig Danir liefða
fengið þenna umráðarjett upp-
runalega, en hitt, að þessi rjettur
hefði verið, og væri, alment við-
urkendur. (FÚ.).
-----~~-------- .r i