Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ JgRotlgttttMafttft St*af.: H.f. Arvakur, I.yWíí!t autatjörar: Jön Kjartanaaob. Valtjr Stafanaaon. Jtltítjörn ok afrr.lBabi: Auatnratrætl S. — S!»! iCOí £.ns-lýalnraatjörl: a. Hafbarc. A.atrlýalnraskrlf*tofa: ?uaturatrastl 17. — 8i»> IT6Í XalamaalBaar: Jon Kjartanaaon nr. t'-<i. Valtýr Stefanaaon B*. 411*. B. Hafberg nr. 1770. •Sakriítagrlald- Innanlanda kr. 1.00 a aaanOS- Utanlanda kr. 1.10 A manaol, I lauaaaOlu 10 aura alntaklB. 80 aura m«» trfintSfe. ítalía. * 7 áratug hafa mennmgar- þjóðir litið undrunaraugum og aðdáunar ,til ítalíu. Þar var að ófriði loknum sundruJð þjóð og vanmegnug. Þar var að grípa um sig stjórnleysi og óregla. Þar -var þjóðarvoði á ferðum. Sótt- kveikjan úr Austur-Evrópu var _farin að veikja mátt þjóðarinnar. Þá reis upp maður, sem skildi til fullnustu þjóð sína, skildi hugarfar hennar, skildi hvernig taka þurfti í taumana. Hinn samtaka þjóðarvilji birt- ist í einum manni, er talað gat brótt, kjark og framtiðarhug- sjónir í alla, háa sem lága. Síðan hefir saga 'ítalíu verið sagan iim það hvers samtaka þjóð er megnug. Fyrir óreglu og agaleysi, er nú komin stjórn og regla á smáu sem stóru i hinu ítalska ríki. Og hver sá Itali, sem finnur mátt og er til þess fær að gera þjóð sinni gagn, auka veg hennar, virðing og vald, hann finnur sjer stað og verkefni innan þess skipulagsbundna kerfis, er þar ríkir. En sem talandi tákn samtak- <inna, þjóðarmáttarins, skipulags ins, sem í ítáliu ríkir, er flug- ýerð Balbos flugmálaráðherra. Hann hefir um alla stjórnartíð Mussolini verið hans önnur hönd. Hann mun vera meðal yngstu ráðherra í heimi, 37 ára >að aldri. Hinn ungi ráðherra hinnar nýju ttaliu stefnir flugsveit sinni yfir hafiM. Flug hans er eigi óreglulegt 'kappflug milli ósamtaka manna. Flug hans er samflug. Honum liefir fyrstum tekist að stýra skipulagðri flugsveit yfir höf og lönd, heimsálfanna á milli. Slík þolraun er merkur þáttur í tæknisögu mannkyns. En flug þetta er um leið, og •ekki síður talandi tákn þess •anda, sem í ítaliu rikir, anda ¦samtakanna, anda samhugar, <a,nda hinna sameiginlegu- átaka, ¦sem hver þjáð þarf til þess að ¦ýinna sinn eigin mátt. Það er íslendingum, óblandið ánægjuefni að geta á einum á- fangastað orðið sjónarvottar að Mnum italska stórhug, djörf- ung og frama. Hópflug ítalanna. Nokkru fyrir hádegi í gær lögðu ítölsku flugvjelarnar á stað frá Londonderry, þrátt fyrir vont veðurútlit. Eftir sex stunda flug lentu þær allar, 24 talsins, heilu og höldnu í sund- unum innan við Reykjavík. Að ofan: ítölsku flugvjelarnar í flughöfninni Orbetello. Að neð- an; Balbo flugmálaráðherra og nokkrir af flugforingjum hans. Um hádegi í gær kom skeyti um það að ítölsku flugmennirnir væri lagðir á stað frá Londonderry á Irlandi í flug sitt til Reykjavíkur, sem var næsti áfangi. Það var síður en svo að veðurútlit væri gott, stormur og dimmviðri yfir hafinu, enda þótt líjer á Suður- landi væri lieldur að birta og lægja veðrið. Undir eins ög fyrstu fregnir komu um það að þeir væri iagðir á stað, bárust þær eins og eldnr í sinu um allan bæinn. Fólkið vikli fá að vita hvernig þeim gengi á leiðinni , og símaði stanslanst til Movgunblaðsins til þess að leita npplýsinga. Bn miklar upplýsing- ar var ekki hægt að gefa, því að hljótt var um flugmennina fyrst í stað. TJm kl. 3 kom þó skeyti um það að ferðiri"hefði til þessa tíma gengið vel, og flugmenniruir byp:<i isi við því að koma til Reykja- víkur kl. 41/2—5. Sep'ii- nú ekki meira af því, en kl. 4.10 fóru fyrstu 9 flupvjelarn- ar fram hjá Vestmannaeyjum. tíu mínútunv síðar fóru 7 þær næstu fram hjá þar, og kl. 4V1> þser sein- ustu. Sýndist Yestmannaeyingum þá eina flupvjelina vanta — gátu ekki talið nema 23. Þepar fregnin kom um þetta liinp-að til Reykjavíkur, þóttust menn vita að flupvjelanna væri von hingað á hverri stundu. Hóp- aðist fólk þá upp á öll húsþök í bænum, þar sem hægt var að kom- ast og nokkur von að sjá til flug- vjelanna, en öll skip í höfninni liöfðu skreytt sig viðhafnarfánum, og á flestar flaggstengur í bænum voru fánar drepnir. En inn í Vatnagarða var stöðugur fólk- straumur og söfmiðust þar saman þúsundir manna. Komu Italanna seinkaði. Fólk fór að stinpa nefjum saman um það, að nú hefði þeir orðið að nauðlenda einhvers staðar. Var það að vísu ekki ólíkleg-t, því að yfir Reylcjanesi var sunnan dimmviðri og mikill stormur, svo aðeins endr um og eins eygði Keili frá Reykja- vík. Vestar til hafs og norðar var ,veður b,iartara, en himinn þó þrunginn skýjum, sem voru skamt yfir. j ítalarnir nauðlentu ekki. Kl. tæplega fimm sást til fyrsta hóps- ins, sem stefndi hingað vestan úr flóanum. Var enp-u líkara en að þær hefði kaþólsku kirkjuna fyrir vefjvísi, því allar stefndu þær á hana. Af glampa hvítra skýja- lxlakkanna bar birtu á málmbnka hinna hvítu og fallepu flugvjela og sáust þær lanp-leiðis. Komu þar fyrst 6 siglandi saman í hóp, síðan þrír hópar. og voru 4 í hverjum. Kl. 5 og 10 mín. komu svo þrjár siplandi saman, hlið við hlið með fiírra metra millibili, 6g allar í sömu hæð frá því er fyrst sást til þeirra, op; þessu flugi heldu þær áfram jivert yfir bæinn. Um 10 mínútum seinna" komu þær sein- ustu þrjár og enn í fögrum hóp. Voru þá allar flugvielarnar, 24 alls, komnar hingað heilu og höldnu. Inni í Vatnagörðum. Um kl. 4 byrjuðu bílarnir að streyma inh í Vatnagarða. Var sýnilegt að öll farartækj voru not- uð, og öll fullskipuð. Reykvíking- ar, sem áttu heimangengt ætluðu auðsjáanlega ekki að verða af því að sjá það þegar ítalska flugsveit- in lenti inni á Kleppsvíkinni. Klukkan 4% fór mannfjöldinn að skima eftir flugvjelunum. Bn ekki sást til þeirra fyrri en er klukkuna vantaði 5 mímitur í 5. Þá sáust þrjár flugvjelar í lofti í stefnu á Landakotskirkju. Brátt heyrðust flugdrunurnar í lofti. Og áður en varði svifu fyrstu flup- vjelarnar yfir Vatnagarða norður yfir Viðey, sveimuðu um, nokkrar mímítur uns þær settust áustan til við Viðey og rendu sjer inn á Kleppsvíkina. Nii komu fléiri. Drunurnar í loftinu jukust. Á fám mínútum voru þær komnar 10. Og eftir skamma stund voru þær 18 komn- ar. Allar svifu þær nokkrar mín- útur yfir Sundunum, uns þær sett- ust. Allar settust þær á svipuðum stað, því vindur var allhvass af suðvestri og urðu þær að hafa sömu stefnu er þær settust. Nú var nokkur bið uns fleiri sáust. Sýnilegt var að hefði meiri dráttur orðið á komu þeirra, hefði ítölunvim sem biðu ekki orðið sama. Þá heyrast dunur. Þrjár koma. Eina flugdeild vant- aði. Það var sú sem síðast skyldi fljúga. Alt virtist með feldu. — Nokkrar mínútur liðu. Enn heyrðust dunur úr vestri. Liðs- foringi Longo kom með sína flug- deild heila í höfn. Meðan flugvjelarnar voru að setjast höfðu bensínbátarnir farið af víkinni. En jafnskjótt og all- ar flugvjelarnar voru sestar fóru þeir út á víkina hver að sinni- flugvjel. En þetta varð þó til þess að landganga flugmannanna tafðist. Var það ekki fyrri en klukkan að ganga 7 að Balbo ráð- herra kom að bátabryggjunni. Þeir Tomasi ræðismaður og Altomare kapteinn höfðu sótt hann út að flugvjelinni. Bátur þeirra var fánum skreyttur. Báturinn var ekki fyr kominn að bryggjunni en Balbo ráðherra stökk upp á bryggjuna og skund- aði hvatlega á móti þeim sem gengu nú til móts við hann. Pyrst- ur gekk forsætisráðherra Ásgeir Ásgeirsson, ásamt frú sinni. — Leiddu þau sjer við hönd telpu- hnokka, dóttur Tryggva Þórhalls- sonar. Hún hjelt á blómvendi er hún rjetti komumanni. Balbo ráðherra kysti á kinn hennar í þakklætisskyni. Þá heils- aði hann Jóni Þorlákssyni borgar- stjóra og frú hans, svo og þeim öðrum, er þarna voru mættir til móttökunnar. Þar var Guðm. Svein björnsson skrifstofustjóri, Stefán Þorvarðsson stjórnarráðsritari og Kristján Albertson rithöfundur, scm er fulltnii borgarstjóra vegna ítölsku heimsóknarinnar. Þarna voru hinir hollensku flug- menn van Griessen og f.]elagar hans, er aðstoðað hafa ftali við veðurathuganir undanfarna daga \ Balbo flugmdlardðhcrra er fæddur í Ferrara árið 1896 og er því rvimlega- þrjátíu og sex ára að aldri. Hann tók þátt í heims- stríðinu sem sjálfboðaliði í Alpa- skyttuherdeildinni. Vakti hann þá þegar á sjer atliygli fyrir liug-' prýði og frækilega framgonaru, var skjótt gerður að liðsforingja og hækkaði smám saman í tigninni uns hann var orðinn yfirforingi, vegna sjerstakra foringjahæfileika sinna. Meðan á stríðinu stóð var hann sæmdur hverju heiðursmerk ina á eftir öðru fyrir hreystilega framgöngu. Balbo flugmálaráðherra - sem stjórnar sjálfur flugferðinni. Að stríðinu loknu var hann einn af fjórum helstu mönnun- um, sem stofnuðu Fascistaflokk- inn, op' stóðu fyrir hergöngunni frægu til Róm, þegar Mussolini of Faseistar náðu völdum í ítalíu. Þegar eftir að Mussolini tók við stjórn, fól hann Balbo, þótt ungur væri, að koma skipulagi á flugher ítala. Reyndist hann þar svo framúrskarandi, að hann fekk hershöfðingjanafnbót og var gerð- ur að flugmálaráðherra árið 1926, þá aðeins þrítugur að aldri, og þótti einsdæmi að svo ungum manni skyldi falið svo vanda- samt embætti hjá stórveldi. En Balbo hefir staðið ágætlega í stöðu sinni, er sjálfur orðinn heims- frægur maður og hefir gert flug- lið ítala heimsfrægt líka. Þótti það meira en lítill viðburður er hann stofnaði til og stjórnaði för 12 ítalskra flugvjela yfir .sunn anvert Atlantshaf til Suður-Ame- ríku. En enn þá meiri athygli vekur þessi flugferð sem nú stend- ur yfir — eitt hið djarfasta fyr- irtæki sem enn hefir gerst á sviði fJugmálanna. og Grandjean foringi varðskipsins Fyllu, er lofað hefir aðstoð sinni, ef á þyrfti að halda. Að ógleymd- um Erlendi Pjeturssyni, sem und- ar.farnar vikur hefir verið önnur hönd Itala við undirbúninginn hjer. Þá voru þarna og vitanlega allir blaðamenn sem hjer eru, bæði að- komumenn og heimamenn, og myndatökúmenn margir, sem ljetu sjer ant iim að taka sem flestar myndir. Áhorfendafjöldinn beið alla stund, meðan þetta fór fram, á hæðunum umhverfis Vatnagarða. Balbo ráðherra hafðist við skamma stund þarna innfrá, Bílar biðu hans og fömneytis hans uppi við loftskeytastöð flugmanna. — Þangað gekk hann ásamt móttak- endum og ók til bæjarins í bíl með forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.