Morgunblaðið - 21.03.1933, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.03.1933, Qupperneq 3
3 MORGUNBLAVH 't $Ror$ttöHaM$ 6í*«f.: H.f. Árvakur, RiykJavlk. Rltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtyr Stefánaaon. JtitatJörn og afgrrelOala: Auaturatrœtl 8. — Sfal 1800. ▲ufflýalnKaatJörl: B. Hafbirc. Aucl^alnkaakrlfatofa: Auaturatrætl 17. — Slaal (700 Halmaalnar: Jön KJartanaaon nr. (74(. Valtýr Stefánaaon nr. 42(0. E. Hafbers nr. (770. ÁakrlftaK.lald: v Innanlanda kr. 1.00 á aaánuSL Utanlanda kr. 1.B0 & aaánuOL 1 lauaaaölu 10 aura aintaklV. (0 aura maB Laabök. i sueitum. * Svo verðlitlar hafa afurðir ;ýmsra sveitaheimila verið undan- farin tvo ár, að innlegg bænda yfir árið, er þeir hafa haft í verslanir sínar, hefir numið þetta 60—80 krónum á heimilismann. Pjölskyldufeður í sveitum, sem þurfa fyrir 5—6 manns að sjá, hafa máske getað kevpt 300—500 króna virði til heimilisins, án þess að auka skuldir sínar. Það verðúr ekki ofsögum sagt af þeirri aðgæslu, þeim sparnaði, *er við þarf í slíku kreppuástandi, þegar menn hafa hinar takmörk- uðu búsafurðir til fæðis, ullina af fjenu til klæða, og nokkra tugi króna á mann fyrir aðkeypt efni yfir árið, þegar frá eru dregin opinber gjöld. Það er engin furða, þó menn, sem við slík kjör eiga að búa líti með gremju til þeirra manna, sem sóað hefir t.ugum miljóna úr ríkissjóði með sífeldu lofdýrðar- •snakki á vörunum um ást sína og uinhyggju fyrir bændum landsins. Því hvað varð af miljónunum? Hafa þær á nokkurn hátt ljett bændum lífið nú í kreppunni? Pinna þeir til þess? Það er engin furða, þó atvinnu- rekendur, sem sjá líísvegi síná verða svo erfiða, geri djarfmæltar kröfur til þings og stjórnar um niðurfærslu á gjöldum ríkissjóðs; þó þeir menn, sem lifa við jafn þröngan kost og margir bændur landsins, heimti, að gætt verði hins ítrasta sparnaðar í stjórn og starf- rækslu ríkisins, svo lækka megi hin opinberu gjöld, og ljetta undir með þeim, sem verst eru staddir. Frá Rkureyri Akureyri 20. mars. PB Hjer hefir alt verið með kyrrum kjörum frá því Nóva fór. Leystu kommúnistar upp lið sitt dagínn eftir. Litlar líkur eru til að sam- komulag náist áðnr en skipið kem- ur hingað aftur í vikulokin. Leikfjelagið sýndi í gærkvöldi „Pröken Júlíu“ eftir Strindberg. Leikur þeirra frá Regínu Þórðar- dóttur og Ágústs Kvaran Arar hinn prýðilegasti- Einnig var sýndur franski gamanleikurinn Henrik og "Pernilla, eftir Dúbóis. Tnflúensan er heldur í rjenun. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Nikolina Sigurðardóttir og Guð mundur Guðna.son gullsniiður, Öð insgötu 8. Frá Dýskalandi. Ríkfsdingið nija SBtt (dag. Berlín 20. mars. FÚ Allir þingflokkar þýska ríkis- þingsins munu halda undirbún- ingsfund í dag, en ekki segir þýska útvarpið frá því, hvort kommúnistar sjeu í þeirra tölu. Af þingmönnum jafnaðarmanna sitja nú 11 í fangelsum víðsvegar um ríkið og hefir flokksstjórnin farið fram á það við ríkisstjóm- ina, að þeim verði slept áður en þingfundir byrja- Bændaflokkur- inn í Wúrtemberg, sem hefir einn fulltrúa á þingi, hefir lýst yfir því, að hann muni starfa með þjóð ernissinnum. Hitler hefir gefið út yfirlýsingu um það að dr. Luther hafi farið frá af eigin vilja og sýnt þar með löghlýðni sína og trygð við föður- landið, enda hafi ríkisstjórnin ekkert vald haft t.il þess að setja hann af.' Jafnaðarmaðurinn Jasper, sem fvrrum var landsforseti í Brauns- chweig hefir verið hneptur í varð- hald. Myndir prússnesku konunganna sem áður hengu í ráðhúsinu í Ber- lín, en voru teknar niður eftir stjórnarbyltinguna, munu nú verða settar upp aftur. Á laugardaginn var fundust all- miklar vopnabirgðir í ráðhúsinu í hinum fornfræga bæ Nurnberg á Bæjaralandi. Yoru það 100 rifflar, 20 skammbyssur og um 10 þús. sko.t. Ríkisþingið sett með mikilli viðhöfn. Á morgun, 21. mars, verður rík- isþingið þýska sett í setuliðskirkj- unni i Potsdam, og er svo til ætl- ast að dagurinn verði nokkurs- konar þjóðhátíðardagur um alt Þýskaland, svo sem í þakkarskyni fyrir það, að Nationalsósíalistar náðu þingmeirihl. við hinar ný- afstöðnu ríkisþingkosningar. Eft- ir hátíðaskránni að dæma, er há- tíðinni sjerstaklega ætlað að vekja aðdáun lýðsins fyrir hinum fyrri prússnesku konungum og fyrir herfrægð Þjóðverja, því að herinn verður í hátíðahöldunum á hverju leiti. Hátíðahöldin hefjast kl. 6 að morgni og standa fram til mið- nættis. TJm kvöldið verða hafðar blysfarir um bæi og þorp alls landsins, og kveikt verða bál á liólum og fjallstindum. Aðalhátíðin fer fram í Potsdam. Að aflokinni guðsþjónustu í Niku lásarkirkju ganga þingmenn í skrúðgöngu til setuliðskirkjunnar og þar hefst þingsetningin kl. 11,30 eftir þýskum timá (kl. 9.30 eftir ísl. tíma.) Setur ríkisforset- ir.n v. Hindenburg þingið með ræðu, en síðan lýsir ríkiskanslar- inn stefnu sinni, og að því lolrnu gengur hann í grafhýsi hinna prússnesku konunga og leggur lár viðarsveiga á kistur Priðriks mikla og Priðriks Vilhjálms TTT., en stór skotaliðið skýtur viðhafnarskotum á meðan. Að þingsetningu lokinni verður liðskönnun fvrir utan kirkjuna og ganga flestar herdeildir, lið Nationalsósíalista og fjelag npp- gjafahermanna „Kyffhauserbund“ fyrir ríkisforsetann. Er þessu lok- ið kl. 13 eftir þýskum tíma (kl. .11 eftir ísl. tíma) og verður öllu, sem fram fer frá kl. 11,30 til kl. 13 eftir þýskum tíma, útvarpað' Síð- ar um daginn heldur þingið fund í skemtistað Krolls í Berlín. Alþýðufræðslu og útbreiðsluráð herrann hefir birt mjög hátíðlegt ávarp til allra Þjóðverja, þar sem hann skorar á alla að taka þátt í hátíðahöldunum. Lýsir hann með miklu málskrúði afrekum hinna fyrri konunga og helgi þing setningarstaðarins í námunda við legstað þeirra. Hann lýsir og af- reki Nationalsósíalista að hafa náð meirihl. í þinginu, og hverja þýð- ingu það hafi til viðreisnar þýsku þjóðinni, að þingið sje þar með orðið starfhæft, Hafi Hitler brúað öll gil milli stjetta, þjóða og trú- arflokka innan ríkisins, og sje þingsetningardagurinn því hinn mesti merkisdagur í sögu Þýska- lands. PÚ . Banatilræði við Hitler 1 morgun komst upp um til- ræði við Hjtler í Múnchen. Hann ætlaði með lestinni frá Miinchen til Berlín, en á leiðinni til járn- brautarstöðvarinnar var mikill mannfjöldi saman kominn og tóku nokkrir úr hópnum eftir þremur mönnum, sem þóttu grunsamlegir og var þeim veitt eftirför. Komst þá upp, að þeir sóttu þrjár hand- sprengjur og eitthvað af skotvopn um á afvikinn stað, þar sem þeir höfðu falið vopnin. Yar nú kallað á lögregluna, en þá voru tilræðis- mennirnir allir á burt. Það er haldið, að þetta hafi verið þrír meðlimir rússnesku Tjekunnar, sem eru búsettir í Sviss. PU Dr. Luther gerður að sendiherra í Washington. Berlín 20. mars. PTT Dr. Luther fyrverandi forseti rík- isbankans hefir verið útnefndur þýskur sendiherra í Washington og mun taka við þeim starfa á næstunni. FTJ ÍþrAttflmfit (Færeylum. íslenskum íþrótta- mönnum boðið. Prá því hefir verið sagt hjer í blaðinu fyrir skemstu að Pærey- ingar ætla að efna til íþróttamóts í sumar í sambandi við þjóðhátíð sína, Ölafsöku, sem hefst 23. júlí, og ætluðu að bjóða þangað íþrótta mönnum frá Hjaltlandi og Islandi. Nú hefir Knattspyrnuráði Rvík- ur borist. brjef frá „Pöröyska Bolt- spæl Sambandið“ þar sem það býður li5 knattspyrnumönnum á íþróttamótið, til þess að keppa þar við knattspyrnuflokka úr Fær- eyjum og Hjaltlandi. En Hjalt- lendingum hefir fjelagið líka boð- ið. Ætla Pæreyingar að kosta ferðir beggja flokkanna, greiða fararkostnað þeirra fram og aft- ur og eins dvalarkostnað í Pær- eyjum- Er gert ráð fyrir að flokk- arnir standi þar við um vikutíma. Knattspyrnuráðið hefir þegar si’arað og sagt. að íslenskir knatt- spyrnumenn taki þessu rausnar- lega heimboði með þökkum. f Frú Asa Clausen kona Gísla Árnasonar, gullsmiðs, andaðist í Landakotsspítala að kvöldi þess 18. þ. m. Rannsúknaskípið Meteor. SamsMti fyrir skipverja. Dansleik lijelt fjelagið German- ia á laugardagskvöld í Oddf jelaga höllinni fyrir yfirmenn, vísinda- menn og sjóliða af þýska eftirlits- og rannsóknaskipinu ,Meteor‘. — Voru í því boði skipherra og 10 yfirforingjar, 6 vísindamenn og 50 undirforingjar og sjóliðsmenn. — Formaður ,Germania‘, Julius Schopka konsúll, bauð gesti vel- komna með ræðu. Mintist hann á það, að Þjóðverjar og íslendingar væri af hirium sama kynstofni, þeim kytístofni, sem „á sjer ból- stað alt frá Dóná til Grímseyjar, frá Alpfjöllum að nyrstu strönd Noregs“. Hann minti líka á það að hættir Þjóðverja og íslendinga væri svo líkir, að þegar íslend- ingar kæmi til Þyskalands, fynd- ist þeim þeir vera heima hjá sjer og hins sama vænti hann að Þjóð- verjar kendi, er þeir koma til ís- lands. Með vaxandi menningu færðist þjóðirnar hvor nær annari, sími og útvarp hefði þegar brúað hafið sem löndin skilur. Auknar samgöngur milli fslands og Þýska- lands væri að auka kynni og við- skifti þjóðanna stórum, gagnkvæm an skilning og gott vinarþel með frændsemi. — Menningarsambönd færi vaxandi ár frá ári; þýskir mentamenn kæmi til íslands til þess að auka þekkingu sína, og íslenskir stúdentar færi til Þýska- lands og Austurríkis og settist við mentabrunnana þar. Alt þetta miðaði að því að gera þýska gesti kærkomna á íslandi, og jafna veginn til bróðernis germanskra þjóða. Kurze skipherra þakkaði með hlýjum orðum viðtökur fjelagsins og fslendinga yfirleitt. Á eftir ræðunum var hrópað margfalt húrra fyrir íslandi og Þýskalandi. Karlakór undir stjóm Jóns Hall- dórssonar söng nokkur lög, fyrst býska þjóðsönginn og síðar rs- lenska þjóðsönginn.Svo hófst dans- leikur, sem var mjög skemtilegur og fór prýðilega vel fram. f þessu hófi voru alls um 250 manns. Stjómarskrárbreytinff í Portúffal. Lissabon 20. mars. TJnited Press. FB. Alþjóðaratkvæði fór fram í gær um nýja stjórnarskrá fyrir Portú gal og bar ekkert á æsingum á meðan kosningarnar fóru fram. Enda þótt engu verði í rauninni spáð um xírslitín er alment búist við, að meiri hluti þjóðarinnar hallist að nýju stjórnarskránni. .1 „Lagarfoss" fer annað kvöld klukkan 12 á miðnætti, um Vestmannaeyjar, til Reyðaj-fjarðar, Norðfjarðar, Seyð- isfjarðar og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir há- áegi á miðvikudag. Vor- og sumar llskublOð: Bijou de la Mode. Votre Gout. Chic Parfait. Lyon Moden Album. L’Album d’Enfants. l’Enfant Star. Stella. la Parisienne. Élégance Feminine. Chíldren Dress. Romas Pictorial Fashion Home Fashion. Butterick. Le Jardin des Modes. Mabs. la Mode de Demain. Pariser Chic. Pariser Record. Weldon Ladies. Weldon Children. Madame fait s. Robes (Merv. de Modes). Les Jolis Chapeaux. (Hattablað). Praktische Damen- und Kinder-Mode. Nordish Mönster-Tidende Modenzeitung fiirs deutsche Haus. iokUaSuitv Lækjargötu 2. Sími 3736. FifiiVBdabandalag. Álit Mussolini á afvopnunartillögum Breta. Rómaborg 19. mars. United Press. PB. Talið er víst, að Mussolini hafi fallist á afvopnunartillögur hresku ríkisstjórnarinnar í grundvallar- atriðum. Telur hann þær fyrstu tilraunina, sem hægt sje að byggjá á, til þess að trvggja friðinn í heiminum. Rómaborg 20. mars, United Press. PB. Er þeir áttu viðræður saman í gær, Mussolini og MacDonald, stakk hinn fyrnefndi upp á því, að reynt yrði að ná samkomulagi um nýjá fjórveldasamþykt, sem Bretland, Italía, Frakkland og Þýskaland væri aðilar að. Hlut- verk fjórveldanna yrði að. varð- veita friðinn í álfunni. TTppástunga Mussolini kemur ekki í bága við afvopnunarmála tillögur MacDrin- alds. Fullyrt er að Hitler og Dela- dier verði innan skams hoðið til Rómahorgar til þess að ræða við Mussolini nm þessi mál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.