Morgunblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 þangað, mest % þurkaður. Þetta getur gengið þegar hægt er að selja fiskinn jafnóðum og hann hefir verið verkaður, en þegar hann verður að bíða yfir sum- arið, eða frá síðast í júní og fram yfir áramót þá er hann orðinn hnitulaus og hrúnn eða gulur á lit og búinn að harðna svo upp við umstöflun og hita í fiskhúsun- um, að hann þykir þá ekki eins góður eða fallegur, því nýr fiskur líkar þar best og gamli fiskurinn selst ekki, þegar nóg framboð eru af nýrri fiski. fyr en sá nýi er uppgenginn. En okkar vestfirski fiskur hefir altaf þótt geymast best og því ekki tekinn fyr en annar fiskur er seldur. Til dæmis fór fiskur hjeðan frá ísafjarðar- •djúpi til Barcelona ekki fyr en í júlímánuði, lítið eitt. og aðalfisk- magnið ekki fyr en í október og desember fyrra ár, enn fremur hefir fiskur nú síðustu árin verið óvanalega horaður, en það likar illa þar. Áður var fiskur 18” og þar yfir tekinn sem málfiskur, en nú verður að taka í málfisk, fisk frá 23” og þar yfir til að geta selt með tölu 32 fiska í pakka. 'Stærsti fiskurinn er oft gallaður að einhverju leyti, en millifiskur betri. Þetta alt gerir það að fisk- urinn er ekki eins góður og hann var áður en breytt var til um verkunina og hætt var að fiska sumarfisk, sem altaf þykir betri hvað hann er nýveiddur og verk- aður. Væri hægt að ráða bót á þessu svo að fiskurinn færi skömmu eftir að hann er verkaður, }>á mundi hann líka betur. Spánverjar hæla mikið færeyska fiskinum fyrir hvað hann er hvít- ur og fallegur á lit, og er það •engin furða þar sem Færeyingar veiða mest allan sinn fisk hjer við land með handfæri eins og áður var hjer. og jeg hefi getið um, ennfremur hafa þeir selt sinn fisb jafnóðum og hann er verkaður, en hann geymist ver en íslenskur fiskur, bæði jarðslagar hann og missir lit fljótar en fiskur hjeðan og af því er hann kevptur og lians neytt áður en liann byr.jar að skemmast. Svo hafa þeir sum- arfisk, sem þeir fiska á djúpu vatni, bæði stóran og feitan. Frá Isafirði gekk einn færabát- ur síðastliðið sumar og seldist stærsti fiskurinn fyrir 115 krónur skippundið af besta fiskinum % þurkaður, þegar annar fiskur var seldur fyrir 78 krónur skippundið. Þetta sýnir að það er ekki aðal- lega verkuninni að kenna að fisk- ur hjeðan er ekki eins góður og áður var, heldur breytt aðstaða með veiðiaðferðir, og ekki góðri aðstöðu um sölu á fiskinum. Norður og Austurlandsfiskur líkar vel í Barcelona, enda er ha.nn veiddur að mestu leyti að sumrinu og liggrr því skemur í salti en fiskur frá Vestur- og Suð- urlandi, sem veiddur er að vetr- inum. Væri hægt að selja strax og búið er að verka vetrarfisk- inn, til dæmis það sem verkað væri í maí og júní, þá væri mikil bót í því, því fiskur sem verk- aður er í júlí og ágúst heldur sjer betur en fiskur sem verkaður er að vorinu Barcelonamarkaðurinn vill hafa harðara þurkstig að sumrinu en þegar kemur fram x september og þar til í maí vilja þeir hafa lin- EGGERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutmngsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inngangur um austurdyr). 3ími 1171. Viðtalstími 10—12 árd. þurkað eða % þurlrstig. Nú er byrjað að þurka vetrarfiskinn strax að vorinu og hann er þurk- aður undir sumarþurkstigið í þeirri von að hann seljist fljótt, en þegar sala fæst, ekki, þá verð- ur hann að bíða fram á haust og jtykir þá of harður. Nú þykir ekki fært að senda til Barcelona fisk sem fiskast að vorinu suður undir Jöklí um hrygningartímann, vegna þess hvað hann er þunnur, og mest af vorfiski hjeðan frá ísafjarðar- djúpi er líka of þunnur fyrir þann markað, nema aðeins vetrarfiskur inn, sem búið er að þurlca í júní- lok. Þá verður ekki hægt að verka nema lítið eitt með 3A þurkstig- inu. Þetta liefir orsakað það, að þar sem vestfjarðafiskur var aðal- lega seldur til Barcelona, var nú síðastliðið ár ekki selt þangað nema ca. Vt partur af málsfisk- inum. Allur millifiskur sem eklti gengur upp i tölu 32 fiskar í pakka, er fullþurkaður og seldur til ítalíu og Portúgal og líkar hann þar vel. Enda er það að- eins á Barcelona markaðinum, sem vestfjarðafiskur hefir tapað áliti. Það sem almenningur þarf að gera sjer Ijóst er a'ð fiskmatið út af fyrir sig er ekki einhlitt til að gera vandaða vöruna, heldur eru jiað allir þeir sem við fiskverkun- ina, vinna, sem geta stuðlað að því að vanda vöruna. Fiskimatsmenn- irnir flokka fiskinn eftir gæðum, en þeir get ekki gert slærna vöru að góðri, og þegar varan í byrjun er vond þá er ekki hægt að gera hana góða úr því. Það er ekki nóg fyrir fiskieigendur að geta komið slæmum fiski undir mats- vottorð því komi kæra yfir mat- inu jiá lendir óorð það sem varan fær á manni þeim sem fiskinn átti, jiví nú orðið er allur fiskur sem fer út úr landinu merktur með sjermerki hvers seljanda, og getur yfirfiskimatsmaðurinn ávalt sjeð hver fiskinn átti, þegar hann fær umsögn kaupanda fiskjarins um lof eða last á matinu. Fiskimatsmennirnir eiga að vera óhlutdrægir við matið og hafa altaf fyrir augum að gera það rjettasta, sem þeir álíta fyrir báða1 aðila, kaupanda og sel.janda, og ættu allir sem við matið vinna, að gera sitt ítarsta til að aðstoða matsmennina í því að matið geti orðið ábyggilegt og komi að til- ætluðum notum við sölu fiskj- arins. . .Teg'vona að öllum sje nú Ijóst af því sem jeg hefi nú sagt um fiskimatið að mikið er komið undir því í framtíðinni að álitið á íslenska fiskinum geti lialdið sjer hjá kaupendum hans, og ætti það að vera metnaðarsök allra ís- lendinga sem við fiskveiðar og fiskverkun fást að láta engum líð- ast að fara illa eða óvandvirknis- lega með þessa góðu og eftirsóttu vöru, sem fiskurinn er, heldur stuðla að því að hanti vaxi í áliti og geti gert þjóðinni enn meira gagn og lieiður en verið hefir. Barnaheimilið (Hverakotí Sökum illmælis þess, sem barna- liæli þetta hefir orðið fyrir, hefir formaður Barnaverndarnefndar 'eykjavíkur beðið blaðið að birta eftirfarandi: Barnaverndarnefnd Reykjavik- ur (Jón Pálsson, Katrín Thorodd- sen, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Jónasson, Hallgrímur Jónsson, Maggi Magnús og Sig- urður Jónsson) segir í skýrslu sinni um eftirlitsför að Sólheimum í Grímsnesi 28. ágúst 1932: „Auk þeirra barna, sem að fram an getur, eru í hælinu 3 fávitar og 1 málleysingi, sem einnig er and- lega vanheill, alt stúlkur. Hjafa þær 3 herbergi í lcjallara, 1 stofu og '2 svefnherbergi. Sofa 2 stúlkur þar ,hjá þeim. Yar þar góð um- gengni, hreint og þokkalegt í rúm- um og fávitarnir sjálfir þrifalegir, hreinir og þokkalegir. Sjerstaklega skal þetta tekið fram um þann fá- vitann, sem orðrómurinn sagði að væri vanhirtur. Úti er fávitunum ætlað lítið járnklætt skýli til sól- baða. Þótt nefndin s.je einhuga um það álit, að alveg sje fráleitt að hafa hæli fyrir börn og fávita á einum og sama stað, þá vill nefnd- in ekki átelja jxetta eða banna, meðan svo standa sakir, að ekkert fávitahæli er til á landinu, sjer- staklega þar sem fávitarnir eru hafðir alveg út af fyrir sig og for- stöðukonunni virðist vel ljóst, að samgangur mætti ekki eiga sjer stað milli barnanna og fávitanna“. „Jeg undirritaður sóknarprest- ur í Mosfellsprestakalli i Gríms- nesi votta lijer með, að stjórn barnaheimilisins Sólheimar í Hverakoti í Gírmsnesi er sjerlega góð, börnin hraustleg og dafna vel, enda vel um þau liugsað í hví- vetna. Jeg kem þar iðulega, sem sókn- arprestur og eftirlitsmaður með börnum í mínum hreppi og veit því gjörla um alt fyrirkomulag starfsins og árangur þess og leyfi mjer að fullyrða, að það beri á- gætan árangur og betri en hægt var að vænta í fyrsta byrjun. Jeg gæti nefnt dæmi upp á það hvílíkum breytingum börn hafa tekið á skömmum tíma, bæði til andlegs og líkamlegs þroska, fram- ar en vænta mátti, og vegna þess liefir mjer þótt leitt að börn sem voru að rjetta við, liafa verið tek- in heim of fljótt. Jeg er svo ánægður með starfið þar fyrir börnin, að jeg hlýt að játa, að árangurinn er betri yfir- leitt, en jeg hafði vonast eftir, og hefi jeg þó altaf haft traust á og viljað styðja að því að slík starf- semi kæmist á lijá oss. Mosfelli, 11. mars 1833. Guðmundur Einarsson. „Jeg undirritaður hjeraðslæknir í Grímsneshjeraði, skoðaði öll börnin á barnahælinu Sólheimar í Grimsnesi 15. jan. s.l. og votta hjer með að heilsufar barnanna er í góðu lagi. Ennfremur votta jeg að útlit barnanna er hraustlegt og hjúkr- ún þeirra og aðbúð öll er góð. Á heimilinu er gætt hins strangasta hreinlætis- Þetta vottast hjer með. Laugarási, 9. mars 1933. Ólafitir Einarsson. Til snmargjafaa Barnaleikföng — Munnhörpur — Lúdóspil — Kúluspil — Jó-Jó — Sauma-, nagla- burstasett — Dömutöskur —- Dömu og herra- veski — Silfurplettvörur — Blómsturpottar og Vasar — Styttur og margt fleira — ódýrast hjá K. Einarsson & Björnsson. Útdráttur úr skýrslu Lúðvígs D. Nordals, dags. 16. f- m. sem liann sendi formanni Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur, um athug anir hans á barnahælinu í Hvera- koti 12. f. m. og álit hans á því. Er útdrátturinn birtur hjer með leyfi og samþykki læknisins- .....„I kjallara hússins eru 3 herbergi sem fávitarnir hafa til íbúðar, þau eru björt og snyrtilega umgengin. Útbúnaður í rúmum fá- vitanna var í alla staði viðunandi og við liæfi. Sama máli er að gegna um rúm- fatnað hinna barnanna. Hann var snyrtilegur hreinn og óaðfinnan- lega umbúið að öllu leyti. Fávitarnir voru hreinir og þokkalega klæddir og var ekki annað að sjá. en að líðan þeirra væri góð eftir föngum og aðbún- aður allur hinn sæmilegasti. Öll hin börnin voru einnig hrein og þokkalega búin. Þau virtust vera glöð, fr.jálsleg og vel siðuð og mátti af því ráða að þau nvtu al- úðlegs viðmóts, skilnings og hæfi- legs aga....... Þó að jeg hjer að framan hafi bent á sitthvað viðvíkjandi um- ræddu barnaheimili sem að mínu áliti mætti betur fara, vil jeg að lokum lýsa því yfir, sem eindreg- inni skoðun minni, að árásir þær sem gerðar hafa verið iá forstöðu- konuna nú nýlega, sjeu ómaklegar og að það sje fylsta fjarstæða að hún hafi unnið til þeirra. Virðingarfylst. L. D. Wordal. Á eftirlitsferð minní að barna- heimilinu Sólheimar í Grímsnesi hinn 12. þ. m. kom það mjer fyrir sjónir sem hjer segir: Börnin eru 29 að tölu þar á meðal 6 fávitar; þau voru öll vel og þokkalega klædd, legurúm þeirra m.jög góð og hreinleg og sjúkradúkur í hverju rúmi fávit- anna, með sljettum og hnúska- lausum dýnum. Hvar sem á var lit.ið, virtist mjer hreinlætis og þrifnaðar gæta þar í öllu. Heil- brigðu börnin voru öll frísk og frjálsleg að útliti og óvenjulega vel vanin, óþústuð og óþvinguð af allri harðstjórn. Forstöðukonan virðist hafa traust þeirra og þau lilýða henni þvingunarlaust, enda mjög að henni hænd. Hjeraðslæknir Grímsneshjeraðs hefir með samningi tekið að sjer mánaðarlegt lækniseftirlit á barna hælinu. Aðalatriðið virtist mjer, að gefnu tilefni vera það, að sjá og sannfærast um, hvort árásir þær sem heimilið liefir nú orðið fyrir. væru á nokltrum rökum reistar, og get jeg með góðri samvisku lýst því vfir, að þvi fer mjög fiarri: Jeg fann enga minstu átyllu fyrir því, að neitt af því sem sagt hefir verið eða ritað heimilinu og for- stöðukomunni til foráttu, hafi við neinn sannleik að styðjast- Tel jeg það því mjög illa farið og ómak- legt með öllu, að slík mannúðar- starfsemi sem hjer er um að ræða, verði fyrir árásum að lástæðulausu. Þessa yfirlýsingu mína og skýrslu hefi jeg samið og undir- ritað eftir bestu vitund að viðlögð- nm drengskap mínum. Reykjavík, 16. mars 1933. Jón Pálsson, p.t. formaður Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur. fninningarorð. Einar Brandsson á Reyni. Hann ljest 28. febrúar síðast liðinn að heimili sínu, Reyni í Mýrdal, rúml. sjötugur að aldri. Einar var fæddur 1 Reynishjá- leigu í Mýrdal og ólst þar upp lijá foreldrum sínum, Brandi Ein- arssyni og Kristínu Einarsdóttur, Jóhannssonar hreppstjóra í Þóris- holti, þar til hann reisti bú í Reyn isdal; bjó hann þar i nokkur ár, en fluttist þá að Reyni og bjó þar þar til nú fyrir 3 árum; dvaldi eftir það hjá Sveini syni sínum, er tók við jörðinni af honum. Einar lagði mikið fje í garða og húsabætur og einnig til að menta börn sín. Um eitt skeið var hann orðinn allvel efnaður, en tapaði stórfje á útgerðarfyrirtæki i Vest- mannaeyjum og náði sjer aldrei eftir ]>að efnalega. Jafnframt bú- skapnum stundaði Einar jafnan sjómensku, var formaður yfir 40 ár og farnaðist jafnan vel. Eru þó öldur Atlantshafsins oft ærið harð lúknar og viðsjálar við hina opnu strönd og má oft ekki á milli sjá. En Einar var kjarkmaður með af- brigðum svo að fáir munu nokkurn tíma hafa sjeð honum bregða, liverju sem hann átti að mæta á sjó eða landi. Einar var fríður sýnum og sjerlega vel vaxinn, í meðallagi hár, en þrekinn og karl- mannlegur á velli. Einar var mjög vel greindur og tók allmikinn þátt í margslags fjelagsskap og var þar jafnan hin traustasta stoð og óhvikulh Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni; liann var sóknarnefnd- armaður um fjölda ára, hrepps- nefndarmaður nokkur ár, deildar- stjóri í Sláturfjelagi Suðurlands, frá stofnun þess og til dauðadags. Bindindismaður var hann mestan lduta æfi sinnar og alla tíð um- boðsmaður Stórtemplars öll þau ár er hann var meðlimur í stúk- unni Eygló í Vík og sýnir það live mikið traust var til hans borið af samferðamönnum hans. Kona Einars var Sigríður Brvnj- óifsdóttir frá Litlu-Heiði, er lifir mann sinn ásamt 6 börnum þeirra og fjölda barnabarna. Tvii börn þeirra eru látin fyrir nokkrum ár- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.