Morgunblaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1933, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. mars 1933. jpU>rgttttM»t)if> Ferðasýningin opnuð aftur. Frá ljósmynidasýningunni. Undanfarna daga liefir sýningin verið lokuð fyrir almenning, eji nemendum í ýmsum skólum hefiir verið boðið að skoða sýninguna, svo sem nemendum úr MentaskóJ- anum, Gagnfræðaskóla Reykvík- inga, Kvennaskólanum, Kennara- skólanum, Samvinnuskólanum, Ingimarsskólanum og Verslunar- skólanum. Sýningin verður opnuð aftur í dag, vegna margra áskor- ana, og verður opin til sunnudags. Aðgöngueyiúr hefir verið lækkað- ur niður í 50 aura. Stríðið um lehoul. Áköf sókn af Japana hálfu. Þeir hafa tekið ýmsar borgir. Á laugardaginn var tilkyntu Japanar það, að aðalsókn þeirra væri hafin í Jehoul hjer aði. Hafa þeir þar að sögn til- tölulega lítið lið á móts við Kínverja, en sá er munurinn, að japanska herliðið er útbúið með öllum nýjustu hergögnum og þaulæft, en herlið Kín- verja bæði illa æft og illa út- búið að öllu leyti. Þegar í fyrstu hríðinni tóku Japanar borgirnar Peipiao, Kailu og Yao-yan. Höfðu flug- menn þeirra áður flogið yfir borgirnar og varpað þar nið- ur tundursprengjum. Varð af því mikið manntjón, en eldur kom upp í borgunum og flýðu Þ búarnir skelfingu lostnir. Segja Kínverjar að japanskar flug- vjelar hafi kastað sprengjum á flóttamannahópa. ? Sl Kort af Jehoul-hjeraði. Á sunnudaginn urðu Kínverj- or enn að yfirgefa tvær borgir sunnan við Kailu, en segjast hafa sótt fram eða haldið velli á öðrum stöðum í hjeraðinu. Japanar heldu þá uppi lát- lausri stórskotahríð á stöðvar Kínverja og voru afleiðingar hennar hræðilegar, en yfir öllu hjeraðinu voru jjapanskar flug- vjelar á sveimi og ljetu rigna niður sprengikúlum. Kínverski meginherinn hefir tekið sjer stöðvar í fjallgarði nokkrum og gerðu Japanar þar margar árás ir, en Kínverjar hröktu þá af Saito, forsætisráðherra Japana. höndum sjer jafnharðan. Segj- ast Kínverjar hafa mist 1000 manna í þeirri orrahríð, en Jap anar segjast hafa mist 600 menn. Afstaða Þjóðabandalagsins. Á laugardaginn helt Þjóða- bandalagið þingfund í Genf til þess að ræða um bann við því að selja ófriðarþjóðunum vopn. Sama dag helt ráðgjafarnefnd- in fyrsta fund sinn til þess að ræða þetta mál. Fulltrúi Breta, Authony Eden, helt því fram, að nauðsynlegt væri að hefj- ast handa þegar í stað til þess að koma í veg fyrir vopnasölu Ákvað nefndin að bjóða Rúss- um og Bandaríkjamönnum að vinna með Þjóðabandalaginu að þessu máli. Er gert ráð fyrir því, að Bandaríkin muni um- yrðalaust fallast á slíka sam- vinnu, en alt var í óvissu um af- stöðu Rússa. Litvinoff, sem er fulltrúi þeirra í Genf, fór þá rakleitt þaðan til Moskva til þess að ráðgast um við stjórn- ina hvað gera skyldi. Það er mælt. að þessi samtök eigi að- eins að vera um það, að banna vopnasölu til Japana. Á mánudaginn lýsti Sir John Simson yfir því í neðri mál- stofu breska þingsins, að rík- isstjórnin hefði ákveðið, að banna allan hergagnaflutning il Austur-Asíu á meðan ekki er útsjeð um árangur af alþjóða íamkomulags tilraunum í þessu efni. Útlendingar í Peking hafa varnarviðbúnað. Fulltrúar erlendra ríkja í Peking gera nú ýmsar varúð- arráðstafanir til þess að vernda íf og eignir evrópiskra borg- 'ra. — Hefir þeim öllum ver- .ð skipað að hörfa inn í borg- arhluta þann, sem sendiherra- Soong, stjómarforseti í Kína. bústaðirnir eru í, ef árás verði gerð á borgina, en þessi borgar- hluti er víggirtur. — Einnig er byrjað að víggirða stærsta hó- elið í borginni. — Breska endisveitin hefir sjeð um, að :atvælabirgðir til 6 mánaða verði fyrir hendi handa Ev- rópumönnunum. — Breska tjórnin hefir mótmælt yfirlýs- gu frá Japönum þess efnis, ð Bretar sjeu samþykkir inn- rásinni í Jehoul svo framar- ega sem ekki verði ráðist á ðra kínyerska landshluta. (F. Ú.) London, 27. febr. United Préss. FB. Japanar hafa hertekið Pais- íischumen, að því er fregn frá Chin-Chou hermír. Er borg þessi á suðúflandamærum Je- houl-hjeraðs. Kínverjar vörðust vasklega, en ljetu undan síga kl. 8 f. h. í morgun. — Jap- anai* halda áfram sókn sinni í áttina til Jehoul-borgar. London, 28. febr. Frjettir frá Asíu benda til að Japanar vinni á í Jehol, og sæki einkum fram í áttina til Peiping. Nota þeir mikið flug- vjelar, og kasta sprengjum úr loftinu. Tvö japönsk herskip hafa komið á hofnina í Shanghai, og er það talið vita á það, að Jap- anar muni ætla að loka höfn- um Kínverja í grendinni við þá borg. (F. Ú.). 28. febr. Forseti kínverska lýðveld- isins, Chang Kai Check mar- skálkur, mun nú fara á víg- stöðvarnar í Jeholhjeraðinu og taka við yfirstjórn kínverska hersins þar. Til Shanghai er komið mikið af erlendum flug- mönnum, sem bjó,ða Kínverjum hjálp sína í viðureigninni við Japana. (F. Ú.) Heimavlstarskðli brennur. Börnin bjargast nauðulega. 28. febrúar. FB. Skólahúsið á Finnbogastöðum| í Árneshreppi brann til kaldra kola kl. 1—2 í nótt. — í skólanum voru heimavistir. — Húsið var 10X18 álnir, 1 liæð, portbygt með risi. Fimm fullorðnir bjuggu í húsinu og eitt barn, en 10 börn svéfu uppi og einn karlmaðm' var hjá þeim. Bitt bamanna, 8 ára áð aldri, vaknaði við reykjarsvæluna, sem hafði breiðst út um alt húsið, sem var á hröðum vegi að verða alelda. Yar sængum vafið um börn in og þau borin í útihús og mátti ekki tæpara standa um björgun þeirra. — Húsið var vátrygt, en innanstokksmunir ekki. Það vár bygt fyrir 2,árum og eign Guðm. Þ. Guðmundssonar skólastjóra. 5kugga-5uelnn. Erlendur Pjetursson leik- ur hlutverk Skugga-Sveins í 50. sinn. Hið ágæta leikrit Matthíasar Jochumssonar, Skuggá Sveinn, verður leikið í K. R. húsinu í kvöld og munu alli-r aðgöngumiðar vera uppseldir. Það vekur nokkra eftirtekt á sýningunni frkvöld, að einn aðal- Skugga-Sveinn formælir lyddun- um í bygðinni. leikarinn, Erlendur Pjetm’sson, fer með hlútverk Skuggá-Sveins í 50. sinn. Það mun vera sjaldgæft, ef ekki einsdæmi, hjer, að sami leik- ari hafi farið með svo erfitt lilut- \ erk jafnoft, og það án alls end- urgjalds, utan ánægju þeirrar, sem ,er því samfara að vinna fyrir gott málefni Það nmn hafa verið árið 1912, sem Erlendur ljek fvrst Skugga- Svein. Þá var það Leikfjelag Vestf urbæjar, sem stóð fyrir leiksýn- ingunum, en þær fór frgm í svor nefndu. Hala-húsi við Bræðraborg- arstíg. Þá ljek Morten Ottesen Lárentsíus, en þeir Valtýr Blön- dal og Bjarni Þorsteinsson stú- .dentana. Erlendur ljek þá einuig Grasa-Guddu ásarnt „Skugga“. —- Arreboe Clausen málaði öll leik- tjöldin. Aðgangur að leiksýningum þessum kostaði 10 aura og rann ágóðinn, sem þótti talsverður, til styrktar íþróttahreyfingu í Vest- urbænum. AIls var Skugga-Sveinn leikinn 14 sinnum í Hala. o 02 ek <! Q bo M .9 3 ca u Q> bo 05 Ö > < o < I M w 05 Q 05 W o < £ W fe Pm Nýkomið: Hinir marg- eftirspurðu mislitu silki Kaffidúkar komnir aftur. Vöruhúsið. Haupmenn! er lang útbreíddasta blaðið til sveita og við sjó, utan Reykjavikur og um hverfis hennar, og er þvi besta auglýsingablaðið á þessum slóðum. Hýtt böglasmjör gulrófur, nýteknar upp úr jörðu, jafngóðar og á haustdegi. Hvitkál. Gleymið ekki blessuðu silfurtæra þorskalýsinu, sem allir lofa. B jöruinu. Nýkomið: Uveiti í sekkjum á 14.50 pokinn. Norskar kartöflur á 8.00 pokinn. Bjðrlur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. Sæuskt flitbiaui iæst best i c£iverpoo£j t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.