Morgunblaðið - 09.03.1933, Blaðsíða 2
2
MOKGUNBtA8TB
!ID tte«Hi & Olsem C
Heilösölubirgöir:
Rúðngler
200 ferfet í kistu.
Þetta gler hefir hlotið lof allra, sem reynt hafa.
Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir.
H. B. 5 Gö.
Kaupmenn!
GOLD MEDAL f 63 og 5 kg. pokom er hveiti
hinna vaudláto — Hafið það ávalt t verslon yðar.
H. Benediktsson & Co.
Sími 1228 (3 línur).
Get útvegað
1. flokks frosna beitusíld frá fyrsta flokks firma í Nor-
egi, bæði smáar og stórar sendingar.
Nánari upplýsingar gefur
Beidar Sðrensen & Co.
Hafnarstræti 5. Sími 2307. Heima 1977.
>00000000000000000000000000<xc>00000000-
Gleymlð ekki,
að verðlannaseðill fylgir hverjum pakka.
Besti og mest hressandi drykkurinn er kaffið úr
bláröndóttu pokunum frá
Kaffibrenslu 0. Jobnson & Kaaber.8
>000000000000000000000000000000000000
>000000000000000000000000000000000000
5tjórnarskrdrmálið
lagt tyrir niþingi.
Ásgeir Ásgeisson forsSetisráð
herra lagði stjórnarskrárfrv. sitt
fyrir neðri deild Alþingis í gær.
Ilann fylgdí málinu úr hlaði
með all-ýtarlegri ræðu. í upphafi
lýsti hann tildrögunum að mynd-
un samsteypustjórnarinnar. Eyddi
hann nokkrum tíma til þess að
reyna að telja þinginu trú um, að
samsteypustjórnin hefði fyrst og
fremst verið mynduð vegna
fjármálanna og þess öngþveitis,
«em í var kemið í þeim málum, en
lausn kjördæmamálsins hefði ekki
verið sá grundvöllur, sem Sam-
steypustjórnin var reist lái.
Hvað olli því, að forsætisráðh.
viðhafði slík ummæli vitum vjer
ekki, en alþjóð hefir frá upphafi
verið þajð fullljóst, að grundvöll-
ur samsteypustjórnarinnar var og
er latisn kjördæmamálsins.
Enda gat Ásg. Ásg. þess í beinu
framhaldi af þessum inngangi, að
það hefði þegar í upphafi orðið
að samkomulagi milli sín og Magn
úsar Guðmundssonar, fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í samsteypu-
stjórninni, að stjómin legði fyrir
næsta þing stjómarskrárfrv. um
lausn á kjördæmamálinu.
Og nú væri þetta frv lagt fyrir
þingið, sagði Ásg. Ásg. Það hæri
að skoða sem tilraun stjómarinn-
ar til samkomulags í málinu.
f þinglokin í fyrra kvaðst Ásg.
Ásgeirsson hafa haft fylstu ástæðu
til að halda, að þessi tilraun til
samkomulags í kjördæmamálinu
yrði ekki árangurslaus. En verið
gæti, að einhver breyting hefði
orðið á hugum manna til málsins
síðan, og úr því fengist fljótlega
skorið.
Enga yfirlýsingu kvaðst Ásg.
Ásgeirsson geta gefið um af-
stöðu Framsóknarflokksins til
þessa máls. Frumvarpið hefði ver-
ið samið og frá því gengið að öllu
leyti áður en þingflokkarnir sáu
það.
Þá kom Ásgeir Ásgeirsson noklc
uð inn á núverandi kjördæmaskip-
an. Híin væri ekki bygð á neinni
þeirri meginreglu, sem ekki mætti
hrófla við. Htm væri sambland af
kjördæmakosningu og hlutfalls-
kosningu og því hvergi hrein.
Kjördæmin væru mjög ólík. Alt
frlá 500 og upp í 3000 kjósenda,
stæðu að baki þingmanna. Fram-
sóknarflokkurinn með 36%
greiddra atkvæða að baki sjer
hefði meirihl. í sa.meinuðu þingi,
en þó ekki meiri hluta í báðum
deildum. Áhrifa flokksins þyrfti
Rí<t að gæta minna, þótt þing-
menn hans 1 væru eitthvað færri
en nú.
Óhugsandi væri, að nokkur
flokkur gæti.til langframa haldið
í núverandi skipun. Ójöfnuðurinn
hefði lengi átt sjer stað, en gætt
minna á meðan utanríkismmálin
skiftu þjóðinni í flokka. Kjör-
dæmamálið yrði að leysast.
Á. Á. kvaðst játa, að frv. væri
ekki þannig samið, að fullkomið
skipulag gæti talist. Frumvarp-
ið væri samkomulagstilraun, þar
sem reynt væri að taka
tillit til fyrri viðureigna flokk-
anna. Þingið yrði að skera úr
hvort tilraunin hefði hepnast. Frv.
færi í rjetta átt ög væri mikil bót
frá núverandi ástandi.
Þessu næst lýsti forsætisráðh.
þeim þrem aðaltillögum viðvíkj-
andi lausn kjördæmamálsins, sem
um hefði verið talað. Stjórnin
hefði valið þá leið, að láta nú-
verandi kjördæmi haldast óbreytt
og jafna milli flokkanna með upp-
bótar- eða. landskjörssætum. Rakti
síðan ráðherrann höfuðdrætti
frumyarpsins, en þeir eru lesend-
um blaðsins áður kunnir
Hjeðinn Valdimaxsson tók þá
til máls. Kvað hann frv. þetta
fara alt anna.n veg en Alþýðufl.
hefði lagt til. Þó væri það mikil
hót frá núverandi ástandi. En
hvort Alþfl. fylgdi þessu frv.
færi eftir viðhorfinu í þinginu.
Að lokum beindi H. V. ýmsum
fyrirspurnum til Á. Á.
Tryggvi Þórhallsson. — Hann
kvað það vitað og yfirlýst, að frv.
þetta væri fram borið í beinu
framhaldi af myndun samsteypu-
stjórnarinnar. Hann kvaðst játa,
að frv. væri að sumu leyti gott.
— hjeruðin fengu að halda ó-
skertum rjetti sínum — en að
ýmsu leyti væri þeir gallar á frv.,
að liann gæti ekki fylgt því ó-
oreyttu.En skvlt væri að vinna að
lausn málsins.
Maguús Jónsson tók næst til
míáls og kvaðst tala frá eigiu
brjósti, en ekki í umboði Sjálf-
stæðisfl. Frv. þetta uppfylti ekki
þær kröfur, er Sjálfstæðisfl. liefði
gert í kjördæmamálinu, en það
væri stórt spor i rjetta átt og því
hefði Sjálfstæðisfl. tekið því vei.
Rakti hann því næst nokkra galla,
er hann taldi vera á frv.
Þá kom M. J. inn á ummæli A.
Á. viðvíkjand myndun samstevpu
stjórnarinnar. Á. Á. vildi halda,
því fram nú, að grundvöllur sam-
ipteypusítjórna'rinnar hefði fyrst
og fremst verið sá, að ráða frsm
úr fjárhags- og kreppuvandræð-
anum, en minni áhersla verið lögð
á kjördæmamálið. Þessu kvaðst
M. J. mótmæla. Sii staðreynd væri
4 allra vitorði, að ekkert annað
en kjördæmamálið hefði kornið
samsteypustjórninni á laggirrar.
Þessu til staðfestu las M. J. kafla,
úr yfirlýsingu fyrv. forsætisráðh.
(Tr. Þ.) um leið og fyrv. stjórn
fór fná völdum, svohlj.:
„Síðan hafa verið gerðar mjög
ýtarlegar tilraunir til að fá þá
lausn á kjördæmamálinu, sem
flokkarnir gætn orðið ásáttir um.
Af hálfu beggja aðilja hefir kom-
ið fram vilji nm að leysa málið.
Eigi að síður hafa samningatil-
raunir ekki borið fullnægjandi ár-
angur og jeg tel fnllreynt, að
lausn málsins fáist ekki við mína
forystu. Liggur það því fyrir, að
núv. stjórn er þess ómáttug að
fá þá afgredðslu mála á Alþingi,
sem gerir henni mögulegt, að reka
þjóðarbúið eins og þörfin krefur
nú.“
Af þessn er ljóst, sagði M. J.,
að þetta mál — kjördæmamálið,
— og þetta mál eitt var grund-
völlur samsteypustjórnarinnar. En
af þessu, að samsteypustjórnin er
til orðin fyrir þetta mál og hún
lifað fyrir málið, hlýtur að leiða
það, að hennar daga eru taldir,
oooooooooooooooooc
Bótarnlr
eru seldir í daff.
Enn fremur má enn þá gera
afbragðskanp á maxgskonar
varningi, svo sem:
Verkamannablússum
Karlasokkum .. ..
Regn- off
Vetrarfrökkum
Ullartauum
Handklæðum
Kvenkjólum
Barnaprjónafötum
o. m. m. fl.
Komið og
gerið góð kaup.
oooooooooooooooooc
ef ekki telcst að leysa málið.
Sámsteypustjórnin hlýtur að
standa eða falla með þessu máli.
Það væri þvi þingmanna að skera
úr um það, hvort dagar sam-
steypustjórnarinnar skyldu vera
taldir eða framhaldandi samvinna
að haldast. Stjórnin gæti ekki
starfað áfram ef Alþingi neitaði
henni um samþykki stjórnarskrár
málsins.
Ásg. Ásg. kvað að svo gæti vel
farið, að stjórnarskifti hlytnst af
því, ef stjórnarskrármálið næði
ekki fram að ganga á þessu þingi.
Hann kvaðist ekki neita, því, að
afstaða. margra þingmanna hefði
verið sú í þingloltin í fyrra, að
þeir hefðu gert sjer vonir um
lausn málsins á þessu þingi. Milli
flokkanna hefðu allir samningar
strandað, en samkomulag orðið
innan stjórnarinnar, að leggja
fyrir næsta þing frv. um lausn
málsins, án idssii um hver afdrif
þess yrði.
Á þessu stigi væri ekkert hægt
um það að segja hvort stjórnin
segði af sjer, ef málið strandaði.
Það væri undir þinginu komið;
ef stjórnin misti þann þingræðis-
grundvöll, sem hún starfaði nú á,
yrði áfíeiðingin vitanlega sú, að
hún yrði að fara. Stjórnin mundi
af fremsta megni reyna að fá
málið leyst.
Enn/ilrðu nokkrar umr. iim mál-
ið. Sósíalistar heimtuðu að' fá að
vita hvað Sjálfstæðisfl. ætlaði að
gera, ef málið strandaði. Því var
þannig svarað, að á meðan sósíal-
istar vildu ekkert upp gefa um
það, hvað þeir ætluðu sjálfir að
gera, hvort þeir ætluðu að fylgja
frv. eða ekki, þá varðaði þá ekk-
ert um afstöðu Spálfstæðisflokks-
ins.
Að lokum var samþykt að kjósai
7 manna stjórnarskrárnefnd til
þess að fjalla um frumvarpið, og
voru þessir kjörnir í nefndina:
ólafur Thors, Magnús Jónsson,
Bergur Jónsson, Tr. Þórhallsson,
Bjami Ásgeirsson, Bernharð Ste-
fánsson og Hjeðinn Valdimarsson.
Var málinu því næst vísað til 2.
umr. og stjórnarskrárnefndar með
samhljóða 18 atkv.