Morgunblaðið - 20.06.1933, Side 2

Morgunblaðið - 20.06.1933, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 '■; % '.& % ■ -■£■/■:■■■ ■■. < jjggli llliii ■: •■: . 7. Flugstöðvar f Htlanshafí Hugmyndinni um það að hafa fljótandi stöðvar í Atlantshafi sem áfanga fyrir flugvjelar, er fljúga milli heimsálfanna, vex stöðugt fyTgi. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn verið að liugsa um að bvggja stórar fljótandi eyjar með nokkru millibili í haf- inu, en Þjóðverjum hefir nú hug- kvæmst annað, sem sje að hafa á hafinu skip, sem flugvjelar geti sest á. T þessu sknyi hefir Luft- liansa leigt 5000 smálesta flutninga skip, sem ,,Westfalen“ heitir og er eign Norddeutscher Lloyd. Er þessu máli nú svo langt komið að f'ai'ið er að gera tilraunir með þetta í Norðursjó og síðan verða. gerðar tilraunir í sambandi við reynslufhig yfir sunnanvert At- lantshaf. I „Westfalen" á ekki að liggja. fyrir festum á einhverjum ákveðn- fim stað á hafinu, heldur á það að vera á sveimi fram og aftur miðja vegu míilli vesturstrandar Afríku og Brazilíustrandar. Það er Dornier-flugvjel, sem valin hef- j 'r verið til reynsluflugsins. og á hún að lenda á „Westfalen“ úti í rúmsjó. Þessi lending fer þannig fram, að skipið dregur á eftir sjer nokkurskonar dráttarbraut, sem flugvjelin rennir sjer upp á. En í skut skipsins er hegri, sem dregur svo flugvjelina nm borð. Dráttar- brautin er gerð eftir fvrirsögn ' . i Hein von der Deschimag, og liefir hann unnið að uppgötvun hennar' í mörg ár. Til þess að flugvjelin geti tekið sig upp af skipinu aftnr. er á J þilfari rennibraut fyrir hana, líkt og er á .Bremen1 og .Eui-opa' fyr- ir póstflugvjelar þeirra skipa. — Reynslan hefir sýnt, að þegar mik- il kvika er, eiga fullhlaðnar fliig- vjelar bágt með að taka sig upp á sjónum, og þess vegna eru þessar rennibrautir gerðar á skipunum. Um leið og þeim sleppir er flug- vjelin komin á loft og á þá að hafa svo mikinn hraða að hún geti hafið sig til flugs. Rennibrautin á „Westfalen' er gerð af Heinkel- flugvjelaverksmiðju, og er hún miklu voldugri en nokkur önnur rennibraut á slripi, enda þarf þess með, því að gert er ráð fyrir að hún verði að fleygja til flugs flugvjelum sem vega alt að 15 smálestir. Lufthansa hefir lýst yfir því að þessar tilraunir standi ekki í sambandi við það, að hefja eigi flugsamkepni við „Zeppelin greifa“, sem er í förum milli | Evrópu og Suður-Ameríku. Hjer sje aðeins um póstflutninga að ræða, og ef tilraunirnar takast vel ætlar Lufthansa að halda uppi föstum ferðum yfir hafið hálfs- mánaðarlega. þannig að ein ferð er vestur um haf í viku og önnur austur um haf. í næstu viku. Á að revna að Iialda. þessum ferðum uppi allan ársins hring. Með þessu nróti mundu samgöngur hatna stórkostlega við Suður-Ameríku, þyí að ekki er nema 4 daga flug frá Þýskalandi til Rio de Janeiro og 5 daga flug til Buenos Aires. Hjer á myndunum má fyrst sjá til hægri flugvjel, sem er að renna sjer upp á liina miklu drátt- arbi-aut, „Westfalen“. Að neðan til vinstri sjest rennibrautin um borð í skipinu, og að ofan til vinstri skipið sjálft. t Ffú Stofaaía I Iðnsdðttlr. Fæd.I flJ iúní 1877. Dáin 10. júní 1D33. ráein kveðjuorð frá æskuvinu. Þegar jeg tek mjer penna í hönd til þess að kveðja kæra æskuvinu, sem nú er horfin mjer sýnum í þili, þá berst jeg með straumi minninganna til bernskustöðva minna, — til brattra fjalla, grunda, fossa, hlíða, en enn þá brosa við huganum, þrátt fyrir nll árin, sem liðin eru, síðan við dvöldum þar báðar, og lifðum þar í glaðværð æskunnar, ógleym- anlegar stundir, sem enn í dag orna huganum. Frú Stefanía var elst af sextán systkinum. Hún fædd’st 23. júlí 1877. Foreldrar hennar voru sæmd arhjónin Jón Stefánsson, sem lifir dóttir sína í hárri elli, og konu bans Kristrún Magnúsdóttir, sem Ijest fyrir nokkrum árum. Þau bjuggu allan sinn búskap á Sáms- staðagerði við Reyðarfjörð, lítilli, kostarýn-i jörð, og var þar ekki heiglum hent að framfæra stóra fiölskyldu. En á þessu litla og ljelega jarð- næði, komu þau hjónin Jón og Kristrún, stóra barnahópnum sín- um upp roeð snild og prýði, án 1 nokkru sinni að levta stvrks, uíp njóta styrks. anuars en styrks < rnno eigin ótrauðu starfa, og frá- bæru fyrirhyggju Bömin voru öll vel af Guði gefin og lögðu fljótt fram sinn skerf heimilinu til hjálpar. Ávalt mun jeg minnast bess, hve ánægjulegt mjer þótti að koma að Gerði; þar var glatt á hjalla, en gleðinni þó jafnan stilt vel við hóf. Umgengni úti og inni bar vott um átorku, iðjusemi, reglu og stjórnsemi árvakrar hús- freyju og húsföður. Enda var beim hjónum viðbrugðið fvrir bað, hve vel þau ólu upp börn sín og vöndu þau á unga aldri rdð allskonar vinnu; það var og til barnanna tekið fyrir sakir dugnaðar og myndarskapar, ekki síst dætranna, og þó einkum beirrar elstu, sem var afbragð ungra stúlkna um þær slóðir í öllu, er hún lagðí höndur að. Sumir kunna að hakla að lífið a afskektu sveitabýli, geti tæp- lega verið í frásögur færandi, en þó hafa þar löngum verið lagðir bornsteinar hátta og hamingju bjóða og einstaklinga, og með vissu veit jeg það, að uppeldið, sem frú Stefanía hlaut í föður- garði, við iðjusemi, nýtni og nægjusemi, mótaði skapgerð ; hennar og átti dr júgan þátt í því, | hve prýðilega henni fórst heimilis- ; stjórnin sem húsmóður, í sínu ! eigin heimili. ! Frú Btefanía giftist 13 október 1906. eftirlifandi manni símuTi, Salómon Jónssyni, verkstjóra. — Heimili þeirra var hið ánægju- legasta, þar sem fór saman hrein- læti, snyrtimenska og alúð í við- j móti, við alla, sem að garði komu. Minnist jeg nil með söknuði, margra ánægjustunda á heimili þeirra. Það er því skarð fyrir skildi, I þegar auður er sess slíkrar hrrs- ^ raóður, sem frú Stefanía var. Allra I nánustu ásvinir hennar, eiginmað- I urinn og fósfúrdóttirin, sem hún , gekk í móðurstað og annaðist að j móðurlegri ástúð; eiga nú um sárt að binda, og síðast, en ekki síst, aldurhniginn faðir í fjarlægð, á- samt eftirlifandi systkinum, níu að tölu, sem áttu elstu systur sinni svo óendanlega mikið að ]>akka frá samvistardögunum í foreldrahúsunum. Frú Stefania var óvenjulega skapstilt kona og þreklunduð. — Hún æðraðist aldrei, ekki heldur þegar holskeflur þrautanna risu hátt, og lömuðu lífsþróttinn. ,,.Teg kýs mjer helst að liggja með aftur augnn, og tala i ldjóði við Drottinn minn“, hvíslaði hún að mjer eitt sinn, er jeg kom til hennar í sjúkraliúsið, þar sem hún andaðist. Þau orð hennar sýndu mjer lmgarþel hennar og hvaf húnKleitaði sjer styrks í þrautun- um, sem hún bar með þölgæði án þess að mögla. Guð blessi vini hennar nær og fjær, og gefi þeim náð til þess að eygja eilífðarljómann á bak við harmajelin. •Tarðnesku vináttuböndin bi'esta að vísu í bili, en — Vonin segir: Heilög liöndin, hnýtir aftur slitinn þráð.“ Hvíl í Guðs friði. kæra vina mín. Hafðu þökk fyrir trygð þína og vináttu við mig; alt í frá barn- æsku. Guðrún Lárusdóttir. „Bnllfoss" fer í kvöld kl. 8 í hraðferð vestur ogf norður. Vörur óskast afhentar fyr- ir hádegi og farseðlar sóttir. „Dettifoss" fer miðvikudagskvöld um Vestmannaeyjar, til Hull og Hamborgar. Líftrygglngarflel. Hndvaka íslanAsdeildln. Fylgist með tímanum og líf- tryggið yður. Ódtr Reiðhlúl Nokkur reiðhjól með lítilshátt- ar gallaðri lakkeringu, verða seld næstu daga, með miklum afslætti. „0rninD((. Laugaveg 8. Laugaveg 20. Ieof'hni ciffarettur eru reyktar um alt land'. 20 stk. 1.25. Postulins- vSror: Leirvörur. Glervörur. Borðbúnaður. Búsáhöld. Nýjar vörur. Lækkað verð. Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.