Morgunblaðið - 27.05.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Óþekt lík eins skipverjanna af e. s. Skúla fógeta verður jarðað frá Fríkirkjunni kl. 1 'h laugardaginn 27. þ. m. Verður þá um leið minst allra þeirra er fórust. H.f. Alliance. Hjer með tilkynnist að okkar kæra dóttir, Kristjana Sjöfn, andaðist að heimili okkar, Grund í Ytri Njarðvíkum, 25. þ. m. Guðmundína Ingvarsdóttir. Kristján Árni Guðmundsson. Sesselja Guðmundsdóttir frá Skáleyjum andaðist á heimili mínu á uppstigningardag. Verður jarðsungin frá dómkirkjunni næstkomandi mánudag kl. 3 síðd. Fyrir hönd aðstandenda. Guðm. Sveinsson. Alúðar þakkir til allra, fjær og nær, fyrir hluttekningu við fráfall og jarðarför Önnu Árnadóttur frá Syðra Langholti. Aðstandendur. Utsvðr 1933. Fyrsti hluti útsuara þessa drs fellur í gjalððaga 1. júní n. k. Bæiargialdkerinn í Reykiavik. o o Alt á sama stað. Bílavörur nýkomnar — margar teKunclir. Drif í flesta bíla. Dynamospólur, Platínur. Coil, Rafkerti, Kertaþræði. Perur luktir, Rafgeyma. Rafflautur. Dunkrafta o. fl. Fjaðrir fram og aftur í Studebaker, Erskine, Essex, Dodge, De Sato, Chrysler, Buick, Forcl. Chevrolet o. fl. Fimleikamót Islands hófst hjer s.l. sunnudag á íþrótta- veliinum kl. 3 síðd. Áður en fim- leikamótið liófst var gengið í skrúð göngu um borgina undir fánum og hljóðfæraslætti. Þótti þar fríð fylking og skipuleg. Stjórn t. S. í. gekk í fararbroddi, þá komu að- komufjelögin, og síðan íþróttafje- lög borgarinnar. Eftir að fjelögin höfðu gengið inn á íþróttavöllinn, ávarpaði forseti í. S. I. fimleika- mennina og bauð þá velkomna á þetta fyrsta fimleikamót fsiands, síðan lýsti hann tilgangi mótsins og nauðsyn þess að fimleikar yrðu skyldunámsgrein í öllum skólum landsins. Þá setti forsætisráðherra mótið með ræðu, og árnaði að lok- um f. S. í. og íþróttamönnum allra heilla. Síðan hófust fimleikasýn- ingarnar, og sýndi fyrst kvenna- flokkur úr Knattspyrnufjelaginu Þjálfi í Hafnarfirði, undir stjórn Ballsteins Hinrikssonr fimleika- kennara. Þá sýndi kvennaflokkur Armanns undir stjórn -Tóns Þor- steinssonar, íþróttakennara, frá Hofsstöðum. Þá sýndi drengja- flokkur K. R. undir stjórn Júlíus- ar Magnússonar fimleikakennara. Þá sýndi telpnaflokkur K. K. und- stjórn ungfrú Unnar Jónsdóttur fimleikakennara. Þá sýndi kvenna- flokkur T. H. undir stjórn Bene- dikts Jakobssonar fimleikakennara og loks sýndi karlaflokkur iir íþróttafjel. Magni á ísafirði, undir stjórn Gunnars J. Andrew. Pim- leiksýningarnar tókust yfirleitt vel og mátti sjá mikla fjölbreytni lijá ’fimleikaflokkunum. L.jetu áhorf- endur óspart ánægju sína í l.jós l'.egar eitthvað var vel gert. Veður var ágætt um daginn. og töluvert é annað þúsund manns á vellinum Fimleikamótið heldur áfram í kvöld á íþróttavellinum kl. 8 og er það síðasti dagur mótsins. Þá sýnir f’mleikaflokkur frá Barnaskóla F nfiarðar. drengjaflokkur frá Ár- nann og loks kaiJaflokkur f. B. Ef gott verður veður má búast við fjölmenni á vellinum. Hljómleikar f Frfkirkjunni. Tveir ungir, efnilegir fiðluleik- arar, ungfrú Lilli Poulsen, hr. Einar Sigfússon og Páll ísólfs- son organleikari, buðu til liljóm- leika í Príkirkjunni þriðjudag 23. maí. Efnisskráin var háldassisk, mestmegnis Bach. Bæjarbúar fjölmentu ekki á hl jómleikana. TTver er ástæðan ? Peningaleysi ? Góða. veðrið? Að IJ.jómleikarnir voru í kirkju? Eða eru Reykvíkingar að verða eins og íbúar stórborga annara landa, að vilja ekki hlusta á eldri tónverk, en halla sjer alveg að jazz og öðru nýmóðins gutli? En .jeg efast ekki um að áhevr- endurnir hafi haft ánægju og nautn af hljómleikunum, Þessir gömlu höfundar eru bráðfjörugir og skemtilegir og leikið var af dill andi fjöri og list og kröftugiega. Æskilegt hefði verið að fínleiki og innilegleiki hefði verið meiri á köflum. Einar Sigfússon er mjög efni- legur fiðluleikari og fer stöðugt fram, tónninn góður, leikni all- mikil (kom þó enn betur fram á fyrri hljómleiknum í sumar). Frk. Poulsen leikur einnig vel á fiðlu sína, tekur hreint, látlaust, og ,kaj’Imannlega á verkefínum sínum. Að öllu samtöldu hafði jeg mesta ánægju af Ieik hennar í fiðlukonsert Nardinis í E-moll. Framsetningin stílhrein og fjörug, verkið mjög fagurt. Páll fsólfsson spilaði óvanalega Ijett og liðlega undir fiðluleiltn- um, en auk þess spilaði íiann einn præludium og fugu í c-moll eftir Bach mjög glæsilega. Mjer finst til um að hann er- nálega hættur við ódýru orgelhljómleikana nú síðari árin, hann ætti að byrja á þeim aftur. Síðasta tónverkið, konsert í D-moll fyrir tvær fiðlur eft.ir Bacb er vafalaust velsamið (Largohlut- inn mjög fágur), en þetta verk hefði vel mátt missa sig og nýrra verk leikið í staðinn. Menn geta fengið ofmikið af Bach á einni kvöldstund. Des. Stríðið milli Paraguay og Bolivía. T marga mánuði hafa hersveitir Paraguav og Bolivia barist um Gran Chaco-landið, en opinbert í-tríð hefir ekki verið milli þeirra. Hin Suður-Ameríku ríkin, Þjóða- bandalagið og páfinn hafa reynt að miðla málum og koma á sætt- um, en alt hefir komið fyrir ekki. Hinn 10. maí afrjeð Paraguay að segja Bolivíu opinberlega strið á hendur. Elsa Sigfilssdfittir. Hin iniga og efnilega söngmær. Elsá Sigfúsdóttir. dóttir Sigfúsar Einarssonar organleikara; er nú að ljúka. söngnámi við Tónlistar- skólann í Kaupmannahöfn. en þar heiir hún stundað nám undanfarin ár. sem nemandi frú Dóru Sigurðs- son. Á síðastliðnum vetri söng ung fj’úin í danska útvarpið. og þótti hlustendum mikið til söngs hennar lroma. í málgagni útvai’psnotenda, .,Radiolytteren“, ritar prófessor Erik Abrahamsen, sá er hjer flutti háskólafyrirlestra fyrir tveim ár- um, svo um söng hennar: ,,A emnm síðdegishljómleikanna söng hin unga íslenska söngkona, Elsa Sig- fúss, sem býr yfir dásamlega hlýrri, dökkri og mjúkri rödd. TTjer er vissulega um ótvíræða hæfileika að ræða. og virðast öll efni standa til þess, að liún geti orðið mikil söngkona.“ TTngfrú EIsu Sigfúsdóttur er voji hingað heim á næstunni, og gefst þá bæjarbíium væntanlega lvostur á að hlusta á söng liennar. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.10 Hádegisútvarp. — Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.05 Barnatími. 19.30 Veðurfregn- ir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusíáttur. Frjettir. 20.30 Leikþáttur. (Haraldur Björnsson o. f].). 21.00 Tónleikar. (Utvarps- tríóið). Grammófónsöngur. Boro- dine: Kórar úr „Prinse Tgor“ : Danses Polovtsiennes; Kór bænda- fólksins. Danslög til kl. 24. Verðið er ávalt bað besta. Egill ¥llhjálmss®p, Laugaveg: 118. Símar 1716, 1717, 1718. Nýkomið -- ódýri: BORÐSTOFUSTÓLAR með lausri setu, 12 krónur. BARNASTÓL-KERRUR 15 krónur BARNAVAGNAR, stórt úrval. TEBORÐ Á H.JÓLUM 4 tegundir. KÖRFUSTÓLAR ágætis tegundir. — GOTT ER AÐ SEMJA VIÐ OKKIJR. — HtgiagMvarsIiwitt vfð DérAlrklitti. — ER SÚ RJETTA — Rósól- cold- krom hefir marga kosti til að bera. Það nærir og mýkir hörundið og er áreiðanlega vörn gegn sólbruna. Rósól-snow liefir líka sína mörgu kosti. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kemisk-teknisk verksmiðja. Blfrelð óskast til kaups (5 manna). Tilboð ásamt aldri, verði og tegund, send- ist A. S. í. merkt „G. ó.“. Hvr lax. Nautakjöt af ungu. Kiötbúðin Herðubrefð. Sími 1575 (2 línur). £S SÉfUll fer aukaferð til Borg- arness á morgun síð- degis, kemur aftur á mánudag. Hburiur Nokkura poka af fiskimjölssalla seljmn við enn á 10 kr. pr. 100 kg. Ágætur áburður iá tún og í garða. Berið bann á nú í vætunni. Fiskímíðl k.f. Hafnarstræti 10—12. Sími: 3304. Nýkomið: Allskonar SMÁVÖRUR. VÖRUHÚSIÐ. Sjóndepra og sjónskekkja. Ókeypis rannsókn af okkar út- lærða ,,Refraktionist“. Viðtals- tími: Kl. 10—12 og 3—7. F. A Thiele Austurstræti 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.