Morgunblaðið - 25.04.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1933, Blaðsíða 3
3 jpflorgttttblaMft Btft.: H.Í. Arvakur, lirUlTlk, Hlt»tJÖrar: Jön KJartanaaon. Valtyr BtafAnaaoa. Hltatjörn og afKralöala: Auaturatrœti 8. — Slaat 1800. AurlýalnKaatJörl: B. Hrfbarff. AnKiyalnKaakrlfatofa: Auaturatrœtl J7. — Blaal 1700 Halaaaalmar: Jön KJartanaaon nr. 8741. Valtýr Stefánaaon nr. 48X0. B. Hafberg nr. 8770. ÁakrlftaKJald: Innanlanda kr. 8.00 A mánull. Utanlanda kr. 8.50 * aa&nuBi, t lauaaaölu 10 aura alntaklB. 80 aura maB Laabok. flnnað huort. * Alt þangað til á sunnudaginn var, liafa Reykvíkingar horft á götuóspektir kommúnista og glumrugang, með hendur í vösum. Þá var bæjarbúum nóg boðið. Þá var hið dæmafáa íslenska lang- lundargeð gengið til þurðar. Kommúnistar efndu til götu- fundar niður við Varðarhús, með sínu margendurtekna byltinga- skrafi. Þeir fengu ekki að tala. Þeim var vísað á burt. Það kostaði nokkur handtök. Fáeinir menn meiddust. Meiðslin voru þó ekki alvarleg, sem betur fer. Síðan tóku þessir framtaks- sömu andstæðingar kommúnista sjer íslenskan fána í hönd. Fylkingin undir þjóðfánanum varð brátt fjölmenn. Fljótlega mætti sú fylking „árásarliði" kommúnista. Lið þeirra hefir að vísu breytt um nafn mi nýskeð. Það heitir víst ekki lengur „árásarlið11 held- úr „varnarlið". Þegar fánaliðar mættust, þeir sem undir þjóðfánanum voru, og hinir, sem skipað hafa sjer undir þann rússneska, gerðist sá at- burður, sem geymast mun í eftir- mælum liins íslenska kommún- isma. Rauðliðarnir hurfu fyrir horn, skyndilega, hljóðalaust, mölgun- arlaust, eins og lít.il dýr, sem fengið hafa nokkra stýfing á sín- um aftasta líkamsparti. Seinna sýndu þeir sig snöggv- ast undir beru lofti. Var þá flokk- Tlr þeirra fámennari en hann hefir nokkru sinni sjest. Enda hurfu þeir skjótt inu undir eigið þak. Kommúnistar hafa undanfarin missiri vaðið hjer uppi, sem kunn- 'ugt er, spilt götufriði, lileypt. upp fundum, ráðist á lögreglu, haft í Tiótunum við ríkisvaldið á allan hátt. Máttlítið hefir ríkisvaldið horft á þær aðfarir — og aðgerðadauft. Svo lengi hefir sá leikur stað ið, að löghlýðnum mönnum of- hýður. Æska höfuðstaðarins, sem á lífið framundan, vill ekki eiga það á hættu, að komnnmistar npilli framtíð þjóðarinnar. Löghlýðnir æskumenn heimta að kommimistar fái makleg mála- •gjöld orða og verka. Takist ríkisvaldinu ekki að gegna skyldu sinnar gagnvart uppreisnarlýðnum, þá er að því stefnt, að andstæðingar komnrún- ista taki að sjer að gegna þeim skyldum sem á ríkinu hvíla. En er ekki hitt heppilegra, að ríkisvaldið sjálft geri skyldu sína? MORGUNBLAÐIÐ Okyrð á Reykiavíkurgðtum. Kommúnistar leggja á flótta og leita lögregluverndar. Æskulýður borgarinnar safnast undir íslenska fánann. Veður var hið besta á sunnu- daginn, milt, lygnt og bjart, á- kjósanlegt vorveður. Óvenjumargt manna var því á ferðinni um göt- ur bæjarins. Það urðu því brátt margir til þess að veit.a því athygli er for- sprakkar kommúnista, Stefán Pjetursson, Einar Olgeirsson, Þor- steinn Pjetursson, Guðjón Bene- diktsson o. fl. efndu til útifund- ar niður á Kalkofnsvegi. Þetta var kl. 4 síðd. Fundar- stjóri var að sögn Guðjón Bene- diktsson. Fundur var settur aust: an við Varðarhúsið. Auglýst liafði verið, að Sjálf- stæðisflokkurinn hjeldi fund í Varðarhúsinu kl. 5. Var þess getið til, að kommúnistar hefðu valið sjer fundarstað og fundartíma þarna með tilliti til þess að þeir um leið kynnu að geta raskað fundarfriði Sjálfstæðismanna. Stefán Pjetursson hóf máls á at- vinnubótum. Nokkrir unglingspiltar stóðu upp á kolabing þar skamt frá. Þeir liófu söng og voru háværir svo lítt heyrðist. mál Stefáns. Umhverf is Stefán var hópur flokksmanna hans með rauða dulu bundna um handlegginn. Var það einkehnis- merki. Hinir rauðmerktu kváðu vera í „árasarliði11 kommfinistaflokksins. Stefán talaði og um rikislög- reglu, og andmæiti henni mjög að bolsasið. En áður hann liafði lokið máli sínu sá hann sitt óvænna, Þeir voru svo háværir sem á kolabingn- um stóðu- Eggjaði hann nú „árásarliðið“ til uppgöngu á kolabinginn, svo þeir kómmúnistar gætu þaggað niður sönginn með handafli. Fekk hann daufar undirtektir í fyrstu. En er hann tók sjálfur foryst- una, og rjeðst til uppgöngu fvlgdu í auðliðar honum. Urðu sviftingar nokkrar. f mannþyrpingunni sunnan við lcolabinginn, er safnast hafði þar saman, var Gísli Sigurbjörnsson. Plann hljóp upp brekkuna í tún- fæti Arnarhólstúns austan við Kalkofnsveginn. — Hafði hann hvorki eit’t nje neitt aðhafst þarna kommúnistum til skapraunar. En einn úr liði þeirra, Jörgen ívar Sigurbjörnsson, hljóp til á. eftir Gísla og barði hann í andlit- ið. Kom höggið á augað. Fjell Gísli við, og misti meðvitund í bili, og var borinn inn í Varðar- húsið. Þar rankaði hann skjótt við sjer. Fleiri meiddust. ekki, svo orð sje á gerandi, að því er blaðið veit. Ntí Ijet rauða liðið af frekari tilraunuih til fundarhalda, en hjelt með fána sinn frá Varðarhúsinu. Hjelt hópurinn suður í Templ- arasund og staðnæmdist við Þórs- hamar. ,,Við berjum þá niður hvern ein- asta einn“. Á tröppum Þórshamars hjelt Einar Olgeirsson ræðu. Sagði hann m. a. að menn þeir hjer í bænum, sem dirfðist að ganga með ein- kennismerki er bæri vott um að þeir væru í flokki þjóðernissinna, þeir mættu eiga vís högg frá kom- múnistum. „Við berjum þá niður hvern og einn einasta“, sagði Einar. Er hann liafði lokið máli sínu hjelt rauða liðið enn af stað. íslenski fáninn reistur. Nú víkur sögunni til þeirra, er hröktu kommúnista frá Varðar- húsinu. Þeir fengu sjer íslenskan fána og gengu undir honum í fvlking suður Kalkofnsveg. Er þeir komu vestan úr Aðalstræti eftir Kirkjustræti, vildi svo til að fylking þeirra mætti rauða liðinu, þar sem það kom frá Templara- sundi. Bjuggust menn nú við, að eitt- livað eimdi eftir af stóryrðunum, sem töluð höfðu verið í Templara- sundi, og draga mvndi til áfloga þarna á götunni. En svo varð ekki. Flokkur kommúnista greikkaði sporið og smeygði sjer inn í Thor- valdsensstræti. með hið rauða ein- kennismerki sitt, en fánalið þjóð- fánans gekk óhindrað leið sína, En nokkru eftir að þjóðfána- liðið hafði slitið göngumóti sínu, komu rauðliðar aftur niður á Kalkofnsveg, og efndu til fundar rjett hjá Varðarhúsinu. Liðsmönnum ,árásarliðsins‘ með rauðu einkennin hafði fækkað. Ræður kommúnista voru nú fá- orðar. Þorsteinn Pjetursson örfaði verkamenn til að ganga í „varn- arlið verkalýðsins", hið rauð- merkta, að manni skildist, og átti hlutverk þess að vera, að sporna við óspektum í bænum(!) Var sýnilegt að kommúnistar áttu hverfandi fylgi meðal mann- fjöldans er þar safnaðist saman. Hjeldu þeir brátt heimleiðis til Bröttugötu, þar sem er flokks- heimili þeirra og fundarsalur í Fjalakettinum. Meðan kommúnistar voru á fundi í Fjalakettinum safnaðist talsvert af fólki í Bröttugötuna. Einhverjum gárungum, sem fanst að kommiínistar væru best geymdir heima hjá sjer negldu aftur útidyr samkomuhússins með- an kommúnistar sátu á ráð- stefnu sinni. Er þeir loks komu út aftur, og höfðu af því nokkuð erfiði, leist þeim svo ófriðlega á fólk það sem á götunni var, að nokkrir þeirra, þ. á m. Þorsteinn Pjetursson, sneri sjer til lögreglumanna er þar voru, og óskuðu þess, að þeir fengju lög- regluvernd til þess að komast leið- ar sinnar. Var sú aðstoð fúslega veitt, Svo fór um sögu þá. Landsfundurinn. Næsti fundur hefst kl. 10 árdegis í dag og verða> þar ræddar tillögur ríkislögreglu- nefndar. Hljómleikar í Bamla bíó. Irvin Schenkmann. Píanóleikari þessi býr yfir hæfi- leikum, sem eklti eru á hverju strái. Leikni lians er mikil og áslátturinn oft mjúkur með af- brigðum. En honum er markaður bás. Handel-variationirnar eftir Joli. Bralims, voru teknar of laus- um tökum yfirleitt, þótt víða gætti skáldlegra tilþrifa. Það var eins og þetta mikla verk losn- aði úr reipunum og skorti þess- vegna heildarsvip. Betur átti Chopin við skapferði listamannsins. Ballade í As-dús var vel leikin. Etiide í As-dúr reyndar nokkuð öfgafull, en Scherzo í h-moll var prýðilega leikið. Siíðast á efnisskránni vorn „Jeux d’eau“ eftir Ravel, „Reflets dans l’eau“ eftir Debussy og „La Campanella“ eftir Paganini- Liszt. Hið síðastnefnda varð all- mjög iitundan í meðferðinni, en í hinni „impressinonistisku“ list frönsku tónskáldanna náði piano- leikur Schenkmanns hájnarki sínu. Túlkan hans á þessum verk- nm var mjög glæsileg. Aðsókn var altof lítil og verð- ur vonandi meiri ef hann leikur aftur. Það ætti liann fyllilega skilið. Páll fsólfsson. Sumarmöt Horræna fielagsins, Á komandi sumri efnir Norræna fjelagið til margra móta og nám- skeiða þrátt fyrir kreppu og fjár- hagslega örðugleiga. f Danmörku verður kennaramót| á Hindsgavl, er stendur yfir frá 23. júlí til 1. ágúst- Mótið verður sjerstaklega helgað minningu Grundtvigs, því að í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans, verða þar því nokkrir fyrirlestrar flutt- ir um starf hans, sem skólamanns, 5 ísl. kennurum er boðið á mótið. Að mótinu loknu verður skemti- ferð farin til Suður-Jótlands. Til verkamannamóts efnir fjelagið einnig á Hindsgavl 21.—27. maí. Þar flytja nokkrir helstu verka- mannaforingjar í Danmörku fyrir- lestra og hefja umræður um mik- ilsvarðandi málefni. 5 verkamanna fulltrúum frá fslandi er boðin þátttaka. Mót fyrir stiídenta sem nema norræn fræði verður á Hinds gavl 11.—20. jiíní og er 5 stúdent- um ásamt einum prófessor boðið hjeðan. Verða þar fluttir fyrir- lestrar um málvísindi, nýrri bók- mentir og bókagagnrýni. Fyrir- lesarar verða ýmisr þektir vísinda menn og rithöfundar. Má nefna Joh. Bröndum-Nielsen, Joh. V. Jensen, Anker Larsen, Gunnar Gunnarsson og Sven Stolpe. Eins og að undanförnu verður Hinds- gavl ætlað til dvalar fyrir fje- lagsmenn án þess að nokkuð mót sje þar 1.—15. júlí. f Finnlandi verður fulltrúamót fjelagsins og verslunar- og banka- ntannamót. Ennþá er ekki ákveðið á hvaða tima, þessi mót verða, f Noregi verður námskeið í Osló fyrir matreiðslukenslukonur og stendur það frá 23. júní til 1. júlí. BÓKHLAÐAN. Lœkjargötu 2. Ný blöð: Filmjoumalen, Bonniers Novell. Mag. Vor Tid, For Alle, Kino Magasinet, Novelle Magasinet, Radiomagaoinet, Norsk Sjakkblad, Vikingen, Mit Magasin, 111. Familie Journal, Dansk Familie Blad, Aftenbladet Söndag, Söndags B. T., 3 Hjemmet, Vore Damer, Tidens Kvinder, Ugebladet, Idrætsbladet, Ude og Hjemme Köbenhavnerinden, Cocktail, Hele Verden, Du og jeg. ÞÝ2K BLÖÐ: Berliner III. Zeitims, Hamburger Illustrierte, Die Koralle, Das Leben, Die Griine Post, Das Magazin, Scherls Magazin, Uhu. Die Woche, Filmwelt, ENSK BLÖÐ: Novel Magazine, The Strand Magazin, The Grand Magazine, Pearsons Magazine. News of the World, The Motor Cykle, DÖNSK DAGBLÖÐ: Dagens Nyheder, Berlingske Tidende. Politiken, Social-Demokraten, Ekstrabladet, Tískublöð: Chic Parisien. Children Dress. Romas Pictorial Fashion Home Fashion. Butterick. Le Jardin des Modes. la Mode de Demain. Pariser Chic. Pariser Record. Weldon Ladies. Weldon Children. Madame fait s. Robes (Merv. de Modes). Praktische Damen- utld Kinder-Mode. Modenzeitung furs deutsche Haus. Nordisk Mönster-Tidende Elegante Welt. BdkUiú&a* Lækjargðtu 2. Sími 3736. S. ENGILBERTS, nuddlæknir, Njálsgötu 42. Heima 1—3. Sími 2042. Geng einnig heim til sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.