Morgunblaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 6
6 Næst var það árið 1922 að Skugga-Sveinn var leikinn. Voru það öll knattspyrnufjelögin í Reykjavík, sem stóðu að því. Var það gert fyrir atbeina Erlendar, sem þá þótti sjálfsagður „Skugga- Sveinn“. Var leikið í Iðnó, alls 30 sinnum. Illaust af sýningum þess- um mikill ágóði, sem Olympsnefnd knattspyrnumanna fekk umráð yf- ir. og varði lionum síðar til að fá fá hingað skoskan knattsyrnukenn ara og knattspymuflokka. Það eru liðin ellefu ár frá því Skugg'a-Sveinn var leikinn hjer siðast, og nú er byrjað á ný. Það er gamla K. R. sem stendur fyrir leiksýningunum núna. Það vautar fje til viðhalds liinni miklu íþróttastarfsemi sinni. Erlendur er nú formaður K. R., og ennþá leikur hann Skugga-Svein. Hann var enn aðalhvatamaður þess að hafist var handa með þetta vinsæla .leikrit, nú eins og áður fyr. Hann er ávalt jafutrúaður á gengi Skugga-Sveins. í kvöld er sjötta leiksýning hjá K. R. og því 50. sinn sem Erlend- ur leikur sitt uppáhaldshlutverk. Þykir honum nú takast enn betur en áður fyr og munu margir hlakka til í kvöld að heyra og sjá gamla „Skugga“ uppi á regin- fjöllum, þar sem að búa „forynjur og tröll“. ^ K. L. G. 1 5fcíðaför, Um það leyti á sunnudagsmorg- uninn, sem meiri hluti Reykvík- inga var að rísa úr rekkju, lit.u út um gluggana og sáu varla yfir hálfan bæinn fyrir kafþykkum kolareyk, vorum við 12 skíðafje- lagar að pæla upp Skálafell og drukkum í okkur hreint og hress- andi fjallaloftjð. í brekkunum fyr ir ofan Kolviðarhól og Hveradali var skrifstofu- og skólafólk, kaup- menn og kennarar, læknar og veð- urfræðingar- o. fl. o. fl. samtals nokkuð á annað hundrað manns. að pæla upp brekkurnar, renna á flevgiferð niður lilíðarnar, steyp- ast og skoppa langar leiðir í fönn- inni. Á Skálafelli nutum við hins yndislega útsýnis á meðan við brestxun okkur á eplurn og appel- sínum. í norður sáum við Skjald- breið, Langjökul og Kerlingarfjöll, í austur Heklu, Tindafjöll og Eyja fjallajökul, suðaustur Vestmanna- eyjar og í norðvestri blasti Snæ- fellsjökull við. Það er óglevman- leg sjón að sjá þenna tignarlega fjallahring snævi þakinn í glaða sólskini. (Þess má geta til mak- legs lofs að meðal’þessara 12 voru 3 stúlkur 17 eða lS.ára). Skíðaíþróttin er fögur, alhliða og holl íþrótt. Betri skemtun er vart fáanleg en að renna sjer eða ganga á skíðurn í góðu færi og glaða sólskini uppi á háfjöllum á íslandi. Það ættu fleiri að gera, þegar færi gefst að veita sjer þá skemtun. Ymsir segja að það sje svo dýrt að fara á skíði og það er því miður esatt, að það er of dýrt fyrir altof marga. En þeir, sem hafa efni á að vera á kaffihúsi á hverju kvöldi, eða því sem næst, reykja eiran pakka af sígáretttum á dag og fara á bíó tvisvar eða þrisvar í viku, þeir hafa láreiðan- lega efni á að fara á skíði einjj Vj . .4 ; j MORGUNBLAÐIÐ sinni eða tvisvar í mánuði. Það 3r (Tltkert annað en að neita sjer um 3 eða 4 sígarettupakka á mán- uði og að fara ekki á kaffihús eitt kvöld í viku, þá sparast nóg fyrir tveim skíðaferðum upp á fjöll. Það eru líka margir sem kvarta yfir því að farið hjá Skíðafjelag- inu með bílnum sje of dýrt, en oað stafar af því, að verið er að safna fje til þess að byggja skíða- skála. Þegar skálinn er kominn verður hægt að fara á laugardags- kvöldum, gista yfir nóttina í sínu eigin húsi og vera síðan á skíðum allan sunnudaginn. Skólafólk ætti þá að geta. farið í miðjum vikum, þegar gott færi gæfist, gist í skát- anum og notað þannig vel mánað- arleyfin. — Yið sem ánægju liöf- um af skíðagöngum vonum að skál ans verði ekki langt að bíða, og þegar hann er kominn, fara miklu fleiri á skíði og þá verða skíða- ftrðirnar ennþá skemtilegri. Guðl. Rósinkranz. Reykjahlíðarmálið. Eftirfarandi grein er hjer birt fyrir tilniœli Magnús- ar Gudtnundssonar. Jeg haíði ekki ætlað að svara arásum Hjeðins Valdemarssonar út af bráðabirgðasamningi þeim, sem, jeg gerði við Magnús Guð- mundsson dómsmál|ráðherra, sem umráðamann Minningarsjóðs Jó- hanns Jóhannessonar og Wigur- bjargar Guðnadóttur, um kaup á jarðeign minni , Reykjahlíð í Mos- fellssveit handa nefndum sjóði. Jeg hugði að nægja mundi grein- argerð ráðherrans í Morgunblað- inu, þar sem nægilega skýrt er fram tekið, að í samningi þess- um hafi í raun og veru að eins falist sölutilboð, sem leggja átti fyrir fjárveitinganefndir þingsins til athugunar og frekari meðferð- ar 'og samþyktar, ef þær teldu rjett að ganga að tilboðinu. Þess- ar nefnir þafa sem sje tillögurjeti um fjárveitingu til stoínunar fá- vitakælis þess, sem áformað var að tæki jorðina á leigu og trygöi sjóðnum vexti af því fje, sem stæði i henni, uns sjóðurinn á sín- um tíma yrði notaður til þess ao reisa fyrir hann gamalmennahæli. Yrði ekkert úr stofnun þessa fá- vitahælis, voru engar verulegar líkur til þess að fjárveitinga- nefndirnar samþyktu kaupin og málið þar með úr sögunni. Með þessari greinargerð ráðherrans átti það að vera öllum ljóst, að ekki var um að ræða neitt tilræði við sjóðinn. Ráðherrann iagði, þegar samningurixm var gerður alt á vald tveggja þingnefnda, þá ókosinna af Alþingi, þar sem vit- anlegt er, að Magnús Guðmunds- son er í minni hluta. Það er orðið vandlifaðra í þessu landi, en verið hefir, ef það er nú orðið saknæmt og á að varða embættismenn burt rekstri og refsingu, að leggja fram tilboð eða uppástungur. Þó að öllum mönnum hljóti nú að vera það augljóst, að við Magn- ús Guðmundsson höfum ekkert ósæmilegt gert nje á nokkurn hátt misnotað stöður okkar, heldur Hjeðinn Valdemarsson samt enn áfram að ala á því, að hjer hafi sviksemi verið höfð í frammi og hleður upp í því skyni ýmist al- röngum eða villandi staðhæfing- um um verðmæti og sölumögu- leika á jörð minni Reykjahlíð. — Enda þótt níð hans um mig, falli BfeW.:.*.- ... . varla í góðan jarðveg hjá sæmi- legum mönnum, kemst jeg ekki hjá því, að bera fram leiðrjett- ingar á verstu rangfærslum hans í þessu máli. Hjeðinn segir, að jeg hafi vilj- að selja jörðina fyrir 75 þúsund kr. Þessi staðhæfing hans verður að standa fyrir reikning hans sjálfs þangað til hann lremur með þann mann, sem sanni, að jeg haf gert slíkt tilboð. Þegaf 'jeg svo svaraði ekki þessum tilbúningi færir hann sig upp á skaftið og segir að einhverjir tveir skip stjórar hafi boðið mjer í jörðina 36 þús. krónur! Og ráðsmanni mín- um á jeg að liafa boðið jörðina á leigu fyrir 3000 kr. á ári, en liami ekki að liafa viljað greiða lema 1500 krónur. Ekkert af þessu hefir átt sjer stað. Jeg hefi altaf haldið jörðinni í 90.000 krónum eins og jeg bauð sjóðnum hana Á Jjeim grundvelli kom til orða á sl. sumri að je<>’ seldi jörðina einum velmetnum skipstjóra, hjer í bænum. En þareð hann taldi sig ekki geta farið hærra en í 85.000 kr., varð ekki af kaupum. Fyrir þessu hefi jeg skjallega sönnun. Hjeðinn gerir sjer rnikið far um að sýna fram á, hversu verðlítil jörð mín sje. Auðvitað getur hann ekki um að sá sem átti Hlaðgerð- arkot, á undan mjer o« gaf þvi nafnið Reykjahlíð, keypti úr Mos- fellslandi 60 dagsláttna túnstæði >g lagði undir jöröina og áð nú mega teljast fullræktaðar af þeirri spildu milli 40 og 50 dagsláttur. Hjeðni verður auðvitað matui úr hinu lága fasteignamatsverði. Fasteignamatið sem fór fram 1930 tilgreinir um túnstærðina að hún sje 4 ha., jörðin gefi af sjer 200 hesta af töðu, 50 hesta af útheyi g 20 tn. af jarðeplum. Hlaðan ej talin taka 600 hesta og jörðin talin fóðra 6 kýr,_ 30 kindur og l hross. Þetta mun ekki fjarri sanni árið 1930, því síðan liafp svo að segja allar umbætur á jörð- rini verið gerðar. Þó er ekki rjett ilgreind stærð hlöðunnar, sem síð,- ar mun sýnt. öannleikurinn er sá. að tún jarðarinnar er um 20 ha. eða 60 dagsláttur. Töðufengur var í sumar rúmir 600 hestar eða 60 smálestir, en túnið var að mestu aðeins slegið einu sinni og heíö, vutanlega fengist miklu meira ai pví tvislegnu. Einar 5 dagsl. voru tvislegnar. Uthey var ekkert lieyj- að, jaröepli munu hafa verið um ■xú tunnur og jörðin fóðrar í vet- ur 17 nautgripi og 4 hesta og virðast munu verða ríflegar fyrn- íngar af heyi. Þó er túnið, sem alt er ræktað árin 1930—1932, nerna gamla Hlaðgerðarkotstúnið, sem er um 10 dagsl., vitanlega eklti enn komið í fulla rækt sums staðar. Hjeðni þykja jarðabóta- framkvæmdir mínar heldur lítil- fjörlegar. Eftir jarðræktarskýrsl- um yirðist mjer þó sem túnút- færsla mín sje ekki með minsta móti, þar sem jeg liefi 1930—32 að nieðaltali ræktað 16 dagsl. af túni á ári. Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóri hefir reiknað út, hversu mikið hlaðan taki af heyi og hefir honum talist til að hún muni taka 1170 hesta af þurru lieyi og 250 hesta af súrheyi. Af þessu má sjá að fasteignamatinu skakkar stórlega á jörð þessari og ekki minst á húsunum, sem sum eru alls ekki með í matinu, sem ekki er von, þar sem þau hafa verið reist síðan matið fór fram, og hlýtur að skakka um tugi þús- unda á verði jarðarinnar nú frá því er matið fór fram. Fasteigna- matsnefndin hefir auðsjáanlega metið jarðhitann einskis virði, þar sem landverð jarðarinnar er ekki talið nema 4900 krónur. Jeg tel nú samt ekki jarðhitann einskis virði. — Guðmundur Hlíðdal land- símastjóri hefir á sínum tíma reiknað út, að jarðhiti sá, sem fæst úr uppsprettu þeirri, sem notuð er til upphitunar húsa og vermireita á jörðinni, sje 3200 milj. íitaeininga á ári, ef lagt sje til grundvallar að vatnið sje hag- íýtt í hitaleiðslunum úr 83° ofan í 40°, áður en því er slept úr leiðslum og vatnið sje notað nótt og dag alt árið. Sje gert ráð fyrh að úr hverju kg. af kolum not- ist 5000 liitaeiningar, jafngildir þessi jarðhiti 640 smálestum af gufuskipakolum á ári. Auðvitað kemur ekki til mála, að jarðkitinn verði þannig notaður út í æsar. en að óhætt sje að gera ráð fyrii ið af honum notist alt af svo nikið að jafngildi 100 smálestum af gufuskipskolum á ári, er auð- vitað og sjálfsagt, ef á annað borð er rekin nokltur gróðurskálarækt á jörðinni. Finst mjer það næsta merkilegt hjá matsnefndinni at aafa að engu annað eins verðmæti, in þetta mun þó að nokkru leyti ifsakanlegt, þar eð vatnið mun þá kki liafa verið virlcjað, svo sem það ei«-nú. Fasteignamatsverð allrai jarðarinnar skyldi maður ætla að væri lágt mat á jarðhitanum ein- um, sbr. t. d. ummæli fyrv. dóms- málaráðherra og liúsameistara rík- isins í svörum við landsreiknings- athugasemd fyrir árið 1930. Fasteignamatið á jörð þessar gefur þannig samkvæmt því sem að framan segir mjög skakka hug nynd um jörðina og er í því litla eiðbeiningu að finna um raunveru •"gt verðmæti jarðarinnar, eins o' hún er nú. Það er öllum kunnugt, sem ’ylgat; liafa nokkuð með fasteigna iilu á síðari tímum, að fasteigna iiat hjer í Reykjavik og á, jörðum í grend við hana er yfirleitt langt undir söluverði eignanna og það gefur í rauninni að eins bendingu uin almenn verðmæti, en ekki um ijerstök verðmæti, sem sjerstakar áðstafanir þarf til að gera arð- berandi. Það er rjett, að jörðin íeykjahlíð sem almenn bújörð. •efur ekki fulla vext.i af fje því em í hana eV komið, sem er tugii þúsunda . fram yfir söluverðið. 10.000 kr., enda voru byggingai þar miðaðar við sjerstaka fyrir- ætlun, sem mjer tólcst þó ekki að framkvæma vegna erfiðrar að- stöðu og hirði jeg eigi að fjöl- yrða um það atriði. Jeg nenni ekki að eltast frek- ara við skrif Hjeðins, en vona að allir sanngjarnir menn sjái, að verð það, sem jeg hefi sett upp fyrir jörðina er síst of hátt, enda nefi jeg nú selt hana með mjer mun hagfeldari lijörum, en jeg aefði sætt, ef tekið hefði verið boði mínu til sjóðsins. Jeg vil'geta þess að jörðin er nývirt af kjörnum virðingar- m.önnum Ræktunarsjóðs á 105.715 — eitt hundrað og fimm þúsund, sjö hundruð og fimtán — krónur og er 'því ljóst að lán þau, sem jeg hefi fengið út á jörðina eru lægri en veðdeild Landsbankans er vön að lána út á fasteignir. í síðasta tölubl. Tímans var grein eftir J. J., þar sem hann skýrir gang þessa máls frá sínu sjónarmiði. Eftir að liafa vikið nokkrum mið.ur vingjarnlegum orðum að M. G. segir J. J.: „Þess vegna sendir liann V. E. undir eins til mín til að reyna að fá frá mjer einliver hlýleg orð um eignina, í von um að jeg treystist ekki til að mótmæla síðar athæfi þeirra fjelaga.“ Jeg á að liafa gerst flugumaður M. G. í þeim tilgangi að útvega vopn á J. J. fyi’v. dómsmálaráðli. er jeg fekk umsögn hans um margnefnda jarðeign mína 21. júlí þ. á., en umsögn þessa gaf Jónas mjer af góðum huga og lanngirni, til þess eins að leggja mjer lið til að geta selt jörð mína með sem minstu tapi og án þess að hafa nokkra undirhyggju, fremur en jeg, um það, að vilja kja iörðina út í nokkurn á uþu ’.prengdu verði. Jeg hefi lijer að framan sýnt fram á það, að jörð ■nín er síst of liátt seld á 90 þús. fr., livað þá að það geti kallast uppsprengt verð, þar sem það er tugum þúsunda undir því, sem ieg er búinn að verja til fram- kvæmda á henni og fullum 15 þús- und krónum undir nýnefndu mati. Þessi tilgáta Jónasar um flugu- mensku mína er sú versta móðg- un, sem mjer liefir verið sýnd, .<g enginn, sem þekkir drenglyndi Magnúsar Guðmiuidssonar, mundi liáta sjer detta í hug að hann mundi undir nokkrum kringum stæðum fara að leggja sig niður við það, að reyna að fá undir- mann sinn til að vinna það ódreng skaparbragð að útvega með lævísi vopn á menn, sem ekki mundu gruna hann um græsku. Jeg gerist ekki vopnasmiður á menn, sem hafá af velvild gert mjer greiða og. jeg skal taka það fram, að ekkert er í umsögn þessari, sem ..Jónas þarf að skaminast sín fyrir, nje noltkurn tíma gæti komið hon- um í koll og skil jeg því ekki framkomu hans gagnvart mjer nú. Jeg legg það ósmeykur undir dóm þeirra manna, sem mig þekkja, hvort þeir telji mig líklegan til þess að láta liafa mig til þeirrar flugumensku, sem Jónas nú ætlar mjer að liafa látið nota mig 1 Og hefði Jónas á þann hátt, sem jeg átti von á, að hann mundi tala til mín, beðið mig um umsögnina, mundi jeg samstundis liafa af- lient honum liana, ef hann liefði sagt mjer, að liann lijeldi, að hún mundi verða notuð sjer til miska. Engin flolckspólitík rjeði því, að Jónas Jónsson gaf mjer umrædda umsögn, enda hefi jeg jafnan talið mjer skylt að halda mjer frá allri flokkspólitík og svo mun jeg gera meðan jeg gegni því em- bætti, sem jeg sit í. Jeg veit ekki annað, en að jeg hafi notið trausts allra þeirra ráðherra, sem jeg hefi uimið með, af hvaða flokki, sem þeir liafa verið. Jeg hefi aldrei gert neitt viljandi til að bregð- ast trausti þeirra og mun aldrei »era, jafnvel þó jeg yrði einlivern tíma svo óheppinn að fá Hjeðinn Valdemarsson fyrir samverkamann í stjórnarráðinu, sem nú um þess- ar mundir virðist ant um að losa mig við „embætti. æru og búslóð“. Reykjavík, 27. febr. 1933. Vigfús Einarsson. Úr hjeraði fyrir norðan. Af Norðurlandi er blaðinu skrif- að: Hriflungar eiga hjer fátt liðs- manna, þó nolrkrir sjeu þeir enn. En þessir fáu eru menn, sem hafa á sjer fremur Ijelegt orð, og sem enginn treystir í neinu. Hjer í sveit eru flestir ein- dregnir Sjálfstæðismenn. Því meg- ið þið óhætt treysta. Óskum við þeim mönnum, sem fremstir standa í þeim flokki, og berjast gegn hverskonar Hrifluóvættum, glæsi- legs sigui’s. Enginn flokkur, annar en Sjálfstæðisflokkurinn getur leyst_þjóðina úr vandræðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.