Morgunblaðið - 11.06.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1933, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Listsýning. Jón Engilberts sýnir, í Good templarahúsinu, um 60 teikningar og eina olíumynd. Jón kefir dvalið nærri tvö ár í Osló við nám, og hefir hann sent þessa sýningu þaðan. Jón er ungur listamaður og auð sjáanlega á umbrotaskeiði. Hann hefir allmikið breýst í þessum síðustu árum. og það gæt ir áhrifa frá ýmsum listamönnum en hins vegar er auðsjeð að Jón hefir lært nokkuð á þessum árum. Teikningarnar eru margar vel gerðar, hann nær hraða og mjúk um hreyfingum í línur. Bestar eru ,Stúlka á legubekk' og svo nokkr- ar „Modell Studier“. Jón Engil- berts er auðsjáanlega áhugasam- ur listamaður og má vænta góð;- frá honum þegar hanp þroskar meira sinn eigin frumleika. Orri. Einsöngur, TJngfrú María Markan hefir sungið hjer nokkrum sinnum, eftir að hún kom heim úr síðustu utan- för sinni, en þrátt fyrir það var ágæt aðsókn að söng hennar í Iðnó á fimtudagskvöldið, og er það til marks um vinsældir þær er hún hefir áunnið sjer. Rödd hennar er fögur og þróttmikil og þar sem hún hefir mikla kunnáttú verður flutningur stærri viðfangsefnanna glæsilegur. í smærri lögunum er sviðið þrengra en kemur þó margt annað til greina, ef efni standa til frá höfundanna hendi, en ungfrú Markan er of smekkvís til þess að teygja úr bláþuáðunum, í þeim til- gangi að örfa eftirtekt áheyrenda, gins og stundum kemur fyrir. Fljótt á litið var söngskráin ekki nýstárleg. Flokkur innlendra laga, í þetta sinn eftir yngri höf- undana, þar á meðal hið athvglis- verða lag Karls Runólfssonar: Den farende Svend. Þrjú lög eftir Schubert, ágætlega sungin og loks þrjár aríur úr söngleikum eftir Mascagni, Puocini og Mozart. I þeim naut ungfrúin sín best og voru viðtökur áheyrenda þannig, að hún varð að syngja hverja aríuna eftir aðra í viðbót. Dr. Fr. Mixa aðstoðaði og var undirleikur hans, eins og jafnan áður, liinn prýðilegasti. Vikar. Franska stjórnin fær traustsyfirlýsingu. París 10. júní. United Press. FB. Fulltrúadeildin hefir með 406 gegn 185 atkv. vottað stjórninni traust sitt. Er þetta jafngilt því, sem þingið hafi fallist á gerðir stjórn- arinnar út af fjórveldasamþybt- inni, en mótspyrnan gegn henni var um ákeið megn í Frakk- landi sem kunnugt er. Vandræði með myndun stjórnar á Spáni. Madrid, 10. júní. United Press. FB. Jafnaðarmaðurinn Prieto hefir verið kvaddur á fund ríkisforset- ans og er búist við, að honum verði falið að mynda stjórn. Folkestone-förin. t 't af grein frá Árna B. Knud- sen í Alþýðublaðinu 7. þ. m., um för skákmannanna til Folkestone á Englandi í sumar, telur stjórn Skáksambands Islands rjett að skýra nokkuð nánar frá tildrög- um þessarar ferðar. Eftir að aðalfundur Skáksam- bands íslands í mars sl. hafði á- kveðið að senda skyldi skákmenn á F.T.D.E. mót nú í sumar, af- rjeð stjórnin að sendir yrðu jæir fjórir menn, sem tefldu á mótinu í Hamborg 1930 og að fimti mað- urinn yrði Þráinn Sigurðsson, Siglufirði. Hinir fjórir fyrgreindu 'menn voru valdir með sjerstöku tilliti til styrkleika þeirra sem skákmanna, og einnig þess, að beir höfðu áður tekið þátt í slíku móti. Fimti maðurinn, Þráinn Sig- örðsson, var einnig sjálfkjörinn. Hann er skákmeistari Reykjavík- ur, og skákferill háns undanfarið sýnir að hann er mjög sterkur skákmaður, og hefir enginn, sem skyn ber á slíka hluti dregið það i efa, að hann stæði næstur mönn- um þessum að styrkleika, ef ekki jafnfætis. Þessu til sönnunar má benda á það, að hann á, síðasta vetri tók þátt í tveim kappmótum í Reykjavík, og var nr. 1—2 í öðru en fyrsti maður í hinu og vann þar með skákmeistaratitil Reykjavíkur. Úrslit kappskáka beirra, er fram fóru milli hans og þáverandi íslandsmeistara Jóns Guðmundssonar, — sem tók einnig þátt í kappmótum þessum, — urðu þau, að Þráinn vann með 3J4 móti Vý- Áleit því stjórnin að vel mætti una við val þessara manna. Mönnum til undrunar neitaði Jón Guðmundsson að taka þátt í förinni ef Þráinn færi með. Á fundi, sem skáksambandsstjórnin hjelt með þessum mönnum, gat Jón þó ekki komið með neina frambærilega ástæðu fyrir þess- ari neitun sinni og ekki annað sýnna, en ráðið hafi persónuleg óvild til Þráins. Allar tilraunir til samkomulags reyndust árang- urslausar. Að tilhlutan Jóns var mál þetta rætt á fundi í Tafl- fjelagi Reykjavíkur, sem vísaði jví til skáksambandsstjórnarinn- ar, sem hins rjetta aðila. Eftir það að Jón á fundi þessum stað- fastlega neitaði að taka þitt í förinni ef Þráinn færi með, ákvað stjórnin að senda hina aðra fjóra sem aðalmenn og lýstu þeir sig allir fjórir reiðubúnir til farar- innar. Þrátt fyrir það, sem þannig var á undan gengið, voru gerðar ítrek aðar tilraunir til að fá Jón til að slást í förina. Árangurinn af því varð loks sá, áð hann ljet í Ijós við einn rnanna úr skák- sambandsstjórninni að hann væri fús til fararinnar með nánar til- greindum skilmálum, eins og hin- ir aðrir skákmenn. Þegar þó átti til að taka, neitaði hann að und- irgangast skilmála þá, er stjórnin hafði sett, þrátt fyrir það, þó hinir skákmennirnir samþyktu þá. — Að svo komnu sjáum vjer ekki þörf að ræða einstök atriði þess- ara skilmála, en erum fúsir til þess ef tilefni gefst, en viljum aðeins taka það skýrt fram, að Jóni Guðmundssyni stóð til síð- ustu stundar opin leið til farar- innar og stjórnin og ýmsir aðrir gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá hann til þátttöku, en árangurs- laust. Það er því síður en svo, að honum hafi verið ,,bo!að frá för- inni“ eins og Knudsen orðar það, og er því engum um að kenna nema Jóni sjálfum að hann fór ekki. Rjett er að geta þess, að skákstjórninni í Folkestone hafði verið tilky-nt að -Jón yrði einn meðal Ker pendanna, og þvi ekki breytt fvr en með símskeyti 30. maí, sem, samkvæmt þar settum reglum, var síðasti dagurinn til að gera breytingar á keppenda- skránni. Vegna aðdróttunar Knudsens um að stjórnin misnoti fje skák- sambandsins, vísum vjer til grein- ar Pjeturs Zophoníassonar í Al- ])ýðublaðinu nú fyrir skömmu, er fjallar um hliðstæða för skák- manna til Hamborgar árið 1930, en taka má þó fram, að Elís Guðmundsson nýtur alt að helm- ingi lægri fararstyrks en hinir aðrir, sem sendir voru. Ber- þessi aðdróttun Kriudsens vott lítilla raka og ills máls- staðar. Vjer viljum loks taka það fram. að vjer hefðum lielst kosið að forðast allar dii’.ur um þetta m.i1 í opinberum blöðum, sökum bess, að v.jér álítum, að með því geti skáklífinu í heild sinni verið stofnað í hættu, og skoðum hinn rjetta vettvang slíkra mála skák- fjelögin og skáksambandið. T stjórn Skáksambands fslands. Ari Guðmundsson. Garðar Þorsteinsson. Aths. Vjer erum samdóma nið- urlagsorðum ofanritaðrar greinar, og skal því tekið fram, að um- ræðum um þetta mál er lokið hjer í blaðinu. Ritstj. Hnattfluff Matterns. Moskva 10. júní. TTnitprl T»r?a':. ™. Mattern lagði af stað frá Beloye áleiðis til Khabarovsk kl. 1.50 í nótt. samkvæmt Moskva-tíma. Muskwa. 10. júní. Urited Press. PB. Frjettst hefir. að s.jest hafi til Matterns frá Skovoroding, en stað- ur þessi er um 900 km. fvrir aust- an Chida. Viðskiftamálaráðstefnan. Relkœlngar BLf. EimsSdpafjel. ísluds fyrir árið 1932, liggur frammi á skrifstofu vorri, til sýnis fyrir hluthafa. SliérsiB. w——BBwoaaЗc—mbwb—ng—■»—»—■Bgywawwgmrv—e————away - SildYaiðaáhild «U sðla, evo sem stór og góð SNYRPINÓT, sem ný, í ágætu standi, ennfremur reknetaútbúnaður með öllu tilheyrandi á einn bát, 2 snyrpispil, 2 hliðarrúllur (patentrúllur), síldardekk á línuveiðara og margt fleira viðvíkjandi síldarútvegi. ðskar Halldórssoa. V. Bretakoungur setur ráðstefn- una með ræðu, er á að standa yfir í átta mínútuT’. Ræðunni verður útvarpað um allan.heim. Skuldir Breta við U. S. A. Oslo, 10. júní. NRP. FB. Sendinefnd Norðmanna á al- þjóðaviðskiftamálaráðstefmmni í Ijondon lagði af stað í gærkvöldi. Five ráðherra verður formaður nefndarinnar, þar eð Mowinckel forsætisráðherra getur ekki farið meðan Stórþingið hefir ekki lokið störfum. Á alþjóðaviðskiftaráðstefnunni, sem verður sett í London á mánu- dag, verða mættir 168 fulltrúar frá 67 ríkjum. 144 af fulltrúunum eru sjerfræðingar. AIls bafa 242 blaðamenn tilkynt komu sína, til þess að síma helstu blöðum beimsj frjettir af ráðstefnunni. Georgel London, 10. júní. United Press. FB. Ofriðarskuldirnar voru ræddar á ráðherrafundi þeim, sem áður var um símað. Að fundinum lokn- um yar sent símskeyti sent til Bandaríkjastjórnar með tillögum um lausn þessa máls, að því er Bretland snertir. Dagbók. Framh. frá bls. 4. □ Edda 5933615121/2 borðhald. Fagnað gestum. Listi til 14. þ. m. til kl. 6 (ekki síðar) hjá S. M. Jarðskjálfakippir fundust hjer í gær, og var sá fyrsti kl. 11.08 fyrir hádegi. Var hann mestur. Eigi var liann þó svo mikill að húsmunir dyttu eða nokkrum óskunda ylli. Jarðskjálftamælarnir hjer færð- ust úr lagi við fyrsta kippinn, en komust í lag aftur kl. rúmlega tvö. Frá þeim tíma og fram til kl. 7 í gærkvöldi urðu mældar jarðhrær- wgar 17 sinnum, og voru 2—3 kippir tÖluverðir. — Jarðskjálfta- liræringa þessa varð ekki vart á KJJviðarhól og ekki í Hveragerði, aðeins að þeir mestu fundust við Olfusárbrú, en þeirra gætti meira í Eyrarbakka. Ennfremur fundust, hræringar þessar allmikið í Land- eyjum og austur í Hvolhreppi og í Landsveit. — Á Reykjanesskaga munu kippirnir liafa verið svipaðir og hjer. Talsvert varð vart við þá í Bor.<rarfirði og eins á Snæfellsnesi. Afturkoma hertogans nefnist smásaga eftir Thomas Hardy, sem Lafoldarprentsmiðja hefir nýlega gefið út í þýðingu eftir Snæbjörn Jónsson. Framan við söguna er prentuð stutt en skýr og greina- "óð ritgerð eftir þýðandann um bonna mikla skáldjöfur Breta og sömulelðis formáli, sem gerir grein fyrir þeim atbnrðum. Englands- sögu, er höfundurinn hefir notað sem uppistöðu í þessari smásögu sinni'. Að vísu er ekki nema gott eitt til þess að segja að gefin hefir verið út vel þýdd smásaga eftir svo frægan höfund og frábæran og' ekki mun þurfa að efa að hún fái góðar viðtökur, en hinu er ekki að neita, að meiri fengur hefði vorið í því að fá stærri sögu eftir hann, enda vonandi að hún fylgi á eftir. Það er sorglegt, hve litið Jðrðin Harrastaðlr í Dalasýslu er til sölu. Eigna- skifti á húsi í Reykjavík, gætu komið til greina. Upplýsingar gefur Sigurður Jó- hannesson Njálsgötu 71. Sími 4900. PsstnliBs- ▼ðrnr: Leirvörur. Glervörur. Borðbúnaður. Búsáhöld. Nýjar vörur. Lækkað verð. Bankastræti 11. Thomas Hardy er þektur og lesinn hjer á landi, því mjög er það skoðnn margra, að sem sagnaskáld eigi hann fáa eða enga jafnoka, og ekki mnndu margir höfundar líklegri til vinsælda á íslandi ef lesendur fengi tækifæri til að kynnast honum. Morgunblaðið er 8 síður í dag- og Lesþók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.