Morgunblaðið - 02.02.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1933, Blaðsíða 4
4 M < > K (i i NBLAÐIÐ Blússuteygja, rennilásar, sokkar, u llar vetlingar, mor gunk j ólaef ni frá 95 aur. pr. meter. Þingholts- stræti 2, Hólmfríður Kristjáns- dóttir. _______________ Kjólar, svartir og mislitir, blóss- ur, pils, mikið órval. Þingholts- stræti 2, Hólmfríður Krist.jáns- dóttir. Glænýtt fiskfars, livergi eins gott. glæný kæfa. Verslunin Kjöt & Grænmeti, Bjargarstíg 16. Sími 3464.________________________ tslensk málverk, fjölb'-eytt úr- val, bæði í oliu og vatnslitum, sporöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir 1 stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. DagbóB. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5): Fyrir austan land er djóp lægð, sem veldur hvassri N-átt hjer á landi með snjókomu á N- og A- landi. Dregið hefir talsvert úr frosti síðan í gær, er nó víðast 2—4 st. Á NA-landi er þó hlýrra, alt að 2 st. liiti. N-áttin mun hald- ast næsta sólarhring og vafalaust lengur. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass N. Úrkomulaust. Gengi dönsku krónunnar var skráð hjer í gær jafnt þeirri ís- lcnsku. En í Osló var dönsk króna skráð á 87.50. Inflúensan í Hafnarfirði. Sam- lrvæmt því, sem hjerajðslæknir skýrði blaðinu frá í gær, hafa 5 menn alls tekið inflúensnna í Hafn arfirði og eru þeir af þremur heimilum. Heimilin voru strax sett í sóttkví; er nú ail-langur tími liðinn síðan sá síðasti veiktist og Sími 2105. _______ Fiskfars, fiskbúðingur, fiskboll- ur, kjötfars, kjötbúðingur, / kjöt- bollur fást daglega. Freia, Lauga- veg 22 B. Sími 4059. _______________ Veislur, skemtanir og fundahöld. Sanngjarnt verð. Café Svanur við Barónsstíg og Grettisgötu. fllt á sama stað. Nýkomið: Rafgeymar fvrir bíla og mótorbáta, ábyggilega þeir bestu miðað við verð. — Fjaðrir : flesta liíla, mjög ódýrar. Fram < g afturluktir, perur, allar gerðir, einnig allir kveikjuhlutar. Alls- konar kúlu & rúllu lagerar. Snjó- keðjur, allar stærðir, með hinum viðurkendu, góðu lásum, verðið það lægsta fáanlega. Einnig ótal margt fleira. Egill Vilhjálmssou. Laugavegi 118. Símar: 1716 — 1717 — 1718. Er tekið fram yfir alt ann- að innlent aldinmauk. Hús- mæður munið að biðja á- kveðið um Blöndahls bland- aða aldinmauk. því góðar horfur á, að veikin ætli eklti að breiðast út. Væri betur að það heppnaðist að stöðva út- breiðslu veikinnar. Sigurður Einarsson, síra, veður upp á Morgunblaðið með óbóta- skömmum fyrir að blaðið sýndi nemendum hans þá kurteisi að birta tillögu frá þeim um hann. Vitanlega gæti þröngsýnn oflát- ungur eins og Sigurður Einarsson ekki látið sjer detta í hug að sýna neinum hvorki kurteisi nje tilhliðr unarsemi. En Það hlýtur síra Sig- urður Einarsson að vita, að þó nemendur hans í Kennaraskólan- um sjeu svo mannaðir að þeir geti í ár haldið lökustu tilhneigingum Sigurðar í skefjum, þá getur álit Morgunblaðsins á síra Sigurði á engan hátt breyst. Síra Sigurður er og verður í augum blaðsins sami ómerkilegi og þröngsýni blaðrarinn, eins og flokksmenn hans nýlega hafa lýst honum í Al- þýðublaðinu. Ætti síra Sigurður Einarsson eftir þá. útreið „fyrir hönd sjálfs sín“, eins og hann komst að orði í haust, að hafa vit á því, að hafa undur hægt um sig. Útvarpsnotendafjelagsfundur er í kvöld í húsi Oddfellowa í Vonar- stræti og byrjar kl. Sy2. Þar verða til umræðu útvarpstruflanir, út- breiðsla útvarpsins og önnur mál einhver, sem ekki er getið um í fnndarboðinu liver eru. Ættu fje- lagsmenn að veita málefnum út- varpsins þá eftirtekt að sækja fund þenna vel. Ljósmyndasmiðir, áhugamenn og atvinnúmenn, eru beðnir að muná eftir sýningu Ferðafjelags íslands. ITpplýsingar í síma 3794, daglega frá kl. 1—2 síðd. Frestur um þátt- töku tilkynnist til næsta sunnu- dags 5. febrúar. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði. — Síra Garðar Þorsteinsson biður fermingarbörn sín að lcoma til viðtals næstkomandi laugardag kl. 6 síðd. í húsi K. F. U. M. Hjálpræðisherinn. Fimtudaginn 2. þ. m. verður hljómleikasam- koma. Strengja- og lúðrasveitin aðstoða. Major Beckett sýnir skuggamyndir friá íslandi og Græn landi. Aðgangur kostar kr. 0.50. Kapt. Graham stjómar. Aðalfundur Stúdentafjel. Reykja víkur verður haldinn í Varðarhús- inu í kvöld. Hefst liann kl. 8% síðd. stundvíslega. Fjelagar beðnir um að fjölmenna. L. F. K, R. heldur skemtifund föstudaginn 3. febr. kl. 8% í Odd- ff'Uowa-búsinu nýja. — Kvöldinu verður varið til þess að minnast Björnstjerne Björnsons hins norska skáldmærings. Flutt verður erindi um hann, lesnir kaflar úr ritum hans og sungin ljóð eftir hann. Sýnt verður atriði vir ljóð- leiknum „Arnljót Gellini“. Að- gangur (aðeins fyrir fjelagskonur og gesti þeirra) er kr. 2.00 og er innifalið kaffi. Fjelagskonur ættu að fjölmenna því hjer er eflaust góðrar skemtunar að vænta. Atvinnubótavinna. Bæjarráð hef ir samþ. að láta vinna í atvinnu- bótavinnu að grjótnámi í Rauð- arárholti, til notkunar við uppfyll- irigu í höfnina við Ægisgötu. — Einnig var samþ. að byrja nú þeg- ar fiskreitagerð norðan við Há- teigsveg rjett vestur af vatnsgeym inum, og verður það verk einnig unnið í atvinnUbótavinnu. Bæjarstjórnarfundur verður hald inn í Kaupþingssalnum kl. 5 í dag. Eru þar 22 mál á dagskrá, þ. á m. kosningar innan bæjarstjórnar. Togararnir. Ólafur fór á veiðar í fyrrinótt. Karlsefni kom frá Eng- landi í gær og fór á veiðar. Saltskipið „Tngerfire“ fór hjeð- an í gær. Til Strandarkirkju frá II. E. 5 kr., N. N. 2 kr„ N. N. 2 kr„ N. N. 12 kr. Til Mæðrastyrksnefndarinnar frá stiilku 5,0 kr. Telpur fyrir rjetti, heitir mynd sú, er Nýja Bíó sýnir þessi kvöld. Myndin er þýsk og hefir vakið mikla eftirtekt erlendis. og mikið verið um hana ritað. í upphafi bannaði kvikmyndaeftirlit Þjóð- verja að sýna myndina. En síðar fekkst sýningarleyfi þar í landi, og myndin varð vinsæl. Hún f jall- ar m. a. um allflókin sálfræðileg efni, hvernig sjiiklegt ímyndunar- áfl kornungrar stúlku hleypur með hana í gönur. Leiknr aðalper- sónanna er ágætur. Dansskóli Rigmor og Ásu Hans- son heldur dansleik á laugardag- inn kemur í Tðnó. Bethanía. Samkoma í kvöld kl. 814- Blandað kór aðstoðar. Allir velkomnir. Aflasölur. Leiknir seldi í fyrra- dag í Grimsby, 1800 körfur fyrir 577 stpd., og Baldur í gær, einnig í Grimsby, 1300 körfur fyrir 556 stpd. K. F. U. M. A,—D. fundur í /kvöld kl. Sy2. Síra Bjarni -Tónsson dómkirkjuprestur talar. Inntaka nýrra fjélaga. Allir karlmenn vel- komnir. Afmælisfagnað sinn heldur Iðn- aðarmannafjelag Reykjavíkur á morgun að Ilótel Borg. Aðaldansleikur K. R. fer fram næstk. laugardag í K. R.-húsinu. Hafa aðaldansleikir þessa fjelags jafnan þótt framúrskarandi fjör- ugir og í alla staði skemtilegir, enda ávalt mikið sóttir. Að þessu sinni hefir verið vandað sjerlega vel til dansleiksins, bæði hvað snertir skreytingu hússins og hljómsveitina, þ. e. hin ágæta 6 manna hljómsveit, frá Hótel ís- land. Má því búast, við mikilli að- sókn og hefir blaðið verið beðið að minna f jelagsmenn á að tryggja sjer miða sem allra fyrst, fyrir sig og gesti sína. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Grammófón- tónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Sálarrannsóknir og raun- vísindi, TT. (Síra -Takob -Tónsson). 21.00 Tónleikar. (Útvarpskvartett- inn). Fiðlusóló. (Georg Takács). Max Brueh: Fiðlukonsert í G-moIl, Op. 26. Grammófón: César Franek: Symphonische Variation- bn): H. B. $ Go. Kanpmenn I Hnnið eitir, nfl 0TA og GTLDEN AX haframjölifl^ sem ern heimsþekt iyrir gæði, seljnm vifl mjög fldýrt.-Reyniú það. H. E e u 6 ú i M I s s? m m & Cm Sími 1228 (þrjár línur). KM/fAitm ER Bl/V Strætisvagnafjelag Reykjavíkur hefir farið fram á, að verða und- anþegið útsvari. Bæjarráðið vildi ekki verða við þeirri beiðni. Halldór Pálsson lóðaskrárritari hefir farið fram á 600 kr. á ári sem þóknun fyrir mótorhjól sitt, er hann notar í þágu bæjarins. Bæjarráð samþykti þetta. Den Syhrske Husmoderskole Opr. 19:<l. Kob-nhavn. Pustervig 8 4 Mdr.s Kursus paa Kost- skolen begynder til Marts. Foríang Program. Gaskolin. Bæjarráð hefir sam- þykt að gera kröfu um 860 kr. á liendur seljendum þeirra kola, er gasstöðin fekk fyrir jólin, sem skaðabætur fyrir drátt á afhend- ingú kolanna. Þóknun til barnaverndarnefnd- ar. Barnaverndarnefnd hefir sótt um til bæjarráðs, að nefndarmenn fái þóknun fyrir störf sín. Tveir bæjarráðsmenn vildu veita 3000 j kr. á ári, til skifta milli nefndar- j manna, aðrir tveir vildu bafa upp- j hæðina 1200 kr„ en borgarstjóri J 2100 kr; Bæjarstjórn sker úr hver j upphæðin verður. Eftirgjöf á vörugjaldi. Shellfje- lagið hefir farið fram á eftirgjöf á | vörugjaldi af olíu og bensíni, sem fiutt er lijeðan aftur til Iiafna innanlands frá geymum fjelagsins við Skerjafjörð. Hafnarstjórn bef- ir orðið við þessari beiðni. Lækjartorg. Bæjarverkfræðingur hefir lagt til, að tilbögun Lækjar- torgs yrði þessi: 1) að tekin verði af stjettinni á miðju torginu 3 m. ræma fyrir strætisvagnastæði, 2) að telrin verði bnrtu klnkkan og símaskýlið, 3) að leyft verði að reisa 1 skýli alt að 8 ferm. að stærð á miðju tórginu, enda skuli útlit skýlisins samþykt af bæjar- ráði eða þeim manni eða mönnum er bæjarráð felur að dæma um það. —Áliti og tillögum verkfræðings fylgdi uppdráttur af torginu. Bæjarráð samþykti tillög- ur bæjarverkfræðings, enda komi þær til framkvæmda eftir nánari álcvöðun bæjarráðs síðar. Ákveðið var að segja Magnúsi Kjaran upp rjetti til að liafa klukkuna á torginu. Sjómannakveðja. FB. 31. janúar. Erum lagðir af stað áleiðis. til Englands. Kveðjur til vina og vandamanna. Skipverjar á Braga. Nýkousið: Náttföt. Náttkjólar. Skyrtur. Buxur. Undirkjólar. Mjög- smekklegt úrval. Vdruhusid. fEr hnfl yðar slæm? Ef þjer hafið saxa, sprungnai húð, eða, fílapensa, notið þá Rósóf Glycerin, sem er liið fullkomnasta í hörundssmyrsl, er strax græðir og mýkir húðina og gerir, hana silki- mjúka og fagra. Varist eftirlíking- ar. Gætið þess að nafnið Rósól sjc á umbúðunum. Fæst í Laugavegs Apóteki. Ivfja- | búðinni Iðunn og víðar. H.f. Efnagerð Reykjavíkur.. Síml 4514. bæjar-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.