Morgunblaðið - 22.01.1933, Blaðsíða 7
MORC-UNBLAÐIÐ
7
Reykjavíkurbrieí.
21. janáar.
Veðuryfirlit.
Vikan hófst, með V-átt um land
alt og talsverðu frosti (2—7 st.)
ásamt snjójeljum um vesturhluta
landsins. A þriðjudag gekk vindur
í suðrið méð þíðviðri, og hjelst
sunnan- eða suðvestanátt, oftast
fremur hæg, fram á föstudag. Var
veðnr frostlítið þennan tíma og
úrkoma Öðru hvoru á B- og V-
landi. Á föstudag hvessti af SA og
S um alt land með mikilli rigningu
á S- og V-Iandi. Varð hiti 6—8 st.
um alt, land um kvöldið og nóttina'
og náði jafnvel 30 st. á Seyðis-
firði. Bn það varð skammvinnur
vermir, því að á laugardagsmorg-
nn var vindur aftur genginn í SV,
og hiti hafði lækkað niður í 1—4
Bt. Á S- og V-landi gekk þegar á
með hvössum snjójeljum.
t Reykjavík varð hiti mestur
7.4 st. á föstudag en minstur -f- 6.3
Bt. aðfaranött síðastl. sunnudags.
Prá útgerðinni.
Pisksalan mun hafa gengið
fremur greiðlega síðustu vikurnar,
og er sagt að tiltölulega lítið sje
óselt af fiskbirgðum þeim, sem
voru í landinu um áramót.
Talið er líklegt, að fleiri veiði-
skip og bátar verði við fiskveiðar
á vertíð komandi, en voru í fyrra.
Meiri hugur í mönnum nú en þá.
Horfur yfirleitt taldar vænlegri
nú en á sama tíma í fyrra, ef
ekkert óvænt skellur yfir, svo
sem ný höft eða tollar í markaðs-
löndum, segir Kristján Bergsson
Piskifjelagsforseti.
ísfisksala hefir verið góð und-
anfarna viku. Sífeld ótíð og gæfta
leysi hjer um slóðir og á miðum
nágrannalandanna hafa dregið úr
aðflutningi á fiski til markaðsland
anna, og verð því hækkað. En úr
því getur vitanlega dottið botn-
inn, er veðrahaminum slotar.
Enn eru Norðmenn að basla við
að selja síld þá, er þ§ir veiddu
hjer við land í sumar. Verðið 6
—8 krónur fvrir tunnuna.
Innflutningshöftin.
Lmflutnings- og gjaldeyrisnefnd
hefir nú ákveðið að vefnaðarvöru-
kaupmenn fái að flytja inn sem
fivarar 20% af meðaltali innflutn-
ings þeirra á vefnaðarvörum árin
1029—1931. Á þessi innflutnings-
heimild að gilda fyrir fyrri helm-
ing þessa árs. í fyrra veitti nefnd-
ín leyfi til að flytja inn vefnaðar-
vörur er samsvöruðu 21% af með-
alinnflutningi manna þessi 3 ár.
Þessi ákvörðun nefndarinnar
mun að vissu leyti vera miðuð
við það, að menn sem versla með
vefnaðarvöru geti ekki haldið
uppi atvinnurekstri sínum með
minni innflutningi en sem þessu
nemur. Á hinn bóginn muni gjald-
eyrishorfur á árinu vera það góð-
ar, að eigi sje ástæða fyrir hendi,
að teppa vefnaðarvöruinnflutning
svo mjög sem í fyrra.
Lýsisgjöf.
Akureyringar hafa tekið upp þá
nýbreytni að gefa barnaslcóla-
börnum lýsi. Vekur sú nýbreytni
eftirtekt. Sigurjón á Álafossi hef-
ir haft þann sið undanfarin sum-
ur, að gefa börnum og unglingum
sem eru nemendur í íþróttaskóla
hans, ákveðinn lýsisskamt á dag,
og hefir gefist ágætlega.
Bæjarstjórn hjer ákvað nýlega
að annast um, að barnaskólabörn
fengju keypta mjólk í skólanum,
og gefur bæjarsjóður þeim mjólk-
ina, sem ekki geta lreypt. En
þarf ekki að líta eftir því, eða
annast um það á einhvern hátt,
að börn og unglingar í bænum
fái sinn lýsisskamt daglega? Hvað
segja læknarnir um það? Yfirleitt
eiga læknar landsins að taka rík-
an þátt í leiðbeiningum um mat-
aræði og aðrar heilbrigðisráðstaf-
anir. Fjörefnarannsóknir Dungals
og fleiri athuganir íslenskra
lækna sýna, að þeir skilja þar sitt
hlutverk.
Stúdentar heima
og erlendis.
Prá Höfn er blaðinu skrifað:
Ógurleg peningavandræði ern
hjer meðal stúdenta, svo verri
hafa þau vart. verið í annan tíma.
Það mun láta nærri að hver
háskólastúdent, sem stundar nám
í Reykjavík, kosti landið um 1200
krónur. En þeir, sem stunda nám
erlendis hafa varla því er svarar
500 krónur í styrk að jafnaði.
Þeir stúdentar, sem erlendis
eru, leggja meira í sölurnar, en
þeir sem heima sitja, enda fá þeir
að jafnaði betri skilyrði til þess
að verða forgönguttienn þjóðar
sinnar, en hinir.
Því miður á það sjer stað, enn
í dag, að þegar þessir menn koma
heim til ættjarðarinnar, er þeim
tekið kuldalega, eru of mentaðir
og miklir sjerfræðingar fyrir það
andrúmsloft., sem ríkt liefir á
æðstu st.öðum.
Lærist þjóðinni ekki að not-
færa sjer sjerfræðimentun áhuga-
manna sinna, verður hún illa á
vegi stödd.
Járnsmiðaverkfallið.
Verkfall. jáirnsmíðasveinanna
heldur áfram. Hefir lítil sem eng-
in lireyfing verið á því máli. Verk
fallið uppliaflega þannig vaxið að
samningar allir við járnsmiðina
erfiðir, þareð það eru kommún-
ista sprautur bæjarins er á bak
við það standa, er alls enga samn-
inga vilja, enga sanngirni, enga
úrlausn, enga atvinnu, en upp-
lausn lagafyrirmæla og hverskyns
vandræði.
Járnsmiðanemendurnir hafa með
verkfallinu brotið námssamninga
sína. Svo þeir eru úr sögunni.
Fer þá tilgangur „verkfallsins"
að verða torskilinn, ef nemendurn-
ir verða að byrja á nýjan leik á
námstíma sínum, fyrir það, að
þeir eru flekaðir til að gera verk-
fell.
Eigi hafa járnsmiðirnir viljað
snúa sjer til sáttasemjara ríkisins
með þetta mál. En nýlega varð
það að samkomulagi að hver aðili
tilnefndi sinn sáttasemjara, og
eiga þeir að semja sáttatillögur.
Þóttust kommúnistarnir fyrst
hafa fundið „ópólitískan“ mann
fyrir sig, sem var Þórður Eyjólfs-
son, hinn lögfræðilegi vísifingur
llj'iflu Jónasar. En komið hefir
í ljós að Þórður er ekki einasta
ráðunautur Hriflu-kommúnistans,
Vldur annara niðurrifsmanna úr
þeirra flokki.
En málið rjeðist þannig, að
Brynjólfur Stefánsson tók að sjer
að sémja fyrir hönd vinnuveit-
enda, en Priðgeir Björnsson að-
stoðarmaður í dómsmálaráðuneyt-
1 inu fyrir hönd verkfallsmanna.
Kleppsmál.
í ýmsum helstu blöðum á Norð-
urlöndum hafa birst greinar um
Kleppsmálin, síðan dr. Helgi Tóm-
asson tók þar við yfirlæknisstörf-
um. Er málið þar rifjað upp frá
byrjun, en síðan rökfest sú eina
rjetta niðurstaða, að dr. Helgi
tæki við spítalanum aftur. Sum
blöðin halda því fram, að í raun
rjettri hefði dr. Hlelgi átt að taka
við starfi sínu að nýju, um leið
og hann vann mál sitt fyrir hæsta
rjetti gegn ríkisstjóminni.
Hin erlendu blöð minnast. ekki
á Lárus Jónsson, enda hafa ís-
lendingar vitanlega látið sem
minst á því bera, að maður jafn
óhæfur skyldi fá svo vandasamt
starf á hendur, sem yfirlæknis-
stöðuna á Nýja Kleppi. Slíkt er
og verður þjóðarsmán.
Utan um Lárus hefir safnast
að spítalanum ýmislegt starfsfólk
sem viðbúið er að sje á eitthvað
svipuðu andlegu og siðferðilegu
þroskastigi eins og þessi læknir.
En um það fæst nokkur vitneskja
þegar rannsókn þeirri er lokið,
sem Garðar Þorsteinsson hefir
með höndum.
Reyna á að notast við Lárus sem
aðstoðarlækni í Hofsóshjeraði um
stundarsakir, og er hann á för-
um þangað.
Borgarastyjöld.
f Alþýðublaðinu hefir staðið
deila nú undanfarið, sem af sjer-
stökum ástæðum hefir vakið eft-
irtekt. Sigurður Einarsson frjetta-
maður útvarpsins og kennari, við
Kennaraskólan, ritaði smágrein í
blaðið, þar sem hann bar fram
einskonar bannfæring á tímaritið
Jörð; rjetttrúaðir sósíalistar máttu
að hans áliti ekki taka tímarit það
sjer í hönd, því það væri andvígt
kenningum sósíalista(!)
Sigurði hefir vart getað tek-
ist betur í fám orðum að lýsá
því hve hin glórulausa þröngsýni
gersamlega hefir yfirskygt dóm-
greind hans — hafi hún nokkur
verið.
Plokksmönnum hans ofbauð,
þegar þessi prjedikari sósíalism-
ans taldi sjer samboðið að ætla að
loka flokksmenn sína inni, í and-
legum skilningi, einsog fanga í
svartkoli.
Guðbrandur Jónsson skrifaði
fyrst langa grein gegn þessari
miðaldalegu afturhaldskenningu
Sigurðar, og mæltist allvel. En
ritstjórinn, Ólafur Friðriksson,
bætti þó nokkrum aðfinslum ofan
á. Kom þar skýrar fram en hjá
G. J. hvaða álit flokksmenn Sig-
urðar hafa á honum, sem andleg-
um leiðtoga, því Ólafur sagði blátt
áfram, að hann hefði skoðað það
sem meðmæli með hinu umrædda
tímariti, að Sigurður Einarsson
væri því andvígur.
Tvær fræðslustofnanir.
Tvær fræðslustofnanir hafa. síra
Sigurð Einarsson sem uppfræðara.
útvarpið og Kennaraskólinn.
Af ummælum hans um tímaritið
Jörð hefir hann sýnt hvernig
hann rækir fræðslustörf sín. Um
,það verður ekki vilst. Utvarpið,
sem lögum samkvæmt á að vera
hlutlaust, getur ekki átt von á að
finna meðal þjóðarinnar mann,
sem eins skýlaust einsog Sigurður
hefir játað fylgi sitt, við fullkomna
hlutdrægni. Um starf hans við
Kennaraskólann þarf ekki að
spyrja úr þessu.
Sjálfblekuugar
\
Carters sjálfblekungar eru pennategund sem treysta má fullkomlega.
Endast langa æfi og eru við hvers manns hæfi. -— Pást í
Bókaverslnn Sigfnsar Eymnndssonar
(og bókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34).
Fyrirlíggjandi:
Epli De’.ecious og Winsaps.
Jaffa appelsnnr, 144 stk., 2 teg.
Waleec a appelsmnr 200.
Kartöiinr ísienskar og útlendar.
Eggert Kristjánsson &. Co.
Sími 1400 (3 línur).
En hver sú athafnastjórn í land
inu, sem eigi játast undir yfirráð
sósíalista ætti fljótlega að finna
Sigurð Einarsson ljettvægan í upp
fræðingarstarfinu.
5amlíf - þjóðlíf.
Hin stutta grein G. H. um bók
mína Samlíf — þjóðlíf í Morg-
unblaðinu í dag hefir tekist svo
einkennilega, að enginn, sem les
hana, getur af henni fengið
rjetta hugmynd um bókina. Jeg
verð því að leyfa mjer að gera
fáeinar athugasemdir við hana.
Kapitulafyrirsagnirnar eru að
vísu rjettar.
Þar sem G. H. segir, að bókin
hefði orðið betri, ef hún hefði
aðeins verið um múg, vil jeg
svara: „Vertu trúr yfir litlu, þá
verður þú settur yfir meira“.
Jeg held að þeir, sem ekki sann-
færast af því, sem jeg tek fram
um sálarlíf múgsins, yrðu ekki
miklu fróðari, þó að þeir fengju
fleiri dæmi. Hins vegar hefi jeg
næga reynslu fyrir því, að marg-
ir menn á landi hjer geti lesið
heimspekilegar og sálfræðilegar
hugleiðingar sjer til gagns, og
jeg hefi ekki þann metnað að
skrifa aðeins fyrir þá, sem fá-
fróðastir eru og hugsunarlaus-
astir. Um hermihneigðina og á-
hrif hennar er ekki ráðrúm til
að rökræða hjer. Jeg þykist í
þessari bók og ýmsum öðrum
hafa skýrt það efni betur en
hægt er í stuttu máli, enda er
jag ekki einn um þá skýringu.
G. H. segir: „En það þarf ekki
,,múg“ til þess að mcnnirnir
verði heimskari, er þeir koma
saman, heldur en þeir eru hver
fyrir sig“ og vitnar til þess, sem
Rómverjar sögðu um þing sitt.
Jeg hefi einmitt tekið þetta
greinilega fram á bls. 39—40
og vitnað í orð Sólons, Friðriks
mikla og Schillers. Þá segir G.
H. : „Óþarft virðist mjer að
skýra áhrif múgsins með fjar-
hrifum, eða þannig að einstakl-
ingarnir í múgnum renni saman
í eina skepnu með sinni múg-
sál“. Jeg er í bók minni alveg á
sömu skoðun og segi um þessa
kenningu, bls. 32: „Þess vegna
getum vjer látið þessa kenningu
liggja milli hluta. Hún hjálpar
oss ekkert til að skýra fyrir oss
hið einkennilega samlíf manna“.
Kenningu Fechners hefi jeg getið
um sem stórfeldustu tilraun í
þessa átt, en það sem G. H. hef-
ir við hana að athuga, sem sje
að hann finnur hvergi salerni
fyrir alheiminn, hygg jeg að
Fechner mundi hafa talið ljett-
vægt.
Skritin finst mjer athugasemd
in um foringjana, að þeir spretti
helst upp hjá illa mentuðumlýð.
Svo er fyrir að þakka, að þeir
koma líka fram hjá hinum best
mentuðu þjóðum og eiga ekki
minni þátt í örlögum þeirra fyr-
ir það, þó að þeir eigi stundum
örðugt.
21. janúar 1933.
Guðm. Finnbogason.
- I Jl I
flEsing, hrœsni
og tuöfelöni.
Frjettaþulurinn ,hlutlausi,‘ Sig-
urður Einarsson hefir nú enn einn
sinni sýut „hlutleysi“ sitt í Al-
þýðublaðinu 17. þ. m. Þykist hann
sem aðrir jafnaðarmenn og marg-
ir Framsóknarmenn, vera á móti
kommúnistum. Þeir skamma þá í
dagsljósinu, en ganga þó allir
í eina sæng þegar skyggir, eða
þegar þeir sjá leik á borði til
framdráttar sjálfum sjer. Svo sem
til þess að ráðast á lögreglu bæj-
arins og varnarlið ríkisins.
Foringjar jafnaðarmanna hafa
nú þegar, með sífeldum lygarógi
og svívirðilegum ærslalátum, æst
svo upp áður friðsama verkamenn,
að fjelög þeirra út um land alt,
hafa hvert um annað orðið sjer
til ævarandi minkunar. Þau hafa
elt forkólfa sína og æsingaseggi
út á þá glapstigu, að láta hafa
sig til þess að samþykkja uppreisn
gegn rjettarvernd í landinu, gegn
íslenska ríkinu. Gegn unga og
veika ríkinu, gegn nýfengnu pg
marglofuðu frelsi og sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar.
Þessir menn og fjelög, vilja
láta hnefarjett nokkurra ósvífn-
ustu æsingamanna og þorpara ráða
hjer lögum og lofum. Ráða yfir
og knjesetja lögreglurjettinn,
bæjarstjórnir og ríkisstjórn. Og
fyrir þeim hnefa á þjóðin öll
að leggja sig flata. Hann hefir
nú hamrað á lögregluliði Reykja-
víkur (9. nóvember síðastliðinn).