Morgunblaðið - 11.05.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1933, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ 3 m J'í'l o rgw uWaMd H.Í. Árvakur, KarUavtk. JUtattörar: Jön KJartansaon. Valtýr Stcfánaaon. fiitatjörn og aíerelOala: Auaturatrœti S. — Slaal 1*09. turlj-ainaaatjörl: H. Haíbers. Auslýalnsaakrlfatoía: Auaturatrœtl J7. — Slaai 1700 Helataalaear: Jön KJartanason nr. >742. Valtýr Stef&nsson nr. 4220. B. Hafberr nr. 2770. ÁskrlftagJald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlanda kr. 2.50 á aaánuCi. t lauaaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura met) Leabök. „Framsóþtn“. * Hið nýstofnaða blað Fram- ísóknarmanna birti á laugardaginn rgreinarkoim um bið nýja skatta- frumvarp Asgeirs Asgeirssonar. Kemur fram í grein þessari fár- -ánlegur — þó eigi óvæntur mis- skilningur á því, hvaða áhrif 'þungir skattar hafa á atvinnu- vegi landsmanna og afkomu al- mennings. Greinarhöfundur er sem sje ekki lengra kominn en það, að hann álítur blátt áfram að eignarráns- sfefnan í skattamálum, og marg- faldir skattar á atvinnufyrirtæki korni ekki tilfinnanlega niður á öðrum en hátekjumönnum og æignamönnunum sjálfum- Ætti þó ekki að þurfa að eyða 'löngu máli til þess að koma vel- flestum mönnum í skilning um, að þegar verið er að andæfa of- boðssköttum, sem kollvarpa at- vinnufyrirtækjum, með því að úti- loka alla arðsvon, og sníða niður eignir manna, svo liöfuðstóll at- vinnufyrirtækjanna hverfur hröð- um skrefum í botnlausa eyðslu- kít ríkissjóðsins, þá er verið að gera tilraunir til að koma í veg fyrir að skattavitleysan komi niður á eignalausum almenningi, <er þarfnast stöðugrar atvinnu, og stendur uppi með tvær hendur tómar, er atvinnan bregst. Að ekki sje talað um ríkisssjóð- inn og tekjur bans, er kunna að geta rýrnað margfalt á við krón- ur þær, sem beinu skattarnir gefa r aðra hönd, þegar svo er komið langt í skattaflanið, að skattarnir kyrlrja framleiðslu, atvinnulíf og þá efnahagsstarfsemi ýmsa, er gef- ur ríkissjóði drýgstan arð. Eignamenn og hátekjumenn komast af um stund, þó flegnir «jeu alt inn undir skyrtu. En skattflanið kemur þyngst niður á þeim, sem atvinnu missa ug- ekkert eiga — og á ríkissjóði, «em e.t. v. missir þrjár krónur eða fjórar af venjulegum tekjum sín- um fyrir hverja eina, sem reitt ■er út úr átvinnurekstri manna. Meðan greinarhöfundur ,,Fram- •sóknar“ skilur ekki svona einföld •atriðj í skattamiálum, ætti hann í lengstu lög að liliðra sjer hjá frekari umræðum um þau mál. Land Eiríks rauða. sem Græn- iandsdeilan varð út af milli Norð- manna og Dana, ætla Danir nú að sldra að nýju vegna málsúr- slitanna og kalla það Land Krist- jáns konungs 10. Silfurbrúðkaup eiga á morgun, föstud. 12. þ. m., hjónin Guðríð- ur Eiríksdóttir og Einar Þórðar- :son dyravörður í Nýja Bíó. 5tjórnarskráin Enn ný.iar breytingar- tíllögur fram komnar. Sveinn Ólafsson 1. þm. Sunn- Mýlinga hefir borið fram breyt- ingartillögvu’ við stjórnarskrar- frumvarpið. Samkvæmt þessum tillögum Sv. Ól. eiga þingmenn að vera 48. Ekki vill Sveinn hafa 12 upp- bótarþingmenn, eins og lagt er til í stjórnarfrumvarpinu, heldur skulu í þess stað vera 10 þing- menn, kosnir á sama hátt og lands kjörnir nú og allir samtímis. Þessar tillögur Sveins eru stórt spor aftur á bak frá stjórnar- frumvarpinu. Umbœtur á alþýðufrŒðslunni í lanöinu, Mentamálanefnd Neðri deildar flytur svohljóðandi þingsályktun- artillögu: „Neðri deild Alþirigis ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún láti fram fara endurskoðun á lög- gjöf landsins um alþýðufræðslu og leggi fyrir næsta 'þing frum- varp um það efni, er miði að því: 1. Að koma á heilsteyptara skipu lagi og samræmi um starfsháttU og samvinnu hinna ýmsu skóla- stofnana, svo að þær verði hver um sig sem eðlilegastur liður í heildarstarfseihinni. 2. Að takmarka tilkostnað við fræðslustarfsemina, eftir því sem kostur er, án þess að það rýri gildi hennar eða árangur, meðal annars með því a. Að sníða fyrirkomulagið, meira en nú er, eftir staðháttum og aðstöðu á hverjum stað. b. Að hagnýta betur starfskrafta prestastjettarinnar í þágu alþýðu- fræðslunnar. c. Að stytta eða færa til skóla- skyldualdurinn, takmarka náms- greinafjölda og auka eftirlits- fræðlu frá því, sem verið hefir. 3: Að meiri stund sje lögð á liagnýt námsefni og heilsurækt, einkum við barnafræðslu, en verið liefir.“ I greinargerð segir svo: „Á síðustu árum -hefir verið unnið að því að auka alþýðufræðsl una í landinu og skilningur manna á nauðsyn hennar aukist mjög. Hefir þetta haft í för með sjer auliin útgjöld, með ári hverju svo að segja. til þessarar starfsemi. og sjáanlegt er, að ennþá hlýtur þar að aukast. mjög á, ef einskis skipn- lags er gætt, er kröfunum verður framfvlgt á næstu árum. Og flestum mun þó vera fai’ið að vaxa í augum hin stórkostlega auknu vitgjöld til ]>essarar starfsemi, þegar borið er saman við þann árangur til bóta, sem enn er sjá- anlegur, þótt ekki sje því á móti mælt, að hann sje nokkur. Eru flutningsmenn þessarar tillögu sannfærðir um það, að hjer veldur eigi litlu, að umbæturnar hafa eigi verið svo skipulagðar og sam- ræmdar sem þurft hefði, heldur sí- felt bætt við án nægilegs tillits til undirstöðunnar og mismunandi aðstöðu til slíkrar starfsemi í landinu. Hefir að mestu verið fylgt erlenditm fyrirmyndum frá löndum þjettbýlli miklu og með ólíki’i aðstöðu- Má telja nokkurn veginn víst, að með liagkvæmara fyrirkomulagi megi ná því tvennu, að draga úr útgjoldum, eða a. m. k. koma í veg fyrir, að þau aukist mjög, og'að tryggja betri árangur fræðslunnar, ef rjett er á haldið. Virðist varla horfandi í þann litla kostnað, sem þetta hefði í för með sjer, við undirbúning málsins, þegar annars vegar er svo mikilvægt menningar- og f júr- hagsmál.* ‘ Sjóðir jafnaðarmanna í Þýskalandi gerðir upptækir. Berlin, 10. maí. TJnited Press. FB. Dómsmálaráðherrann h.efir fyr- irskipað að gera upptæka alla sjóði jafnaðaririannafloítksins í Þýskalandi, blaða flokksins og „Reichsbanner“-fjelaganna og ann ara skyldra fjelaga. Er því haldið fram af stjórninni, að fjártakan sje látin fram fara til þess að unt verði að bæta verkamönnum upp tap það sem þeir hafi orðið fyrir, vegna sviksemi þeirrar og fjárdráttar, sem rannsóknir hafa að undanförnu leitt í ljós, að hefir átt sjer stað. Búist er idð, að fje það, sem ríkið gerir upptækt þann ig riiuni nema tugum miljóna rík- ismarka- Allsherjarverkfallið á Spáni misheppnaðist. Madrid, 10. maí. United Press. FB. Allsherjarverkfall það, sem anarkistar stóðu fyrir um allan Spán, misheppnaðist, ög hafa all- ar tilraunir þeirra og svndikal- ista til byltingar verið bældar niður. Einn af ráðherrunum hefir lát- ið svo um mælt, að ríkisstjórnin geti ekki lengur leyft fjelagsskap, sem ekki fer að löugm. Kvað hann væntanlega ekki koma fyrir aftur, að fjelög stjórnleysingja hætti á að gera slíkar tilraunir sem nú, því að ríkisstjómin muni nú gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að vernda öryggi alménnings og ríkisins, hvað sem í sölurnar verði að leggja. Lokadagurinn gamli er merkj asöludagur Slysavarna- fjelags fslands um alt land, þá verða merkin boðin á öllum götum höfuðborg- arinnar og ef t.il vill á vinnustof- um, skrifstofum og verslunarhús- um, og þess er vænst að hver ein- asti maður láti af hendi fáeina aura (fyrir merkið) til starfsemi fjelagsins. Merkin eru ekki seld nema þennan eina. dag ársins. Fje- lagið á nú eftir rúmlega 5 ára starfstíma, 14 björgunarstöðvar, og fjórar línubjörgunarbyssur sams konar og sú sem er í Grinda- vík, eru í pöntun; auk þess hefir fjelagið lagt peninga í vegarspotta og símalínnr, þar sem það hefir verið mjög aðkallandi vegna starf- seminnar; ennfremur er fjelagið altaf að safna í útilegubjörgunar- skútusjóðinn, og er í þann sjóð komið mikið fje, þótt betur megi ef duga skal. Á þessu sjest, að það er ekki furða þótt fjelagið noti þennan leyfða merkjasöludag i ystu æsar. Margt smiátt gerir eitt stórt, og við vitum að það eru margir sem lítið eiga, sem þó langar að leggja til starfseminnar svo sem 50 aura, en kunna eliki við að fara með þetta niður á skrifstofu, en þarna er tækifærið. Þegar litlu stúlkurnar hvít- klæddu koma til ykkar í dag að bjóða merki S. V. í„ þá takið þeim vel, og hugsið um slysavarnastarf- Húsaleigu- samninga Og H úsaleigukvittanjr, og önnur eyðublöð kaupa menn í Bókhlöðunni, Lækjargötu 2. semina. Munið nýafstaðna björgun 24 vaskra drengja af „Skúla fógeta' ‘. Munið að áður þar bjargað 38 mönnum af einum togara. Munið líka alla þá mótor- og trillubáta, er hafa fengið ýmsa aðstoð fyrir atbeina Slysavarna- fjelagsins og stundum óhætt að telja það fulla björgun. Munig einnig mennina er hrökt- ust itpp í Þormóðssker nýverið og var bjargað. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum, er hjer eru nefnd, sem S. V. T. hefir veitt aðstoð sína, og orðið að góðu. Að öllu þessu og miklu fleira athuguðu, væntum við að þið allir, og öll, leggið í dag svo sem 50 aura eða krónu í björgunarskútusjóðinn, hver smá- upphæð flýtir fvrir því að skútan verði keypt. Yinsamlegast. Þ. Þ. Dagbók. SúkMaiatp Lækjargötu 2. Sími 3736. Hven-peysur Nýkomið mjög smekk- legt úrval. Geysir. Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigurþór verð altaf ánægðir. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5): Fyrir suðvestan ísland er lægð, sem veldur alllivassri SA-átt suð- vestan la.nds, en hægri á N- og A-landi. Um S-hluta landsins er dálítil rigning. Hiti 4—6 st. eystra, annars 6—11 st. Næsta sólarhring mun A- og SA-átt haldast hjer á landi. Yeðurútlit í Rvík í dag: All- hvass AS og A. Rigning öðru hvoru. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.10 Hádegisútvarp. Þing frjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.15 Grammófóntónleikar. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar. Tón- leikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjett- ir. 20.30 Erindi: Um líkbrenslu. (Dr. Gunnl. Claessen). 21.00 Tón- leikar. (Útvarpstríóið). 21.15 Upp- lestur. (Steinn Steinarr). Grammó- fón: Mozart: Píanókonsert í G- dúr (Ernst von Dohnanyi, og Pliil- ha.rmoniu-orkestrið .i Búdapest, Ernst von Dohnanyi). Virkjun Sogsins var til 1. umr. í Nd. í gær, og fór frumvarpið umræðulaust til 2. umr. og fjár- hagsnefndar. Bygðarleyfi. Pjetur Ottesen flytur svohljóðandi þingsályktun- artillögu: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp t.il laga um bygðarleyfi". Hreppsnefnd Ytri- Akraneshrepps hefir sent Alþingi áskorun um að setja slík lög. Fiskveiðar í Esbjerg. Eftir því sem færeyska blaðinu „Tinga- krossur" segist frá, gengu 643 mótorskip og 60 mótorbátar til veiða frá Esbjerg í fyrra- Á þess- um skipum voru samtals 2343 sjó- menn. Veiði þeirra varð 18.2 milj. kg. og seldist, fvrir 6.737.000 krón- ur. Var það % miljón meira held- ur en árið 1931. Landhelgisvarnir í Færeyjum. Eftir því sem blaðið „Tingakross- ur“ segir, sýna erlendir togarar nú mikinn yfirgang við Færeyjar og hafa spilt mjög veiðarfærum færeysku bátanna. Einn daginn misti einn báturinn 4 línnr og ann ar þrjár. Þykir sjómönnum súrt í brotið, sem von er. Fiskveiða.r hafa verið góðar hjá Færeyjum i vor, og þess vegna hefir verið fult þar á landmiðum af erlendum veiði- sltipum. Ásakar blaðið dönsku strandvarnaskipin ,íslands F'alk‘ ‘ og „Maagen“ fyrir slælega fram- göngu við landhelgisvarnirnar. Leikhúsið. „Þrettándakvöld“ veður leikið í kvöld. (Frumsýn- ir.g). Næst verður leikið á sunnu- dag. Tekið verður á móti pöntún- um að sunnudagssýningunni í síma 3850. K. F. U. M, A. D. fundur í kvöld kl. 8(4- Fermingardrengjahátíð. í sambandi við þennan fund skorað á A. D. menn að mæta ve]. Allir karlmenn velkomnir. Djúpbáturinn Gunnar, sem hjer hefir legið til viðgerðar að uncfan- förnu, fer vestur til IsafjarðaV i dag og tekur póst þangað. Franskur togari kom hingað í gærmorgun til þess að fá sjer salt. Krían er komin! Hún sast hjer í fyrrakvöld (9. maí) og i gær- morgun voru margar kríur á ytri liöfninni, austan hafnargarðsiris. Er krían nú snemma á ferð .og hefir notað lokarumbuna til þbss að skila sjer áfram eins og henn- ar er venja. Á síðastl. 60 árnm mun krían aldrei hafa komið fyrvi en 8. maí. Er nú hólminn i Tjöi’n- inni tilbúinn til að taka á móti henni. og er það vel, að bæjarbúar hlynni að slíkum aufúsugesti sbm hún jafnan er þeim, ekki síst, börnum og unglingum, sem nú, á síðari árum virðast vera farriir að venjast því að umgangast fugla og önnur dýr og sýna þeim nær- gætni og vinsemd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.