Morgunblaðið - 28.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1933, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ HelldsOluhlrgðlr: Þakjárn nr. 24-6-10’ do. - 26-7-10’ Sfml: „ Einn - trelr - þrfr - f]6rfr. Leiörjetting. Af vangá hefir fallið úr í Símaskránni viðtalstími minn. Viðtalstími minn er eins og að undanförnu kl. 1—2. Þ. J. Thoroöösen. Huar á að haefcka útsuörin 7 Bæjarstjórn Reykjavíkur liefir nú gengið svo frá fjárhagsáætlun bæjarins, að á þessu ári eiga út- svörin hjer að hækka um 357.888 kr. = 17.74% frá í fyrra. Með öðrum orðum, hverjar 100 kr. í útsvörum manna ættu að hækka núna um 17 kr. 74 aura (1000 kr. um 177 kr. 40 a. og 10000 kr. um 1774 kr.) ef ástæður væru óbreyttar, og ef í fyrra hefði vDrið rjettlát og sanngjörn niðurjöfnunin. En því fór nú mjög fjarri (og verður máske vik- ið að því síðar, í annari grein). Af þessari landlægu og sótt- næmu hækkunarsýki, hlýtur mað- nr að draga þá ályktun, að meira en lielmingur bæjarstjórnar sje haldinn af þeirri starblindu, að gjaldkræfum bæjarbúum sje enn að fjölga, atvinnufyrirtækin að vaxa og gjaldþol manna að auk- ast, eins og var á veltiárunum. Og að ár eftir ár og oft á ári, megi auka útsvörin og skattabyrði manna. En þessir góðu herrar sýn- ] ast gleyma því alveg, að máttar- stoðir bæjarins eru ekki aðeins bognar orðnar, heldur líka brotn-1 ar, undan ofurþunga skatta og allskonar byrðarauka. 1. Togurum hefir fækkað hjer ár frá ári og veiðitími þeirra hefir , styst, mjög mikið. TJtsvarið í fyrra ^ var lagt á tap togarafjelaganna, það var algert eignarnám á þeinx reitum, sem þau áttu þá eftir. Og -eins var því háttað, bæði um fleiri fjelög og marga menn. Nú er víst mjög vafasamt, hvort; noklturt eitt togarafjelag hjer,' hefir sloppið við reksturstap á s.l. ári. Ilitt er líkara, að alment. hafi tapið nú orðið meira en fyr. A þá enn að hækka þúsunda og tugaþúsunda eignaránið af þess- j nm fjelögum, og gera þeim þar ( með ókleyft að bjarga bæjarbúum ( frá gjaldþroti og hungursneyð? Eru útgerðarmenn sjálfir svo bjartsýnir að þeim lítist vel á þetta ? 2. Hefir kaupmönnum fjölgað í bænum, eða verslun þeirra auk- ist (við höftia) og hagur þeirra batnað svo, aS á þá sje bætandi? Hvað segja þeir? 3. Hafa i#»aiarfyrirtæki grætt svo mikið, að ]>ar verði gripið til gróðans? 4. Hafa iðnaðarmenn (smiðir, múrarar, málarar o. s. frv.) haft svo mikla atvinnu árið sem leið, að á ])á verði miklu bætt? 5. Hafa húsaeigendur þjenað svo, að þar verði nýrra uppgripa leitað? Nýrrar viðbótar við þær nálægt 20 kr. af hverju hundraði, sem fasteignamatsnefndir og ríkis- stjórn, láta nú og framvegis grípa ránshendi til bæjarsjóðs og ríkis- sjóðs, af öllum húsa- og lóðaeig- endum bæjarins. Siíkar árlegar hækkanir og und antekningarlausar, er ekki nóg að nefna eignarán, lieldur verður líka að telja þær brot á stjórnarskrá vorri um friðhelgi eignarjettarins. Allra lielst hjá þeim, sem hafa orð- ið að lækka mikið húsaleigu, fá hana vangoldna, eða . verða að hafa óleigð herbergi og íbúðir, og eiga því ekkert annað en húsin sjálf eða deil í ]>eim, til þess að láta í síhækkandi skattaija. 6. Þá er útsvarsröðin komin að þeim, sem embættislaun hafa, eða góðar atvinnutekjur. Að sjálf- sögðu þykjast þeir ekki heldur ofhaldnir af sínu. En þó verður ekki sjeð, að þessi eign sje neitt rjetthærri en aðrar frjálsar og velfengnar eignir. Þegar búið er að hleypa öllum fvrirtækjum og ,,sjóðum“ í botn- lauet skuldafen, með óhófseyðslu og alls konar leikaraskap, þá er sýnilegt að ekki verður komist hjá nokkru eignaráni. En þá verður ekki heldur komist hjá nokkru atvinnuráni (megi svo orðá það), ef þjóðin á nokkru sinni að komast aftur upp úr fen- inu. Dýpra og dýpra sekkur hún með því, að vera altaf að þyngja byrðina og fjötra hendurnar. En eina bjargráðið, sem vel mundi duga, væri þess gætt, er það, að Ijetta sökkulinn og lofa hverjum einum að bjarga sjer eins og best gengur, með frjálsum og heiðar- legnm hætti. Því meira sem tekið er af eign- um til evðslu, og því meira sem þær þverra, þeirn mun meira mink ar atvinnan og fækkar þeim, sem laun geta fengið. Ef ekki verður reynt að halda jafnvægi milli útgjalda og tekna, milli eigna og atvinnu, milli fram- leiðslukostnaðar og kaupgjalds — verði enn áfram tekin hærri laun og fleiri bitlingar en framleiðsl- an þolir — þá mun enn vaxa ört atvinnuleysið, og lánstraustið þá um leið þrjóta gersamlega, svo að hvorki eign nje atvinna verður þess megnug, að halda lífi í öllum sæg atvinnuleysingja. Það er of seint að tala um skyldu bæjar- éða þjóðfjelags, til að halda lífi í iðjulausúm múg, þegar þeir sem hæst gala um skylduna, hafa gert það með öllu ómögulegt, að uppfylla þá skyldu. Sumir menn segja það — og trúa því sennilega — að hjer á landi þurfi ekki framar að óttast drepsóttir, styrjaldir n.je hungurs- dauða. Mjer sýnist annað. Mjer sýnist ráðleysi sumra, ósvífni og heimtufrek-ja annara, værðarmók margra fulltrúa og kæruleysi þeirra, ,.sem k.omið hafá af sundi sjer“ og „lifa í vellistingum prakt uglega“, styðja hvað annað, og stefna alt í glötunar áttina. Stefna hröðum skrefum að gjaldþroti, bylting og bardögum. En jafn víst og ]>að er, að nótt kemur á eftir degi, eins víst er það, að með gjaldþroti og stórbiltingu í stjórn arfari, kemur meira eða minna liallæri, hungur og manndauði með mörgu móti. Og þá verða engin úrræði önnur til viðreisnar en of- ríki á öllum sviðum, og vinnu- kúgnn verkafólks, fyrir lítil laun. Á síðasta bæjarstjórnarfundi h.jer, viklu flestir Sjálfstæðismenn irnir þoka ofurlítið í áttina að fyrnefndu jafnvægi milli launa og efna með því að lækka dálítið uppbót á: hærri iaunaflokkum bæj- arþjónustuman’na. En þetta var þegar felt, eins og flestar áðrar ráðdeildarsamar tillögur þeirra. En þó jafnaðarmenn allir (5+2) setji sig venjulega móti tillögum Sjálfstæðismanna, ■ þá tekst þeim þó of oft að fleka ,.sjálfstæði“ einhvérs, til fylgis við ráðlítið flan og óþarfa eyðslu þeirra. 0g skáka svo í skjóli minni hlutans um það, að fjárliagsvandræði og alt hið illa, sje Sjálfstæðismönnum að kenna. Það vakti því eigi litla undrun og . gremju mína, að Sjálfstæðis- menn sl?yldu fella tillögu síns eig- in flokks, svo sanngjörn sem hún var og alveg sjálfsögð í þessum f járhagsörðugleikum, að lækka of háa dýrtíðaruppbót. Hverskonar rjettlæti eða sann- girni mælir með því, að gera hærra undir höfði starfsmönnum bæjarins en ríkisins? Svo mikið eru nú þeir menn sem eitthvað eiga til, píndir um skattagreiðslu á öllum sviðum, að- varla mætti minna vera til jafnað- ar þar á móti, en að lækkuð væri til helminga dýrtíðaruppbót flestra starfsmanna ríkis og bæjar. Og jafnframt óhófslaun öll lælrk- uð að miklnm mun. Vitanlega væri drengilegast, ef hálaunamenn vildu sjálfir fúslega láta laun sín lækka, meðan mesta kreppan gengum um garð. Þá væri og sanngjarnt að lækka hæstú launin heldur minna, heldur en að isjálfsögðu verður að gera á. næsta þingi, ef þvinga verður lækkunina fram með nýjum lögum. Bæjarráðsmenn þeir, sem sjálf- krafa hafa lækkað til helminga ráðsmannaþóknun sína, hafa gefið öðrum góða fyrirmynd, til eftir- breytni. En slík ráiðsmenska, að halda launaviðbót hærri hjá bænum en ríkinu, og svo að segja á hámarki mestu veltiára, hvernig sem verð- lag og gjaldþol hrapar; það hlýt- ur að gera gjaldendur sárgrama, starfsmenn ríkisins óánægða, og alla heimtufreka, sem laun eða kaup taka. Drengilegra væri það líka, að lækka með lögum liæstu launin (eigi síst hjá bankastjórum og öðrum slíkum), meðau bændur og aðrir atvinnurekendur verða að ganga á eign sína og gefa þannig með sjer og sínum, í stað þess að taka laun fyrir erfiði sitt. Drengi- legrá segi jeg — en Jónasar-Iagið — að látast greiða há laun eða háa uppbót, en taka svo obban af þessu aftur, til þess að geta haldið uppi háu tölunum og hneyksl- anlegu. Eða hvar mun niðurjöfnunar- nefndin sjá sjer núna fært, að bæta á þessari nærri 358 þusund kr. hækkun útsvara. nema á þá er há laun hafa eða miklar, hrein- ar tek.jur? V. G. Rússar bervæðastJ Fimm ára áætlunin verð- ur að sitja á hakanum. Á fundi allsherjarnefndar kom- múnistaflokksins í Rússlandi, sem nýlega var haldinn í Moskva, helt Stalin langa ræðu og merkilega að mörgu leyti. Skýrði hann þar frá árangrinuin af fyrri fimm ára átæluninni og fyrirætlunum Sov- jetstjórnarinnar. Hann sagði þar meðal annars, að þar sem sum ríki hefði eigi viljað gera gagnkvæman samning við Rússa um það að hefja ekki árás- arstríð, og vegna ástandsins í Asíu, yrði Rússar að búa slg undir stríð. Þess vegna yrði nú að breyta. mörgum stærstu verksmiðjunum í hergagnaverksmiðjur. Og það væri þegar byrjað á þessu, og Rússar gæti nú sjálfir framleitt öll þau hergögn, sem. þeir þyrfti á að halda til þess að reka óvini af höndum sjer. Sagði hann að verk- smiðjur í Rússlandi framleiddu nú þrisvar sinnum meira heldur en á keisaratímunum og helmingi meira heldur en fyrir fimm árum. En meiri framleiðsla væri ekki heimtandi, þetta væri hámarkið, sem nú væri hægt að afkasta. — En vjer höfum nú fengið fótfestu og get.um varið oss, sagði hann. Fj árhagserf iðleikarnir. London 27. jan. Á aðalfundi Midland Bank, sem haldinn var í London í dag, flutti Reginald McKenna, forseti bank- ans, eftirtektarverða ræðu, þar sem hann hjelt því fram, að erfið- leikarnir í gjaldeyrismálum þjóð- anna ættu enga síður rót sína að rekja tíl þeirra ríkja sem enn hjeldu sjer við gullmyntfót, en hinna, sem horfið hefðu frá hon- um. Hann lagði til, að hafið yrði gagngert eftirlit með gengislækk- unum. Þá taldi hann, að með frek- ari gengislækkunum mætti hækka heildsöluverð án þess að verð lífs- nauðsynja hækkaði að sama skapi. Gluggasýning þessa daga: Hljóðfæri, grammófónar, liarmónikur, munnhörpur, nálar, strengir og vara- hlutir í alskonar hljóðfæri Plöfur, nótur: Nýtísku danslögin og- lög úr filmum, sýndum og ósýndum, klassisk og „sal- on“ lög, skóla og ltenslu- bækur. Esperanto: Plötunámskeið og 7 önnur tungumál, Linguaphone, Huguphone. Námsbækur, orðabækur, almennar og við ])essi námskeið. Leðurvörudeildin: Nýkomin ltvenveski af nýj ustu skinn tegundum, gerðum og litum, seðla- veski, seðlabuddur, mynda veski, eigarettuveski, vasa speglá, og peningabuddur. Spil og spilapeningar í kössum og einstakir. — Pennahnífar, pennasköft og ýmiskonar eigulegir hlutir. ágætis til tækifær- isgjafa. Lágt verð. Hl]úðfærahúsið. Bankastræti 7. Hin fullkomnasta hljóðfæra- verslun. Rúsínur, sveskjur, þurkuð epli, blandaðir ávextir, vest- firskur harðfiskur, — mjÖ£ góður, daglega ný egg; frá hænsnabúi V. O. Bernhöft, er seljast bæði í heildsölu og smásölu. Nýtt íslenskt sm.jör vænt- anlegt. Verslunin Sími 3228. firsnmefl: HrftháL Ranðkál. Gnlrætnr. Ranðrðfnr. Párrnr. Gnlrðfnr. /í'/u/wvrutreriAuun-^ \ yeAZiniÁe/iiQ tlll aia) IslersUa rtlpuro!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.