Morgunblaðið - 23.04.1933, Side 2
2
MOKGUNPUii.fi
Reykjavíkurbrjei.
22. april.
Prá útgerðinni.
Um miðjan apríl var aflinn á
öllu landinu orðinn 34155 smá-
lestir af fiski, miðað við verkaðan
fisk. Er það um þriðjungi meiri
afli en í fyrra og samsvarar nál.
helmingi af hæsta ársafla sem
hjer hefir verið.
Aflaaukningin frá í fyrra staf-
ar að mestu af því hve togara-
aflinn er meiri í ár en í fyrra, og
vegna þess, að fleiri eru hátar og
línuveiðaskip sem stunda fiski-
veiðar í ár.
Hinn tiltölulega mikli togara-
afli kemur til af því, hve óvenju-
lega þeir öfluðu vel og lengi í
Jökuldjúpinu, áður en afli byrj-
aði á Selvogsbanka.
En aflinn í verstöðvunum utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er
ekki meiri en í fyrra, jafnvel
minni.
Sambandsþing ungra
S j álf stæðismanna.
Á sumardaginn fyrsta var sett
sambandsþing ungra Sjálfstæðis-
manna hjer í bænum. Sambands-
fjelögin eru nú 16, en fjelagatala
þeirra samanlögð um 2000.
Síðan Samhand ungra Sjálf-
stæðiamanna var stofnað 1930 hef-
ir það eflst jafnt og þjett, fjelög-
um fjölgað, og meðlimum fjelag-
anna.
Torfi Hjartarson lögfræðingur
hefir verið formaður sambandsins
imdanfarið ár. En sakir fjarveru
hans úr Reykjavík síðan í fyrra-
sumar hefir varaformaður, Guðni
Jónsson, gegnt störfum hans. Torfi
hefir, sem kunnugt er verið settur
bæjarfógeti á ísafirði.
Á þessu ári hefir sambandið
aukið blaðaútgáfu sína að mun,
frá því sem áður var, síðan Heim-
dallur var stækkaður og látinn
koma út annan hvern dag.
Langfjölmennasta fjelagið innan
sambandsins er fjelagið Heimdall-
ur hjer í Reykjavík.
. Formaður Heimdallar er Jó-
hann G. Möller stud- jur.
Er það ómetanlegur styrkur
Sjálfstæðisflokksins hve ungum
áhugamönnum flokksmönnum hef-
ir tekist að efla og styrkja sam-
t.ök sín og stjórnmálastarfsemi í
þágu flokksins.
Frá Þýskalandi.
Mikil tíðindi þóttu það nm dag-
inn er þær fregnir komu frá
Þýskalandi, að hinir nýju vald-
hafar þar hefðu efnt til harð-
vítugra og miskunarlausra Gyð-
ingaofsókna, eins og dæmi voru
til fyr á öldum og meðal miður
siðaðra þjóða, en Þjóðverjar eru
nú.
En síðar hafa mönnum hjer í
Reykjavík borist brjef um þetta og
skilríki frá viðskiftasamböndum í
Þýskalandi, þar sem fullyrt er að
hinar fyrstu fregnir um Gyðinga-
ofsóknírnar hafi verið á misskiln-
ingi bygðar.
Þ. e. a. s- rjett var, að verslun-
um Gyðinga var sama sem lokað
með valdi einn dag, og Gyðingum
á ýmsan hátt sýnt, með harka-
legum hætti, að þeir væru vald-
höfum landslns miður hugþekkir.
En nýrri fregnir herma, að
þessar ráðstafanir hafi verið gerð-
ar til þess að stemma stigu fyrir
því, að Gyðingar í Þýskalandi
sendu ýktar og afbakaðar fregnir
um óeirðir og stjórnmálaóreiðu í
landinu.
Úr brjefi.
Segir svo í einu Þýskalands-
brjefi:
„Þess ber að gæta, að hjer hefir
verið gerð stjórnarbylting. En sú
bylting hefir farið fram með ein-
stakri reglu og skipulagi. Það er
auðsætt, að slík skipulagsbreyting
sem hjer hefir orðið getur ekki
farið fram án þess að einstakir
óróaseggir gerist um of djarftækir.
En enginn slíkra manna kemst
hjá hegningu.
En svo mikil er breytingin í
Þýskalandi á stuttum tíma, að
engin furða er, þó þeir sem í fjar-
lægð eru geti ekki áttað sig á
þeim umbreytingum í skjótri svip-
an. —
Frjettaburður.
kommúnista.
1 blaði nokkru er danskir kom-
múnistar gefa út stóð fyrir nokkru
heilmikil frásögn af uppivöðslu og
óspektum kommúnista á Akureyri.
með viðeigandi hóli um frammi-
stöðu þeirra.
Byrjar frásögnin með því, að
víða hefðu verkamannafjölskyldur
hjer á Iandi dáið úr hungri á þess-
um vetri, ef ekki hefði verið sett
upp atvinnubótavinna.
Um vinnustöðvunina við Novu
segir í þessari Akureyrarfrjett
kommúnistanna:
,,Alla nóttina var öflugur verk-
fallsvörður við höfnina.Alt í einu
heyrðust mörg skot úti í myrkr-
inu. — Nokkrir borgara-óþokkar
(Banditter) höfðu náð í bát. Skutu
þeir nú á verkfallsverðina á
bryggjunni. Sem betur fór*hittu
þeir engan. En það kom til af
því að dimt var. Hópur manna
frá landi vopnaðir löngum sveðj-
um, rjeðst einnig á verkfallsverð-
ina. En verkfallsverðir stóðust
einnig þessa árás.“
Hjer er sýnilega puntað upp á
frásögnina í því skyni að geta
'betur komið fram fjárbetli sínu
ytra.
Eins og kunnugt er, er flug’u-
fóturinn fyrir skothríðinni sá, að
maður, sem var í bát út á Polli
hleypti úr skammbyssu niður í
sjóinn. En kommúnistar, sem
stóðu uppi á hafnarbryggju, urðu
ekki allir svo hræddir, að þeir
'liyrfu af hryggjunni, er þeir
heyrðu skotin.
Spítalinn í
Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi er blaðinu
skrifað um hinn nýja spítala sem
þar á að reisa á þessu sumri fyrir
forgöngu Meulenbergs biskups í
Landakoti.
TJpprunalega kom til orða, að
þarna yrði reistur spítali eða
sjúkraskýli fyrir fje það er þar
var handbært um 20 þús. kr. Voru
í sjúkrasjóði til 15 þús. kr., en
sýsluframlag 6 þús. kr. Hafði Jón-
as Jónsson komið auga á þetta
fje til byggingar spítala er sýslan
ræki.
En fyrir milligöngu Óskars
Clausen kaupmanns tókst að vekja
áhuga Meulenbergs biskups fyrir
þessu spítalamáli. Með hinum al-
kunna dugnaði sínum fekk hann
Fransiskana-regluna í Brús-
sel til að leggja fram fjeð og
er nú fengið um 230 þús. kr. til
byggingarinnar.
Sigurður Guðmundsson húsa-
meistari hefir gert uppdrætti að
spítalabyggingunni. En byrjað
verður á verkinu þ. 1. ágúst í
sumar.
Fransiskanar reka spítalann,
og er sýslan laus við þann til-
kostnað og áhættu alla. En 80—
100 þús. kr. verða greidd í vinnu-
laun í hjeraðið við bygginguna.
Stykkishólmsbúar og hjeraðs-
menn eru Óskari Clausen mjög
þakklátir fyrir ötula forgöngu
hans í þessu máli.
Framsóknarþingið.
Síðan flokksþingi Framsóknar
lauk hefir sitt hvað verið um það
skrafað hvað þar fór fram.
Af Tímanum verður eigi annað
sjeð, en þar hafi alt verið i sátt
og samlyndi og flokkurinn í einu
líki falinn forsjá Sambands ís-
lenskra samvinnufjelaga — sem
einu sinni, endur fyrir löngu átti
að vera ópólitískur fjelagsskapur
— útrýma skuldaverslun og gera
bændur sjálfstæða, efnahagslega
sjeð.
Á því þingi tilnefndi Jónas
Jónsson nefnd manna, er hafa
skyldi það hlutverk að skamma
og úthúða Tryggva Þórhallssyni.
Framsögumaður var uppfræðar-
inn á Laugarvatni Bjarni Bjarna-
son, skólastjóri.
Fyrir utan sitthvað annað er
skólastjórinn jós yfir Tryggva
Þórhallsson, lysti hann Tryggva
andlega og líkamlega óheilbrigðan,
með þeim hætti, að fundarmönn-
um ofbauð talið. Eins og gefur að
skilja var Tryggvi Þórhallsson
fjarverandi er skólastjórinn hjelt
þessa einstæðu framsöguræðu.
Svo kvað ramt að, að jafn
vel Bjarni Bjarnason, þessi gegn-
slepjaða Hrifludula, vaknaði með
óbragð í munninum daginn eftir,
og skrifaði Tryggva Þórhallssyni
afsökunarbrjef.
Sumir halda því þó fram, að
brjefið hafi verið sprottið af eftir-
þönkum skólastjórans um við-
skifti hans við Búnaðarbankann.
Blaðaútgáfur.
Um nokkurt skeið hefir blað
eitt lítið verið selt hjer á götun-
um, er komið hefir út um hádegis-
bil. Hefir það ekki vakið eftir-
tekt af öðru en því, að í blaðinu
hafa að jafnaði birst greinar með
einstakri hneigð til að útmála alls-
konar óþverra og slefsögur. Gátu
menn fljóilcga áttað sig á hvaða
manntegund spýtti í blað þetta,
að hjer hafði Hrifluliðið fengið
einskonar frárensli, blaðið var nýr
kvistur á stofni Tímans.
í fyrradag var auglýst að nýtt
blað, ,Framsókn‘ að nafni kæmi
út í dag. Ritstjóri Arnór skóla-
stjóri frá Laugum. En Tryggvi
Þórhallsson o- fl. í útgáfunefnd.
En í gær kom hin daglega út-
rás Hriflunga með nýju nafni,
og hjet „Framsókn".
Er útlit fyrir að dragi til ósam-
komulags um nafnið milli Hrifl-
unga og Tryggva Þórhallssonar
um nafnið, þó óneitanlega sje
ólíku saman að nafna, alvarlega
rituðu landsmálablaði annars veg-
ar, en hinsvegar blaði, sem flyt-
ur efni, er jafnvel Tímanum er
csamboðið.
Útvarpið „hlutlausa".
Tilkynning kom í útvarpinu eða
auglýsing á sumardaginn fvrsta
frá útgáfustjórn vikúblaðsins
Framsókn, um ritstjóra, útgáfu-
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu mjer samúð og
hjálp við fráfall og jarðarför mannsins míns, Sigþórs Júl.
Jóhannssonar.
Jóna Finnbogadóttir.
Móðir mín, Ingibjörg Jónsdóttir, Eyvakoti, Eyrarbakka,
andaðist 21. apríl. Jarðarförin er ákveðin þ. 28. þ. m.
Elín Eyvindsdóttir.
Jarðarför ekkjunnar Guðrúnar Gísladóttur, sem andaðist 14.
apríl, fer fram þriðjudaginn 25. þ. m. að Saurbæ á Kjalarnesi og
hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Neðra-Hálsi í Kjós,
klukkan 10 árdegis.
Aðstandendur.
Kveðjuathöfn yfir Ingveldi Jónsdóttur, systur minni, fer
fram frá líkhúsi Farsóttahússins, mánudaginn 24. þ. m. kl. 3 síðd.
Sæmundur Jónsson,
frá Sólheimahjáleigu í Mýrdal.
Jarðarför mannsins míns Gísla Andrjessonar verslunarmanns
fer fram þriðjudaginn 25. apríl frá heimili okkar, Þórsgötu 13.
Athöfnin hefst með húskveðju kl. 1 síðd.
Magnea Sigurðardóttir.
Stúlka,
sem er vön tvöfaldri bókfærslu og kann að hraðrita á
ensku og íslensku, getur fengið ágæta atvinnu á skrif-
stofu hjer í bænujm.
Umsóknir ásamt kaupkröfu, sendist A. S. í. merkt:
„Skrifstofustörf.“
Láfið ofelnr hreinsa
sængurfötin yðar í okkar nýju vjelum, sem hreinsa, þvo
og þurka fiðrið. Ábyrgð tekin á góðri vinnu.
Látið gera sængurfötin yðar og púða sem nýtt hjá
Fiðurhreinsun íslands.
Aðalstræti 9 B. sími 4520.
RðalfiaODr
Knattspyrnufjelagsins Fram verður hald-
inn í dag kl. 2 síðd. í Kaupþingssalnum
(Eimskipaf jelagshúsinu).
Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. —
Áríðandi að allir fjelagsmenn mæti.
N.B. Þeir sem ekki hafa fengið fjelags-
blaðið, geta náð í það þar.
stjórn, og að blaðið kæmi út þ.
23. apríl. í auglýsingunni var
nefnd stefna blaðsins-
En þetta þótti útvarpsstjóra of
nærgöngult við „hið hlutlausa“,
sagði að slíkt yrði að strika út
úr auglýsingunni, svo heiðri út-
varpsins væri bjargað(H!)
Það er ekki lítil viðkvæmni að
tarna hjá hinum siðavanda(!) út-
varpsstjóra.
Einhvern veginn atvikaðist það
þannig, að auglýsingin mun hafa
verið endurtekin í útvarpinu
næsta dag, og þá úrfellingalaus.
Á meðan ....
Útvarpsnotandi einn kom ný-
lega að máli við „háttstandandi
persónú ‘ innan útvarpsstarfsem-
innar og kvaðst vart myndi greiða
afnotagjald sitt meðan alt stæði
við það sama með stjórn útvarps-
ins. —•
—- „Á meðan afnotagjöldin
renna í vasa Jónasar Þorhergsson-
ar eigið þjer við“ — svaraði per-
sónan.
Útvarpsnotandinn samsinti því.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: kl. 11 árd. Helgun, kl. 2
síðd. barnasamkoma, kl. 4 síðd.
lofgjörð, kl. 8 síðd- Hjálpræði.
Lúðra- og strengjasveitin aðstoða.