Morgunblaðið - 20.05.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 2 JRorgftusHaftift H.f. Áryakur, KarkJkfWa ■ Kltatjörar: Jön Kjnrt&aaaoB. Valtjr Stafknason. ■ JkltatJörn og afgralBal*: t' Auaturatrntl 8. — SlnU 1*01. Aualýalnraatjórl: JL Hafbarc. | ÁaitfMngukrlfatota: Auaturatrastl 17. — Slml 1709 ■alataalaa&r: Jön KJart&naaon nr. 8741. Valtjr Stef&naaon nr. 4880. BL Hafbers nr. 8770. | Áakrlftaslald: InnanUnda kr. 8.00 A alBltl. Utanlanda kr. 8.10 A niautl, f lauaaaölu 10 aura alntakiV. 80 aura ntt Uaabök. Uiðskifta- samningur íslenöinga og Breta undirskrifaður í Lon- don í gær. London, 19. maí. United Press. FB Þeir Öir John Simon utanríkis- ráðh. og Walther Runciman versl- unarmálaráðh., fyrir hönd Breta •og Sveinn Björnsson, sendih. fs- lands í Danmörku, fyrir liönd fs- lanrls skrifuðu í dag undir bresk- íslenska viðskiftasamninginn. — IJndirskriftin fór fram í utanríkis- m á 1 aráðuney tinu. Forsætisráðherra barst einnig skeyti í gær frá sendiherra Sveini Björnssyni, þar sem skýrt var frá undirskrift samningsins. — En Bretar hafa óskað þess, að samn- ingurinn verði ekki birtur fyr en næstkomandi þriðjndag. Afvopnunarráðstefnan. Genf 19. maí. United Press. FB. Henderson las hátíðlega upp boðskap Roosevelts forseta á fundi -aðainefndar afvopnunarráðstefn- “unnar i dag. í ræðu sinni komst Henderson m. a. syo að orði: ,,Á því, sem við gerum í dag, veltur það hvort framtíðin færir frið eða styrjöld.“ Hann vitnaði til ræðu Roosvelts •og ræðu Hitlers og hvatti fulltrúa nefndarinnar til þess að afturkalla viðaukatillögur þær, sem leiddu til þess, að starfsemi afvopnunar- Táðstefnunnar komst í öngþveiti. Madohiy, fulltrúi Þjóðverja, fjelst á tillögur Breta, ekki aðeins til grundvallar frekari umræðum, heldur einnig til grundvallar fram tíðarsáttmála ,um afvopnun þjóð- arma. Blóðbað í Kína. Fyrir nokkru fór japönsk her- «veit inn í kínverska bæinn Chien- an. Þegar hersveitin nálgaðist földu allir íbúarnir sig í húsum inni og hugðu Japanar að borgiu væri yfirgefin. En er hersveitin ugði minst að sjer, hófu Kínverjar ■skothríð á hana og fellu þar 100 Japanar, en fjöldi mauna særðist. Seinna umkringdu Japanar þæ- inn og drápu hvern einasta Kín- verja, sem þeir fundn vopnaðan. -Alls drápu þeir þar 900 Kínverja. Dansk-enski samningurinn. Dansk-enski samningurinn er fvrsti verslunarsamningurinn, sem Englendingar hafa gert við aðrar þjóðir utan heimsveldisins, síðan tollverndarstefnan varð ofan á í Englandi. Þessi samningur liefir því vakið mikla eftirtekt bæði í Evrópu og Ameríku. Englendingar hafa að undan- förnu keypt h. u. b. % af öllum útflutningsvörum Dana, þ. á. m. svo að segja alt útflutt danskt ,baeon‘, % af smjörinu og % af eggjunum. En viðskiftahöftin í Englandi bitna einmitt á þýðing- armestu útflutningsvörum Dana og eru Dönum því mjög tilfinnanleg. Árið 1930 var 99.9% af vöruút- flutningi Dana lil Englands toll- frjáls í Englandi, en nú aðeins 51-7%. (Prósenturnar eru miðað- ar við verðmæti útflutningsins). Englendingar hafa lagt 10% tolla á 5.9% útflutningsvörur Dana og 11—20% tolla á 42.3%. Tollarnir hitna m. a. á tveimur næst þýð- in garmestu útflutningsvörunuih, smjöri og eggjum, ennfremur á fiski og ýmsum iðnaðarvörum. Þar við bætist að Englendingar hafa ákveðið að setja ,,kvóta“-ákvæði um innflutning íá svínakjöti. Á síðastliðnu hausti var svínakjöts- innflutningurinn til Englands minæaður um 15%.Enn er óákveð- ið, hve mikil takmörkunin verður seinna. f þessu sambandi her að gæta þess, að svínakjöt, er lang- þýðingarmesta útflutningsvara Daua- í fyrra var svínakjöts-út- flutningurinn 48% af ölluin vöru- útflutningi Dana. Það var fyrir fram ljóst, að Danir gátu ekki búist við miklum ívilnunum af Englendinga hálfu. Margir þýðingarmiklir tollar, þ. á. m. á smjöri, eggjum og fiski, eru ákveðnir í Ottawasamningun- um. Englendingar geta því ekki lækkað þessá tolla á meðan Ott- awasamningarnir eru í gildi. Þar við bætist að Englendingar bvggja. viðskiftasamninga sína - áfram á bestu-kjara-reglunni. Englendingar geta því hvorki veitt Dönum nje nokkurri annari einstakri þjóð sjerstakar tollaívilnanir. Loks hafa, Danir átt erfitt, aðstöðu af þeirri ástæðu að þejr selja meira í Eng- landi en þeir kaupa þar í landi. Á undanförnum árum hefir hlut- fallið verið h. u. b. 5:1, en var í fyrra 3:1. Á síðastliðnu ári juku Danir vörukaúp sín í Englandi um 17% þótt allur vöruinnflutningur Dana minkaði um 22%. Englend- ingar ætla sjer að nota tolla- vopniu til þess að lagfæra verslun- arjöfnuð sinn. Síminkandi tekj- ur hafa neitt þá til þess. Það er því eðlilegt að Englendingar reyni að afla sjer nýi’ra markaða í lönd- nm, sem selja meira í Englandi en þau kaupa þar. Af framangreindum ástæðum gátu Danir ekki skapað sjer greið- ari aðgang en nú að markaðnum í Englandi. Við því var ekki held- ur búist. En þeim hefir tekist að takmarka þá hættu sem vofði yfir vöruútflutningi þeirra til Eng- lands. Þeim hefir tekist að fá ’á ýmsum sviðum tryggingu fyrir því, að markaður þeirra í Eng- landi minki ekki stórkostlega frá því sem nú er. í þess stað verða Danir að auka vörukaup sín í Englandi. Englendingar skuldbinda sig til að leggja ekki toll á svínakjöt (,bacon“ og ,,skinke“), og hæklca ekki núgildandi tolla á smjöri, eggjum, fiski, niðursoðnum i'jóma og nokkrum þýðingarminni vör- um. Enska stjórnin virðist yfir- leitt ekki ætla sjer að hækka toll- ana frá því sem nú er. Elliot land- búnaðarráðh. sagði nýlega, að tolla hækkun sje ófullnægjandi ráðstöf- un til að takmarka innflutninginn- Englendingar virðast því ætla að nota „kvóta“-aðferðina framvegis, þegar um nýjar innflutningstak- markanir er að ræða. Enska stjórnin hefir, eins og kunnugt er, sett kvótaákvæði um innflutning á svínakjöti. Þar aé auki gerir hún ráð fyrir að setja kvótaákvæði um innflutning á eggjum, smjöri og fiski. Danir.hafa fengið loforð um á- kveðna liludteild í innflutningi af svínakjöti til Englands. Hlutdeild þeirra verður 62% af innflutningn- um frá löndum utan hreska heims- veldisins. Þetta samsvarar hlut- deild þeirra á árunum 1929—1931, en dálítið minna en hlutdeild þeirra nú. Aftur á móti hafa Danir engin loforð fengið um það. hve mikill svínakjötsinnflutningur þeirra til Englands megi vera að magni. Þetta verður nefniíega und ir því komið, hve mikið Englend- ingar sjálfir. og Kanadabúar geta aukið svínarækt sína. Danir fá rjett til að flytja inn að minsta kosti 5% miljón stór- hundraða af eggjum. Það sam- svarar útflutningi þeirra til Eng- lands árið 1929 og er dálítið minna en nú. Englendingar áskilja sjer þó rjett tií að minka eggjainnflutn inginn ennþá meira. Danir fá þó rjett til að flytja inn 38% af eggjum sem flytjast inn til Eng- lands frá löndum utan heimsveld- isins. Ekkert er sagt um það, hve mikið eggjainnflutningur Dana verði minkaður að magni, ef frek- ari innflutningstakmörkun, sem gert er ráð fvi’ir, verður fram- kvæmd. Smjörútfliitnmgur Dana til Eng- lands má ekki fara niður úr 2.3 milj. vætta. Það samsvarar útflutn- ingi þeirra til Englands árið 1930 og er h. n. b. 12% minna en nú. Ákvæðin um smjörið eru mikils- varðandi fyrir Dani Með þessu fá þeir tryggingu fyrir að smjörút- flutningurinn minkar að eins lítið eitt frá því sem nú er. Þeir þurfa því ekki lengur að óttast að hættu- legustu keppinautarnir. Ástralíu og Nýja Sjáland. boli Dönum burtu af enska smjörmarkaðnum, Loks fá Danir rjett til þess að flytja til Englands að minsta kosti 412.000 vættir af fiski, h. u. h. 10% minna en nú. Þar að auki liafa Englendingar lækkað tollana á nokkrum iðnaðarvöruni (rjómabús vjelum o. fl.) úr 20% niður í 15%. t staðinn fvrir þetta hafa Danir skuldbundið sig til að lækka toll- ana á ýmsum iðnaðarvörum, eink- iim vefnaðarvöriim. Ennfremur hafa þeir lofað að láta kol o. fl. vörur vera áfram tollfrjálsar og hækka ekki ýmsa núgildandi tolla t. d. á whisky. Loks lofa Danir að auka vörukaup sín í Englandi, kaup á kolum járni og stáli o. fl- Fyrir nokkrum árum keyptu Dan- ir kol næstum eingöngu í Eng- landi (97% af kolainnfltningi). — Eftir enska kolanámuverkfallið minkaði kolainnflutningur Dana frá Englandi niður í 58%. En nú liafa Englendingar áskilið sjer rjett til að segja verslunarsamn- ingnum upp ef Danir kaupi ekki í Englandi að minsta kosti 80% a.f kolum, sem þeir flytja inn. Yegna bestukjarasamninganna er loforð- unum um aukin vörukaup í Eng- landi þannig fyrir komið, að þau byggjast á samningum milli danskra og enskra útflutnings- kaupmannafjelaga. Afleiðingin af þessum loforðum verður sú að Danir geta ekki keypt vöruriiai’ þar sem þeir vilja og þar sem þær eru ódýrastar. En þeir hafa í stað- inn fengið tryggingu fyrir því að liafa áfram mikinn markað fyrir vörur sínar í Englndi Khöfn í maí 1933. P. Eldur í hergögnum. Lissabon, 19. maí. United Press. FB. Margar og ógnrlegar sprenging- ar urðu, hver á fætur annari, síð- degis í gær, er kviknað hafði í skotfærabirgðum flota-skólans í Valdezebro, sem er nálægt Lissa- hon. Urðu íbúarnir hjer mjög skelkaðir, er sprengingarnar urðu, og sums staðar komst alt í upp nám í horginni. Verðhækkun. London, 19. maí. United Press. FB. Stjórnmálamenn búast við að á viðskiftamálaráðstefnunni verði fyrsta viðfangsefnið að gera íláð- stafanir, sem miða að því, að verð- lagið í heiminum hækki, og að slíkar ráðstafanir muni verða rædd ar jafnvel áður en gjaldeyrismálin verða tekin til meðferðar. New York að verða gjald hrota. New York er eins og aðrar stór- borgir Bandaríkjanna, t. d. Chica- go, Filadelfia o. fl., í hinum mestu fjárkröggnm og hefir seinustu mánuðina átt. mjög örðugt með að greiða starfsmönnum sínum laun. Liggiiv við að borgarsjóður verði gjaldþrota, og um daginn skorti hann um 300 miljónir króna til þess að geta staðið í skihim. Fjár- mála-borgarst.jórinn, Berrv stakk þá upp 'á því að nokkurir skattar væri lagðir á, svo sem 25 aura skattur á hvern farmiða með neðanjarðarjárnbrautum, 50 aura. skattur á hvem vagn, sem fer yfir brýmar milli Manhattan og Brook lyn og 25 aura skattur á farmíða með bæjarferjunum yfir HKidson- fljótið. Þessum uppástungum hefir ver- ið tekið þunglega, sjerstaklega af verkafólki, sem verður daglega að fara fram og aftur yfir Hudson- fljótið til þess að komast til vinnu sinnar. Siðliboðauinnan í Þýskalandi. r Tímaritið Mereure de Praueó segir þannig fná upptökum hennar: í Þýskalandi liefir lengi verið æskulýðshreyfing, sem meðal ann- ars hefir komið fram i því að hópar af ungu fólki ferðast við» vegar, aðallega fótgangandi (Wandervögel).Árið 1924 fóru uia 250 karlar og ltonur til Búlgaríu til þess að sjá land og þjóð. Eitú af því, sem vakti hvað mesta at- hygli var þegnskvlduvinnan í Riíl- garíu, sem jeg héfi eitt sinn lýst. Hún var upphaflega bráðabírgða- ráðstöfun, meðfram til þess að hjálpa hændum við ýmisleg akur- yrkju- og jarðræktarstörf. en hefir haldið áfram og hefir gefist furðtj vel. Mikið hefir verið unnið og aife hefir borið sig vel svo ríkið græðiú á vinnunni. Þjóðverjarnir þóttust nú sjá t á<V til þess að fá ungum mönnum nokkttð að starfa þar heima fyrir. Yæri þeim hollara að fara að dæmi Búlgara og vinna einhver þarfleg verk, þó aldrei væri nemai fyrir fötum og fæði, heldnr en að ganga í þúsundatali atvinnulausir. Þessi hugmynd festi fljótt rætur og leiddi til þess að sjálfboðaliðar tóku til starfa í Schlesíu 192í>. Hreyfing þessi breiddist svo víðs vegar út um Þýskaland. Þ.etta. leiddi síðan til þess, að bæði var reynt að koma föstu skipulagi á vinnuna og svo töldu margir rjett- ast að gera úr þessu fullkomna þegnskylduvinnu, sem kæmi í stað gömltt herskyldunnar, en henni var að miklu leyti ljett af. Ekki hefir þetta komist í kring enn'þffi, en síðastliðið liaust var tala starf- andi sjálfboðaliða um 270.000. Það má geta nærri að slíkur mann- fjöldi leysir ærið verk af hendi á hverju ári. Að mestu levti hafa þessir vinnu mannaflokkar nnnið að störfum, sem ekki hefðu verið framkvæmd með daglattnamönnum, ræktun á ófrjón landi eða framræslu á mýr- um, sem ekki borgaði sig fyr en seint og síðar, vegagerð, sem ann- ars liefði verið ógerð o. «. frv. Öll stefnir hún að því marki að bæta landið og auka framleiðslu þess. Verður ekki annað sagt en að takmarkið sje gott og göfngt o£ ininið að því af mikilli ósjerplægni Amtað frakkneskt tímarit Revno d’Allemagne (15. febr. 1933) segir frá ýmsum mótbárum sem koinið hafa í ljós gegn sjálfboðavinn- unni. Þær eru þessar: 11 Yinnan er ekki ætíð af frjtálfl- um vilja.. Lítil rök eru þó færð fyrir þessu. 2) Verkamenn vilja auðvitað ekki láta vinna neitt nema eftir gjaldskrá sinni. 3) Kauplausa vinnan eykur ekbi kaupgetu hjá almenningi og verður þannig óbeinlínis til þess að auka atvinnuleysi. 41 Mikið af vinnunni borgar sig ekki fjármunalega (götur. vegir o þvíl.). 5) Þó menn úr ýmsum stjettum lifi saman í bróðerni við vinn- tina, þá hefir þetta engin varan- leg á.hrif. 6) Stúdentar. sem taka þátt i vinminni, hafa lítið gagn af henni síðar en tefjast um ei-tt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.