Morgunblaðið - 31.03.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1933, Blaðsíða 3
MORGCNBLA* !B 3 JfSUrgtusHaMft H.f. Arvakur, kirkjartk. Altatjðrar: Jön KJartanaaoa. ValtýT Btafánaaoa. Kltstjðrn og afsralAala: Auaturstrætl 8. — Statl 1800. Aukl$’«ln«aatjörl: H. Hafb«r«. Aurl^alnvaakrlfatofa: Auaturatrætl 17. — Slatl 8700 KatæaatKar: Jön KJartanaaon nr. 8741. Valtýr Stef&naaon nr. 4180. EL Hafberr nr. 8770. AakrlftagJald: Innanlanda kr. 8.00 á æánuOL Utanlanda kr. 8.S0 á atánuVl, 1 lauaaaölu 10 aura alntaktk. 80 aura me« Iæabök. „MeB sigurbros ð uít". * Stefán ,Ióh. Stefánsson ritaði nýlega allítarlega grein í Alþýðn- blaðið um kosningasigur sósíalista við bæjarstjórnarkosningar í Dan mörku. Unnu danskir sósíaldemo- krátar talsvert á við 'þessar kosn- ingar, bættu allverulega við at- kvæðafjölda sínn. Reynir St. Joh. St. auðsjáanlega og þeir fjelagar hans, hinir ís- 'lensku sósíálistabroddar að laugá persónu sína í ljóma Hins danska kosningasigurs. En „sitthvað er Sigfus og Vig- fÚS* ‘Þó idönskum sosíálistum vegni vel, getur sama eymdar- ástandið ríkt áfram í herbúðum hinna íslensku flokksbræðra ■þeirra eins og verið hefir. Því stefnur og starfsaðferðir hinna íslensku og dönsku sósíal- 'ista eru harla ólíkar. I Danmörku lögleiða sósíalista- ’broddar bann gegn verkföllum og vinnustöðvunum. Hjer er ekki stigið á tá á só- síalista, svo hann hrópi ekki á ■samherja sína, um verkfall og samúðarverkföll til beggja handa. Hvert einasta starfandi fyrirtæki «r hjer með verkfallshótanir yfir liöfði sjer. f Danmörku beita sÓsíalistar sjer fyrir öflugri ríkislögreglu, lögum og friði í landinu. Hjer espa sósíalistabroddar alla þá, sem þeir ná til, til ofbeldis- verka gegn lögum og rjetti, gegn sjálfstæði þjóðarinnar. í Danmörku er kommúnista- sprautum útvegað ókeypis og hæfi legt húsnæði í fangelsum landsins. Þar eru sósíalistar og kommún- istar svarnir andstöðuflokkar, sem enga samleið geta átt. Hjer ganga sósíálistar erindi ivommúnista við hvert tækifæri, sem þeim býðst, svo vart verður á milli gréint, æsingaseggja, og ofbeldismanna sem í Alþýðuflokkn um og kommúnistaflokknum eru. Það er því dálítið einkennilegt ■að mæta íslenskum sósíalista „með sigurbros á vör“, eins og Kiljan segir í kvæðinu, út af kosninga- sigri sósíalista í Danmörku. Mál bresku verkfræíWnganna Moskwa, 30. mars. United Press. FB. Breski sendiherrann í Rússlandi Tiefir verið kvaddur heim til þess að ráðgast við stjórn sína út af bandtöku bresku verkfræðinganna og starfsmanna Metrovickers, Ltd. Samkvæmt opinberri tilkynningu hefjast rjettarhöldin í máli þeirra þ. 9. eða 10. apríl. — Bretarnir eru meðal annars sakaðir um ujösnir. S(mataxlarnír n$ju. Stórfeld læ^kun frá því sem ættað var í fyrra. 1 blaðinu í dag birtir Lands- síminn gjaldskrá þíá sem gengur í gildi 1. apríl um bæjarsímagjöld hjer í Reykjavík. Er það mikið mál, og ekki víst að allir átti sig á því strax til hlítar. En það reka menn þegar augun í, að allmikið er taxti þessi lægri en áætlaður taxti sem bæjarbúar frjettu um í fyrra vetur að til mála kæmi að setja hjer á: Þá var talað um 100 króna stofngjald á á.ri — og fyrir það áttu símanotendur að fá 400 sím- töl — símtalið á 25 aura. — En siðan að greiða 5 aura fyrir hvert símtal. Nú verður afnotagjaldið að vísu miðað við símtalafjölda, og er það rjettlát regla- En lægsta afnotagjald 80 kr. á ári, 20 kr. á ársfjórðungi fyrir 1000 símtöl. — Símanotendur flokkaðir eftir sím- talafjölda, og er 100 kr. árgjald fyrir 2000 símtöl, en 120 kr. ár- gjald fyrir 3000 símtöl. Með því að reikna með allmiklum sparnaði í simanotkun frá því sem verið hefir, býst landsímastjóri við, að 72.5% af símanotendum bæjarins, eða alt að því % þeirra verði í lægstu þrem greiðsluflokkum, og greiði 80—120 kr. fyrir símann á ári. — Þegar símanotkunin eykst, hækka gjöldin mikið, eins og gjaldskráin sýnir, og er árgjald- ið 280 krónur þegar samtölin — þ. e. upphringingarnar verða yfir 7000 á ári eða nálega 20 á dag. Vegna þess að bæjarbúar hafa enga athugun á því gert hver fyrir sig, hve oft þeir nota sím- ann, hringja upp, geta þeir ekki gert sjer glögga grein fyrir því, hver fyrir sig, hve mikið þeir munu þurfa að greiða í símagjald samkvæmt gjaldskrá þessari. En vel má vera, að menn með reynsl- unni komist, að þeirri niðurstöðu að breytingar verði æskilegar og sanngjarnar í gjaldskrá þessari. En framvegis mun bæjarsíminn láta stjórn símanotendafjelagsins í tje nákvæmt yfirlit yfir rekstur bæjarsímans, svo símanotendum gefist kostur á að sjá að síma- gjöldin sjeu í rjettu samræmi við stofnkostnað og starfrækslu bæj- arsímans. Kommúnistar hefja ógnaröld i Kanada með kirkju- brennum. Berlin, 30. mars. í borginni Montreal í Canada hefir komist upp sú fyrirætlun kommúnista að kveikja í öllum kirkjum borgarinnar. Fyrir nokkr um dögum varð stórbruni í einni kirkju í borginni, og var talið að það væri af völdum kommúnista. Forsætisráðherrann i Canada hefir lýst því yfir, að nú verði gerð gagngerð gangskör að því að ráða niðurlögum kommúnista þar landi. (FÚ.). Fjájrlögin. Önnur umræða fjár- laga hefst í Nd. í dag. Ujelbdtur ferst með fimm mönnum. fsafirði, FB. 30. mars. Vjelbáturinn Páll frá Hnífsdal hefir farist í fiskiróðri í fyrradag, gerði snarpa norðankviðu um kvöldið og var sjór á lóðamiðum. Fjórir vjelbátar hjeðan leituðu hans í gær, en leitin bar engan árangur. Á bátnum voru fjórir menn: Halldór Pálsson, formaður, eig- andi bátsins, 54 ára, kvæntur. Á mörg börn. Flest uppkomin. Jón Helgason úr Hnífsdal, 20 ára. Gunnar Guðmundsson, 19 ára og Guðfinnur Einarsson, 20 ára, báðir vir Grunnavíkurhreppi. Jón, Gunnar og Guðfinnur voru allir ókvæntir. Halldór Pálsson var einn af fremstu formönnum hjer vestra, alkunnur dugnaðarmaður og sjó- sóknari. Hafði verið óslitið for- maður frá tvítugsaldri, og aldrei hlekkst neitt á. Fákur. Miðvikudaginn 28. mars var lialdinn aðalfundur Hestamanna- fjelagsins Fáks í K. R-liúsinu. — Fundurinn var vel sóttur. Fyrst voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar fjelagsins og þeir sam- þyktir. Hefir hagur fjelagsins stórbatnað síðastliðið ár, enda starfsemi þess staðið með miklum blóma. Daníel Daníelsson dyra- vörður, formaður fjelagsins, var endurkosinn, en í stað þeirra Ás- geirs Ásgeirssonar og Guðbjarna Guðmundssonar, sem gengu úr stjórn, voru kosnir H. J. Hólm- járn framkvæmdastjóri og Björn Gunnlaugsson innheimtumaður. 1 skeiðvallarnefnd voru kosnir: Ein- ar Sæmundsson skóræktarfulltrúi, Þorgrímur Guðmundsson kaup- maður og Sigurður Gíslason lög- regluþjónn, en í dómnefnd: Páll Ólafsson framkvæmdastjóri, Einar Kvaran bankaritari og til vará Matthías Matthíasson stud. med. og Lviðvíg C. Magnvvsson kaup- maður. Ennfremur var formaður fjelagsins, Daníel Daníelsson, kjör inn heiðursfjelagi í viðurkenning- arskyni fyrir sitt mikla og góða starf í þágu fjelagsins. Fundurinn fór hið besta fram og kom vel í ljós áhugi fjelags- manna fyrir fjelagsmálum öllum. Vænta þeir sjer mikils af hinni nýju stjórn þess. D. Ó. Mikill tekjuhalli á fjárlöffum Frakka. París, 30. mars. United Press. FB. Ríkisstjórnin hefir nú lagt fjár- lagafrumvarpið endursamið fyrir fulltrúadeild þjóðþingsins, og er tekjuhallinn samkvæmt frumvarp inu fimm miljarðar og 213 miljón- ir franka. Hins vegar — ef spam aðartillögur og skattaukningatil- lögur stjórnarinnar ‘éerða sam- þyktar — er búist við, að tekju- liallinn komist niður í þrjá nvil- jarða 580 miljóiiir franka á næsta ári. — Kröfugöngur og þingmálafunöir. Það mun hafa verið um 1906 er fyrsta sósíalistafjelagið var stofn- að hjer i Reykjavík. En með stofnun þess innleiddust þessar svonefndu kröfugöngur sósíalista og kommúnista- Kröfur sínar bera þeir fram á strætum og gatna- mótum ýmist með æsingaræðum eða með áletruðum spjöldum sem þeir bera lá stöngum, þar sem hinar fáránlegustu kröfur eru gerðar til stjórnar og þings. Auð- vitað dettur foringjum ekki í hug, að slíkar kröfur hafi mikil áhrif á stjórn eða þing, enda er það ekki aðaltilgangurinn með kröfu- göngunum, heldur er hann sá, að telja fáfróðum almenningi trú um að kröfur þeirra. hversu fárán- legar sem þær eru, sjeu eðlilegar og sjálfsagðar, og það sje svo sem sjálfsagt að fyrirlíta hverja þá stjórn og þing, sem ekki upp- fyllir kröfurnar. Og þegar nú þing og stjórn, aftur og aftur daufheyrist við þessum fjarstæðu kröfum, sem venjulega standa í engu samræmi við hinn almenná efnahag þjóðarinnar, þá fá for- ingjarnir eins og af sjálfu sjer tækifærið til að skapa hatrið til allra ráðandi stjetta, þar á með- al til þings og stjórnar. Þá er komið að endatakmarkinu, kom- múnismanum. Menn taki eftir, að þessi fjelög gera kröfur. Þau fara ekki kurteisl. bónarveg til þeirra, sem valdið hefir í landinu i það og það skiftið, eins og gerðist á meðan siðmenning alþýðu var á miklu hærra stigi en hvín er nvi að verða, en sú leið mundi vera miklu líklegri til að bera árangur. Nei; í kröfuformi verða ósk- irnar að vera, því annars ná for- ingjarnir ekki aðaltilganginum, að æsa fólkið, skapa reiðina. Sósíalistum og kommúnistum, sem starfa saman í graut, þó þeir telji sig í tvennu lagi, hefir orðið allmikið ágengt í kaupstöðunum, og yfir lvöfuð við sjávarsíðuna. En eftir var að rækta bænda- stjettina. Að láta hana líka gera fáránlegar kröfur, og að gera hana reiða, ef þing og stjórn ekki aðhyllist þær. En þar hefir Hriflu menskan verið vel á verði. Ekki hefir hún samt enn beinlínis látið bændurna bera kröfuspjöld á þjóðvegunum. Hriflumenskan hef- ir látið sjer nægja að senda mál- uð kröfuspjöldin um allar sveit- ir í fáránlegustu fundarályktunar formi, og fengið tillögurnar sam- þyktar, bændum til lítils sóma. Þó maður lesi þingmálagerðir allar úr sveitum frá því er þingið var endurreist, þá finnur maður tæplega eina fundargerð sem lík- ist fundargerðum þeim flestum, er gerðar hafa verið á árinu sem leið og í ár. Svo sverja þær sig til kommúnistiska kröfugöngu- fyrirkomulagsins. Er hvvið að draga allan mátt vvr bændum? Og hvað er orðið af þeirra góðu greind og gætni? Eru þeir ekki lengur „þjettir á velli og þjettir í lund og þraut- góðir á raunastund?" Eða sjá þeir ekki hvernig með þá er farið? * * HŒstarjettaröómur í málinu, rjettvísán gegn Gísla J. Johnsen og N. Mancher fjell í fyrradag. Mál þetta var höfðað eftir rann- sókn þá sem gerð var út af gjald- þroti Gísla J. Johnsen. í undir- pjetti var Gísli J. Johnsen dæmd- ur í 45 daga einfalt fangelsi fyrir ívilnun til skuldareiganda og eitt bókfærsluatriði. Fyrir bókfærsl- una fekk N. Mancher skilorðs- bundinn dóm í undirrjetti, 15 daga einfalt fangelsi. Hæstirjettur sýknaði Gísla J. Johnsen af ákæru viðvíkjandi bókfærsiunni, þar eð, eins og stendur í dómsforsendum, að eigi! verður álitið, að ákærði hafi færtt óráðvandlega til í bækur sínar. En hann fekk 30 daga fangelsi fyrir að hafa greitt til skuld- heimtumanns fyrir salt, þá er hann átti að hafa sjeð fyrir að gjaldþrot var yfirvofandi. „En með hliðsjón af því, að verðmæti þau, er ákærði ljet af hendi, eru fremur lítil í saman- burði við eignir og skuldir haös í heild“, var dómurinn skilorðs- bvvndinn. En Hæstirjettur sýknaði N. Mancher og ríkissjóður á að greiða1 allan málskosnað hans, fyrir und- irrjetti, og Hæstarjetti. Dagbók. I.O.O.F. = 1143318V2 = 9. 0. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): Lægðin helst enn fyrir austan land. Vindur er N-lægur um alt land, hægur með bjartviðri á S- og V-landi, en á N- og A-landi er veðurhæð víðast 4—5 vindstig. Norðanlands er dálítil snjókoma. Hiti er nálægt frostmarki. Lægðin þokast austur eftir, og mun vind- ur verða N-lægur næsta sólarhring og veður fara batnandi á N- og A-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: N-gola. Bjartviðri. Föstuguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði í kvöld kl. 8^. Síra Jón Auðuns. Fundur í Verslunarmannafje- lagi Reykjavíkur í kvöld. Dánarfregn. Látin er að Einars- stöðum í Núpasveit frú Ragnheið- ur Vigfúsdóttur systir Aðalsteins kennara. Um þessa konu var mikið talað hjer á árunum, því að í kring um hana gerðust undrin í Hvammi í Þistilfirði. Háskólafyrirlestur. Dr. Max Keil heldur fyrirlestur í kvöld kl. 8 um ,J)ie junge Genaration“. Er það seinasti kaflinn í þeim fyrirlestra- flokki, er hann nefnir „Deutsch- land nach dem Weltkrieg“ (Þýska land eftir heimsstyrjöldina). Oll- um heimill aðgangur. Bethanía. Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. Sy?- Allir velkomnir. Hljómleikar. Að gefnu tilefni vil jeg leyfa mjer að vekja at- hygli á hljómleikum P. Bern- burgs á sunnudaginn kemur kl. 2y2 í Gamla Bió. — Bernburg hefir í mjög mörg ár skemt bofg- arbúum, með fiðluleik sínum, jafnt á sjúkrahúsum sem á dansleikum, og jafnan við góðan orðstír. Er því þess að vænta að menn kunni að meta starfsemi hans, og fjöl- menni á þennan hljómleik. Áhugi á h’jómlist er altaf að aukast hjer sem betur fer, og vil jeg segja að Bernburg hafi átt sinn þátt 1 því, því að fátt var um fiðluleikarai hjer þegar hann hjelt sína fyrstu hljómleika. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.