Morgunblaðið - 11.07.1933, Page 3

Morgunblaðið - 11.07.1933, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 í!tg»t.: H.t. Axrakur, K«jk)(Ttk. aut*t)0r*r Jðn K}&rtuu9«. Valtýr Stat&nwoa. Sltatjörn og afarolBala: Auaturatrœti i. — SlKl l(0t. tu*lj'»lnraat)ðrl H. H*fb»r*. t»ílf»ln*a»krtf»tofa: Austuratrastl 17. — II Bl 1700 Kslataalaar: JOn KJartanscon nr. 0741. Valtýr Stefánsson nr. 4110. B. Hafberg nr. 1770. íjiSrlftaglald Innanlanda kr. 1.00 A aikiH Utanlands Xr. 1.10 * acAnaSt, f lausasðlo 10 aura slntaklS. S0 anrk meí Ltiklk. Lögreglustjóri. Menn staldra við og liugsa Tim síðasta tiltæki lögreglustjór- ans: Afskifti hans af máli Lúðvíks C Magnússonar. Hermann Jónasson lögreglu- stjóri heimtar að gjaldþrotamál Lúðvíks C. Magnússonar verði tekið upp. Bn hvers var það að taka mál þetta upp? Br það ekki lögreglu- stjórans? Vissulega var það hans að rannsaka það mál. Og það gerði hann. Athugasemdir endurskoð- ■enda lágu fyrir/ Þær reyndust að mestu leyti rjettar. Sarnt fanst lögreglustjóra ekki ástæða til þess að aðhafast frekar í málinu. Hann gat sem sje enga ástæðu fundið. Málið var afgreitt frá skrifstofu hans. Lögreglustjórinn hafði við ekk- «rt að athuga. En svo kemur það fyrir ári seinna, að maðurinn sem varð gjaldþrota, varð til þess, að flett var ofan af einum vildarvini lög- reglustjórans, Pálma Loftssyni, svo Pálmi þessi her ekki sitt har. Hann er stimplaður óreiðumaður frammi fyrir þjóðinni. Þá rýkur lögreglustjórinn npp. Hann athugar hvaða mál hann hafi afgreitt 'undanfaríð ár. Hann hugsar til hefnda fyrir vin sinn, Pálma Loftsson. Og hann segir: Lúðvík C. Magmisson hefir komið upp um Pálma Loftsson vin rninn. Lúðvík C. Magnússon jiarf að fá á hauk- iinn. Mál, sem jeg afgreiddi fyrir ári, þarf að takast upp aftur. Það þarf að höfða sakamál gegn Lúð- vík C. Magnússyni, fyrir það, að hann fletti ofan af víni mínum, Pálma Loftssyni. Menn skilja djiíp siðspillingar- Ínnar. Dómarinn," Hermann Jón- asson afgreiðir mál, fyrir ári síð- •an, sem hann fann ekkert athuga- vert við. En þegar maðurinn, sem i hlut á, verður til þess, að koma npp um brask Pálma Loftssonar, er annað uppi á teningnum hjá .dómaranum Það eru ekki málsskjöl og stað- reyndir, sem hafa áhrif á dómar- ann,; Hermaun Jónasson, heldur hitt, í livaða stjórnmálaflokki menn eru. Það eru andstæðingar Hriflu- hyskisins, sem Hermann Jónas- son vill draga fyrir lög og dóm. En þeir sem vilja loka augunum fyrir svindli og siðleysi Hrifl- unga, geta átt vísa náð hjá enn- verandi lögreglustjóra Reykja- víkur. Hve lengi á slíliur dómari að misbjóða þolinmæði heiðvirðra manna? Italska flugsueitin býr sig til flugs til Labraóor. í viOtali viO MorgunblaOiO f gær, lýsti Ðalbo ráðherra þakklæti sinu,og manna sinna, fyrir móttökurnar hjer. A sunnudaginn var, hjeldu flug- mennirnir að miklu leyti kyrru fyrir. Fór Balbo ráðherra óg all- margir manna hans í Landakots- kirkju. Að loknum liádegisverði heimsótti hann safn Einars Jón- sonar, Qg um miðaftansleytið fór hann snöggvast til laxveiða inn að Elliðáám. Hann er óvanur lax- veiðum, fjekk lax á .öngul, en misti hans. En um það leyti, sem hann og föruneyti lians voru að leggja af stað, urðu þeir þess varir, að lax einn, sem ætlaði að stökkva upp fhið lenti í kletta- skoru, og fangaði Balbo ráð- herra lax þann og lagði á borð með sjer að Hótel Borg um kvöld- ið. - í gærmorgun tóku veðnrfregnir að skána vestan xir Labrador. Eft- ir að Balbo liafði setið á ráðstefnu með mönnum sínum fyrir hádegi, var ákveðið, að hugsa til ferðar í gærkvöldi, ef- veðnrútlit breyttist ekki til kvöldsins. Voru síðan gerðar ráðstafanir til þessa, gert boð eftir vjelbát- unum, til að flytja flugmenn út í flugvjelarnar o. fl. Áður en foringi flugleiðangars- ins, Balbo ráðherra, byrjaði fvr-1 ir alvöru á ferðabúningi gekk tíð- indamaður blaðsins á tal við hann á Hótel Borg. Samtal við Balbo flugmála- ráðherra. Talið barst strax að flugmálum ítala. Ráðherrann sagði m. a. Flugið og fascisminn. heyrir hvorttveggja til hinum nýja tíma. Það er mín skoðun, að flugið eigi að verða til þess, að Jyfta æsku lands vors og örfa hana til framkvæmda og stór- ræða. — Æsku fascismans ? — Ráðherrann brosti. um leið og hann skaut inn í. Oll æska! ftalíu er fascismans. — TJm álit á framtíðarskilyrð- um Atlantshafsflugleiða vildi ráð- herrann ekki segja neitt ákveð- ið, fyr en hann væri kominn vest- ur yfir haf. Era það mátti fylli- lega á ráðherranum heyra, að hann byggist við því, að tæknin ynnu sífelt bug á fleiri og fleiri erfiðleikum. Nú væru erfiðleik- arnir mestir við að fljúga í þoku. En öflugri og vissari hjálparmeð- ul fjmdust þar sem annarsstaðar. Síðan var talinu vikið að hing- aðkomu Balbos ráðherra. Spurn- iógunni um þaS, li va ð mesta undr- uri hans hefði vakið hjer svaraði lisnn á þessa leið. — Hvað snert.ir landið og feg- nrð þess, þá hefi jeg undrast Þing velli mest. Landfræðislega sjeð, og fyrir sakir fegurðar, er það ó- gleymanlegur staður. f hlíðum liinna ítölsku Alpa, eru staðir, sem geta að mínu áliti jafnast á Við Þingvelli. En annars staðar þekki jeg ekki í ítalíu náttúrufegurð, sem fegurð Þing- valla getur mint á. En þegar jeg minnist þjóðar- innar hefir það vakið mesta undr- un mína yfirleitt, að í svona litlu og afskektu þjóðfjelagi skuli hafa getað þróast sú menning, sem hjer er á öllum sviðum. Síðan vjek ráðherrann talinu að þeim móttökum, er hann og flug- sveit lians hefir mætt lijer. Sagði hann, að bæði hann_ sjálfur, og liðsmenn hans allir, væru mjög þakklátir stjórnaryöldum og öll- nm.þeim, er þeir hefðu haft nokk- ui viðskifti við, fyrir þær alúð- arfullu viðtökur, er þeir hefðu notið. Kvað hann menn sína vera hrifna mjög af því, hve mikilli velvild þeir höfðu mætt lijer og vinarliug. Kvað ráðherrann geta fullviss- að um, að mjög myndi þetta mæl- ast vel fyrir heima í ftalíu, enda myndi hann af fremsta megni vinna að því, er heim kæmi, að styrkja viðskifti og vináttu milli ítala og fslendinga. Að lokum, er ráðherrann var að því spurður, hvenær hann myndi leggja upp í frámhaldsflug sitt bjeðan, sagði hann, að um það gæti hann ekki sagt með vissu. Fyrst og fremst væri óhægra að ákveða brottfarartíma fjölmennr- ar flugsveitar, en ef um aðeins eina flugyjel væri að ræða. En fyrst og fremst er „byr látinn ráða“. 1 Orbetello, flughöfninni í ftalíu beið flugsveitin tilbúin í viku eftir ferðaveðri. Linöberg-hiónin lögð af stað í lslanðsflugið. New York, 10. júlí. United Press. FB. Lindbergh og kona hans lögðu af stað frá Flushing Bay í gær- morgun, í fyrsta áfangann af flugi sínu til Grænlands og íslands. Þau nota Lockheed Sirius sjö huntlruð hestafla flugvjel, útbúna með flot- holtum, sömu tegundar og þau notuðu í flugi sínu til Kína. Þau hafa með sjer varaforða, tjald, riffil, verkfæri, nýja gerð af auka- loftsiglingatækjum o. m. fl. Er um þetta alt búið svo, að það er lítið fyrirferðar, en á að geta orðið þeim að svo góðúm noutm, að eigi þurfi ávalt að lenda nálægt manna bygðum. Fyrsti áfanginn. Samkv. loftskeytafregnum lentu Lindbergh-hjónin við Rockland í Maine kl. 6.10 í gærkvöldi. (Rockland er norðarlega á At- lantshafsströnd Bandaríkjanna). Seinni partinn í gær flaug hinn hollenski liðsforingi og veður- fræðingur v. Giessen í alt, að 6000 metra hæð til veðurathugana. Skygni var hið besta. Taldi hann veðurhorfur ágætar. Kl. 9 gengu flugmenn til snæð- ings að Hótel Borg. Var glatt á hjalla undir borðum. Hljómsveit- in ljek ítalska þjóðsönginn og eins hinn íslenska, og ítalir hróp- uðu heill íslandi, en íslenskir gestir svöruðu með því að hrópa húrra fyrir Itölum. Að afloknu borðhaldi var svo fyrirskipað, að flugmenn skyldu hvíla sig um stund. Veðurfræð- ingar höfðu tafist við söfnun veð urfregna, vegna þess að eftir að stjórnmálaumræður útvarpsins byrjuðu, gátu þeir ekki heyrt skeyti frá veðurstöðvunum. Sendu þeir um ]iað beiðni, að útvarpi vrði hætt, og var svo gert. Þegar blaðið fór í prentun var talað um að flugmenn færi inn í Vatnagarða kl. 1%. En úrslitaá- kvörðun um það, hvort lagt yrði upp í flugið, skvldi fara eftir veðurfregnum, sem fengnar yrðu í Vatnagörðum, rótt áður en flug- menn settust í vjelarnar. Þegar þetta var ritað, var tal- ið líklegt, að flugmenhirnir leuðu af stað um kl. 4 í nótt. Kosningin í Reykfavík. Þess verður ekki mjög mikið vart hjer í bænum, að kosning á að fara lijer fram á sunnudaginn kemur. Almennir kjósendafundir liafa ekki verið haldnih, og lítið deilt í blöðum. Sumir leggja þetta ef til yill út á þarxn veg, að deyfð sje í mönnum og áhugaleysi um úrslitin. ' Jeg held ekki að syo sje. Þetta á alt sínar eðlilegu ástæður. Kjós- endafundi er ekki hægt að halda hjer nema úti. Á sunnudegi er það erfitt, því að sje veður á ann- a'ð borð svo gott, að fundarfært geti heitið undir beru lofti, fara menn íir bænum til þess að njóta hvíldarinnar og hressingarinnar utan bæjar. En að kvöldi virkra daga er tími skammur, þegar mörg um ræðumönnum er á að skipa. Og svö er sannleikurinn sá, að útifundir í slíku fjölmenni sem hjer er um að ræða, verða að jafn- aði fremur gagnslitlir til þess að rökræða málefnin. Fundimir snú- ast því oftast upp í hnotabit og gagnslítið karp og hávaða. Þess er ekki heldur að dyljast, að hjeí’ eigast þeir flokkar við, sem eru svo oft bfinir að þraut- ræða stefnur sínar, að þar er ekki mikið eftir. Það sem á ríður á sunnudaginn kemur, er því það eitt, að allir Sjálfstæðismenn gæti þess að koma a kjörstað og kjósa. Vegna óheppi legs ákvæðis kosningalaga er ekki liægt að byrja kosningu hjer fyr en á hádegi, og það er því fyrir- sjáanlegt, að mjög miklir örðug- leikar verða á því, að allir kjós- endur komist að. Það mun því ráða mjög úrslitum hver flokkur- inn á öruggast lið og eindregnast í því, að greiða atkvæði, og láta það sitja fvrir öllu öðru. Kjófeendur verða að gæta þess, að sakir bandalags þess, sem nú eins og áður er milli sósíalista og tímamanna, er þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í mikilli hættu, ef nokkuð ber út af kjörsókn flokksntanna. Framsókn býður nú engan fram hjer í Reykjavík, og getur ástæðan til. þess naumast verið önnur en sú, að reyna að hjálpa sósíalistum til þess að koma hjer að tveim mönnum. Við síð- ustu kosningar (1931) fekk Sjá.lf- stæðisflokkurinn hjer 5576 atkv., Alþýðuflokkurinn 2628, en Fram- sókn 1234. Samanlagðir hefðxi þeir því komið að tveim mönnum. Og þó að sennilegt sje, að báðir þessir flokkar hafi tapað einhverju, er það þó augljóst, að Sjálfstæðis- menn mega taka á af öllum mætti ef þeir eiga að halda sínu í kosn- ingum þessum í Reykjavík. Sjálfstæðismenn verða því að gæta þess á sunnudaginn kemur: 1. Að fara sem fvrst og kjósa. 2. Að fara ekki úr bænum án. þess' að kjósa áður. Það er valt að eiga undir því, að kjósa þegar heim er komíð aftur, því að ferðaáæthxn get- ur breyst eða tafir komið, enda þá sennilegra þrengra á kjörstað. 3. Að snúa alls 'ekki frá kjör- stað þó að margir standi við dyr og bíði. Kosningin gengur fljótt fyrir hverjum einum, og miklu meiri fyrirhöfn að fara aftur og bíða þá ef til vill jafnlengi eða lengur. 4. Að líta, eftir því. að aðrir láti ekki undir höfuð leggjast að kjósa. Ef Sjálfsaæðismenn eru sam- taka um þetta. er það sannfæring mín að C-listinn, listi Sjálfstæð- ismanna, vinnur frægan sigur. Magnús Jónsson. Umræðufundur ÖK íJ® ITP'I! um bindindi off bann í Vestmannaeyjum. Krataforingjar fá makleg málagjöld. Stórstfikuþingið stendur yfir um þessar mundir í Vestmannaeyjum. Á sunnudag boðaði þingið til almenns umræðufundar í Eyjum, um bindindis- og bannmálið. Mætti þar fjöldi fólks, bæði utan Regl- unnar og innan. Borgþór Jósefsson stýrði fund- inum, en frumræðuna hjelt Sig- fús Sigurhjartarson, Stórtemplar. Rakti hann í stórum dráttum sögu bindindis- og bannmálsins hjer á landi. Var ræða lians prýðisvel flutt og sköruleg og laus við á- deilur á einstaka menn eða flokka. Allir frambjóðendur í Vest- mannaevjum mættu á fundinum. Guðmundur Pjetursson, fram- bjóðandi sósíalista, íagði fast að fundinum, að kjósa ekki andbann- ing á þing, en Alþýðuflokkurinn hefði bannmálið á sin-ni stefnuskrá og því væri óhætt að treysta hon- um! í lok ræðu sinnar bar hann fram tillögu um. að fundurinn vítti fyrv. þingmann kjördæmisins (Jóh. .Tós.) fyrir að hafa viljað breyta áfengislögunum á síðasta, þingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.