Morgunblaðið - 29.03.1933, Síða 3
M O « Ít t'NPl A • IS
3
5kulöamál bamða.
Eftir Eyjólf lóhannsson.
JrtorgmiWaM^
: H.f. Arvakur, RirkJtTlk.
"iii.ijórar: Jðn KJartanason.
Valtýr SteffLnuon.
sitatjðrn og afKrelBela:
Auaturetrætl 8. — Slaal 1*00.
oaiýalnKaatJðri: H. Hafber*.
uslýalnKaakrifatofa:
Auaturatrætl J7. — Slml 1700
tf»la.aalmar:
Jðn KJartansaon nr. 1741.
Valtýr Stefánaaon nr. 4110.
E. Hafberg nr. 1770.
4akrlftag.1ald:
Innanlanda kr. 1.00 4 Winnm.
Utanlanda kr. 1.60 A aaánuSl,
t lauaaaðlu 10 aura elntaklS.
10 aura m«0 Leebðk.
Bannið.
* Fyrstir urðum við íslending-
ar til þess að setja hjer lög um
aðflutningsbann áfengis.
Lög þau voru sett, þrátt fyrir
rnjög alvarlegar aðvaranir margra
mætra landsmanna, er sáu það
fyrir, að í skjóli bannlaga myndi
þróast, smygl, óregla, drykkju-
skapur, heimabrugg, margskonar
lögbrot og lítilsvirðing almennings
á landslögum.
En bannmennirnir skeltu skolla-
•eyrum við öllu saman. Þeir vildu
að þjóðin gengi í skóla revnsl-
unnar í þessum efnum.
Nu er þetta námskeið bann-
mannanna orðið 20 ára langt. All-
•ar spár andbanninganna hafa
ræst; um smygl, um drykkjuskap-
aróregluna, um heimabruggið og
litilsvirðinguna fyrir landslögum.
Á þessum 20 árum hefir hver
þjóð af annari sett á hjá sjer að-
flutningsbann áfengis. En engin
þessara þjóða hefir þurft til þess
jafnlangan tíma og bannmenn fs-
lands, til þess að átta sig á þeim
þjóðaróheillum, er af bannlögum
leiðir.
fslenskir bannmenn hafa sett
tvöfalt met. Þeir voru fyrstir til
þess að koma banni í lög, og síð-
astir til þess að sjá, að af áfengis-
banni leiðir ilt eitt.
Löggjafar vorir horfa nú upp á
það, að áfengislög eru brotin dag
og nótt um þvert og endilangt ís-
land. Og enginn þeirra getur á-
myndað sjer, að nokkru sinni
verði eydd sú lögbrotakeðja, nema
með því einu móti að afnema lög-
'in. —
Þessar augljósu staðreyndir
hafa rumskað við ellefu þing-
mönnum í neðri deild, er flytja
frumvarp um afnám bannsins.
Frumvarp þetta er þó mjög ó-
fullkomin varnarráðstöfun gegn
smvgli, heimabruggi o. fl. lög-
brotum, er dafnað hafa í skjóli
bannlaganna.
Samt er djörfung og einurð
þingmanna yfirleitt af svo skorn-
um skamti, að dregið er í efa, að
málið nái afgreiðslu á þessu þingi.
Þvi verður þó vart trúað að
óreyndu, að enn ætli Alþingi með
aðgerðaleysi og devfð að misbjóða
þolinmæði þjóðarínnar í þessu
máli.
Blöð jafnaðarmanna.
Berlin, 28. mars.
Bannið á jafnaðarmannablöðun-
um í Prússlandi hefir verið fram-
lengt um óákveðinn tíma. (FÚ.).
Uerkfall hjó Forö
í Englanði.
London, 27. mars.
United Press. FB.
Nokkur hundruð verkamanna,
sem vinna að næturlagi í bifreiða-
verksmiðju Henry Fords í Dagen-
ham (Englandi) liafa gert verk-
fall, í mótmælaskyni gegri áform-
aðri launalækkun. Verkfallið hófst
í gærkvöldi. Dagenham-verksmiðj-
ur Fords eru taldar mestu bif-
reiðaverksmiðjur í álfunni.
Dagenliam, 27. mars.
United Press. FB.
Sjö þúsund verkamenn í Dágen-
hamverksmiðjunum hafa nú gert
verkfall. Söfnuðust þeir saman í
íiánd við verksmiðjunar í dag og
var búist við óeirðum. Voru 40()
lögregluþjónar kvaddir til starfa
á verksmiðjusvæðinu. Dreifðu þeir
mannfjöldanum, án þess að til ó-
eirða kæmi. Varnargarðar úr
timbri voru því næst hlaðnir í
verksmiðjuhliðin.
Dagenham, 28. mars.
United Press. FB
Yfirstjórn Fordverksmiðjanúa
hjer hefir tilkynt, að verksmiðj-
unum verði lokað, þangað til meiri
hluti verkamanna komi aftur til
vinnu. Fyrr sje eigi unt að láta.
reksturinn bera sig-
Afvopnunarráðstefnan.
Genf, 28. mars.
United Press. FB.
Aðalnefnd afvopnunarráðstefn-
unnar frestaði fundum' sínum til þ.
25. apríl, þá er Sir John Simon
hafði lagt fram ályktun um, að
tillögur Breta yrði lagðar til
grundvallar umræðum þeim, sem
fram færi eftir páska. Ýmsir full-
trúanna í nefndinni hafa lýst því
yfir, að þeir áskilji sjer rjett til
þess aé gera víðtækar breytingar
við ráðagerð Breta.
Flugslys.
London, 28. mars.
í dag fórst bresk farþegaflug-
vjel, á leiðinni milli Parisar og
London. Lagði hún síðast upp frá
Brussels, og voru þá með henni
tveir farþegar, auk flugmanns og
vjelamanns- Vjelin steyptist úr
loftinu nálægt norðurströnd
Belgíu, og kviknaði í henni um
leið og hún kom niður. Var strax
gerð tilraun til að bjarga þeim
sem í flugvjelinni voru, en varð
ekki að komist. (FÚ.).
Dixmunde, 28. mars.
United Press. FB.
Ellefu Bretar, þrír Þjóðverjar
og einn Belgíumaður biðu bana,
er flugvjelin „City of Liverpoöl“,
eign breska flugf jelagsins Imperial
Airways hrapaði til jarðar nálægt
Essen kl. 2.20 síðd- í dag.
Endurskoðendur. Til skýringar
;á fregn þeirri sem birtist hjer í
blaðinu nýlega eftir Lögbirtinga-
blaðinu, um löggilta endurskoð-
endur, skal það tekið fram, að lög-
gilding þeirra Björns E. Árnason-
ar, -Tóns Guðmundssonar og Jóns
Sivertsen er frá 27. mars 1929.
Það hefir svo margt verið ritað
um þetta efni undanfarið, að það
má segja að það sje að bera í
bakkafullan lækinn, að leggja þar
fleiri orð í belg. En sem forstjóra
fyrir einni af bændaverslununum,
þykir mjer ekki ótilhlýðilegt að
láta skoðun mína í ljós í þessu
máli-
Þó að yfirleitt sjeu ekki skiftar
skoðanir um, að eitthvað verði
að gera til viðreisnar landbúnað-
inum, þá koma þó fram raddir
sem segja, að hjer sje aðeins um
að ræða hinn ævagamla bíimanns-
barlóm, „það sje ekki búmaður,
sem ekki kunni að berja sjer.“ —
Því er ekki hægt að neita, að bar-
lómurinn er erfðasynd innan
bændastjettarinnar, en hefir þó að
mestu horfið í seinni tíð.
En nú má ekki taka sjer til
fyrirmyndar söguna um „drengimi
og úlfinn“ og skjóta skollaeyrun-
um við neyðarópum bændanna, því
nú eiru þeir staddir í hættu.
Það er ekkert nýtt þó Pjetur
eða Páll komist í fjárhagserfið-
leika, en þegar fjölmennasta stjett
íslenskra framleiðenda er að.kom-
ast á vonarvöl, er ekki hægt að
stinga höndum í buxriavasana og
liorfa á aðgerðalaus, að alt „fljóti
sofandi að feigðarósi.“
Jeg ætla að eins að benda á eitt
dæmi, sem ef til vill skýrir á-
standið. — Jeg þekki velmetinn
bónda vestur á landi, sem er tal-
inn með bestu bændum í sinni
sveit. Hann á 4 kýr og 120 ær.
Kýrnytina notar hann í heimilið.
Ilann lieimti á síðastliðinu liausti
Ili5 lömb undan ánum; 20 lömbum
slátraði hann heima og lagði til
búsins, en 80 lömb rak hann í
kaupstaðinn. Þau sem eftir voru
setti hann á til viðhalds bústofn-
inum. í kaupstaðnum fekk hann
5 krónur fyrir lambið, eða sam-
tals 400 krónur. Af því að liann
var talinn vel metinn bóndi, var
lagt á hann 500 króna iitsvar,
fyrir utan önnur opinber gjöld.
Alt hans. innlegg dugði því ekki
upp í gjöldin. Með hverju átti
hann svo að borga vexti og af-
borgun af lánum eða nauðsynjar
til heimilisins?
Þó jeg ætli með línum þessum
að ræða um skuldamál bændnanna
er mjer það ljóst, og vonandi líka
þeim vísu mönnum sem ætla að
reyna að ráða bót á þessum mál-
um, að jafnhliða því, að skuldirn-
ar komast að einhverju leyti í lag
verður að reyna að komast á þá
leið að búskapurinn beri sig í fram
tíðinni. Annars er aðeins tjaldað
til einnar nætur.
Að mest er talað um skuldirnar,
er að vísu eðlilegt, því þar krepp-
ir skórinn rnest að sem stendur.
V erslunarskuldirnar.
Af hverju hafa þær myndast?
Því er haldið fram, og að miklu
leyti rjettilega, að það sje okkar
sök, sem bændaverslununum
stjórna, stjórnum og framkvæmda
stjórum, að skuldirnar eru til orðn
ar. Það skal játað, að það stríðir
í bága við hugsjón samvinnuhreyf
ingarinnar.
Jeg vil skifta verslunarskuld-
unurn í tvent. Þær skuldir, sem
eru verstar viðureignar, eru hin-
ar svokölluðu „matarskuldir“ ;
skuldir, sem myndast hafa frá ári
til árs við það að bóndinn hefir
fengið meiri úttekt en hann gat
greitt með framleiðslu sinni. —
Þessar skuldir verða að teljast til
synda hjá okkur, sem leyft höfum
tilveru þeirra.
Það er svo með þessar matar-
skuldir, að það er orðin ævagömul
ríkjandi hefð, að verslunin, kaup-
maðurinn, síðar kaupfjelagið, sje
bjargvættur bændanna þegar illa
árar og veiti þeim hjálp til lífsins
„í von um betri afkomu á næsta
ári.“ Mörgum bændum finst þetta
sjálfsagt, „þar sem þeir láti alla
fvamleiðsluvöru sína inn í verslun-
ina.“ Þetta er algerlega rangt, og
með þessu móti færist bóndinn í
Gleipni skuldafjötranna, sem ef
til vill gerir hann að ósjálfstæðum
manni alla tíð.
Það var upphaflega takmark
samvinnumanna, að koma þessu
í lag, en reynslan hefir sýnt að
hjer var þungt hlass í götu. —
Vonandi verður skuldakreppan sú,
sem nú ríkir, víti til varnaðar,
og að okkar góðu þjóðarleiðtogar
finni ráð til þess, að bóndinn geti
fengið hjálp frá stofnun, sem hef-
ir það markmið með höndum, svo
að hann geti fleytt sjer yfir hin
erfiðu ár hvenær sem þau koma,
og verslunarskuldir verði hjer eft-
ir dauðadæmdar. Mætti þá með
sanni segja, að óáran þessi hefði
orðið til nokkurs góðs.
En svo koma aðrar skuldir, sem
erfiðara er að kenna okkur um
með sanni, en það eru þær skuldir,
sem bændur hafa, stofnað við að
byggja og rækta landið.
Þetta eru stærstu skuldirnar,
og þær geta orðið þungar í vöf-
unum-
Af hverju hafa þær myndast?
Notkun tilbúins áburðar, stofn-
un Ræktunarsjóðsins og síðar Bún
aðarbankans, hafa veitt nýju blóði
inn í íslenskan landbúnað. Þá
komu nýir möguleikar til nýs
landnáms, og þeir hafa svikalaust
verið notaðir.
Það hefir óspart verið blásið í lúð-
ur af Búnaðarfjelagi, landsstjórn,
þingmönnum, dagblöðum og tíma-
ritum, bændurnir hvatt.ir lögeggj-
an að rækta og byggja. Islensk
sveitamenning átti að kasta elli-
belgnum, þúsund ára gömlum. —
Moldarkofarnh' voru dauðadæmd-
ir, og í staðinn komu steinhúsin,
þessir dásamlegu bíistaðir. Nú er
keppst við að koma mönnum og
skepnum í „steininn“.
Niðurl.
Skipafrjettir. Gullfoss kom til
Reykjavíkur í gærmorgun að vest
an, fer 31. mars út. — Goðafoss
fer frá Reykjavík í dag kl. 5 síðd.
vestur og norður. — Brúarfoss er
á útleið. — Dettifoss er á útleið
— Lagarfoss er á útleið. — Sel-
foss fór til Keflavíkur í gærmprg-
un. —
Hafnarfjarðartogarinn Júpiter
kom af veiður í gær með 101 tn.
lifrar.
11 > —Mjj^J
Hemer dahljómleikur
Tónlistarskólans var haldinn í Gl.
Bíó síðastliðinn sunnudag. Húsið
var þjettskipað áheyrendum er
tóku ágætlega öllum, er þarna
komu fram, var auðheyrt, að þeir
munu ekki hafa álitið sig verða
fyrir vonbrigðum. Skólinn hefir
ekki haldið opinberan nemenda-
hljómleik fyr, enda er þess ekki
að vænta, þar sem þetta er aðeins
þriðji veturinn sem hann starfar.
Úr þessu ætti slíkur hljómleikur
að verða árlega með fyrstu vor-
boðunum og ekki ómerkasta at-
riðið í tónlistarlífi vetrarins, því
ólíklegt er að kreppan verði látin
þrengja meir að skólanum en nú
er.
Sú skifting mun vera algeng
hjer, þegar um val á hljóðfæri til
náms er að ræða, að ungfrúrnar
setjist við slaghörpuna svonefndu
en piltarnir taki frekar strokhljóð
færi. En þetta liggur engan veg-
inn í eðli hljóðfæranna og ætti að
breytast nokkuð í framtíðinni, og
er sú breyting máske á góðum
vegi, því tvær blómarósir hafa
nú þegar tekið sjer sæti í hljóm-
sveitinni. En á þessum hljómleik
var ekki vikið frá þéssari skift-
ingu- Svanhvít Egilsdóttir ljek
Etude eftir Berens og Brúðkaups-
daginn eftir Grieg. Katrin Dalhoff
ljek þrjú lög, eftir Schumann,
Schubert og Chopin.' Leikur þeirra
beggja er mjög smekklegur og ó-
þvingaður. Margrjet. Eiríksdóttir
ljek fyrsta kaflann úr Sónötu op.
28 eftir Beethoven og Capricci-
etto eftir Reger. Þau verkefni
munu sennilega hafa verið erfið-
ust, en þrátt fyrir það, eða máske
þess vegna, vakti meðferð henn-
ar á. þeim mikla athygli, því hún
var örugg og viss og bar vott um
ótvíræða hæfileika.. Helga Lax-
ness ljek Sónötu í es-dúr eftir
Haydn og gerði það mjög vel, er
ljettur og hressandi blær yfir leik
hennar. Þeir Björn Ólafsson,
Indriði Bogason, Haukur Gröndal
og Þórarinn Kristjánsson fluttu
þrjá kafla úr strokkvartett eftir
Haydn og er óhætt að teljá
frammistöðu þeirra góða.
Kvartettleikur er mjög erfiður,
eins og öll „kammermúsík“, og
útheimtir mikla æfingu og þjálf-
un, þar að auki þurfa hljóðfærin
að eiga vel saman, enda smíðuðif
gömlu fiðlusmiðirnir oft fjöguf
samstæð hljóðfæri til kvartett-
leiks. Er þetta ekki sagt fjór-
menningunum til afsökunar. þess
þarf ekki, heldur til athugunar-
Eini fiðlueinleikarinn á þessum
hljómleik var Björn Ólafsson, er
ljek fyrsta þát.tinn úr Konsert í
g-dúr, eft.ir Mozart og gerði það
liettilega, en það er einmitt ljett-
leikinn í mörgum verkum Mozarts,
sem margir eiga erfitt með að ná
tökum á. Það er ekki langt síðan
að Björn ljek Konsert eftir Vi-
valdi með hljómsveitinni og þess
mun varla langt. að bíða að hann
taki sjer stærri viðfangsefni.
Mörg verkefnanna á þessum
hljómleik voru allerfið, en yfir-
leitt tókst flutningur þeirra prýði-
lega. Það leynir sjer ekki, að þetta
unga fólk vinnur að ákveðnu
marki, og gerir það með eldmóði
æskunnar og áhuga. með góðri og
nákvæmri leiðsögu. Getur þá jafn-
vel farið svo að hnýsnir menn, sem