Morgunblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ I Stjettaflokkarnir og 5|álfstceðisflokt?urinn. JpfforgmsMaMft : H.Í. Árr»kur, KitUmIK! Sltatjðrar: Jðn IJirtuuon. Valtjr Stiftnnoa Bltitjðrn og atfriltila: ▲uaturatrœtl 8. — BlaU 1(01. ▲ud^alnraatjðrl: ■. Hafbor*. Analfalncaakrlfatofa: Auaturatrætt 17. — BlaU 8700 IilnMlur: ■ Jðn KJartanaaon nr. 8741. Valtýr Stef&naaon nr. 4110. H. Hafbers nr. 1770. AakrlttaorJald: Innanlanda kr. 1.00 * nlnilL Utanlanda kr. 1.(0 4 ■illlli I lauaaaðlu 10 aura etntaklB. 10 aura mil LmMK. ----£----------------------------- íþróttir. * „Heilbrigð sál í hraustum 3íkama“. — Þetta forna spakmæli tóku ungir menn og uppvaxandi sjer í munn fyrir 25 árum, og vöktu æskulýð landsins til íþrótta starfsemi. Síðan hafa íþróttirnar verið merkur þáttur í uppeldismálum 'þjóðarinnar. Þangað iiafa allmarg- ir af núverandi áhrifámönnum 'þjóðfjelagsins sótt heilbrigði sína, kjark og þrótt. Heilbrigt íþróttalíf verður vart vegsamað meira en þa.ð á skilið. Til þess að halda áhuga æsku- nnanna við íþróttirnar, til þess að fá áhugamennina til að leggja fram krafta sína, hafa sig alla við, gera sitt ítrasta, koma kapp- leikarnir til sögunnar, kappmótin, 'þar sem einstaklingar, íþrótta- flokkar og f.jelög keppa, og loks alþjóðamót, þar sem þjóðir senda fram methafa sína og fræknustu kappa. Þá er ekki Jengur fyrst og fremst. hugsað um íþróttirnar, sem heilbrigðismál og heilsugjafa, heldur sem þraut.ir, er menn kepp- .ast við að leysa, sjer og fjelagi ,sínu, flokki eða þjóð til frama. Til þess eru jafnvel dæmi, að menn tefla á fremsta blunn með heilsuna, til» þess að ná settu marki. Þá eru íþróttir iðkaðar vegna meta og metnaðar. Svona er þetta um allar jarðir. Eftir knattspvrnu er spurt um 'hver vann, og bve mörg „rnörk voru sett“. En muna menn eftir ’því, að spyrja um það. bver flokk- urinn sýndi fegurri leik ? Og gleyma menn því ekki ger- samlega, að upprunalega var efnt, Til knattleiksins, til þess að iðk- endur hans fengju holla hreyf- ingu, líkamsþjálfun og drenglynda framkomu ? Svo ber alt í einu slvs að hönd- um. Markvörður slasast og læt- -ur lífið. Slys geta orðið hvar sem er, og hvenær sem er. Og engum •einstökum skal um kent. Er ekki fráfall Jóns Kristbjörns sonar nístandi alvarleg áminning idl íþróttamanna vorra. Hrópar ekki sá atburður til allra 'þeirra, sem íþróttir iðka,, hverjar sem eru, að missa aldrei sjónar á ■aðaltilgangi íþróttanna, fyrir fá- nýtu kappi um sigur og met. Skipafrjettir. Gullfoss er í Reykjavík. Goðafoss er í Hull og fer þaðan kl. 5 síðd. í dag. Brú- arfoss fór frá Leith kl. I í gær. Lagarfoss fór frá Akureyri í gær. 'Dettifoss var á fsafirði í gær. Sel- foss fór frá Leitb á laugardags- Tkvöld. Lýðræðið er reist á þeirri hugs- un, að þegnunum vegni þá best, ef þeir fá að koma saman sjálfir, ræða landsins gagn og nauðsynjar og ráða málunum til lykta á þann hátt, sem þeir telja öllum fyrir bestu. Slíkum samkomum getur auðvitað yfirsjest eins og dæmin sanna. Þegnarnir fela oft öðrum meðférð málanna en þeim, sem best gæta hagsmuna þeirra. En þegar til lengdar lætur eru hættur ])essa fyrirltomulags ekki mjög miklar. Lineoln sagði einii sinni þessi orð: Það má rugla nokkra menn alla tíma, og alla menn nokkurn tíma, en það er ekki' hægt að rugla alla menn alla tíma. (You can fool part of tbe people all tbe Time, and all tbe people part of the Time, but you ean never fool all. tbe people all tbe Time). A þeSsum sannleik stendur lýð- ræðið — meðan menn hugsa um bag heildarinnar. Ein verulegasta hættan fyrir lýðræðið er á liinn bóginn í því fólgin, að menn hætta að hugsa um hag almennings. og fara að gæta eigin hagsmuna. Þessi hætta vofir sífelt yfir, en er lialdið í skefjum meðan almenningsálitið fyrirdæmir slíkar aðfarir, meðah menn sjá að þetta er Ijótt og skaðlegt. En svo koma vondir menn og sá illgresi í akurinn. I stað þess að koma fram sem afbrotamenn gegn þjóðfjelaginu og skaðræðis- gripir, koma þeir fram og fara að prjedika það, að einmitt stjetta baráttan sje eini rjetti grundvöll- ur þjóðmálanna og stjettaflokk- arnir eina eðlilega flokkaskifting- in i hverju þjóðfjelagi. Með þessu er skörin komin upp í bekkinn. Banameinið á að vera besta lækn- ingin. Það er álíka öfugmæli eins og að segja. að þjófnaður sje grundvöllur ráðvendninnar eða lýg in besta vopn sannleikans. Stjetta- bagsmunir og stjettatogstreitan er andstæða og banamein lýðræð- isins. Þet.ta sjest þegar í stað ef á það ev litið. f stað þess að koma sam- an í því skyni, að sjá hag allra borgið, koma menn þá saman til þess að hrifsa handa sjer og sinni stjett. Það er um að gera að koma sem flestum á þing, sem bafa hag einnar stjettar að leiðarstjörnu til þess að vera sterkastur í banda ganginum. Falin löngun manna eftir því, að auðgast á annara kostnað er gerð að sönnun fýr- ir því að þetta sje eðlilegt og sjálfsagt. En um útkomuna af slík um hamförum er ekki hirt. En auk þess, að slík aðferð er ósæmileg og leiðir til glötunar á hugsun lýðræðisins og jafnrjettis þegnanna, er þessi aðferð líka skað leg þeirri stjett, sem þannig kem- ur ár sinni fyrir borð. Því að reynslan færir mönnum skjótlega heim sanninn um, að niðurdrep annara stjetta, er dauði þeirrar einu, sem þessu hefir valdið. Það er eins og að taka neðan af tveim fótum á þrífættu borði og auka því við þriðja fótinn. Það verður ekki til annars en þess, að borðið steypist, og í því falli lendir langi fóturinn eltki síður en hinir. Þjóð- fjelaginu hefir oft með rjettu ver- ið líkt við likama, þar sem líf og vellíðan er undir því komin, að öllum líkams pörtum líði vel. Einn sjúkur limLir veldur öllum líkam- anum þjáningum. Eitt líffæri sem bilar dregur öll hin til dauða. Það væri því æði skrítin speki ef heili og magi og lungu hjeldu að þeirra liag yrði best borgið með því að gera samtök um að meiða. eða skaða t. d. hjartað. En nákvæm- lega þetta sama á heima um þjóð- fjelagið. Því miður er átumein stjetta- og hagsmunáflokkanna komið inn í íslenska pólitík ekki síður en annara. Einnig lijer meðal okkar er villukenning stjettabaráttu og stjettahaturs prjedikuð hástöfum, básúnuð út og barin inn. Jafnað- armenn byrjuðu þessa skaðræðis- stefnu hjer, og kommúnistar hafa gengið feti framar eins og í öllu því hjá jafnaðarmönnum, sem verst er. En það er ekki nóg með það, heldur ha.fa ósvífnir skrumarar reynt að fylla sveitirn- ar þessari sömu ólyfjan. Með sam- blandi af skjalli og eymdarvæli liafa þeir reynt að fylltja bændum landsins í stjettarflokk, sem á að vegna best með því, að þeir hrifsi sem mest frá sjávarsíðunni. Á síðari árum hefir aflast meira verðmæti til útflutnings við sjáv- arsíðuna, og auk þess er það ein- kenni allra þæja, að þar ganga peningar meira manna milli. Menn fá meiri peninga handa milli, en verða jafnframt að borga meira fyrir allar nauðsynjar sínar. Lífs- kjörin hafa einnig orðið, að minsta kosti á útborðinu öllu betri, og ,,þægindi“ fleiri í kaupstöðum og skemtanamöguleikar fleiri í marg- menninu. Alt þetta hefir verið notað til þess að ala á ógöfugasta einkenni manna, öfundinni, til þess að ná utan um sig hóp til stjórnmálafylgis. En þetta eru villukenningar og þær leiða til glötunar, ef þær ná tökum. Verkamaðurinn stendur uppi atvinnulaus og slyppur. ef bann lætui' teyma sig til þess að ofbjóða atvinnufyrirtækjunum. Og bóndinn er þrotinn ef hann lætur hafa sig til þess, að ofbjóða þeim, sem bæði bera mestar opinberar byrðar, og veita bestan markaðinn fvrir afurðir hans. Hjer á landi stefnir meira og meira í þá átt, að landbúnaðuriím standi og falli með markaðnum í bæjunum. Yelgengni bæjanna er meira og meira að verða beinlínis undirstaða undir velgengni sveitanna. Milli þessara tveggja meginlíffæra þjóðarinnar verður að vera ævarandi og órjúf- anleg samvinna. Bæirnir komast ekld af nema lrafa gott uppland með greiðum samgöngum, og sveit irnar lifa ekki án afsetningar í bæjunum. Bæirnir hljóta að óska velgengni í sveitunum. Þeir óska fjölbreyttrar og' haganlegrar fram leiðslu og sveitirnar hljóta að óska mikillar kaupgetu, fjörugra við- skifta og góðrar verslunar í bæj- unum. Þetta ætti að vera fagnaðarboð- skapur þjóðmálanna gegn haturs- boðskap stjettarígsins. Þetta er grundvöllur lýðræðis og lýðfrelsis. Og eina tryggingin, sem kjósend- ur geta haft fyrir því, að þjóð- málaflokkur sje í þessu efni á rjettri braut, er sú staðreynd, að hann eigi fulltrúa og fylgi innan allra stjetta þjóðfjelagsins og í öllum landsins hjeruðum, rit við líó og inni í dölum, við skrifborð- ið og rekuna, við orfið og færið. Þá verður hann að miðla milli manna, hafa allra hag í huga. Og hjer á landi er aðeins einn slíkur flokkur nú: Sjálfstæðisflokkurinn! Magnús Jónsson. Bruggunaruerk- smiðja funðin. Nýtísku fyrirkomulaff og hu^vitsamleffur út- búnaður. t fyrrakvöld gerði lögreglan húsrannsókn á Prakkastíg 10 hjá Kristni Guðmundssyni, sem grun- aður var um að brugga áfengi. Þar fann lögreglan bruggunar- verksmiðju, sem var hugvitsam- lega fyrir komið. f porti á bak við húsið er langt og lágt hús. Er það hólfað i tvent með múrvegg og steingólf í báð- um belmingum. Oðrum megin er smíðabús, hinum megin þvotta- lnis. f þvottahiísinu var gríðar- mikið þvottaker úr trje, og var ]>að fest við vegginn með skrúfuð- um járnboltum. Lögreglan losaði kerið og kom þá í ljós undir því stór gryfja og niðri í henni voru einhver þau fullkomnustu brugg- unartæki, sem hjer hafa sjest. A einum vegg gryfjunnar stóðu nokkrir korktappar í múrnum. Voru þeir dregnir út og kom þá í ljós að rör var á bak við hvern þeirra. Lágu rör þessi í tunnur, sem eru innmúraðar undir gólfinu. Eru þær 7 alls. 160—180 Ktra að stærð, og allar fullar af áfengislög í gerjun. f gryfjunni fanst, líka banddæla með langri gúmmíslöngu. Hafði bruggarinn stungið slöng- unni í gegn um pípurnar og niður í tunnurnar og síðan dælt leginum úr þeim. Á annan hátt var ekki hægt að komast að tunnunum. Kristinn hafði keypt. húsið á Frakkastíg 10 um miðjan maí og tók þá t.il að útbúa þessa verk- smiðju. Mun hún hafa verið til- búin. um seinustu mánaðamót. — Kveðst hann hafa fullbruggað úr tveimur tunnum, en ekki fanst neitt hjá honum af víni, svo að hann mun hafa selt þetta. Sennilega verður dómur kveðinn- 'uin vfir honum í dag. —« «••• Rænine\ia náð. Á Korsíku er fjöldi ræningja, en nafnkunnastur hefir einn verið á undanförnum árum og heitir bann Spada. Síðan 1931 hefir hann farið huldu höfði í fjöll- unum, en þúsundir lögreglumanna bafa stöð*gt elt hann. Nú kemur sú fregn frá París um mánaða- mótin, að lögreglunni hafi loks- ins tekist að bandsama Spada, eft- i; tveggja ára eltingaleik. niþjóðaskákþinglð í Folkstone. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). Folkestone, 19. júní. Biðskákimar við Dani fóru ayo að Eggert gerði jafntefli við Bne- voldsen og Einar jafntefli ’ við Björn Nielsen. Milli Ásmundav og Erik Andersen varð aftur biðskák. I viðureigninni við ítali bar Monticelle sigur af Eggei't, en Þráinn gerði jafnteflli við Norei. Hinar tvær biðskákir. í viðureigninni við Lithauen sigraði Eggert Vaitonis, hitt bið- skákir. Eiga fslendingar því náf sex biðskákir. Á mánudag eiga þeir að tefla; við Ungverja og Svía. Bandaríkjamenn standa sig lang best, hafa engri skák tapað. Anu- ars verður ekkert um röðina sagt vegna mikils fjölda biðskáka. Frá Akureyri. Akureyri, 18. júní. FB. Mentaskólanum var sagt uþp í gær. Fjórtán nemendur luku stú- dentsprófi, 11 með I. eink., 3 með II. eink., þar af tveir utanskóla. Einn utanskólasveinn stóðst ekki prófið, 48 luku prófi úr gagnfræða deild. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufjelaga stendur hjer yfir. Sitja hann um 50 fulltrúar, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnarmeðlima. Forstjórinn kom þó fyrst í gær, ásamt Jónasi Jóns- syni frá Hriflu. íþróttamót norðlensku íþrótta- fjelaganna í í. S. f. átti að hefjast hjer í gær, en vegna kulda og rigningar var því frestað þar til í dag, ef veður skánaði. Þar átti að minnast Jóns Sigurðssonar áður íþróttir byrjuðu, en varð ebki af. Það eina, sem var því til hátíða- brigðis 17. júní var, að fánar blöktu á nokkrum stöngum og að Pjetur A. Jónsson hjelt hjer söngskemtun. Dollar fellur. London, 19. jtitní. United Press. FB. Dollarinn fjell í verði í dag, er það frjettist, að Bandarikjastjórn hefði hafnað tilögum þeim, sem fram komu af hálfu Evrópuríkja um verðfestingu sterlingspunds og dollars til bráðabirgða. Dollar- ar á sterlingspund voru í morgun 4.0714, en 4.1414 síðari liluta dags í dag. Roosevelt hefir fyrirskipað full- trúum Bandaríkjanna á viðskifta- málaráðstefnunni að fresta öltum ákvörðunum viðvíkjandi verðfest- ingu, þangað til Moley prófessor er kominn til Lundúna. Molev er fjármálaráðunautur RooseveffS og leggur hann af stað áleiðis til Englands á morgun. Tolllæbkun off tollahije. London, 17. júní. TTnited Press. FB. Fulltrúar Bandaríkjanna á við- skiftamálaráðstefnunni hafa lágt til, að allir iunflutningstollar verði lækkaðir um 10%, en einnig að framlengt verði samkomulagið um tollahljeið. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.