Morgunblaðið - 02.02.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1933, Blaðsíða 2
2 mokgunblavi® Þingmá'afundur á Sauðárkróki. Þann 28. janúar var fjölmenn- nr þingmálafundur haldinn á Hauðárkróki. t%r voru meðal ann- ars eftirfarandi tillögur sam- þyktar: Samvinna flokkanna. Svoliljóðandi tillaga frá Sig. Sigurðssyni sýslumanni var sam> þykt með samhljóða atkvæðttm: ..Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir samvinira þeirri, er tekist liefir rnilli Sjálfstæðisflokksins og meiri hluta Framsóknarflokksins á síðasta Alþingi. Væntir fnndur- inn þess að flestum landsmönnum batði utan þings og innan, sje nú orðið það ljóst, að þjóðarheill krefst þess, að stjórnmálaflokk- aniir vinni saman. að bjargráðum atvinnuvega, á yfirstandandi krepputímum. Því skorar fundur- inn á nefnda þingflokka, að treysta samvinmt sína á næsta þin gi“. Kr eppuráðstaf anir. Svohljóðandi tillaga frá Steingr. Steinþórssyni var samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að gera það sem auðið er. og fjárhagur ríkisins leyfir, til að styðja atvinnuvegi lands- manna, yfir núverandi kreppittíma bil, svo sem með því, 1) Að lækka vexti eins og frek- ast er auðið. 2) Að lækka leignr eftir fast- eignir og lausafje til samræmis við peningaleigur. 3) Að víxlum og öðrum lánum er á bændum og fjelögum þeirra livíla. og þeir fá ekki staðist straum af, verði breytt með nauða- samningum. eða á annan hátt, t ]>að form. að þau verði þeim við- ráðanleg. 4) Að trygt verði með laga- ákvæðum að jarðeignir er bankar kunna að yfirtaka, lendi ekki í braski, en þeir ’sem jarðeignirnar ],afa átt, eða börn þeirra hafi for- gangsrjett að ábúðinni.“ Yiðaukatillaga frá Jóni á Reyni- stað. 5) Að gera alt sem unt er til að ná sem bestum markaði fyrir íslenskar framleiðsluvörur erlend- is, og auka markað fyrir þær innanlands; enn fremur styðja og efla innlendan iðnað, er vinnur úr hráefnum landsmanna, svo sem með sútun skinna, aukinni ullar- vinslu og útvegun vjela, til heim- ilisiðnaðar. Ennfremur frá Steingr, Steinþ. í því sambandi vill fundurinn benda á: 6) Að styðja að fjölbreyttari framleiðslu bænda, svo sem með aukinni garðrækt, innflutningi lcarakúffjár o. fl. Ennfremur frá Jóni á Reynistað 7) Að sníða þá tekjuaukalög- gjöf, sem nauðsynleg kann að reynast, tíl viðreisnar landbúnað- inum þannig, að þess sje vandlega gætt, að draga ekki til ríkissjóðs það fje, er ætla má að elia gengi til viðhalds og eflingar framleiðslu og atvinnuvegum landsmanna. Fjármál. Svohljóðandi tiRaga frá Pjetri Hannessyni var samþykt í einu hljóði: „Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn: 1) .Að gæta ítrasta sparnaðar við afgreiðslu fjárlaga, og gæta varhuga við allri eyðslu, umfram fjárlaga heimildir. 2) Að taka ekki ný ríkislán nema til greiðslu eldri lána, ef það þykir hagkvæmt. 3) Að fækka starfsmönnum rík- isins, og opinberra stofnana, svo sem auðið er. 4) Að samræma laun opinberra stofnana. svo að hverfi það óhæfi- lega misrjetti, sem nú er milli ein- stakra launaflokka. og gæta þá jafnframt. að sjálfsögðu. nauðsyn- legs sparnaðar. Vill fundurinn í þessxt efni sjerstaklega benda á óhæfilega há-laun bankastjóra og starfsmanna við opinberar stofn- anir.“ TiHaga frá Steingr. Steinþórs- syni var og samþykt: „Fundurinn skorar á Alþingi, að samþykkja ríflegan tekjuskatt af hátekjum, en hann telur það hátekjur. sem er nmfram rífleg ]mrftarlaun“. En P. H. bætti við tillöguna: Og sje þurftarlaun með hliðsjón af framfærslukostnaði í hverjum landshluta. Skattskyldar í þessu sambandi eru ekki þær tekjur, sem sannanlegt er að gangi til eflingar atvinnurekstri skattþegna ísamjiykt með samhljóða atkv. Kjördæmamálið. Tillaga frá Eysteini Bjarna- syni, svo hljóðandi, var samþykt með 'öllum þorra atkvæða: „Fundurinn treystir því, að ríkisstjórnin haldi ]oforð þau, er liún gaf á síðasta þin gi, um að h'ggja fyrir næsta þing frumvarp, til stjórnskipunar og kosninga- Jaga. er feli í sjer viðunandi lausn þeirra mála“. Um atvinnubætur. Gísli Magnússon bar fram svo- hljóðandi tillögu, er Pjetur Hann- esson jók við, og samþvkt var: — Fundurinn telur að ríka á- herslu beri að leggja á það, að þeim atvinnubótum, sem væntan- lega verður ekki hjá komist að veita fyrst um sinn, verði hagað á þann liátt, að orðið geti undir- staða undir auknum atvinnumögu- leikum í framtíðinni; telur fund- urinn að styðja beri eftir því, sem fært þykir tilraunir verkamanna sjálfra til skipulagsburtdinnar sam vinnu um atvinnurekstur t. d. fiskveiðar, ræktun, iðnað o. fl. Viðaukatillaga: Leggur fundurinn 'pherslu á það. að verklegum framkvæmdum ríkissjóðs verði hagað á þann hátt, að þær dragi sem mest úr atvinnuleysi í landinu. Tillaga kom fram frá Steingr. Steinþórssyni um einkasölu á bif- reiðum. vjelum og vjelahlutum, en eftir allmiklrfr umræður tók til- lögumaður hana aftur. Veriífallið í Ulster. Belfast, 1. febrúar. United Press. FB. Sjálfboðaliðar, verndaðir af vopnaðri lögreglu, hafa haldið uppi nauðsynlegustu járnbrautar- samgöngum í IJlster, þar sem 6000 járnbrautastarfsmenn , hafa gert verkfall. minning. Alexía Margrjet Guðmundsdóttir. Hinn 20. janúar s-1. ljest hjer í bænum ekkjan Alexía Margrjet Guðmundsdó.ttir frá Mjósundi í Villingaholtshreppi. — Hún var fædd 4. desember 1853 að Eyva- koti á Eyrarbakka, 0g var hún dóttir Guðmundar Þorkelssonar og Onnu Sigurðardóttur, er þar bjuggu. Hún val' lá unga aldri, er hún misti föður sinn. Móðir hennar giftist aftur Jóni Þórðar- syni frá Syðri-Hömrum í Holt- um, en Alexía fluttist þá barn að aldri að Álfsstöðum á Skeið- um og var þar fram undir ferm- ingu. Þaðan fór hún að Oddgeirs- hólum og var þar til seytján ára aldurs, er hún fluttist að Urriðafossi. Þar dvaldist hún þar til hún giftist árð 1882, J>á tæp- lega þrítug. Maður hennar var Jón Jónsson frá Syðri-Hömrum i Holtum. Þar byrjuðu þau bú- skap og bjugO'u þar fram til vorsins 1886, er þau fluttust að Mjósundi í Villingaholtshreppi. Þar bjuggu þau saman fullan áratug. Þáf misti hún mann sinn, árið 1897. en liann dó af slys- förum, varð undir bæjarvegg, er liann var að rífa. Þeim Jóni og' Alexíu varð tiu barna auðuð. Mistu þau fimm í æsku og eina dóttur, Kristínu, uppkomna. Fjög- ur eru á lífi. þau Þórunn, Anna. Halldór og Helgi, öll gift og bú- sett í Reykjavík. Eftir að Alexía misti mann sinn hjelt hún áfram búskap á Mjó- sundi, og varð þá fyrirvinna hjá henni Hannes Jónsson, ágætur maður og henni samhentur. Kann- es andaðist 1911. Síðar fluttist hún að Hurðarbaki til Arna Páls- sonar hreppstjóra og gerðist bú- stýra hjiá honitm. Hafa þau haldið saman jafnan síðan af mestu trygð og ræktarsemi á báða bóga. Auk barna sinna ól Alexía upp tvö börn, þau Áslaugu Gunnlaugs- dóttur kennara á Vífilsstöðum, og Gísla Sigurðsson kennara í Rvík. Alexía var m.jög vel gefin kona til líkama og sálar. Hún var mesta fríðleikskoría, greind vel, liafði ágæta söngrödd og hafði mikið yndi af söng. Ljettlynd var hún og góð í skemtihóp, svo að mikið þótti ávanta á' gleðifundum, ef liennar var saknað. Þó er enn ótalið það, sem aflaði hennar mestra vinsælda og lengst mnn halda minningu hennar lifandi. en það fórnfýsi hennar og mann- gæði, sem hún átti í ríkum mæli og fekk þráfaldlega t.ækifæri til að sýna á. langri og erfiðri æfi. Kunnugur. Margar tegundir af Holmblads-spilum. eru komnar aftur. Þessi spil eru við hæfi allra spilamanna. Sími: Einn - tveir - þrír • fjórir. Verslunar- og ibúðarhús til sölu. Verslunai- og íbúðarhús mitt við Aðalgötu 20 á Siglu- firði er til sölu. Laust til afnota 14. maí n.k. Húsið liggur við fjölförnustu götu bæjarins og er því vel fallið til versl- unarreksturs. Húsið er í ágætu standi og selst með góðum greiðsluskilmálum. Talsvert af vörubirgðum geta einnig fylgt með í kaupunum. — Væntanlegir lysthafendur snúi sjer til undirritaðs, eða hr. Jónasar Ólafssonar hjá Tóbaks- einkasölu ríkisins, Reykjavík. Akureyri, 21. janúar 1933. Cnðbjðrn Björnsson, kaupmaður. P. O. Box 62. Sími 62. Væntanlegt með Dettlfoss: Epli Delecious 2. tegundir. Appelsínur Jaffa 144 stk. Appelsínur Walencia 240 og 300 stk. Laukur. Bláber. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400 (3 línur). Stórmerk ny bók; LAGASAFN Gildandi lög íslensk 1931. í þessari miklu og vönduðu bók, sem Bókadeild Menningarsjóðs hefir nú gefið út, og Ólafur Lárusson, prófessor, annast útgáfu á, er öllum íslenskum lögum, sem I gildi voru í árslok 1931, safn- að í eina heild og raðað þar eftir efni laganna í þessa aðalflokka, sem hver hefir fjölda undirflokka: I. Stjórnarskipun — II. Stjórnarfar — III. Hjeraðsstjórn — IV. Atvinnuvegir — V. Einkamálarjettur — VI. Refsilög — VII. Dómstólar og rjettarfar. Ennfremur er önnur skrá yfir lögin í aldursröð, og loks hin þriðja yfir atriðsorð, með tilvísun í dák þann, er atriðið kemur fyrir í lögunum. Þetta gerir LAGASAFNIÐ afar handhægt í notkun og beinlínis ómissandi fyrir allar opin- berar skrifstofur, banka og sparisjóði, skrif- stofur Iögfræðinga, kaupsýslumanna, iðnaðar- fyrirtækja og fjölda annara. LAGASAFNIÐ er yfir 1000 blaðsíður í stjórnartíðindabroti, og kostar innbundið í sterkt strigaband kr. 40.00. Síðar mun það einnig fást í skinnbandi. LAGASAFNIÐ fæst hjá bóksölum, sem selja bækur Menningarsjóðs,"og er ennfremur afgreitt gegn póst- kröfu hvert á land sem er frá aðalútsölunni í Reykjavík. Aðalútsala fyrir Bókadeild Menningarsjóðs hjá BPBRIEM Austurstræti 1 — Sími 2726. AfgTCÍðsla fátækramála. Á fundi j greiðslu fátækramála, fyrir 80 kr. bæjarráðs 27. jan. skýrði borgar- ',i mánuði. Bæjarráð samþykti að stjóri frá því. að bærinn gæti feng taka. þessi herbergi á leigu fyrir ið 2 herbergi á hæðinni næst fvrir fátækrafulltrúana. ofan skrifstofu bæjarins, til af-1 -----♦ ♦ ♦------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.