Morgunblaðið - 23.04.1933, Blaðsíða 4
4
* o R r, « NBLAÐIÐ
fluglvsingadagöók
Athugið: Hattar, harðir og linir,
húfur og fleira nýkomið í Karl-
mannahattabúðina, Hafnarstræti
18. Einnig handunnin hattahreins-
un. Sú einasta besta. Sama stað.
Sendisveinn, duglegur, ca. 16
ára óskast strax í Flóru, Vestur-
götu 17. Upplýsingar í Búnaðar-
fjelagshúsinu uppi, milli 7 og 9
í dag. Sími 2151.
Höfum fengið úrval af útsæðis-
kartöflum og fleiri tegundir af
rabarbarahnausum, Flóra, Vestur-
götu 17, sími 2039.
2 herbergi og eldhús í Hafnar-
firði óskast 14. maí. Sími 9155.
Vil kaupa nýlega 5 manna bif-
reið (Drossíu). Nánara í síma
1909 á mánudag.■
Á Vesturgötu 22 er ódýr íbúð,
2—3 herbergi og eldhús, til leigu.
Upplýsingar hjá Jaeobsen, Vest-
urgötu 22. Sími 3565. ^___
Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu-
götu 40, þriðju hæð. Sími 2475.
Litla blómabúðin, Laugaveg 8,
sími 4957. Mikið úrval af mjög
fallegum rósastilkum.
talensk máJverk, fjðlb-eytt úr-
val, bæði í olíu og vatnslitum,
iporöskjurammar af mðrgura
itærðum, veggmyndir í stfiru úr-
vali. Mjmda- og rammaverslunin,
Freyjugötu 11. Sig. I»orsteinsson.
Gylt armbandsúr hefir tapast.
Skilist gegn fundarlaunum á Sól-
vallaagötu 31, uppi.
Kðputaulo
eru komin,
manchester
Laugaveg: 40. Sími 3894.
Ný
blfið.
Erlend blöð og- tímarit
koma í dag.
Einnig dönsku dagblöðin:
Dagens Nyheder,
Berlingske Tidende.
Politiken,
Ekstrabladet,
Social-Demokraten,
Munið að nýjustu blöðin fáið
bið ávalt í
BdkktúÍOh'
Lækjargötu 2. Sími 3736.
Meðal farþega á Dettifossi í gær
til útlanda voru: Agnar Júlíusson.
Ásgeir Bjarnason. Þórarinn Jóns-
son. Runólfur Sigurðsson. Sigríð-
ur Guðmundsdóttir. Magnús Blön-
dal. Ólafur Jónsson. Elenora Þor-
kelsdóttir.
Frú Jolivet, sem hjer hefir dval-
ið um skeið á vegum Alliance
Frangaise og kent frönsku, tók
sjer fari utan með Dettifossi í
gær.
Skipafrjettir. Gullfoss fór frá
Leith í gær, áleiðis til Vestm,-
eyja og Reykjavíkur. Goðafoss
kom til Vestmannaeyja kl. 4 í
fyrranótt, væntanl. hingað í kvöld.
Brúarfoss fór frá Akureyri í gær-
kvöldi, áleiðis til ísafjarðar. Lag-
arfoss var á Vopnafirði í fyrra-
dag. Dettifoss fór áleiðis til Hull
og Hamborgar í gærkvöldi. Sel-
fcss er á leið til Vestmannaeyja
frá Englandi.
Hjónaefni. Á sumardaginn fyrsta
opinberuðu trúlofun sína ungfrú
Sigrún B. Melsteð og Matthías
Sveinbjörnsson lögregluþjónn,
Bergþórugötu 31.
Skugga-Sveinn verður leikinn í
dag í 24 sinn kl. 3 í K. R. húsinu.
Verður þetta ef til vill næst síð-
asta sýningin hjer í hæ. Heyrst
hefir að K. R. ætli síðan í Hafn-
arfjörð bráðlega að leika Skugga-
Svein. Vinsældir þessa leikrits eru
miklar, sem best má sjá á því, að
altaf þegar það er leikið og vel
tekst með leikinn, er ekkert leik-
rit sem gengið hefir jafnlengi í
einu hjer.
Fiðluhljómleika halda þau Lilli
Poulsen og Einar Sigfússon næst-
komandi fimtudagskvöld í Gamla
Bíó.
Drengjahlaup Ármanns fer fram
í dag kl. iy2 siðd. Eru þátttak-
endur 30 frá þremur íþróttafje-
lögum: Glímufjelaginu Ármann,
íþróttafjelagi Kjósarsýslu og
Knattspyrnufjelagi Reykjavíkur.
Þetta er í fyrsta skifti sem utan-
bæjarfjelag tekur þátt í hlaupi
þessu. Vegalengdin er um 2y2
röst og hefst hlaupið í Austur-
stræti, þaðan hlaupiið Aðalstræti,
Suðurgata, kringum gamla íþrótta
völlinn, niður Skothúsveg og end-
að nyrst i Lækjargötu. Keppendur
og starfsmenn mæti í Gamla
Barnaskólanum kl. 1. Áhorfendur
eru vinsamlega beðnir að hafa
hlaupabrautina vel opna, sjerstak-
iega við endamark.
Trúlofun. Á páskadaginn opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Sig-
ríður Þorvarðardóttir og Þórður
Jónsson, Grettisgötu 55.
Gjafir til Slysavarnafjelags ís-
lands, til kaupa á björgunarskútu.
Frá Guðbjörgu Vigfúsdóttur, Ön-
undarholti 10 kr. Fjársöfnun við
kirkju á Patreksfirði, sjómanna-
daginn frá síra Einari Sturlaugs-
syni kr. 146.64. Nemendum Hvann
eyrarskólans 32 kr. Skipverjum á
Dettifossi 156 krónur. Ólína Þórð-
ardóttir og Ólafur Sigurðsson,
Akranesi 30 kr. Björgvin Jóhanns
son, Reykjavík kr. 1.50. Frá ó-
nefndum 2 kr. Frá ættingjum
tveggja bræðra 400 krónur. Frá
skipverjum á Es. Esja 49 kr. Frá
skipverjum á Es. Sigríður 146 kr.
Frá skipverjum á vjelbátnum Vík-
ingur 200 kr. Frá fjelagi ungra
Sjálfstæðismanna á Akranesi kr.
249.86. Frá skipverjum á bv.
Hannes ráðherra 130 kr. Kærar
þakkir, Jón E. Bergsveinsson.
Heimatrúboð leikmanna, Vatns-
stíg 3. Samkomur í dag: fyrir
trúaða kl. 10 ára. Barnasamkoma
kl. 2 síðd. Almenn samkoma kl.
8 síðd. Allir velkomnir
Aðalfundur knattspyrnufjelags
ius Fram verður haldinn í Kaup-
þingssalnum kl. 2 í dag.
Farsóttir og manndauði í Rvík
vikuna 9.—15. apríl (í svigum
tölur næstu viku á undan): Háls-
bólga 25 (48). Kvefsótt 41 (82).
Kveflungnabólga 1 (3). Iðrakvef
15 (20). Inflúensa 61 ‘(94). Tak-
sótt 0 (1). Hlaupabóla 3 (6).
Munnangur 0 (2). Stingsótt 0 (2).
Þrimlasótt 0 (1). Kikhósti 1? (0)
Svefnsýki 2 (0). Mannslát 17 (6)
Þar af druknaði af Skúla fógeta
13. Landlæknisskrifstofan. (FB)
Nemenda danssýning frú Rig-
mor Hanson á annan í páskum fór
hið besta fram; efnisskráin var
mjög fjölbreytt og sýndu nem-
endur frúarinnar, þar list sína,
eldri og yngri og tókst vel. —
Danssýning þessi verður endur-
tekin í Iðnó í dag kl. 3 — og
aðeins í þetta eina skifti. H.
Frá Dýraverndunarfjelaginu. —
Einn af stjórnendum Dýravernd-
unarfjelagsins skýrði Morgunbl.
þannig frá: í gær fann Sigvaldi
bóndi á Nesjavöllum lambfulla
á utan til við veginn, rjett fyrir
ofan Baldurshaga, sem lítið var
annað en bjórinn og beinin og
gekk varla undan manni. Reynd-
ist það vera ær frá Grafarholti.
Tók Sigvaldi kindina og bað fyrir
hana á Baldurshaga, en þar var
lienni gefin mjólk að drekka og
að henni hlynt. Tilkynti Sigvaldi
þetta formanni Dýraverndunar-
fjelagsins, sem brá sjer uppeftir,
ásamt dýralækni, Sig. Gíslasyni
lögregluþjóni og Sigvalda. Gaf
dýralæknir það vottorð, að meg-
urð kindarinnar stafaði af ónógu
eða slæmu fóðri og taldi rjett, að
kindin yrði höfð undir eftirliti og
hjiikrun, með því að hún mundi
engin skakkaföll þola. Var þetta
síðan kært fyrir sýslumanni Gull-
bringu og Kjósarsýslu og þess
krafist, að fjeð í Grafarholti yrði
skoðað af dýralækni og öðrum þar
til kjörnum mönnum.
Skólamál í Tímanum. f lofgrein
nm hina nýju hjeraðsskóla í Tím-
anum síðast er frá því skýrt hve
geysimiklum framförum nemend-
ur Reykholtsskólans hafa tekið.
Þar segir svo: „f Reykholti var
almenn framför nemendanna mjög
áberandi, t. d. þyngdist sumt af
fólkinu þar alt að y2 kg. á viku
yfir allan veturinn.“ Um aðrar
framfarir nemenda talar blaðið
ekki.
Togararnir. Ver kom af veiðum
í gær, með 74 tn. lifrar.
Slökkviliðið var í gær kvatt
suður að Landssítala. Hafði ben-
síni verið helt í fötu — tekið i
ógáti í stað dúkaáburðar — og
fatan síðan sett inn á vatnssalerni
á handlæknisdeildinni. Hafði svo
einhver komið þar inn með eld,
sem komst í bensínið og hlossaði
það upp. Eldurinn sar strax slökt-
ur og skemdir urðu sem engar og
engin meiðsl hlutust af.
Kökugerðarslkóli. Bakarameist-
arafjelag Reykjavíkur hefir haldið
uppi kökugerðarskóla frá því í
miðjum október og til páska. —
Hafa nemendur verið þessir:
Þórður Hannesson, Guðmundur
Tngimundarson, Ásgeir Sandholt,
Guðmundur Hersir og Árni Jó-
hannsson. Kennarar hafa þeir
verið Magnús Kristjánsson, Hans
Eyjólfsson og Björn Björnsson.
Er þetta fyrsta námskeið þessa
skóla. Er í ráði að hafa kensluna
ítarlegri næsta ár, bóklega og
Verklega. og veita þeim nemendum
verðlaun, sem bestir reynast. í
dag er gluggasýning í sýningar-
skálanum í Austurstræti 20, frá
kökugerðarskólanum.
Úr Vestur-Skaftafellssýslu. Ekki
vita menn enn með vissu hve
margt fje hefir farist í byljunum
og snjókynginu eystra, en á flest-
9,
Quimucdur Biarnasin
Bakka í Siglufirði.
Hinn aldraði og alkunni sóma-
maður, Guðmundur Bjarnason á
Bakka, Siglufirði, var einn meðal
farþega á ,Dettifossi‘ að norðan
um daginn, og dvelur í bænum
þessa dagana. Guðmundur er nú
nærri sjötugur að aldri, og er
þetta í fyrsta sinn sem hann heim
sækir höfuðstaðinn, og mun hing-
aðkoma hans aðallega standa í
sambandi við fjölda áskorana frá
vinum og kunningjum, sem hann
á marga af hjer í höfuðstaðnum,
sem og enda víðar um land alt,
því maðurinn er vinsæll mjög. —
Þrátt fyrir hans háa aldur, og
ýmislegt andstreymi lífsins, er
Guðmundur ern vel og sífjörugur,
og stráir um sig yl og glaðværð
hvar sem hann kemur. Guðmund-
ur var á sínum tíma einn af allra
ötulustu og framsæknustu sjó-
görpum við hákarlaveiðarnar fyrir
Norðurlandi í gamla daga, á þeim
mjög svo ófullkomnu skipum, sem
þá tíðkuðust, og kann frá mörg-
um svaðilförum að segja frá þeim
dögum. Þykist sá, sem þetta ritar
vera þess viss, að Guðm. muni
hafa mikla ánægju af þessari
stuttu dvöl sinni hjer í bænum,
enda keppast vinir hans um að
gera honum dvölina sem ánægju-
legasta. Heill og hamingja fylgi
þessum a.ldraða heiðursmanni á
ófarinni æfibraut.
Gamall vinur.
um hæjum í Skaftártungu vantar
eitthvað og margt frá þrem hæj-
um, vestan Tungufljóts. Má bú-
ast við, að það fje sje dautt, sem
ekki hefir náðst upp úr fönninni
og er því tjón bænda mjög til-
finnanlegt. 1 Austur-Mýrdal vant-
ar einnig f je, flest á Höfðabrekku,
um 40 ær. Veður hefir verið gott
eystra síðustu daga og snjór mink
að mikið.
Mr. James Davis sendiherra
New Foundlands í London var
meðal farþega á Dettifossi í gær.
Nýjair Kvöldvökur, janúar-mars
hefti er nýkomið út. Þar er smá-
saga eftir Jónas Rafnar, er heitir
,.Hunde bades“, framhald Fnjósk-
dælasögu eftir Sig. Bjarnason og
er þar m.a. þáttur af Birni í
Lundi. Þar er og þýðing á .Draumi
dýravinarins* eftir Axel Munthe
— höf. San Michele og framhalds-
sao-an. Og hann sveif yfir sæ, eftir
Lars Hansen; og ýmislegt fleira.
Útvarpskvöld Mentaskólans verð-
ur í kvöld kl. 8y2 og er dagskráin
einkar fjölbreytt.
Tíminn í gær, sendir hinu nýja
blaði Tryggva Þórhallssonar, tón-
inn.
Hljómleikar Irvin Schenkmanns
í Gramla Bíó eru í dag kl. 3.
Saumaklúbbur Barnavinafjelags
ins ,Sumargjöfin‘ mætir eins og
vanalega í Austurbæjarbarnaskól-
anum á morgun (mánudag) Id.
4 síðd. Einnig verður þar veitt
við Garðastræti og Bárugötu
á liinni svonefndu Frímúraralóð,
er til sölu (samkvæmt uppdrætti).
Lóð þessi verður seld með mjög
sanngjörnu verði og góðum
borgunarskilmálum.
Allar nánari upplýsingar viðvíkj-
andi sölu gefur
Bjarnt Jínsson,
Galtafelli. Sími 4344.
Lllln-
límonaði-
púlver
gefur þesta
og ódýrasta
drykkinn.
Hentugt í ferðalög.
1.1. ifnagerð Reykjavfkur
Morgunblaðið
fæst keypt i
Cafá Srauar,
við Barðnsstlg.
móttaka gjöfum þeim, er fjelags-
kónur fúslega vilja fórna og nú
þegar hafa tilbúnar á Bazarinn.
Æskilegt að hinar, sem ekki geta
strax afhent sínar fyrirhuguðu
gjafir, gætu komið þeim axman
mánudag á sama stað og tíma.
Kvenf jelag þjóðkirkjunnar í
Hafnarfirði efnir til samkomu í
kirkjunni í dag kl. 5l/2 síðd.