Morgunblaðið - 23.02.1933, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.02.1933, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ búum, hinsvegar með betri að- stöðu fyrir framtíðina í lok tíma bilsins. Engar líkur virðast vera til að raforka til ljósa og iðnaðar geti lækkað meira í verðí með þess- um orkukaupum en með framhald andi virkjun Elliðaánna, sem samkv. framansögðu gefur svig- rúm fyrir um 30% lækkun frá núverandi verðlagi. Þessu til sönnúnar skal vísað í viðaukatil- boð það, sem hf. Sogsvirkjun jafn framt hefir gért um það, að taka að sjer allan rekstul’ Rafmagns- veitunnar um fyrstu 10 árin eftir að stöð þeirra við Sogið tekur til starfa með niðurfærslu á söluverði rafmagns í bænum, sem þar er tilgreint. Er hjer set.t til samanburður 30% niðurfærslu á verðinu, sem búist er við að fá megi með framhaldi á virkjun Elliðaánna: Náverandi Viöauka- 30')0 verö tilboð lækkun H.f. Sogs- frá núv. Rafmagn til ljósa virkjun vcröi eftir mæli 55 Rafmagn til smá- 45 38.5 vjela 25 Rafmagn til meðal- 20 17.5 stórra vjela 16—8.5 14—5 11.2—6 Fyrir allan almenning í bænum hefir það langmesta efnalega þýðingu, að verð á rafmagni til hjernefndra nota geti lækkað sem mest, og í því efni er aukníng virkjunar við Elliðaárnar álit- legri en orkukaupin. Verðlagið á því rafínagni, sem almenningur hefir mesta þörf fyr- ir, getur því síður en ekki bætt upp a. m. k. tveggja miljóna halla, sem Rafmagnsveitan bíður af orkukaupum móts við Elliðaár- virkjun á þessum fyrstu 8 árum. Ekki skapa orkukaupin bætta aðstöðii eftir þessi 8 ár, móts við Elliðaárvirkjun. Eins og rjettilega er tekið fram í skýrslu Rafmagns- veitunnar, er sú virkjun Sogsins, sem sölutilboðið' byggist á, aðeins bráðabirgðaverk, og vantar alla greinargerð fyrir möguleikum til aukningar. Auk þess yrði bærinn eftir þessi fyrstu 8 ár enn um 22 ár bundinn við sölusamninginn, með því háa verði á orkunni, sem þar er áskilið. Til frekari skýr- ingar á því, hve óhagstætt hið framboðna verð á orkunni er til frambúðar, skal þetta tekið fram. Eftir tilboðinu verður bærinn að borga fyrir hvert árskílówatt upp að 2500 kw. sem hjer segir: Ef orkan er notuð að fullu í alt að 5200 stundir á ári, kr. 169.00 pr. árskw. Sje orkan fullnotuð í 5800 klst. á ári kr. 178.60 pr. árskwr. Og sje sje hún notuð alt árið, 8760 stundir kr. 202.28 pr. árskwr. • Til samanburðar skal þess get- ið, að milliþinganefndin í raforku- málum gerði allítarlega útreikn- inga á möguleikum fyrir orku- veitum frá Sogi um nærliggjandi landshluta. frá stöð, sem jafnframt ljeti í tje raforku t.il Reykjavíkur. Eftir tillögum og útreikningum verkfræðinganna Steingríms Jóns- sonar og Jakobs Gíslasonar bygði nefndin alla útreikninga sína á því, að orkan fengist fyrir kr. 86.00 hvert árskílówatt með ótakmörk- uðum notkunarrjetti við stöðvar- vegg hjá Sogi, og gæti þó lækkað, fyrst niður í 60 kr. og síðar niðui' í 50 kr. fyrir árskílówatt, með vaxandi notkun. 6. Tilhöírun mannvirkja sam- kvæmt áætlun h.f. Sogs- virkjun. Vratnsupptakan er ráðgerð á efri brún Ljósafoss, án þess að gera þar stýflu í Sogið í fyrstu. Vatn- inu á að veita inn í skurð, klædd- an innan með steinsteypu og yfir- bygðan, 875 metra að lengd, sem fylgir landslaginu austan Sogsins niður hjá Syðri-Brú. Þar tekur við þrýstivatnspípa, 650 metrar að lengd, niður í orkuverið undir austurbakka fljótsins rjett neðan við sjálfan Kistufoss. Lengd vatns leiðslunnar frá upptökum til orku vers er þannig 1525 metrar. — Skurðinum og pípunni er ætlað að flytja í fyrstu 12 tonn á sek- úndu, sem svarar til 6000 hestafla í stöðinni, og ráðgert að nota í tveim 3000 hestafla vjelasamstæð- um. Við fyrstu aukningu upp í 9000 hestöfl er svo ráðgert. að hækka vatnsborðið í skurðinum með lágri stýflu í Sogið neðan við inntökuna, svo að hann flytji 18 tenm.sek., leggja nýja þrýstivatns pípu og bæta við einni vjelasam- stæðu 3000 hestafla. Á þessari tilhögun mannvirkja er einn galli mjög áberandi, og gétitr auðveldlega orðið til þess, að ekki þyki fært að nota þessa tilhögun, eða eiga orkuveitu sína undir henni. Vatnsdýptin í Sog- inu rjett ofan við fossinn er ekki mikil, líklega ekki yfir IV2 metra. Þarna á að taka vatnið í skurðinn úr sjálfu yfirborðinu, án þess að liafa nokkurt uppistöðulón eða aukna vatnsdýpt. Eftir allri reynslu við Elliðaárnar og þeirri vitneskju, sem menn hafa um það, hvernig straumvötn haga sjer í snjókomum hjer á landi, má ganga að því vísu, að í snjókomum verð- ur mikið af krapi í vatninu, og það vantar alveg mannvirki, sem dugað geta til að verjast stýflun vatnsrenslis í aðfærsluskurði og ])rýstivatnspípu af þeim sökum. ITið eina, sem dugár til þessa, er að mynda nægilega djúpt inn- renslislón með stýflum, helst ekki grj’nnra en 4 til 5 metra, 0g taka svo vatnið úr því inn í veitutækin — ekki úr yfirborðinu, því að þar situi’ krapið — heldur í sem mestri dýpt eða sem næst botni lónsins. Kraptruflanir eru hjer vel kunnar frá Elliðaárstöðinni, og heppnaðist ekki að yfirstíga þær til fulls fyr en inntökustýflan var orðin um 5 metrar að hæð, og vatnsdýptin ofan við hana til- svarandi. Ekki getur sú lága stýfla, sem fyrirhuguð er við aukningu úr 6000 upp í 9000 hestöfl bætt, úr þessu. En ráðgert, er, að ef síðar yrði hjer aukið upp úr 9000 hest- öflum, þá yrði gerð stýfla og inn- rennslislón í hæð við vatnsborð Úlfljótsvatns, og fengist þá viðun- andi vatnsdýpi við innrenslið. En þá verður hinn 875 metra langi skurður ónothæfur, og verður að leggja þrýstivatnspípu í hann eða meðfram honum. Stöðvarhússtæðið virðist ekki vel valið með tilliti til slíkrar framtíðaraukningar, og að neðanverðu er leift nokkru af fallhæðinni, enda vantar í raun- inni alla greinargerð um aukningu þessarar virkjunar upp úr 9000 li*8töflum. Þótt sleppt sje nauðsynlegum og kostnaðarsömum lið úr hinum fyr- irhuguðu mannvirkjum, sem er stýflan, er þessi 6000 hestafla virkjun ekki sjerlega ódýr, og stafar það auðvitað af hinni löngu leið, sem veita þarf vatninu. Kostn aðurnn við fyrstu virkjun, 6000 túrbínuhestöfl, ásamt veitu til Reykjavíkur og spennistöð við Elliðaár, mun vera áætlaður um 3.5 milj. kr., eða 583 kr, á túrbínu- hestafl við Sog. Vegna orkutaps á leiðinni samsvarar þetta um 620 kr. á túrbínuhastafl í stöð við Elliðaárnar, en eins og áður var getið verður virkjunarkostnaður fyrir uæstu 3000 hestöfl þar ein- ungs 400 kr. á hestafl. Við aukn- ingu upp í 9000 hestöfl mun vera áætlað að kostnaðurinn fari upp í 4.25 milj. kr. eða 472 kr. á túr- bínuhestafl við Sog, og alls ekki líklegt að næsta aukning þar á eftir gæti orðið ódýrari á hvert hestafl, heldur sennilega dýrari, því að hún yrði að bera allan kostnað af stýflu, nýju innrensli, þrýstivatnspípu 875 metra fyrir sitt eigið vatn og þessara áður fengnu 9000 hestafla að aiiki, og 650 metra langa fyrir sitt eigið vatn eingöngu, auk viðbótar á stöðvarhúsi og vjelum. Með þeirri bjTjunarvirkjun, sem tilboðið byggist á, er með öðrum orðum ekki svo búið í haginn fyrir fram- tíðar stækkanir, sem vera þarf og er þetta annar mjög tilfinnanlegur galli á allri tilhöguninni. 7. Virkjun Efra-So.^sins. Upphaflegar tiliögur Ráfmagns- veitunnar um þessa virkjun bygð- ust á því, að veita vatninu eftir jarðgöngum úr Þingvallavatni nið- ur að stöð við TJlfljótsvatn. Var verk þetta boðið út í sambandi við lánsútvegun, en tilboðin, sem komu, leiddu það í ljós, að þessi tilhögun er ekki að öllu leyti hent- ug. Sjerstaklega eru erfiðleikar, sem ómögulegt er að meta fyrir- fram, á því að ganga frá vátns- rensli í jarðgöngin úr Þingvalla- vatni svo semfyrirliugað var. Síðan hafa Rafmagnsveitunni borist uppástungur um virkjun þessa hluta Sogsins frá einum af fremstu sjerfræðingum Norðmanna í fallvatnavirkjun, Chr. F. Gröner verkfræðing, bygðar á því að stýfla Sogið skamt fyrir neðan svonefndan Stekkjarhvamm, og veita vatninu frá þeirri stýflu að orkuverinu. Með tilliti til þeirra uppástungna fjekk svo Rafmagns- veitan Pálma Hannesson rektor til þess að gera á síðast.a sumri ítar- legar jarðfræðislegar athuganir á þessu svæði. Er skýrsla hans hin fróðlegasta, og benda athuganir hans mjög eindregið í þá átt, að engin vandkvæði munu verða á stýflugerð á þessum stað. Eftir uppástungum hr. Gröners verður Efra-Sogið fullvirkjað með 4 vjelasamstæðum á 7000 liestöfl eða 5000 kw. hver, samtals 28000 hestöfl. Fyrsta virkjunin er 7000 hestöfl, og tiltölulega dýrust, því að á hana kemur öll stýflan, en síðari viðbæturnar verða þá líka mjög ódýrar á hvert hestafl. — Kostnaðaráætlanir fylgdu uppá- stungum hans, og eftir þeim, að því er orkuverið snertir, og eftir áætlunum Rafmagnsveitunnar, að því er snertir leiðslu til Reykja- ríkur, mundi kostnaðurinn v«rða: Orku- Leiösla Sam- veriö og spennl- stöö tals milj. milj. milj. kr. kr. kr. Fyrstu 7000 hest- öfl = 5000 kw. 3.80 0.95 4.75 Virkjuð 14000 hö. = 10000 kw. 4.30 1.20 5.50 Fullvirkjað 28000 hö. =•■ 20000 kw. 6.35 2.00 8.35 Nú áætlaði miIUþinganefndin í raforkumálum að til þess að stand- ast allan kostnað af relcstri slíks orkuvers, þar í innifaldar afborg- anir af lánum, sem jafnframt nægja þá a. m. k. fyrii; fyrningu, þyrftu árlegar tekjur að • nema 12% af stofnkostnaði. f fyrstu vrkjun kostar hvert kw. í stöð- inni 760 kr., og þá þurfa tekjurn- ar að vera 12% þar af, eða fram- leiðslukostnaður á árskwr. við slöðvai’vegg hjá Sogi verður 91 kr. 20 au. Eft.ir næstu virkjun kostar hvert. kw. 430 kr., og framleiðslu- kostnaður fyrir árskw. verður þá 51 kr. 60 au. Og eftir fullnaðar- virkjun kostar hvert, ltw. aðeins kr. 317.50, og hvert árskw. við stöðvarvegg getur þá komist nið- ur í 38 kr. Þessar tölur sýna að áætlanir milliþinganefndarinnar um verðið á orkunni við stöðvar- vegg í Sogi standast mjög vel eftir að notkunin er komin nokk- uð á veg. Til samanburðar við orkusölu- tilboðið frá h.f. Sogsvirkjun er rjett að gera sjer grein fjrir hvað orkan frá þessari stöð mundi kosta, látin af hendi úr spenni- stöð við Elliðaárnar. Kemur þá til greina bæði orkutapið við flutn- inginn og 12% árlega af verði leiðslu og spennistöðvar. Eftir þeim reikningi yrði verðið fyrir livert árskflówatt við Elliðaár: í fyrstu 7000 hestafla virkjun kr. 122.50 Með virkjuðum 14000 hestöflum kr. 71.00 Með fullvirkjuðum 28000 hestöflum kr. 54.00 Til samanburðar lijer við kost- ar hvert árskílówatt úr viðbótar- virkjun Elliðaánna (2000 kw. árs- lcostn. 65000.(X)) kr. 32.50 og eftir sölutilboðum h.f. Sogsvirkjun: Fju’stu 25000 kwr. hvert kr. 169.00 til kr. 202.28 eftir notkun- artíma. og alt í óvissu um það, hvort meira verður fáanlegt. 8. Orkukauo eða eigin virkjun. Hjer að framan og í skýrslu Rafmagnsveitunnar hefir verið gerð grein fyrr því frá ýmsum hliðum, hversu óhagkvæmt það væri fyrir bæinn að ganga að fyr- irliggjandi tilboði um sölu á raf- orku frá fyrirhuguðu orkuveri h.f. Sogsvirkjun. Að nokkru leyti ligg ur þetta í því, að engin virkjun við Sog getur keppt um verðlag á orku við aukningu virkjunar- innar í Elliðaám, það sem hún nær. Að nokkru liggur þetta í því, að sú tilhögun virkjunar við Sog- ið, sem tilboðið byggst á, er að ýmsu óheppileg. Rekstraröryggi vantar á fyrstu stigum virkjunar- innar, og hún er ekki gerð með ódýrar aukningar í framtíðinni fyrir augum. Fyrir hvorutveggju úessu hefir áður verið grein gerð. En að nokkru byggist þetta á því, að það er yfir höfuð ekki hag- ívæmt fyrir bæinn að hverfa frá þeirri stefnu, »em hingað til hefir UelðivOtn og veiðiár á Arnarvatnsheiði og Tvídægru, eign Miðfirðinga, verða leigð til stangaveiða 4 næsta sumri. Tilboð óskast í einstök vötn eða ár. Friðrik Arnbjarnargon. Stóra Ósi, Skautar tást i Veislua G. Zoega. verið fylgt og áformað að fylgja framvegis, en hún er sú, að láta Rafmagnsveituna auka sig áfram með virkjunum á eigin kostnað. Að hleypa millimönnum inn sem eigendum virkjunarinnar og kaupa af þeim raforkuna verður aldrei eins hagkvæmt. Þessari skoðun til stuðnings skai jeg mi bera saman það verð, sem h.f. Sogsvirkjun býður bænum, og þann framleiðslukostnað, sem Raf- magnsveitan mundi hafa, ef hún framkvæmdi sjálf hina mnræddu virkjun. Kostnaðurinn af 600Ó hestafla virkjun ásamt leiðslu til Reykja- víkur og spennistöð við Elliðaá'rn- ai’ er áætlaðnr 3.5 milj. kr. Ár- legur í’ekstrarkostnaður 12% þar af, að meðtöldum afborgunum af sæmilega hagkvæmu láni, alls 420 þús. kr. árlega. Nú samsvara 6000 hestöfl við Sog 3900 kílúwöttum úr speunistöð við Elliðaárnar. Ef virkjunin væri eign bæjarins, myndi hvert kw. lcosta hann 420.000 : 3900 - kr. 107.62 á ári, í stað þess að tilboðið hljóðar upp á minst 169 kr. og alt, að kr. 202.28. Með því að tilboðið áskilur árlega lágmarksgreiðsln frá bæn- um að upphæð kr. 422500.00, má einnig lj'sa niðurstöðunni þannig, að fyrir þaxi 2500 kílówött, sem bærinn á að fá, er honum gert að greiða upphæð, sem nægir fyrir öllum árlegum kostnaði seljandans af fjrirtæki sínu, að meðtöldum vöxtum og afborgunum eða fyrn- ingu, en svo á seljandi að hafa eftir 1400 kw. til þess að versla með til annara — og að einhverju lc-yti til Reykjavíkur, ef hann tel- ur sjer það henta — og alt, sem inn fæst fyrir þessi 1400 kw. virðist verða hreinn gróði fyrir seljanda. Þótt tilboðið yrði lagfært eitt- hvað, fr.á því, sem nú liggur fyrir, virðist auðsætt, að fjrir bæjar- búa, bæjarfjelagið og Rafmagns- veituna verður það aldrei neinn búhnvkkur að bleypa þanuig inn millimanni til þess að selja sjer orkuna. Þess vegna ber jeg fram tillögu um það, að bæjarstjórnin haldi fast við fyrri áform sín, að lialda áfram að auka Rafmagns- veitu sína með virkjunum fjrir reikning bæjarfjelagsins. Reykjavík, 21. febrúar 1933. Jón Þorláksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.