Morgunblaðið - 27.01.1933, Side 3

Morgunblaðið - 27.01.1933, Side 3
I JfHorgunRaM^ f't*er H.f. Árvakur, RaykJaTtk. fcstiit j'.rar: Jðn KJartanaaon. Valtýr Btef&naaon. Eitaijðrn og afKrelOala: Austurstrœtt 8. — Slml 1»00. á UKlí'Blng-ftstjðrl; B. Hafber*. Au*l fstHKaskrif stofa: Austurstrœtl 17. — Slml Í700 Helaaasímar: Jðn KJartansson nr. Í742. \ altýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 3770. Áakrl'tagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánuBi. Ðtanlands'kr. 2.60 1 mánuOi. 1 lausasölu 10 aura elntaklO. 20 aura meO Lesbðk. lnflúensan. Það er nú komið á daginn, að inflúensan, hin bráðsmitandi pest, sem gengið hefir um Bandaríkin •og víðar í Ameríku og geisar nú í Englandi og á meginlandi Ev- rópu, er kominn hingað til lands. Hefir hún þegar náð fótfestu í landi á tveimur stöðum, í Hafnar- firði og á Ásmundarstöðum á Sljettu norður. Þórður Edilonsson hjeraðslækn- Ir í Hafnarfirði hefir lýst yfir því, að það sje talinn venjulegur tími, frá því að menn smitist af inflú- ensu og þangað til þeir veikjast, 2—3 dagar. Og þegar Sviði kom til Hafnarfjarðar, eftir 5 daga ferð frá Englandi og enginn var veikur um borð, var skipverjum leyft að fara í land. En reynslan hefir nú sýnt að menn geta gengið lengur með smitun í sjer en 2—3 daga án þess að sýkjast, því að einn af skipverjum Sviða veiktist á 6. degi frá því skipið fór frá Englandi- I þessu sambandi er líká rjett að geta þess hvernig fór um Yer, Hann var álíka tíma frá Eng- landi og Sviði, en tók ekki höfn, heldur fór á veiðar; kom svo inn eftir tvo daga vegna þess hve margir skipverjar höfðu þá veikst af inflúerisu. Þessi tvö dæmi, um >Sviða og Ver sýna það, að menn ganga lengur með smit- unina heldur en landlæknir hefir gert ráð fyrir. Þess vegna megum vjer biiast við því, að veikin sje hingað kom- in og gjósi upp bráðlega. O'g eftir því, sem hún hefir hagað -sjer erlendis, má búast við því, að menn veikist hrönnum saman, að állir á mörgum heimilum leggist samtímis, og heimilin verði ósjálf- b.jarga um sinn. Ver skal ekki spáð. En vjer munum enn „spönsku veikina“ og ýmsan inflúensufar- aldur síðan, og þess vegna er nauð synlegt að gei'a nú þegar ráðstaf- anir til þess að mæta þessari in- flxiensu. Til vonar og vara verður þegar að skipa hjálparlið, sem er til taks hvenær sem svo óð veik- indi ber að höndum að heimili.eru ósjálfbjarga. Það þarf að sjá um að sjúkrarúm sje til handa þeim sem hættulega veikjast. Það þarf að athuga hvort nóg er til af lyf j- um handa sjúklingum, og skyldi þau vera af skornum skamti, mið- að við notkun í „spönsku veik- ínni“, þá þarf að sjá um, að þeir, sem nauðsynlega, hafa þeirra not, sitji fyrir. Hver veit hvað þessi faraldur verður langvinnur, þegar hann hefir náð að, festa hjer rætur ? Kína og ’Dapan. Japönsk hersveit á kínverska múrnum hjá Shan-hai-kwan. Á meðan Þjóðabandalagið reyn- ir að jafna deiluna um Mansjú- rra hafa Japanar að nýju fært sig upp á skaftið og hertekið bæ- inn Slianhaikwan í Norður-Kína. Shanhaikwan er kínverskur landa mærabær sunnan við Mansjúríu, þar sem kínverski múrinn endar við Gula liafið. Japanar segja að Kinverjar hafi slcotið nokkra jap- pnska borgara í Shanhaikwan. — Þess vegna hafi verið nauðsynlegt að senda japanskan her til bæj- arins til þess að vernda Japana þar í bænurii. Kínverjar segjast ekki hafá áreitt Japana á neinn hátt, Aftur á móti hafi jap- völdunum í Mansjúríu. Því má ekki gleyma, að Kín- verjar eru ekki einu fjandmenn Japana í Asíu. í áratugi hafa Rússar verið aðalkeppinautar og aðalfjandmenn Japana í Asíu, og þeir eru það ekki síður síðan kommúnistar tóku við völdum í Moskva. Aðgerðum Japana í Kína er því ekki eingöngu beint á móti Kínverjum, heldur ]íka á mótí Rússum. Yfirráð Japana yfir nám- unum og ekrunum þar í landi, hafa ekki eingöngu mikla þýðingu i fyrir atvinnuvegi Japana. Land- vinningar þeirra í Mansjxiriu hafá ekki síður mikla liernaðarlega þýð anskir hermenn safnast saman utan við borgarmúra og kastað sprengikúlum á járnbrautarstöð- ina. Kínversk yfirvöld tóku Jap- anana fasta- Daginn eftir heimt- uðu .Tapanar að borgarhliðin yrðu opnuð. Kínverjar neituðu að verða við kröfunni. Japanar hófu þá skothríð á Shanhaikwan. 500 kín- verskir hermenn voru sendir á móti japanska hernum, en þeir fjellu allir. Japanar hjeldu skot- hríðinni áfram þangað til bær- inn var lagður algerlega í rústir. Margir af íbúum bæjariris, sumir segja að minsta kosti 3000, biðn bana. Þetta gerðist í byrjun þessa mánaðar. Shanhaikwan er nú í höndum Japana, Þeir hafa þar að auki tekið ýmsa minni landamæra- bæi í Jeliolhjeraðinu herskildi. Framferði Japaria í Shanhai- kwan er vafalaust einn þáttur í landvinningaáformum Japana í Austur-Asíu. Eins og kunnugt er hefir þeim tekist að svifta Kína yfirráðum yfir Mansjúríu og gera. Mansjúríu að japönsku lýðríki. ■— Japanar hafa að undanförnu breitt út fregnir um það, að hjer- uðin í Norður-Kína vilji losna undan yfirráðum kínversku stjórn arinnar og sameinast Mansjúríu. Japanar virðast fyrst um sinn ætla að leggja Jeholhjeraðið (milli Peking og Mansjúríu) undir jap- anska lýðríkið í Mansjúríu. — Frjettaritari „Times“ í Tokió býst jafnvel við að japanskur her verði sendur til Peking, ef ekki verður bundinn endir á deilurnar í Aust- ur-Asíu innan skamms. Einu sinni í haust lýsti hermálaráðherrann í Japan yfir því, að Japánar neyðist ti! að taka bæði Peking og Tient- sin herskyldi, ef Kínverjar haldi áfram hernaðinum á móti yfir- ingu, efla aðstöðu .Tapana gagri- vart Rússum. En yfirráðin yfir Mansjúríu eru Japönum ekki nóg. Þeir reýna að færa sig suður á bóginn til hjeraðanna í Norður- Kína. Og þeir leitast við að ná yfírráðum yfir Mongolíu í þeim tilgangi að efla aðstöðu sína og hnekkja valdi Rússa í Austur- Asíu. Frá Tokio berst einmitt um þessar mundir sú fregn að margir af íbúunum í Mongolíu vinni að því að gera Mopgolíu að sjálf- stæðu ríki ,,á sama hátt og Man- s júríu' ‘. Yfirleitt hefir sambúð Riíssa og Japana farið versnandi upp á síð- kastið. Á. síðastliðnu sumri var búist við að Rússar mundu viður- lcenna hið nýja ríki í Mansjúríu, ríkið Manchukuo, og að .Tapanar mundu í staðinn gera öryggissamn ing við Rússa. En nú hefir nýr samdráttur með Rtissum og Kín- verjuxn kollvarpað þessum áform- um. — Eins og menn ef til vill muna, hóf kínverska stjórnin harða baráttu á móti kommúnist- um vorið 1927. Kínverska stjórnin Ijet þá fara fram rannsókn á bú- stað rússneska sendilierrans í Pek- ing. Húsrannsókn þessi leiddi til þess, að stjórnmálasambandi milli Rússa og Kínverja var slitið. En í lok ársins sem leið komu Rúss- ar og Kínverjar sjer saman um, að koma aftur á stjórnmálasambandi sín á milli. Og um leið hafa Rúss- ar opinberlega tekið málstað Kín- verja í deilunum um Mansjúríu. Og eftir þetta er vonlaust um að Rússar viðurkenni „sjálfstæði“ Mansjúríu. — t Genf situr þessa dagana á rök- stólum nefnd sú, sem Þjóðabanda- lagið skipaði til þess að reyna að jafna deiluna um Mansjúríu. Smá- þjóðirnar krefjast þess, að beitt verði hörðu við Japana, ef þeir lialdi áfram að virða fyrirmæli Þjóðabandalagsins að engu. En stórveldin vilja fara hægt í sak- irnar. Á meðan fara Japanar sínu fram og fá stöðugt meiri fótfestu a meginlandi Asíu. Með framferði sínu skapa Japanar ný deiluefni, sem geta með tímanujm stofnað heimsfriðnum í hættu. Og jafn- hliða þessu rýra þeir stöðugt meira virðinguna fyrir Þjóða- bandalaginu, sem á að vernda frið- inn í heiminum. Khöfn í janúar 1933. V. ■»———^—■ Kosningarnar f frlanöi. Ætlar Valera að vinna sigur ? Dublin 26. jan. United Press. FB. Atkvæðatalning hefir þegar leitt í ljós, að Fianna Fail flokkurinn hefír mjög aukið atkvæðamagn sitt í ýmsum kjördæmum og eru taldar nokkrar líkur fyrir því, að De Valera fái hreinan meíri hluta á þingi. Kl. 3 árd. í dag Fianna Fail flokkurinn komið að 19 frambjóð- endum, Cosgrave 7, óháðir 4, verkamenn 1. Athygli vekur, að Cosgrave, er náði kosnjngú í Cork, hlaut 4000 atkvæðum minna en í síðustu kosn ingum, en De Valera, sem var endurkosinn í Clare, hlaut 6000 atkv. meira en seinast. United Press. FB. Talning atkvæða er nú hafin í sumum kjördæmum. Fyrstu kosn- ingafrjettir um úrslit í einstöku kjördæmum voru þær, að Conor McGuire (Fianna Fail flokkurinn) og McGilligan, fyrv. ráðherra í Cosgravestjórninrii, hefði náð lcosningu. Þriðja fregnin var sú, að Mrs. Helena. Concannon (Fi- anna Fail) hefði náð kosningu. — Úrslit í alimörgum kjördæmum verða kunn í dag og í kvöld verð- ur ef til vill hægt, að segja fyrir um fullnaðarúrslit, en þó getur það dregist til morguns, ef fylgi flokkanna reynist jafnt. London 26. jan. Talning atkvæða úr kosningun- um í friríkinu írska stendur enn þá yfir. Enn verður ekki sjeð með vissu hver úrslitin muni verða, en það þykir auðsætt nú þegar, að de Valera muni að minsta kosti hafa mikið fylgi, hvort sem hann fær meiri hluta eða ekki. Hann sjálfur og margir ráðherrar hans hafa verið endurkosnir. Cosgrave liefír einnig verið endurkosinn, en flokkur hans hefir mist eitt sæti til flokksleysingja, og tvö til flokks de Valera, í þeim kjör- dæmum þar sem talningu er lokið. KI. 5 í dag hafði verið lokið kosn- ingu 60 þingmanna, af 153. Þeir þingmenn skiftast þannig milli fiokkanna, að 33 eru fylgismenn de Valera, 2 iir verkamannaflokki, 16 úr flokki Cosgraves, 3 úr mið- flokki og 6 flokksleysingjar. Af þessum 60 mönnum sem þegar hafa náð kosningu, eru því 35 fylgismenn de Valera, en 25 stjórn arandstæðingar. FÚ Togararnir á Sljettm nást skki át. Raufarhöfn, FB. 26. jan. Varðskipin hafa ekki enn riá& út ensku botnvörpungunum, eroila við mikla erfiðleika að eiga. 35Þ raunir verða gerðar á næsta Wbt- flæði til þess að koma skipiffftn» á flot. —- Knldar í Evrðpn, Berlín, 26. jan. Kuldabylgjan í Mið-EVTópu breiðist út. í Efri-SIesíu vaf 32 stiga kuldi í m-orgun, en 25 sfig á jafnsljettu. f Frakklandi hafa margir menn orðið úti og jafnvel nokkrir í Palmero í Suður-ftalhá f Rúmeníu hefir járnbrautariUB|i- ferð orðið að hætta að miklu leyti sökum snjóa og við Svartaháfið standa þrjár járnbrautarlesf|r fastar í snjósköflum. í kringujn Búkarest og við Dóná, eru snjó- skaflarnir sums staðar 7 metrai djúpir. FÚ *' Lest ók yfir tvo verkamenn^ er voru að virina á j árnbrautarteirie um nálægt Gera í Thiiringen. — Voru þeir að bræða klakann áf teinunum og mun hávaðinn af lömpum þeim, er þeir notuðu, hajfa orðið þess valdandi. að þeir heyrðu ekki til lestarinnar. FÚ London 26. jan. Miklir kuldar halda enn áfram í Mið-Evrópu. Mikill ís.er í ánni Rín, að hafa víða tepst þar skipa göngur, en ísbrjótar reyna þó að halda auðum álum fyrir siglingar. Inflúensan magnast í Þýskalandi. London 26. jan. Tnflúensan breiðist út í Ríriar- löndunum, og er nú búið að loka öllum skólum í Köln, og viðskifta líf hefir víða lamast þar sökui* veikinda. FÚ Óspektir í Dresden. Berlín, 26. jan. í gær lrom til blóðugra óeirða í Dresden á pólitískum fundi, .er kommiinistar hjeldu. Lenti lögregl unui saman við kommúnista. Var lögreglan neydd til þess að nata skotvopn og lenti í hörðum bar- daga, þar sem 9 manns fjellu, en margir særðust. Út af þessu hefír lögreglan í Dresden bannað álla fundi undir beru lofti. Mafið kemur til umræðu í saxneska þfrig inu í dag og er biíist við, að þing- ið geri einhverjar ráðstafanir ,til þess að koma í veg fvrir að sllkt komi fvrir aftur. Sagt er að sujb blöð í Dresden hafi æst menn upp til óeirða núna undanfarið. FÚ London 26. jan. í Dresden hafa verið bönnuð öM opinber fundahöld. vegna óeirð- anna sem þar urðu í gær. í þei» óeirðum fjeltu 9 kommúnistar í viðureign við lögregluna. FÚ Flug Lady Baily. London 26. jan. Lady Bailey er nú lögð af sjjpð heimleiðis, hún flaug í dag Éní. Tamessinet í Sahara eyðimörkrriní áleiðis til Oran. FÚ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.