Morgunblaðið - 20.05.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.1933, Blaðsíða 4
4 N 8 L A < .«% | Smá-auglýsingar Athugið! Harðir hattar, verka- mannaföt og fleira, nýkomið. Karl- mannahattabúðin, Hafnarstræti 18. Einnig handunnin hattahreinsun, sú einasta besta, sama stað. 'Sfff TmJS ',,«0^“ mnignqípfyi í uqæSiæs suumu saovq jo rai'uAq jns So uuigog •jux'bajj Gúmmíhanskar, til húsverka og garðyrkju, nýkomnir. Hárgreiðslu- stofa Reykjavíkur, J. A. Hobþs, Aðalstræti 10. Stúlka óskast á barnlaust heim- ili, hálfan eða allan daginn. Fram- nesveg 1. Ráðskona óskast í sveit, nálægt Reykjavík. Upplýsingar á Hverfis- götii 101, uppi, frá kl. 7—9 síðd. Blóm & Ávextir, Hafnarstræti 5. Daglega seldar plöntur til útplönt- unar: Levkoj, blómkál o. fl. Levkoj, aspers, stjúpmæður og •ýms<p' blóma og matjurtaplöntur, til solu í Miðstræti 6, sími 3851. Dugleg stúlka, vön matreiðslu, óskast strax. Hátt kaup. Sími 3010 Blóm og Ávextir, Hafnarstræti 5. Daglega margar tegundir af- skorinna blóma: Rósir, Gladiolur, Levkoj. Ilmhaunir o. fl. Stjúpmóður- og Bellisplöntur, til útplöntunar, til sölu í Suður- götu 18. Sími 3520. Blómstrandi bellisar, ýmsar teg- undir af fjölærum plöntum til söln í Miðstræti 6, sími 3851. „Freia" ,,Delicious“ síld er ó- missandi á kvöldborðið. Sími 4059. ,,Freia“, Laugaveg 22 B. Sími 4059. „Freiu“ heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spara húsmæðrum ómak. „Freia“ fiskmeti og kjötmeti mælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það? Sími 4059. Kjötfars og fiskfars, heimatil- búið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3 Sími 3227. Blóm og plöntur, Levkoj, Ge- orgínur, Stjúpmæður og ýmsar grsgnmetisplöntur, seldar mjög ó- dýrt í garðinum í Miðstræti 6. Morgunblaðið fæst keypt í Café Svanur við Barónsstíg. V5I n at TjI Borgarfjarðar og Borgarness aHa mánudaga og fimtudaga. Nýja Bifre ðastððin Símar 1216 (tvær línur). Ferðafjelag íslands. Skemtiferð á morgun að Raufarhólshelli og Svaða í Olfusi. Gengið iir Hveradölum austur Þrengsli í hellirinn að það- an að Hjalla — alls 18—19 km. Lagt upp frá Bifreiðastöð Stein- dórs kl. 8 árd, Komið aftur kl. 7. Farmiðar á afgr. Fálkans á kr. 9 fyrir f.jelaga og kr. 10 fyrir aðra. Kjarninn í þessum móthárum sýnist vera slá, að ekki er unnið eftir taxta verkamanna. Að sjálf- sögðu fjelli vinna þessi með öllu niður, ef borga ætti fult kaup fyrir hana, og stæðu þá mennirnir iðju- lausir á torginu. Er óskiljanlegt að það yrði hollara fyrir mennina eða þjóðfjelagið heldur en að starfa að gagnlegum verknm. G. H. Sauðnaotín f Horegi. Fyrir rúmu ári voru lifandi sauðnaut flutt til Noregs og slept þar í tveimur flokkum. Annar flokkurinn, 4 eða 5 dýr, er á Ein- hövlingshöen og hinn í nánd við Válásjö-stöð. Dýrin eru ákaflega hagspök og eru altaf á sömu slóð- um. Þau hafa reglubundna hætti, fara snemma á morgnana upp í fjöllin, en koma svo aftur niður á jafnsljettu kl. 10—12, en síðari hluta dagsins fara þau aftur upp í hlíðarnar. Þau híta á vissum tímum o g hvílast á vissum tímum. Hafa þau þrifist vel, það sem af er, en sumir eru hræddir um það að hætt sje við í sumar að þau eti yfir sig, kunni sjer ekki maga- mál, þar sem gróður er svo mikill. Tvö dýr, sem hjeldu sig niðri á láglendi í vetur, gátu ekki gengið sjer að mat fyrir snjó og voru orðin mjög mögur. Var þeim þá gefið hey þangað til þau fóru að hjarna við aftur. Hin dýrin sem voru upp til fjalla, voru hin pattaralegustu. Hefir þessi tilraun með sauðnautarækt í Noregi geng- ið betur, enn sem komið er, heldur en menn höfðu búist við. Vegna þess hvað sauðnautin eru ung, er þess ekki að vænta að þau fari að tímgast fyr en á næsta ári. Öryffgið á sjónum. Hvalnr Soðinn og súr hvalur, sporður og rengi, er nú sem fyr, bestur í undirritaðri verslun. Ennfremur gulrófur nýteknar úr jörðu, jafn- gððar og á haustdegi. Saltkjðt 40 aura % kg. Biðrniun. Bergstaðastræti 35. Sími 4091. í Noregi hefir það verið ákveðið að öll farþegaskip, sem fara lengra undan landi en 20 sjómílur, skuli skyldug til að hafa sjerstaklega æfða bátsformenn, sem eiga að stjóma björgunarbátum ef slys til svo að yfirgefa þarf skip. Á hinu stóra skipi ,Stavangerfjord‘, sem hefir 270 manna áhöfn, hafa 100 menn verið valdir úr og æfðir í þrjá daga samfleytt við bátana, í því að nota björgunarbelti á rjettan hátt, í því að nota áttavita og segl og í því að skipa fyrir. Síðan ,eiga æfingar að fara fram einu sinni í mánuði hverjum- Þess- um sömu mönnum verður líka kent hvemig þeir eiga að haga sjer ef eldur skyldi koma upp í skipinu. Dagbók I. O. O. F. Rb.st. 1 Bþ. 815206 —0—III—Hf. Veðrið í gær: í dag hefir vind- Ur verið allhvass SA á SV-landi, en í öðmm landshlutum hæg SA átt og etr nú einnig að lygna á SV-landi. Lægðin fyrir suðvestan landið þokast hægt austur eftir og lítur út fyrir að SA veðráttan haldist fyrst um sinn hjer á landi. Hiti er 10—11 stig sunnan lands, 12—15 stig á Vestfjörðum og Norðurlandi, en 6—9 stig á Austurlandi. Veðurútlit í dag: A og SA- kaldi. Lítils háttar rigning. Messur á morgun: í dómkirkj- unni kl. 11 síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Fr. Hallgrímsson. 1 fríkirkjunni í Revkjavík ld. 2 sr. Ámi Sigurðsson. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 1,30 (Ferming). Síra Garðar Þorsteinsson. Síldin. í dag er útrunninn frest- ur fyrir þá sem sækja vilja um leyfi til þess að selja síld í Ríkis- bræðsluna í Siglufirði. ,,Þrettándakvöld“ verður leik- ið annað kvöld í Iðnó. Aðgöngu- miða miá panta í síma 3850. Leiðrjetting. — Frásögnin um trillubátinn í blaðinu í gær, var ekki allskostar rjett. Eigandinn heitir Marino Ólason og á heima á Þórsliöfn. Ekki var það Esja sem ílutti bátinn frá Austfjörðum til Vestmannaeyja, heldur Selfoss, og tók hann í Fáskrúðsfirði. Ármenningar. Æfingar í frjáls- um íþróttum verða sem hjer seg- ir á íþróttavellinum: Þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga kl. 8 síðd. og á sunnudagsmorgnum kl. 10—12 árd. Laganemamót verður haldið í Helsingfors í Finnlandi í haust og taka þátt í því norrænir lög- fræðinemar. — Þeir, sem hefði í hygg.ju að fara þangað gefi sig fram við Egil Sigurgeirsson, Laugaveg 46, sími 3945, fyrir mánudagskvöld 22. maí. Silfurbrúðkaup eiga í dag hjón- in Gnðrún Friðriksdóttir og Jón Hjartarson, Skeggjastöðum í Mos fellssveit. Knattspyrnan. Vormót þriðja aldursflokks hefst á morgun kl. 0% árd. og keppa þá Valur og Víkingur.'Kl. 10% keppa Fram og K. R. Skipafrjettir. Gullfoss væntan- Iegur til Vestm.eyja kl. 9 árd. í dag. Goðafoss fer fná Hamborg í dag. Brúarfoss er væntanlegur að vestan í dag, fer hjeðan til iit- anda í kvöld kl. 10. — Lagar- foss er í Kaupmannahöfn. — Dettifoss kom til Sauðárkróks í gær. — Selfoss fór frá Antwerpen í fyrradag kl.,4 síðdegis. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12,10 Hádegisútvarp. — Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.15 Grammófóntónleikar. 19,30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. — Frjettir. 20,30 Kristmann Guð- mundsson upplestur. F§,rsóttir og manndauði í Rvík vikuna 7.—13 maí (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 62 (56). Kvefsótt 83 (76.) Kvef- lungnabólga 7 (0). Gigtsótt 1 (0). Tðrakvef 17 (10). Inflúensa 20 (19). Skarlatssótt (sjá aths). 4 (0). Hlaupabóla 10 (2). Svefnsýki 3 (0). Munnangur 4 (2). Kossa- geit 0 (1). Mannslát 4 (13). Aths. eklri skráðir vegna vantandi upp- lýsinga. Landlæknisskrifstofan. (F. B.) Þjóðernishreyfingin. 1 fyrradag var lialdinn fundur á Patreksfirði. í tilefni af fundaliöldunum var tveggja stunda vinnuhlje, enda gífurleg aðsókn að fundinum. Að því loknu var haldið til Isafjarð- ar og er þangað kom var þegar margmenni á bryggjunni til að taka á móti fulltrúum þjóðernis- hreyfingarinnar. Síðar um kvöld- ið var haldinn almennur fundur af hússvölum fyrir hundruðum manna. 1 gær var svo haldið til Sauðárkróks og þar efnt til fund- ar, sem og var settur af fjölda manns. í dag verður svo haldið til Siglufjarðar og Akureyrar. E. Lýðskóli Björgvins. Frumvarp Björgvins sýslumanns um heimild fyrir sýslu- og bæjarfjelög að starfrækja lýðskóla með skyldu- vinnu nemenda gegn skólarjett- indum var til 2. umr. í Efri deild í gær. Samþykt var rökstudd dag- skrá frá Guðrúnu Liárusdóttur þess efnis, að stjórninni yrði falið að rannsaka þetta skólamál í sam- bandi við væntanlega endurskoð- un skóla- og fræðslumála yfirleitt, en nm það flytur mentmálanefnd Nd. þál.tillögu. „Kátur piltur“ heitir norsk tal- mynd sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Byggist hún á hinni ágætu skáldsögu B.jörnsons , En glad gut“, og var kvikmynd- in gerð í tilefni af aldarminningu skáldsins. Myndin er skemtileg og vel leikin. Fjárlögin. Þriðja umræða fjár- laga í Efri deild. fer fram í dag. Skemtanaskatturinn. Eins og slrýrt hefir verið frá bar fjármála- riáðb. fram frv. um að skemtana- skattur yrði hækkaður um 100%. Jó i Þorláksson flutti þá breyting- artillögu í Efri deild að hækkunin yrði færð niður í 50% og var til- lagan samþykt. Einnig var sú breyting gerð á frumvarpinu í Npðri deild, eftir tillögu frá P.jetri Halld., að leiksýningar, hljóm- leikar og söngskemtanir innlendra manna verði undanþegnar álaginu. Dánarfregn. Elísabet Thoraren- sen ljósmóðir, andaðist á þrið.ju- dagskvöldið á Vífilsstöðum eftir 9 ára dvöl þar. Hún var dóttir merkishjónanna Elísabetar og Úl- afs Thorarensen í Reykjafirði. Ferðafjelag íslands. 1 fyrramálið verður — ef veður leyfir — farið austur í Ölfus, í Raufarhólshelli og að Svaða. Hellir þennan hafa fáir Reykvíkingar s.jeð, en þó er hann einhver merkasti hellir hjer nærl., og Svaði hefir fæstum verið kunnur, þó hann s.je nágranni Grýtu og miklu stærri og vatns- meiri en hún. Ekið verður upp í Hveradali og gengið þaðan um Þrengslin austur að hellirnum, nál 13 kílómetra leið. Eftir að hellir- inn hefir verið skoðaður og fólk snætt nesti sitt, verður gengið að Hjalla í Ölfusi (ea. 6 km.) en þar taka bifreiðarnar við fólkinu og verðnr þá ekið upp undir Svaða og hann skoðaður. Komið aftur til Reyk.javíkur kl. 7. Farmiðar á kr. 9 fyrir fjídaga og kr. 10 fyrir aðra, fást á afgr. Fálkans, Banka- stræti 3, til kl. 7 í kvöld. Lagt upp frá Steindóri í Hafnarstræti, kl. 8 árdegis. Oardinustangir og Snagabretti. Fjölbreytt úrval. Liávii Sto>r, Sími 3333. Frá Þýskalandi kemur sú fregn, að stjórnin ætli að svifta 1300 miálafærslumenn af Gyðingaættum rjetti til atvinnu. Er þetta gert Hjn aukna sala á Rósol-tauMfereuti, sannar, að það eru fleiri og fleiri, sem læra að meta gæði þess. H.f. Efnagerð Reykjavíkur kemisk-teknisk verksmiðja. NÝ BÓK: í leikslok, smá- sagnasafn frá heimsstyrjaldar- árunum, eftir Axel Thorstein- son, 2. útg. mikið aukin, er komin út í vandaðri útgáfu. Fæst hjá öllum bóksölum. seljast gegn afborgunum. Notuð hj’Öl tekin í skiftum. „OrnÍBi?11. Sími 4661. Sími 4161. Laugaveg 8. Laugaveg 20. Vesturgötu 5. annað hvort af þeirri orsök að þeir Sumir af þessum sjúklingum eru' sje kommúnistar, eða hafi ekki frá vikunni á undan, en voru þá tekið þátt í stríðinu (Mokka og Java blandað).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.