Morgunblaðið - 23.02.1933, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.02.1933, Qupperneq 4
4 j MORGUNBLAÐIÐ Islensk frímerki kaupir Biarni Þóroddsson, Urðarstíg 12. Glæný ýsa og silungur. Hring- ið í síma 4933. Fisksala Halldórs Sigurðssonar. Silkiklæði, besta teg. nýkomið í versl. ,,Dyngja“. Sími 1846. Fasteignagjöld til bæjarins. Kniplingar á upphlutsbak, nýjar tegundir, ódýrari og betri en áður hafa þekst, nýkomnir í Versl. ,,Dyngja“, Bankastræti 3. Slifsisborðamir nýju, eru nú komnir aftur í stærra úrvali en áður var. Slifsi og Svuntuefni í góðu úrvali. Versl. „Dyngja“. Út af umtali, sem orðið hefir í blöðum og annarstaðar, um það, að fasteignagjöld af lóðum mundu ekki rjett talin á gjald- seðlum þeim, sem sendir hafa verið út frá bæjargjaldkeranum, hefir bæjarráðið og bæjarstjóm ályktað, eftir undangengna rann sókn á löggjöfinni um þetta efni, að lóðargjöldin beri að leggja á fasteignamatsverð lóðanna ásamt mannvirkjum á þeim. Er því ekki að vænta breytinga á hinum útsendu gjaldseðlum, og eru menn því beðnir að fresta ekki greiðslu á fasteignagjöldum sín- um af þeirri ástæðu. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. febr. 1933. Jód Þorlákssoa. Fiskbúðin Frakkastíg 13. Dag- lega nýr fiskur. Reyktur og, næt- ursaltaður. Lægst verð. Áreiðan- leg viðskifti. Skrifið í símaskrána 2651. Morgunkjólaefni frá 3.75 í kjólinn. Sömuleiðis stórröndótt Tvisttau. Skotskt bómullartau í ódýru úrvali. Versl. ,,Dyngja“ Ný ýsa og þorskur. — Einnig reyktur, þurkaður og útvatnaður fiskur. Fisksalan; Vesturgötu 12. Sími 4939. Mislitar Blúndur á Eldhús- gardínur, Hörblúndur, breiðar og mjóar. Handgjörðar blúndur. Koddavershorn. Versl. ,Dyngja‘. Slifsiskögur í mörgum litum. Flöjelisteygja í 3 breiddum. Flöjelisbönd, svört og mislit. Hlírabönd, margir litir. Blúsu- teygja, nýkomið. Versl. Dyngja. Kjötfars, heimatilbúið 85 aura % kíló og fiskfars 60 aura % kíló. Fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Svört og hvít og munstruð efni í upphlutsskyrtur og svuntur. Svört efni í kjóla. Fermingar- kjólaefni, nýkomið. Versl „Dyngja“. Eldhúsgardínuefni, falleg og ódýr. Glugga- og Dyratjalda- efni. Storesefni frá 1.95 meter. Nýkomið. Versl. „Dyngja“. 2—300 netjaslöngur óskast keyptar. Tilboð sendist í póst- hólf 163. Húsmæður! 4456, 2098 og 4402 hafa verið, eru og verða bestu fisksímar bæjarins. Stór og smá ýsa fyrirliggjandi. Haf- Iiði Baldvinsson. 2. Lönklasse. Plads söges strax, fra 1. Marts, April eller Maj paa islandsk Mejeri. Er 24 Aar, 4% Aar ved Faget. Har Plads paa herværenda Mejeri. lste Kl. Anbe- falinger. NB. Förerbevis haves. Kristian Bjerre Sand, Mejeriet ”Bestbro“, Stenlöse Sj. (Dan- markj. Maturinn í Café Svanur við Barónsstíg og Grettisgötu er nú alviðurkendur, sem besti fáanlegi maturinn í bænum, fyrir svo lágt verð. — tslensk málverk, fjðlb>-eytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mðrgum ■tærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11. Sig. Þorsteinsson. Reykjahlíðarmálið útkljáð. Vig- fús Einarsson skrifstofustjóri hafði óskað eftir því, að hann yrði leystur frá samningstilboði því, um sölu á Reykjahlíð, er hann hafði gert við Magnús Guðmunds- son ráðherra, þar eð hann hefði betra tilboð í eignina frá öðrum. Mál þetta var lagt fyrir fjárveit- inganefnd neðri deildar í gær og lýsti hún yfir því, að hún mundi ekki leggja til að neitt fje yrði veitt til fávitahælis á þessu þingi —- og er þar með mál þetta úr sögunni. Fimtugsafmæli á í dag Ingi- björg Bergvinsdóttir á Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu. Stuttir þingfundir gerast nú daglega; ern flest stjórnarfrum- vörp komin til nefnda. Ekkert bólar enn á stjórnarskrárbreyting- unni, sem lofað var í þessari viku. Sennilega kemur frumvarpið á fcstudag eða laugardag. Ekkert hefir heyrst um það, hvernig stjórnin hugsar sjer að leysa kjör- dæmamálið. Skuggasveinn var í gær leikinn fyrir fullu húsi í 2. sinn, og verð- ur leikinn aftur í kvöld. Næst verður leikið á sunnudaginn. Dagskrár Alþingis í dag. Efri deild: Laun embættismanna. — Neðri deild: Bann gegn drag- nótaveiðum í landhelgi. Vitar og sjómerki. Sunnarlega yfir rifið milli Málmeyjar og Þórðarhöfða, hefir verið mörkuð leið fyrir smáskip og báta. Merkin eru tvær hvítar vörður nokkru fyrir sunnan Lónkot. Neðri varð- an stendur á grundum upp frá sjónum, en efri varðan uppi í hlíð- inni. Vörðurnar bera saman í 68%° stefnu. Á siglingaleiðinni yf- ir rifið hefir ekki fundist minna dýpi en 3 metrar um fjöru. Vestur af rifinu dýpkar ört, en jafndýpk- ar ofan í Málmeyjarfjörð. Útvarpað var í Þýskalandi í gær allnákvæmri fregn af Papeyjar- slysinu, sem varð hjer fyrir utan höfnina á mánudagskvöld. Kvennadeild Merkúrs biður fje- laga sína að gefa poka á ösku- dagsfagnaðinn og koma þeim til stjórnarinnar eða hárgreiðslustof- unnar Carmen, Laugaveg 64. E. Kreppunefnd. 7 manna kreppu- nefnd var kosin í Nd. í gær, og verður til hennar, vísað málum, sem snerta kreppuna og ráðstaf- anir gegn henni. 1 nefndinu voru kosnir: Pjetur Ottesen, Magnús Jónsson, Tryggvi Þórhallsson, Ing ólfur Bjarnarson, Bjarni Ásgeirs- son, Steingrímur Steinþórsson og Haraldur Guðmundsson. Reykjahlíðar-málið. Vigfús Ein- arsson skrifstofustjóri hefir sent Mbl. til birtingar grein um Reykja hlíðarmálið, en vegna rúmleysis gat greinin ekki birst í blaðinu í dag. Hlutleysi útvarps. Innanríkisráð herra Frakklands hefir gefið út reglugerð um eftirlit með hlutleysi útvarpsins í stjórnmálum. (FÚ.). — Knattspyrnufjelagið „Fram“ heldur 25 ára afmælisfagnað 4. mars n.k. í þetta sinn hyggst stjórn fjelagsins sjerstaklega að vanda til fagnaðarins, og biður hún fjelagsmenn að tilkynna þátt- töku sína sem fyrst. Hjálpræðisherinn. 1 kvöld verð- ur haldin hljómleikasamkoma kl. 8 síðd. Annað kvöld verður helg- unarsamkoma kl. 8 síðd. Majór Beckett stjórnar. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Almenn samkoma í kvöld kl. 8. — Ungbarnavernd Líknar, Báru- ! götu 2. Læknir viðstaddur á fimtu [ dag og föstudag kl. 3—4. í K, F. U. M. A,—D. fundur í kvöld kl. 8y^. Jóh. Sigurðsson tal- ar. Efni: 2. gr. fjelagslaganna. Allir karlmenn velkomnir. Frá Eimskip. Gullfoss fór frá Leith 20. þ. m. áleiðis til Reykja- víkur. — Goðafoss fór frá Reykja- vík í gærkvöld vestur og norður. — Brúarfoss fer frá Reykjavík á morgun 'til utlanda. — Dettifoss kom til Hull í gær. — Lagarfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrra- dag áleiðis til Leith. — Selfoss fór frá Hull í fyrrinótt, áleiðis til Reykjavíkur. Cermak borgarstjóra í Chicago hefir nú versnað og eru menn liræddir um líf hans. — Hitinn er mjög hár og Iiggur hann með óráði. (FÚ.). Grávörukauphöll. Sir Percy Greenaway, yfirborgarstjóri Lond on, opnaði í dag grávörukauphöll þar í borginni, og er hún sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Að stofnun þessari standa 40 grávöru- kaupmenn. (London, 22. febr. FÚ). Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Þingfrjettir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Erindi: Holdsveikin á fslandi, H. (Sæm. Bjarnhjeðinsson prófessor). 21.00 Tónlekar. (Útvarpskvartettinn). Grammófón: Einsöngur (Ritter Ciampi): Mozart: Ei parte senti ah no, úr „Cosi fan tutte“. Voi che sapete, úr „Brúðkaup Figar- os“. Meyerbeer: Lag hirðsveins- ins, úr „Húgenottunum“. (Lúðra- sveit Reykjavíkur). Dánardægur. Jón Þorsteinsson bóndi að Seljamýri í Loðmundar- firði ljest að heimili sínu 17. þ. m. 85 ára að aldri. Jón var tvíkvænt- ur. Fyrri kona lians hjet Vilborg Árnadóttir og varð þeim 4 barna auðið. Tvö af þeim eru enn á lífi, frú Anna María, Baldurshaga, Seyðisfirði og Þorsteinn smiður, Álfhól, Seyðisfirði. Síðari kona Jóns, sem lifir mann sinn, heitir Ragnheiður Sigurbjörg ísaksdótt- ir. Þau eignuðust átta börn og eru af þeim á lífi Sigurður bóndi, Seljamýri, Jón bóndi, Selstöðum, Seyðisfirði, frú Guðrún, Smá.ra- götu 14, Reykjavík, frú Arnbjörg Laugahvoli, Reykjavík, Ragnheið- ur verslunarmær, Ljósvallagötu 10, Reykjavík, ísak kennari, Berg- staðastræti 83, Reykjavík. Norræna fjelagið hjelt nýlega aðalfund sinn. Tala fjelagsmanna jókst um meira en helming á sl. ári og eru þeir nú 140. Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Sigurður Nordal próf.; Pálmi Hannesson rektor; Guðlaugur Rós- inkranz kennari; dr. Gunnlaugur Claessen og Vilhjálmur Þ. Gísla- son skólastjóri. Mentaskólanemendur ætla nú um mánaðamótin að leika sinn árlega skopleik. í þetta skifti er það þýskur skopleikur, staðfærður í Reykjavík af Emil Thoroddsen. — Mentaskólaleikirnir hafa nú í ára tugi þótt merkisviðburðir í sögu bæjarins, og eins mun það verðá nú, því að þessi skopleikur stend- ur ekki fyrri skólaleikjum að baki. Hinn vinsæli skopleikari Bjarni Björnsson hefir leiðbeint nemend- um, og hafa þeir þar verið hepn- ir í vali á leiðbeinanda. Eftir við- tökunum sem skólaleikurinn fekk í fyrra, mUn þessum nýja leik 'áireiðanlega verða vel tekið, því að hann stendur síst að baki þeim síðasta. Leikurinn nefnist „Landa- brugg og ást“ og er það sam- nefni því leikurinn fjallar um hvorttveggja. G. Tónlistarskólinn hefir ákveðið að hafa námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 9t—16 ára. Námskeiðið byrjar 1. mars og verður til maíloka. Kent verður tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum (síðdegis) og er kenslugjaldið sjerstaklega lágt. —• ■ Kennarar verða Hans Stepanek í fiðluspili og Dr. Fr. Mixa í pianoleik og verða honum til aðstoðar færustu nemendur Tón- listaskólans. Niámskeið þetta verð- ur sjerstaklega hentugt þeim nem- endum, sem hafa í hyggju að ganga í skólann í náinni framtíð, þótt vitanlegt sje hver sjálfráður um það, að námskeiðinu loknu. En benda mætti á það mikilsverða atriði, að nám í hljóðfæraslætti sje frá fyrstu byrjun bygt á sama grundvelli, svo enginn tími fari forgörðum til óþarfa endurtekn- inga og breytinga, sem lama áhiig ann og tefja fyrir eðlilegum ár- angri. Verslunarskólanemendur stofn- uðu í fyrra til fyrsta Nemenda- móts Verslunarskóla íslands. Var það skemtisamkoma er nemendur sjálfir önnuðust að öllu leyti. — Nemendamótið var háð í þeim tilgangi að gefa gömlum nem- endum kost á að kynnast fjelags- málum skólans og fylgjast með í þeim frá ári til árs, og til þess að skapa og efla viðkynningu milli nýrra og gamalla nemenda. Sami mun tilgangur Nemenda- Kaupið Hvanneyrarskyrið. Nýtt í dag. Þeir, sem kaupa trúlofunarhrinjfa hjá Sigurþór verð altaf ánægðir. Hár við íslenskan búning fáið þið best og ódýrast unnið úr rothári í Versl. Goðafoss, Laugaveg 5. Sími 3436. Knlasalan s.f. Siml 4514. Karlmannaföt Regnfrakkar Rykfrakkar mest úrval í Vöruhúsinu. mótsins verða framvegis. Nemenda' mót Verslunarskólans, hið annað: i röðinni, verður háð í Iðnó laug- ardaginn •25. þ. m. kl. 8 síðd. Tilhögun mótsins verður svipuð; og í fyrra. Ræður verða fluttar, karlakór skólans syngur, fimleika sýning, pilta og stúlkna, piano- einleikur, leiksýning og að lokum dans stiginn. — Einnig munu nemendur í tilefni af Nemenda- mótinu gefa út blað, sem selt verður í borginni á laugardaginn. Morgunblaðið er 6 síður í dag. f aukablaðinu flettir Jón Þorláks- son ofan af fjáraflaplönum Sig.. Jónassonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.