Morgunblaðið - 09.07.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBI, AÐIÐ þær framtíðaryonir, sem við vilj- um keppa eftir að láta rætast. Við gerum okkur í hugarlund, að með farsælli stjórn á málum landsins muni ennþá fært að lyfta þ.jóðinni upp^ úr því ömurlega skuldabasli, sem hún er sokkin í fyrir ó- gætni sína og ábyrgðarlausa með- ferð valdhafanna á fje landsins undanfarin ár. Þ.etta eiga kjós- endur að hafa í huga þegar þeir ráða við sig, hverjum þeir eigi að gefa atkvæði við kosningarnar 16. júlí. Ut5uörin og niðurjöfnunarnefnöin. Eftir lón Asbjörnsson hrm I. Gagnstætt því, sem venja hef- ir verið undanfarandi, h'efir nið- urjöfnunarnefnd Reykjavíkur að þessu sinni gert grein fyrir því, hvernig hún hefir lagt útsvör- in á eignir og tekjur gjaldend- anna. Jafnframt er þess getið að lagt hafi verið rekstursútsvar á atvinnurekendur, en um ákvörð- un þess eru gefnar þær einar upplýsingar að það hafi verið mis- munandi hátt, eftir tegund at- vinnureksturs. Hins vegar er hvorki getið hámarks þess nje lág- marks, eða annars sem máli skiftir. Eftir skýrslu nefndarinnar að dæma virðist ekkert tillit vera tekið til þess, hversu mikil fyrir- höfn eða áhætta var samfara öfl- un teknanna, svo sem fyrir er. mælt í 4. gr. útsvarslaganna, en j hitt kemur alls ekki í ljós, hvort | nefndin tekur á nokkurn hátt til i greina aðrar þær ástæður gjald- j enda, sem nefndar eru í sömu grein, svo sem heilsufar, dauðs-, föll, sjerstakan menningarkostnað i barna o. s. frv. Einkennilegt er það, að enda þótt | niðurjöfnunarnefnd reikni 2þ4%! (+15% álagi) f eignaútsvar af því,, sem er umfram 200 þús. kr., þá er. þess ekki getið fyr en við 1. milj., j eins og útsvarsprósentan yrði þá j fvrst svona há. Að það er löngu , áður, sjest ekki nema við nánari ^ athugun á skattstiganum. I Það hefir að vonum valdið nokkurri óánægju að niðurjöfnun- arnefndin hefir ekki gert nánari grein fyrir útsvörunum. Almenn- ingur á jafnan rjett á að fá vitn- eskju um hvernig rekstursútsvör- in hafa verið lögð á, einsog útsvör af eignum og tekjum, og þá eigi síð- ur hvort ákvæðum útsvarslaganna hefir verið fylgt að öðru leyti. Þetta þarf alt að koma í dags- Ijósið, svo að unt sje að ræða það opinberlega. n. En þótt þessu verði fullnægt, þá er málið þrátt fyrir það ekki komið í viðunandi horf. Hjer þarf gagngerðra hreytinga við. Sjálft fyrirkomulagið, niðurjöfnun út- svara „eftir efnum og ástæðum", er orðið úrelt. Það var upphaf- lega bygt á því að unt væri að velja nefnd manna, sem væri svo kunnug högum gjaldendanna, að hún gæti áætlað hverjum einstak- ling hæfilegan skatt, eftir öllum ástæðum hans. Þetta getur enn átt við í fámennum sveitum, en í jafnstórum hæ og Reykjavík er slíkt útilokað. Þess vegna hefir niðurjöfnunarnefndin búið til á- kveðinn skattstiga og lagt útsvör- in á eignir manna, tekjur og at- vinnurekstur, eftir reglum, sem hún setur sjer sjálf fyrir eitt og eitt ár í senn; reglum, sem veita þó skattgreiðendum enga lögvernd, þar eð nefndin getur vikið frá ]>eim eftir geðþótta sínum. Þessi ákvæði eru rædd og samþykt inn- an luktra dyra, og þykir þakkar- vert ef borgararnir fá síðar að vita um höfuðdrættina í þessum „skattalögum“. Það mun fyrst hafa verið í fyrra, að einn nefndarmanna gerð- ist svo djarfur að ljósta þessum leyndarmálum upp, í óþökk meiri hlutans, sem vildi láta fullkomna launung hvíla yfir öllu starfi nefndarinnar, eins og verið hafði fram að því. Þetta má ekki svo búið lengur standa. Það er óviðunandi að niðurjöfnunarnefndin, eins og hún er skipuð, með stjórnkjörnum oddamanni, sje einráð um það, eftir hvaða „principum£< útsvörin eru lögð á gjaldendur bæjarins og geti breytt þessu árlega eftir geð- þótta sínum, með launung, og án þess að bæjar.®tjórn eða bæjar- búar hafi þar nokkurn tillögu- rjett. Hjer í Reykjavík á að leggja útsvörin niður, en setja lögákveð- inn skatt í þeirra stað, eftir rækilega íhugun og undirbúning af hálfu bæjarstjórnarinnar. En þótt þetta yrði tekju- og eignar- skattur, þá má hann ekki fara í sama farið og útsvör niðurjöfn- unamefndarinnar. Þá væru bæjar- búar litlu nær. Á því eru þeir megingallar, sem hljóta að lama á- huga manna fyrir því að verða efnalega sjálfstæðir og stofna at- vinnulífi bæjarbúa í voða, ef ekki verður breytt um stefnu hið bráð- a§ta. III. Til þess að fá glögga hugmynd um, hvaða áhrif skattstigi niður- jöfnunarnefndarinnar hefir, er ó- hjákvæmilegt að athuga hann i sambandi við tekju- og eignaskatt inn til ríkissjóðs, því það eru tvær byrðar, sem lagðar eru á sömu herðarnar. Jeg vil fyrst víkja að því hvernig skattar þessir koma niður á „stóreignamönnum££, sem hafa tiltölulega lágar tekjur sam- anborið við eign. Mun jeg því til skýringar einungis taka tvö dæmi, sem mjer eru kunn, þareð núv. borgarstjóri, Jón Þorláksson, hefir sýnt lóslega fram á þetta, í hinni stórmerku ræðu um skattauka fjár málaráðherra, sem fyrir nokkru var birt í Morgunblaðinu. Þótt frv. f.jármálaráðherra væri felt, heldur hún gildi sínu, að vísu með þeirri breytingu að skatt- aukinn er 40%, í stað alt. að 100%, sem frv. hljóðaði um. Aldraður maður hjer í bæ á eignir, metnar til skatts á nærfelt * Sjalfyírkf' þvoHaefní Heiðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvottaefni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þjer vitið, að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálf- sagt, að þjer þvoið aðeins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhrinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótthreinsandi. Hvort sem þjer þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. Heildsölubirgðir hjá I. BRYNJÓLFSSON & KYARAN. 100 þús. kr„ aðailega . fasteignir. En arður af þeim 6r lítill, aðeins ca. 5100 kr. brúttó. Sjálfur er maður þessi kominn að fótum fram og með öllu ófær til starfa; atvinnutekjur eru því gersamlega utilokaðar. Skattur og gjöld af eignunum sjálfum til ríkis og bæj- H. B.& Þakpappl. ar nema samtals ca. 1420 kr. — Fyrning og viðhald eignanna, á- samt vöxtum af skuldum 1930 kr. Alls 3350 krónur. Afgangs verða um 1750 krónur til iífsframfæris og til að standa stravrm af útsvari og eignaskatti til ríkisins. :— Hvað rnundi nú niðurjöfnunarnefnd telja hæfilegt útsvar eftir efnum og ástæðum þessa manns? Utsvar- ið er hvorki meira nje minna en 1150 kr. — ellefu hundruð og fim- tíu krónur. — Tekju- og eigna- skattur ca. 280 kr. Samt. 1430 kr. Eftir verða þá aðeins rúmlega 300 kr. til lífsframfæris, þegar bú- ið er að greiða alla skatta til ríkis og bæjar, en þeir nema nær- felt 10 faldri þessari upphæð eða ca. 2850 kr. Hlýtur hver maður að sjá, liversu fjarri öllum sanni slíkir skattar eru, sem miðast við meira og minna óábyggilegt mat á eignum skattgreiðanda, en eru í engu samræmi við þann arð, sem þær gefa af s.jer. Það er athyglisvert að af 1750 kr. nettotekjum þessa manns fara 1430 kr. í eignaútsvar og skatt til ríkisins. Það eru sem næst 82%. Merkur borgari hjer í bæ, sýndi nýlega fram á það í ,Yísi£^ að ef skat.taukafrv. fjármálaráðli., sem þá lá fyrir Alþingi, yrði að lög- um mundu 15—16 þús. kr. árs- tekjur hans ekki nægja til að standa straum af beinum sköttum Það hefir altaf verið viðurkent, að hvergi væri hægt að fá betri þakpappa heldur en hjá okk- ur. Við höfum margar stærðir og mismunandi lengdir. — Hríngið í síma 1228 og gerið fyrir- spurnir yðar. Það mun borga sig fyrir yður. H. BenediktsMH & Co. Sími 1228. Fengum með e.s. Ooðafoss: Nýjar ítalskar kartöflur. Appelsínur. — Epli. — Laukur. Eggert Krist|áiissoH & Ge. Sími 1400 (3 línur). fct 4 A|i A jhp a .f. Mcmis fí fátaftmttfftttí e$ littm . 34 #300 Jfceijfci •vík. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og bestu efni. Þaulvant starfsfólk, 10 ára reynsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.