Morgunblaðið - 25.03.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA87® s. Horsku Barriningamir Kafiar úr útvarpsræöu Ólafs Thors. 3. kafli. Samanbttrður á kjöttollssamn- ingnum frá 1924 og nýja samningnum. Almenningi til hliðsjónar og skilningsauka á því, hverju verði við höfum keypt hin nauðsynleg- ustu hlunnindi íslenskum land- Mnaði til framdráttar, vil jeg gera sáraanburð á því, hverra rjettindá Norðmenn mundu njóta hjer á landi eftir að þessi samningur hefði verið lögfestur, og hinu, hverra rjettinda þeir nutu hjer á landi meðan kjöttollssamningurinn frá 1924 var í gildi. Og jafnframt vll jeg þá leiða athygli að því og leggja áherslu 4, að sá samninguir hefir frá öndverðu þótt svo hag- átæður og svo órækur vottur um sámningalægni þess manns, er hann gerði, nefnilega sendiherra Sveins Björnssonar, að engar að- finslur hafa fyr eða síðar komið fram af hendi íslendinga. 0g eng- inn alþingismaður hefir svo mikið sem hreyft þeim möguleika, að ís- land segði upp þeim samningi. Ef þess vegna þessi samningur, sem hjer liggur fyrir, er íslendingum eitthvað svipað því eins hagstæð- ur. eins og samningurinn frá 1924 var, þá vænti jeg þess, að þeir verði ekki margir, sem að athug- uðu xnáli gerast til þess að ráðast á hann. Það vill rni svo vel til, að sam- anburður þéssara tveggja sámn- inga, að því er snertir hlunnindi Norðmanna til fiskveiða hjer á landi, er ákaflega auðveldur, af þeirri einföldu ástæðu, að nær öll þau sjerhlunniíidi, sem minst er á í þessum samningi, höfðu Norðm. öðlast þegar með samningnum frá 1924. Og enda þótt það^skuli játað, að í þessum samningi er á sumum sviðum gengið lenþra en í samningnum 1924. þá er hitt jafn- framt víst, að á öðrum sviðum er gengið skemmra. Jeg skal nú í sem stystu máli gera nánari samanburð á þessum samningum. Jeg tilnefni þá fyrst þær greinar samningsins, seih eru óbreyttar frá þvi, sem var 1924. Þflð eru 1. grein, 8. gr,, 9;. gr., 10.. gr. og 13. gr. Um þessar greinar þarf jeg því ekki að ræða. Þá eru í 3., 4. 11. og 12. gr. þýðingarlítil fyrirmæli, sem ýmist hafa átt stoð í-íslenskum lögum eðfl íslenskri lagaframkvæmd alt frá 1924, og er því'engin breyting gerð á í þeim efnum. Eftir eru þá 2., 5., 6. og 7. gr. sarrmingsins, og má segja, að í á- kvæðum þessara greina felist nokkrar breytingar frá því, sem verið hefir, og skeri úr um það, hvor samninganria, kjöttollssamn- ingririnn frá 1924 eða þessi sje hagstæðari íslendingum. Um á- kvæði 7. gr., þau að norskum síld- veiðiskipum er heimilt að búlka afla ög veiðarfæri á Siglufjarðar- og Akureyrarhöfn, tel jeg ástæðu- laust að ræða, því að enda þótt ^ier sje rim ný fríðrndi að ræða, >;á eru þau ekki þýðingarmeiri en svo, að ekki hafa heyrst nein and- mæli gegn þeim. En hina auknu söluheimild Norðm., sem felst í 6. gr. hefi jeg þegar skýrt allítarlega í ræðu minni og nefni því ein- göngu það, að með nýmæli hennar er sú söluheimild, sem Norðmenn samkvæmt fiskveiðalöggjöfinrii hafa, hækkuð úr 100 þús. upp í 110 þús. tunnur, ef um rekneta- báta er að ræða, en úr 140 þús. í 165 þús. ef um snurpinótaskip er að ræða, hvort tveggja miðað við, að 200 norsk skip stundi hjer veiðar. ög er þá miðað við að 50 skip öðl- ist aukin rjettindi, þó telja verði sennilegt að 25 skip sjeu hámark í þeim efnum. — En þetta tvent, hin aukna söluheimild og heimild 7. gr. til þess að búlka afla og út- gerðarvörur 4 Siglufirði og Akur- eyrú eru hin einustu nýmæli Norð- mönnum til framdráttar, sem þessi samningur færir með sjer umfram það, sem þeir nutu samkvæmt samningnum frá 1924 og fisk- veiðalöggjöfjnni, — að því við- bættu ef taka þykir að nefna það, að þeir með 3. og 4. gr. samnings- ins fá með almennu ákvæði viður- kendan rjett til þess að þutka og bæta veiðarfæri á höfnum inni og í landi, í stað þess að þeir hafa áður gert þetta án þess að spyrja rim leyfi, eða þeir hafa öðlast leyfi íslenskra stjórnarvalda þeg* ar þeir báðu um það. Hins vegar draga ákvæði 5. greinar úr þeim rjettindum, sem Norðmenn nutu hjer til þess að nota báta sína á höfnum inni. Og enda þótt sú skerðing skaði ekki Norðmenn, þá munu margir íslendingar leggja r.okknð upp úr henni, þar sem með lienni er gerð ítarleg ráðstöf- un til að fyrirbvggja, að þessi rjettindi, sjeu misnotuð í þágu landhelgisveiða. Og ennfremur er ákvæði 2. greinar mikil rjettar- skerðing frá því, sem var 1924, því að þá var nefnilega Krossanes- verksmiðjunni heimilað að filll- nægja aljri sinni notaþörf með kaupum frá norskum skipum. En nú er henni ekki heimilað að kaftpa nema 60% af notaþörfinni af erlendum skipum, eða m. ö. o. nær 60 þús. tunnum minna heldur en fyrri heimildin leyfði. Jeg hygg bví, að það sje sanni nær, að a. m. k. orki tvímælis, hvor samningur- inn er íslendingum hagstæðari að því er snertir það endurgjald, sem við höfum látið Norðmönnum í tje fyrir þegin fríðindi. Hitt má svo minna á, að sam- kvæmt samningnum frá 1924 þá iækkaði kjöttollurinn úr 63 aur- um og niður í 38 aura. En sam- kvæmt hinum nýja samningi lækk ar kjöttollurinn úr 57.08 auruiri og niður í 20.36 a. á kíló, -og verð- ur því nær helmingi lægri en 1924. Af þessu sjest, að ef hjer væri alt greint, þá er bæði það, sém við höfum fengið og það, sem við höf- um látið. okkur fullkomlega eins hagstætt eins og ákvæði samnings- ins frá 1924. — En þá er þess að gæta, sem raunar áður hefir verið á minst orr mun vera ásteytingar- steinn í augum margra manna. að með þessum samningi öðiumst við ekki þessi lágu tollkjör nema fyrir takmarkað kjötmagn. en tölliækk- unin gilti 1924 um alt íslenskt kjöt. Og í þessu má þá segja, að felist mismunurinn á þessum samn ingum. En við það er þó rjett að athuga,. að það er í fyrsta lagi ekki sjávarútvegsnianna að reka upp neyðaróp út af því ákvæði, heldur hændanna. ög í öðru lagi er það svo, að þörf íslendinga fyr- ir saltkjötsmarkað var a. m. k. á meðan á þessum samningum stóð ekki talin meiri en svo, að það magn, sem tolllækkunin nær tii, mundi fullnægja henni. Og enn fremur vil jeg benda á það, að vegna stöðugt vaxandi kjötfram- leiðslu Norðmanna sjálfra, telja þeir sem best þekkja til, þ. á m. meðnefndarmaður minn, Jón Árná son framkvstj. í í. S. í., að það sje a. m. k. hæpinn vinningur fyr- ir íslendinga að flytja til Noregs meira kjötmagn en lámarkstollur- inn nær til, vegna þess að stærra magn muni sennilega orsaka verðfall á ísl- kjöti í Noregi. En til jafnvægis við þá hlunninda- skerðingu, sem í þessu ákvæði kann að felast, vil jeg telja það fram, að auk þeirra ákveðnu hlúnninda, sem Norðmönnum var heitið með kjöttollssmaningnum frá 1924, þá var þeim ennfremur gefið það almenna loforð, að fisk- veiðalöggjöfin , skyldi gegn þeim verða „framvegis skýrð og fram- kvæmd m«ð miklum velvilja.* 1' Og þetta almenna ákvæði um mikinn velvilja í skýringu og framkvæmd laganna hefir skapað Norðmönn- um aðstöðu til að vera sí og æ kvartandi og vegna þess fyrirheits um mikinn velvilja í framkv. lag- anna, hefir Norðmönnum verið sýnd mikil linkind, svo að þeir hafa í framkvæmdinni oft og ein- att notið mikið meiri fríðindi en þessi samningur tilskilur. Enda er það svo, að þegar slík óákveðin og óskýrð velvilja heit eru gefin, í samningum þjóða i milli, þá nýtur æfinlega stærri og sterkari aðilinn goðs af því. Þessi samriingur er aftur á móti skýr og ót.viræður. — Hann losar íslendinga undan heit- inu um mikinn velvilja í framkvæmd laganna og það full- yrði jeg óhikað að sje mjög stór- vfegilegur kostur. Að þessu athuguðu verð jeg að líta svo á. að þessi samningur, sem hjer. liggur fyrir, hann hljóti að vera aðgengilegur í augum þeinra manna, sem dást hafa að samn- ingnum frá 1924. og að andstaðan gegn hinum nýja samningi hljóti að stafa ýmist af því, að menn hafi ekki gert sjer fulla grein fyrir þessum staðreyndum eða þeir hinsvegar hafi ekki kært sig um að fara eftir staðreyndum í þessu máli. Jeg finn ástæðu til að geta þess, að með þessum samanburði á þess- um tveimur samningum er jeg á engan bátt að gera lítið úr árangri af starfi Sveins Björnssonar, sendi herra. við kjöttollssamninginn 1924. Mier er það fyllilega þjóst, að 'sendiherrann vann þar eftir at- vikutn mjög glæsiTegan sigur. Og mjeri þykir þá einnig rjettlátt að geta bess. að við þessa samninga- gerð naut við ráða hans og þekk- ingar bfleði meðan á samningum stóð hjer í Bnyk.javík og eins eft- ir að þeir hófust í Noregi, og kom sendiherrann til Osló, undir lok samningana til að vera með í ráða gerðum áður en hundirin var endi á þá. Höfum fengið lítið eitt af fyrsta flokks nýjnm Tomfitnm og hinum Ijúffengu „Grape frnit11. Nóg til af: Hartoflum. Lauk. fplum, Glóaldinum. Fyrsta flokks vörur, mjög ódýrar. All í sama stað. Fjaðrir i flesta bíla. Alloy stál. U. S. L. Rafgeymar margar stærðir. Eafkerti. Kertaþræðir. Platínur. Coil. Condenser. Timlcen rúllulegur. cg Kúlulegur í alla bíla. Brettalistar. Gúmmímottur á gangbretti og gólf. Verkfæri margar tegruidir og ótal margt fleira. Bílaverslun. Bílaviðgerðir. Bflamálning. Hvergi betri. Egill Vilhiálmsson, Laugaveg 118. - Sími 1716, 1717, 1718. Sími eftir kl. 7 1718. Jeg get nú lokið skýringum mínum rim þessa samninga með þeim ummælum, að jeg sje ekki ástæðu til að rísa gegn þeim, ~i— nema ef það er tilgangurinn að leggja inn á alveg nýjar brautir í þessu efni á þann hátt, að útiloka, erlendar þjóðir frá því að selja afla sinn hjer í landi. En slíkt mundi ef til vill hægt, ef það þætti liyggilegt, — þó ekki með því að breyta ákvæðum fiskiveiðalöggjaf arinnar, heldur með nýrri tolla- löggjöf, sem legði svo háa inn- flutningst.olla á afla af erlendum skipum, að jafngilti innflutriings- banni. Það má með nokkrum rjetti segja, að síðan þessi sarttriingui; var gerður, hafi þeir viðburðir gerst í verslunar- og tollamálum nágrannaþjóðanna, að þéir gætu gefið fslendingum tilefni til að leggja inn á nýjar brautir, og á jeg þar aðallega við þau ákvæði Ottavvasamningsins, sem takmarka innflutning á frosnu kjöti til Eng lands. Það er nú að vísu enn ekki víst. að hve miklu levti þau á- kvæði verði látin bitna á fslend- ingum. — En fullvíst er, að verði þeim framfylgt eftir bók- stafnum, þá er það reiðarslag á íslenskan landbúnað. En hitt er þá líka jafnframt Ijóst, að landbúnaðurinn fær ekki afborið það tvent í senn, að missa markað fvrir fryst kjöt í Eng- landi og saltkjötsmarkaðinn í Nor- •egi. En af því leiðir, að því fremur er þörf á vinsamlegum samningum við Norðmenn sem viðhorfið er daprara um hagstæða samniuga við Englendinga. Við hliðina á þessum hugleið- ingum má náttúrlega einnig setja fram þá skoðun, að ef svo þungt er vegið að landbúnað- inum, að hann verði ekki sjálf- þjarga, þá verði þörf þjóðarinn- ar því ríkari til þess að efla aðra atvinnuvegi landsmanna. Og út frá þeim liugleiðingum getur mönnum dottið í liug’sá möguleiki að grípa til tollaákvæða í því skyni að rýra svo sem auðið er aðstöðu erlendra fiskveiðamanna til samkeppni við islen.skan sjávarútvég, ef það þá þykir líldégt, að sjáyarútvegurinn með þeim hætti éflist svo mjög, að hann sje fær um að taka á sig þær auknu byrðar, sem óhjá- kvæmilega mundi leiða af því volæði, sem slíkar ráðstafanir mundu færa yfir landbúnaðinn vegna þeirra gagnráðstafana, sem aðrar þjóðir að sjálfsögðu mynclu grípa til, og sem meðal annars myndu eyðileggja markað fyrir . íslenskt kjöt. Ef sá er tilgangur- inn, að leggja inn á þessar nýju brautir, sem jég fyi’ir mitt leyti a. m. k. að svo stöddu er ekki reiðu- búirin til að aðhyllast, þá leiðir þáð af sjálfu sjer, að við eigum ekki að samþ. þennan samning. , Því að slíkar tollaákvarðanir upp- i hefja náttúrlega gildi hans fyrir : Norðmenn. og það væru því svik S gagnvart þeim að. samþ. fyrst ; samninginn og öðlast með því | kröfu á hendur norska ríkissjóðn- um um nær 10 kr. endurgreiðslu á j hverja kjöttunnu, er til Noregs er flutt, til þess svo á eftir að gera samningin einskis virði með nýrri tollalöggjöf. En hvort sem lagt verður inn á slíkar brautir eða, ekki, þá verða menn að gera sjei- það Ijóst, að þessi samningur er málinu að öðru leyti óviðkomandi og skapar enga nýia þörf fyrir slíka innilokunar- tollálöggjöf, heldur er hann þá eingöngu eitt af þeim trjám. sem sú öxi er reidd að. Og höfuðtil- gangur slíkra laga yrði þá ein- göngu að vera sá. að stoppa ‘í glufurnar á fiskveiðalöggjöfinni, bar sem ekki þætti fært að þrengja hana með öðrum ráðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.