Morgunblaðið - 23.04.1933, Síða 5

Morgunblaðið - 23.04.1933, Síða 5
SunnucLaginn 23. apríl 1933. 0 Senöibrjef og söguritun. 1 útvarpinu var fyrir skömmu flutt lítið erindi um sendibrjef. Það gerði maður að nafni Pjetur G. Guðmundsson. Mátti skifta efni þess í tvent; annars vegar yar það um gildi sendibrjefa og hvatning til almennings um að halda saman brjefum sínum, hins vegar ádeila á söguritarana, að því cr virtist fyrir rangsleitni í meðferð verkefnis síns. Nokkuð var rjett í því, sem nr ðurinn sagði (um ágæti sumra brjefa), en að öðru leytifór hann illa með efnið, sem sumpart virt- ist stafa af þröngsýni og sumpart af flokksofstæki, er ekki sómdi sjer vel í þessu sambandi. 1 erindi sínu átti P. G. aðeins við einkabrjef, svo að eigi þarf um hin svo nefndu ,,opinberu brjef“ að ræða (enda er heimild- ar-gildi þeirra vafalaust). Það er vitaskuld, að ýmislegt má á sendibrjefum græða, af upplýsingum um hin og þessi efni, er einstaklingar ræða um eða hafa viðskifti um. Eða rjett- ara sagt: Það var svo. Þó er það mjög orðum aukið, hversu mikið dýrmæti þetta sje. Eins og gefur að skilja, er margt af því, sem í brjefum finst, hjegóminn einber og alls ekki þess vert að gera það hey.rin kunnugt, enda oftast ekki til þess ætlast. Það er og víst, að það er einatt mjög óáreiðanlegt (sögulega), stílað og skrifað af geðþótta brjefritarans, án nokk- urs aðhalds eða gagnrýni um rjettmæti eða jafnvel sannindi, og er í því tilliti alt öðru máli að gegna um það eða hitt, sem menn láta opinberlega frá sjer fara og allir sjá og heyra. Að því leyti geta sendibrjef því veri óáreiðanlegasta ,,heimildin“, sem til er (nema sem brot úr mannlýsingu). Einnig er svo, að mikið af efni slíkra einkabrjefa varaðar aðeins þær (tvær) per sónur, sem skrifast á, og hefir ekkert gildi fyrir aðra, eða jafn- vel ósæmandi að aðrir flíki því. -— Hinu skal ekki neitað, að for- vitnir menn og hnýsnir, sem vilja vera með nefið ofan í öllu, geti haft nokkra „ánægju“ af að komast í sendibrjef, og hefir svo verið á öllum tímum, ekki síst hneykslanleg sendibrjef,' sem sum þeirra ávalt hafa verið og eru, öllum öðrum en send- anda og viðtakanda (í besta falli). Þó mátti vissulega segja áður á tímum, að öðru máli hafi verið ð gegna heldur en nú. Þá va einatt lítið um andleg viðskifti með öðrum hætti en brjefaskrift- um. Ekkert eða lítið prentað, engar nýstárlegar bækur, engin blöð, engar eða mjög ljelegar samgöngur o. s. frv. Þá var og siður (af nauðsyn) að skrifa rækileg frjettabrjef, og á sum- um tímum að segja mikið í brjef- um, rökræða, útlista, opinbera hugsanir sínar og fyrirætlanir. Brjefin urðu bæði annálar og rit- gerðir, þau helst, sem skrifuð voru af færum mönnum og alveg í þeim ákveðna tilgangi að hafa eitthvað nýtilegt að færa (sbr. brjef Jóns Sig., ef innlent er^ nefnt). Aftur önnur voru bull, sem var og er þýðingarlaust að halda til haga, alveg eins og enn á sjer stað um margt af því, sern menn segja hver við annan. Já, en nú? Er ekki nú orðin öldin önnur, þegar um sendibrjeí er talað? Eru ekki tímarnir nú orðnir svo breyttir frá því, sem var á „brjefaöldunum“, að ekki taki tali að álíta það lífsnauð- synjamál að varðveita þau ger- semi? Hvernig getur nokkur mað ur (sem þó jafnvel hefir fengist talsvert við bókarament) verið svo utan við sig, að gefa þessu ekki gaum — eða virðast, eins og P. G. ekki hafa hugmynd um þann reginmun, sem orðinn er á öllum aðistæðum. Vita menn ekki, að nú er í svokölluðum menningar- löndum alt skrásett að segja má, það sem eftirtímann yfirleitt varðar um, alt prentað, geymt á skjalasöfnum, alt orðið opinbert með tímaritum, blöðum, síma, út- varpi (einnig jafnvel ástamálin, sem brjefin þó hafa lifað fegurst á). Nú eru menn svo sem hættir að skrifa sendibrjef, einkabrjef, nema hin nauðsynlegustu skila- boð á afskektum stöðum, eða einkamál milli náinna, eða þá laumuspil, sem má alveg að skað- Iausu lifa og deyja með þeim, sem að því standa. Alveg að skað- lausu mætti nú á tímum ráða mönnum til þess — ekki að varð- veita sneplana, heldur — blátt áfram að eyðileggja, brenna öll sín brjef, er þeir hafa haft þeirra not, svo sem og langflestir munu nú gera. Enda mun það næsta oft heitust ósk þeirra, er hlut eiga að máli, að sendibrjef þeirra, sem eru þeim dýrmæt eign og hjart- fólgin, þótt einskisvirði sjeu öll- um öðrum, tortímist að m. k. eft- ir þeirra dag og fr’Ii ekki „í hend ur ræningja“. Nú á iímum hrúg- ast svo mikið pappírsdót upp hjá fólki, að engin leið er að halda hús yfir það. Hlutverki þess er alla jafna náð, er það hefir ver- ið lesið einu sinni. Nóg er að geyma það, sem skylt er að geyma, hin opinberu plögg — og er þó ekki sýnilegt, að svo verði um aldur og æfi. Það mun verða að bera það alt saman út „á haug“ á sínum tíma, ekkert rúm verður fyrir það og engin þörf að halda því við, er búið er að vinna eitthvað úr því. Eða hver vill í alvöru fara að prjedika það fyrir nútímamönn- um að taka upp brjefaskriftir að hætti fyrri tíðar manna — því að þess þyrfti með, ef nokkur slæg- ur ætti að vera í þessu? Þá er hitt atriðið, sem P. G. blandaði inn í mál sitt. Hann kvað vera sósíalisti (eða komm- únisti, eða hver veit hvað, því að framkoma þeirra er tíðast næsta lík), enda leyndi það sjer ekki, því að hann var trúr hinni venju- legu aðferð þessara flokka, að koma alstaðar að níði um hina svokölluðu „borgarastjett“, eða þá, sem áður hefir mest borið á í þjóðf jelaginu. Hann taldi eigi áð- ur hafa verið minst með þjóðinni annara en heldri mannanna, en alþýðunni gleymt (úr þessu virt- ist hann ætla sendibrjefunum að bæta!), og einkum hefðu sagna- ritararnir stutt að þessu, því að þeir hefðu ekki enn skrifað sögu íslands öðru vísi en sem „höfð- ingjasögu“. Flestum mun nú ijóst, að ummæli þessi eru annað tveggja — ef ekki hvorttveggja — sprottin af dæmalausri fá- visku eða helsti magnaðri ósvífni. Það er sem sje ekki satt, að ís- ienskir söguskrásetjarar, fyr eða síðar, virðist hafa nokkra hvöt til þess að halla á alþýðu manna (ýmsir af þeim eru sjálfir alþýðu menn), þótt störf þeirra sjeu eðlilega mótuð af ríkjandi tíðar- anda, — því að eigi tel jeg það sagnaritun, þótt orð hafi verið á því gert, að prestar hafi öldum saman í „Iíkræðum“ borið oflof (jafnvel níðlof) á ýmsa látna menn, einkum „lærða“ menn, sem ekkert hefir oft legið eftir til „uppbyggingar“ landi og lýð og þeir sumir staðið misjafnlega í stöðu sinni, meðan gegnir al- múgamenn hafa legið ,,óbættir“ hjá garði. — En hvernig hefir verið kleift og hvernig verður nokkum tíma kleift að búa til þjóðarsögu með því að segja ,,sögu“ hvers einstaklings í land- inu? Eins og lands- og þjóðar- saga, sem rituð er og rita verður í dráttum, verði ekki ávalt að vera heildaryfirlit, viðburðasaga og athafna? Og hvað yrði úr því, ef þar ætti að flétta inn í „æfi- sögu“ hvers manns — og hvemig æfisögur yrðu það? Er ekki al- kunnugt, að þótt fjölmargir ein- staklingar sjeu góðir og dugandi menn, og eigi sína „einkasögu" (sem reyndar yrði sama sagan fyrir þúsundimar af landslýðn- um), þá hafa þeir ekki komið neitt sjerstaklega við heildarsög- una, hvorki verið til þess settir nje getað gripið inn í „rás við- burðanna“, svo að sögur geti af farið, eða út á við. Þeir eru alveg eins nýtir fyrir því, í sinni stöðu. Og þeir geta vel verið, einn'og einn, sem dæmi, er sögð er stjett- arsaga eða hjeraðs, en aldrei all- ir. Og við þjóðarsögu í heild geta ekki komið aðrir nafngreindir menn en þeir, sem eitthvað „ber á“, sem eru þannig í frammi hafðir, að atburðirnir leika um þá eða þeir hafi haft einhver sjer stök áhrif á athafnasögu lands- ins o. s. frv. Sumir þessara manna hafa skarað fram úr og þannig komist inn í söguna, aðrir haft þeim almennu störfum að gegna, að þeir hlutu að standa framar- lega; fyrir því er þeirra getið. Ýmsir hinna ónefndu, ef til vill margir, hefðu og getað komist í fylkingarbrjóst, ef þeir hefðu haft aðstöðu til; en svo hefir ekki verið. Hvort þessir menn, sem þannig mynda, óhjákvæmilega, beinagrindina í þjóðarsöguna, eru kallaðir ,,höfðingjar“ eða annað, kemur alveg í sama stað niður (sumir voru það í raun og sannleika, þótt ekki hjetu þeir ,,embættismenn“, því að alþýðu- menn, sem skara fram úr, geta orðið höfðingjar, svo að ekki þarf það að notast í skimpingi). Og svona er það enn í dag. — Hvernig ætti, til dæmis að taka, í Alþingissögu, að telja alla kjósendur, allan landslýðinn og segja sögu hans — þótt hann standi að baki þingfulltrúunum? Nei, menn verða að láta sjer lynda, að greindir sjeu þeir ein- ir, sem hafa verið eða eru þing- menn, eða hafa á annan hátt komið við málefni þingsins. Og framvegis, jafnvel þegar sósíal- istaríkið er komið, getur það er besta TOBitsðsan. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. TILBQÐ óskast í cirka 200—250 tonn af þurkuðum þorskbeinum á bryggju á Akranesi. Tilboðin sjeu komin til undirritaðs fyrir 25. þ. m. Siinrflnr Vigfflsson, Akranesi. H. B. S GO. Kanpmenn! . Munið eftir að kaupa „Gold-Medal“ og „R. R. R.“ hveitið í 5 kg. pokunuir H. Benediktsson & Co. Sími 1228 (3 línur). ekki heldur orðið öðru vísi; þá verða þeir tilgreindir (í sögu só- síalismans á landi hjer), sem for ustuna hafa haft, „broddamir“ (t. d. Ól. Fr., Jónas frá Hriflu, J. Bald., Hjeðinn, Haraldur og máske Pjetur, o. fl.), en allúr lýðurinn verður að mestu hulinn reykjarmóðu — einstaklinga hans verður ekki getið, nema þá ef til vill að því einu, að þeir hafi j einmitt staðið sem einn maður ‘bak við foringjana (,,höfðingja“ sína) og samþykt alt, sem þeir vildu vera láta. G. Sv. Flóaáveilan. Landbúnaðarnefnd Nd. gerbreytir tillögu h'inn- ar stjómskipuðu nefnd- ar. Nýlega var hjer í blaðinu skýrt frá tillögum þeim, sem hin stjórn- skipaða nefnd hafði gert viðvíltj- andi endurgreiðslu á nokkru af fje því, sem ríkissjóður hafði lagt til Flóaáveitunnar. Yar aðaltillaga nefndarinnar sú, að bændur ljetu af hendi ákveðinn hluta lands upp í skuldina við ríkissjóð, en þeir sem ekki hefðu nægilegt larid, áttu að greiða áveituskatt, er nam 80 aurum af hektara í 30 ár. Nú hefir landbúnaðarnefnd Nd. flutt margar og víðtækar brtt,. við frv. hinnar stjórnskipuðu nefndar. Aðaltillaga landbúnaðarnefndar KVfustu tegundir af Búsðliðlduni fást í er sú, að hver jarðeigandi á á- veitusvæðinu greiði áveituskatt, er nemi 1 kr. á hektara áveitulands í 40 ár (sú breyting var þó gerð á þessu í Nd- að í stað 40 ár komi 30 ár). Atvinnumálaráðh. getur þó krafist þess, að landeigandi greiði áveitukostnaðinn með landi að einhverju eða öllu leyti, ef nauð- syn lcrefur vegna stofnunar ný- býlis. Óski landeigandi, í stað þess að greiða hið árlega gjald, að látai land af hendi til greiðslu áveitu- kostnaðariris í eitt skifti fyrir öll, má gefa honum kost á því, ef trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar mælir með því og nægilega mikið land fæst samfelt frá einni eða fleiri jörðum til stofnunar nýbýlis eða nýbýla. Sje land tekið, skal það þannig gert, að af hverjum 8 hekturum áveitulands fær ríkis- sjóður 2 hektara. en 3 hektara ef beitiland er tekið. Þetta eru þær aðalhreytingar sem landbúnaðarnefnd leggur til, að gerðar verði á frumvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.