Morgunblaðið - 09.07.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.1933, Blaðsíða 7
9 MORGUNBLA ÐIÐ 7 Smábarnaföt. Mikið nrval. • Gott verð. ! Vðrnhnsið. 'til ríkis og bæjar. Eins og málum er nú komið horfir þetta að vísu dálítið öðruvísi við. Afgangs sk’itt- um verða rúmlega 2000 kr. upp í allan kostnað til heimilisþarfa. — Það sem þá vantar á verður hlut- aðeigandi að taka af eign sinni. — En óneitanlega er það hart aðgöngu fyrir livern þann, sem hefir ekki rýrari tekjur en þetta, að verða að taka af eign sinni til hrýnustu nauðsynja — Afleiðingin hlýtur að verða sú, að allir, sem aðallega hafá tekur af eign, t. d. sparifje, og eru ekki hundnir við Reykjavík vegna atvinnu sinnar, flýja bæinn og fer þá hagnaður hæjarsjóðs af hinum háa eignaskatti niðurjöfn- unarnefndarinnar að verða tví- sýnn. Þetta eru ljós dæmi þess, að skattur af eign er orðinn óhæfi- lega hár, enda er eignaútsvar nið- virjöfnunarnefndar margfalt hærra en eignaskattur sá, sem Alþingi hefir treyst sjer til að lögleiða. 1 nýjum skattalögum fyrir Rvík teldi jeg rjett að halda hæfileg- mm eignaskatti í einhverri mynd, en hann má ekki vera hærri en skattur af eign til ríkisins er, samkv. gildandi lögum, og eklci eins víðtækur. Arðlausa eign eins •og t. d. hlutabrjef, sem engan arð gefa, ár eftir ár, er fráleitt að ■skattleggja. E.t.v. væri hagkvæm- ast að leggja ekki heinan skatt á eignir manna, heldur óbeinan, með því að hafa hærri skatt af eignatekjum en atvinnutekjum. — híeð því vinst það, að eignaskattur miðast við arðinn af eigninni, svo sem eðlilegt er, en ekki við meira «g minna óábyggilegt skattmat. IV. Þá er hitt, ekki síður alvörumál, hvaða áhrif skattar þessir hafa á atvinnuvegina, eins og þeim er háttað nú á tímum hjer í hæ. Verður þá fyrst og fremst að hafa hugfast, hversu stopull höfuðat- vinnuvegur hæjarmanna, sjávarút- vegurinn, er, gefur stundum góð- an arð, en þegar illa árar verður stórtjón á rekstrinum. Tilvera slíkra atvinnugreina byggist á því að í góðærunum takist að vinna tap erfiðu áranna vel upp. Sje nú skattalöggjöfinni þannig hátt- að, að atvinnurekendur sjeu sviftir meiri hlutanum af arði góðær- anna, en verði að þola misærin hótalaust, eru atvinnuvegirnir í mikilli hættu staddir og um leið öll framtíð Reykjavíkur. En eins og tekjuskatturinn til ríkisins er nú, er hann algerlega miðaður f ranikvæmir niður j öfnunarnef din útsvarslögin, að því er skatt af tekjum snertir. Til þess að skýra, hvernig skatt arnir hvíla eins og mara á slíkum atvinnurekstri vil jeg fyrst taka eitt dæmi frá liinni nýafstöðnu niðurjöfnun lijer í bæ. Mjer er kunnugt um atvinnu- rekanda, sem tapaði sem næst 30 þús. kr. s.l. ár — en sjálfsagt eru það margir, sem hafa slíka sögu að segja, og þaðan af verri Skatt- skyldar eignir eru engar. Á þenn- an atvinnurekanda lagði niður- jöfunarnefndin nál. 7000 kr. rekst- ursútsvar. Augljóst er að slíkur atvinnurekstur er dauðadæmdur, nema góðæri kömi, sem bæti þetta tjón vel upp. Og þungbært er að þurfa að berjast við það árum saman að vinna upp tjón eins árs. Verður þá erfitt að standast að- kallandi greiðslur og hætt við að vonleysi grípi atvinnurekendur, svo að þeir gefist upp. Hvað mundi nú þessi atvinnu- rekandi þurfa að græða mikið í ár til þess að vinna upp tjónið og eiga nóg aflögu fyrir því út- svari og tekjuskatti, sem fellur á gróðann? Mjer telst svo til, að gróðinn þurfi að vera 135000 kr., eða meira en ferfalt tapið, til þess að vinna það upp að fullu. Af þeim gróða geri jeg ráð fyrir 14 þús. kr. í rekstursútsvar og það er að vísu alger áætlunarupp- hæð. En auðvitað er að svo miklu betri afkoma getur ekki hugsast nema með stórkostlega aukinni veltu og áætla jeg hana tvöfalda, sem er sennilega of lágt Útsvar af tekjum mundi nema 52080 kr. Tekjuskattur (af 1271/2 þús. kr.) (+40% álagi) 38900 kr. — Skattar þessir verða því alls 104980 kr. Afgangur 30020 kr. Þrátt fyrir 135 þiis. kr. gróða í ár, stæði atvinnurekandinn þann- ig í járnum eftir bæði árin þegar greiddir væru skattar af ágóða síðara ársins. En bærinn og ríkið hefðu tekið í sinn hlut samtals ca. 112 þús. kr. í útsvör og tekju- skatt fyrir þessi tvö ár. Jeg efast um að inenn hafi al- ment gert sjer það ljóst, að bein- ir skattar til ríkis og bæjar eru orðnir svo þungir, að til þess að vinna upp ekki meira tap en þetta iá einu ári, þurfi 135 þús. króna hagnað. En þegar þess er gætt að skattar af tekjum komast upp í samtals 74%, þegar tekjurnar eru komnar upp yfir 25 þús. kr. og síð ar upp í 82.4%, og að við það bæt- ist rekstursútsvar, þá verður þetta skiljanlegt. Dæmið sýnir glögt út í hvaða öfgar þessir skattar eru Jiomnir. Mundi þó vera enn örð- ugra að vinna tjónið upp ef um verulega eign væri að ræða. Framh. Vísindin úrskurða. í barnsfað- ernis máli í Stokkhólmi nýlega, var gerð blóðrannsókn á föður og jbarni. Kom í ljós, að hann gat | ekki verið faðirinn, enda þótt Íþann vildi gangast við barninu. jDómarinn fór eftir því sem vís- iindin sögðu. Reykjavíkurbrief. 8. júlí. Veðuryfirlit. Pyrri hluta vikunnar var stöð- jUg SV-átt hjer á landi, stundum ;ailhvasst, og vætusamt, einkum ,um vesturhluta landsins. Á fimtu- dag brá til A-áttar við suðurströnd [ina en gerði annars kyrt veður og þlýtt, sem síðan hefir haldist um land alt. í Rvík varð hiti mestur á föstudag, 18.7 stig, en minsljp’ 6—7 st. aðfaranótt miðvikudags. Úr norðursveitum. Sig. Sigurðsson búnaðarmálastj. ur nýkominn heim úr ferðalagi um Norðurland. Hefir hann sagt blaðinu að hann muni ekki eftir annari eins sprettu og á þessu sumri. Er svo um allar sveitir. Mikið segir hann að færist nú í rjetta átt um jarðræktarstörf bænda, hve betur er hirt um nýræktarlönd en áður vildi við brenna. Hafa bændur nú alment fengið þá þekkingu og reynslu sem þeim dugar, til þess að þeir lcomi nýrækt sinni í gott horf á fvrstu árum, og fái af henni full- an arð. Merkilegt er hve sáðgresi held- " sjer lengi í nórðlenskum tún- um. Pyrir 30 árunj t. d. sáði Sig- urður búnaðarmálástjóri í nýrækt 'Sigurðar Sigurðssonar járnsmiðs á Akureyri foxgrasi og háliðagrasi, Og halda sjer báðar tegundir vel enn í dag. Rjómabú er verið að hugsa um að reisa á Sauðárkróki, Húsavík og vestur á Flateyri. Nautgriparækt. Hjer á dögunum komu hingað með „Brúarfossi‘‘ 4 veturgamlir tuddar skoskir, og ein kvíga. — Ríkisstjórnin flytur inn, og ætlar að selja til kynbóta. Eru gripir þessir af 4 naut- gripakynjum: Galloway-, Aberdeen angus,- Stutthorna- og Hálendis- lcyni. Ekki er blaðinu kunnugt um hver rök að því liggja að þessi nautgripakyn eru valin. En hitt er víst, að reynsla. þeirra ]>jóða, sem haft hafa hvað rýmst um innflutning búfjárkynja, og gert hafa flestar tilraunir til kyn- bóta, bendir sumstaðar til þess að ekki sje alt gull sem glóir í þeim efnum. I hinum harðgerða og þurftar- litla en nytháa kúastofni vorum er sá efniviður, sem eigi má fara forgörðum. Er vonandi að þessi litla byrjun á innflutningi rlendra nautgripa verði ekki fvrirboði þess, að lagt verði út í lausbeislaðar tilraunir um blönd- un á kúakyni voru. Furan á Þingvöllum. í fyrra vor er Pr. Weis próf. við búnaðarháskólann í Höfn var lijer á ferð, var það eitt af því er vakti mesta eftirtekt hans, hve mikiil vöxtur hafði verið undan- farin ár í furu þeirri, sem vex í hinum litla gróðurreit á Þing- völlum. Weis prófessor hefir átt við trjáplöntun á jósku heiðunum. Honum þótti Þingvallafuran standa sig vel í samanburði við furugróður heiðanna. Jarðvegurinn í gróðurreitnum á Þingvöllum, er ljelegur holtajarð- vegur. Umhirða mun þar eigi hafa verið teljandi nema algerð friðun. Sje svo, að reynslan sýni, að friðun ein sje furuskógi nægileg til þroskunar, þá ætti það að vera hending að hjer hafa eigi komist upp furuskógar meðan land var óbygt. Rússland undan- tekning. I kosningaræðu í útvarpinu um daginn talaði Brynjólfur Bjarna- son um þau missmíði á viðskifta- málum heimsins, er þvi valda, að matvara verður verðlaus og liún er blátt áfram eyðilögð. Engum dettur í hug að neita því, að viðskiftunum er ábótavant þegar slíkt á sjer stað í stórum stíl. En annað er það, hvort menn kæra sig um, að kommúnistar komi á sína vísu í veg fyrir að neyslu- vörur verði eyðilagðar. Það mun af skiljanlegum ástæðu m rjett vera hjá Brynjólfi, að í Rússlandi eigi ekkert slíkt sjer stað. En orsökin er eðlileg, sú, að þar er ekkert til umfram brýnustu lífsþarfir, og ekki einu sinni nægi- ’-g matvara til að forða fólkinu frá hungri, þó öllu sje uppskift á bolsavísu. Ýmislegt sagði Brynjólfur annað frá Rússlandi, m. a. að fyrir bylt- inguna hafi þar engin iðnaðar- framleiðsla verið — en nú væri hún ferföld á við það sem áður var(!) Rússum fremri. Blöð kommúnista og Alþýðu- flokksins hafa verið samtaka í því að birta svívirðingar um ít- ölsku stjórnina og flugleiðangur Balbos ráðherra. Verður hjer eigi eytt orðum að svo frunta- og fíflalegum strákshætti í garð vin- gjarnlegra. viðskiftaþjóða. Sýnir sú framkoma hið algerða siðleysi, sem nær engu tali. Balbo ráðherra fór fyrir nokkr- um árum með mikla flugsveit norður yfir Svartahaf í heimsókn til Odessa. Veittu yfirvöld bolsa honum og liði hans hinar virðu- legustu viðtökur Á sviði siðleysis og ólíurteisí hafa skósveinar hins rússneska. siðs, komist fram úr lærifeðrum sínum. Um kosningar. Stjórnmálaflokkar, sem byggja tilveru sína iá lygum og blekk- ingum, eins og rauðu flokkarnir hjer, verða að taka til margskon- ar ráða. Einkum verður gripið til margs um kosningar, til að glepja mönnum sýn. Austan úr sveitum hefir það frjest, að vikutíma hjer um dag- inn hafi kosningasmalar rauðu flokkanna haldið því óhikað fram, að fjárþröng sveitabænda stafaði af gengishækkuninni 1925. Þetta átti miskunnarlaust að hamra inn í menn fyrir kosningarnar. En mönnum var bent á, að ef gengishækkunin hefði verið slíkt allsherjar böl, hefði gengislækkun- in síðastliðin ár átt að geta bætt úr því. Því gullgildi íslensku krón unnar nii orðið er lægra en nokkru sinni 1924 og 1925. Þá var úti nm þessa kosningafluguna. í hjáleignnni. Plokksmönnum Framsóknar- flokksins hjer í bænum er við kosningarnar ætlað að greiða. Hjeðni Valdimarssyni atkvæði. Á með því að venja þá við þá mis- munandi geðfeldu tilhugsun, að Pramsóknarflokkurinn eigi í ð nokkurn veginn jafna afkomu i Edwina Booth, er ljek „hvitu á ári til árs, en ekki við á- konuna“ í Trader Hom, hefir ettusaman atvinnurekstur, sem fengið ókennilegan sjúlcdóm í Af- m.k. öðru hvoru hefir talsvert ríkuveru sinni og liggur nú al- p í för með sjer. Á sama hátt varlega veik i Hollywood. Hýkomlð: Pokabuxur, fyrir dömur og herra, drengja stuttbuxur frá 3 kr. Næturtreflar á 3.75 og fl. Manchesfer. Laugaveí: 40. Sími 3894 Arne Finsen, (húsameistari), Viðtalstími 1—3. Kirkjustræti 4. Ilfkomli: Kaffistell 6 manna 11.50 Kaffistell 12 manna 18.00 Bollapör postulín 0.50 Ávaxtaskálar krystalglas 3.50 Vatnskönnur krystalglas 3.00 Sjálfblekungar 14 karat 7.50 Sjálfblekungar með glerpenna 1.50 Sjálfblekungaf^neð postulíns penna 3.00 Vínglös slípuð frá 0.50 Saumakassar frá 2.50 Ýmiskonar postulínsvörur með ísl. myndum og fleira, alt með lækk- uðu verði. j I Jm & Bltrissii Bankastræti 11. Til nkureyrar alla mánudaga, þriðjudaga, fimtu- daga og föstudaga. Afgreiðsluna í Reykjavík hefir Aðalstöðin. Sími 1383. IBifreiðastðð flkureytar. Sími 9. Til Borgarfjarðar og Borgarness alla mánudag'a og fimtudaga. Nýja Biireiðastöðiu Símar 1216 (tvær línur). Því meira sem notað er af Lillu eggjadufti í baksturintí, því meira er hægt að spara eggjakaupin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.