Morgunblaðið - 11.07.1933, Side 4

Morgunblaðið - 11.07.1933, Side 4
4 MO|QUNBLAt?R | Smá-auglýsingar| Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Morgnnblaðið fæst á Laugaveg 12._________________________ Morgunblaðið fæst keypt í L'afé ivanur við JBarónsstíg. Ferðalög. Smurt brauð í nestið úr Café Svanur er máske ekki ódýrasta smurða brauðið í bænum, en áreiðanlega eins gott og mögu- legt er fyrir það verð. fslensk málverk, fjölbreytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjurammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, Freyjugötu 11 Sig. Þorsteinsson. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu- götu 40, þriðju hæð. Sími 2475. Þrastalundur er umkringdur ýmsum skemtilegum stöðum. Því nota þeir, sem ætíð biðja um það besta, og mestu þekkingu hafa á vörum til bökunar, ávalt Lillu-bökunardropa Af því þeir reynast bestir og drýgstir. Sjóndepra og sjðnskekkja. Ókeypis rannsókn af okkar út- lærða „Refraktionist0'. Viðtals- tími: Kl. 10—12 og 3—-7. F. A. Thiele. Austurstiœti 20. Varð nú nokkurt þref á milli fulltrúa Stórstúkunnar annars veg ar og Guðm. P. og annara sósíal- ista, þ. á. m. Þorsteins Víglundar- sonar hinsvegar, út af tillögunnl. Stórtemplar lýsti yfir þvi. að ekki hefði verið ætlast til að gerð yrði nokkur samþykt á fundinum, enda hefði Stórstúkuþingið þegar gert álvktun í þessu máli. Hann taldi og ófært að samþ. væri till. um að víta einn mann aðeins, þar sem 11 hefðu flutt þetta frv. á síðasta þingi. Kratarnir breyttu þá tillögu sinni á þá leið, að ávítunin og vantraustið næði til allra flm. Jóhann Jósefsson talaði nú um bindindis- og bannmálið frá sjón- armiði þeirra manna, sem telja nú- verandi áfengislöggjöf óviðunandi. Taldi Reglunni hollara og affara- sælla að byggja meira á fræðslu- starfsemi í bindindismálinu, en minna á valdboði óvinsællar lög- gjafar. Hann taldi afstöðu sína til bannmálsins aðallega markast af því, að reynslan hefði sýnt að bannið næði engan veginn tilgangi sínum. En út af framkominni till. sagði ræðumaður, að hann Ijeti sig engu skifta hvað um hana yrði, því að hann mundi í þessu máli sem öðrum eingöngu fara eftir sannfæringu sinni. Enn töluðu margir, þ. á m. Pjet- ur Zophoniasson, sem taldi fylgi sósíalista við bannmálið vera blend ið, þó að þeir skreyttu stefnu- skrána með því máli. Þegar að því kom, að ganga skyldi til atkvæða um till. krat- annaf, kom brtt. fram frá þeim Pjetri Zoph., Páli Eyjólfssyni og Stefáni Ámasyni þess efnis, að fundurinn gerði enga ályktun í þá átt, sem aðaltill. stefndi að. Var brtt. samþ. með yfirgnæfandi a+- kvæðum, aðeins 3—4 atkv. á móti. Þótti fundarmönnum báglega til takast með þetta herbragð krat- anna og hlóu dátt að þeim, en þeir voru hinir reiðustu, einkum Þorst. Víglundarson og Guðm. Pjet ursson. Smábarnaföt. Hlkið úrval. : Gott verð. i _ Hað er hagsvni að líftry^srja siff í Andvðkn Sími 4250. I EGGERT CLAESSEN hæstaxj ettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: OddfellowhúaiC, Vonarstrœti 10. (Inngangur nm austurdyr). Bími 1171. Viðtalstími 10—12 árd. Hins vegar rómuðu menn mjög framkomu Stórtemplars, fundar- stjóra, Pjeturs Zoph. og annara fulltrúa Stórstúkunnar. □agbók. Veðrið (mánudag kl. 17). Norð- anlands er fremur hæg N. eða NA-átt en breytileg vindstaða í öðrum landshlutum. Suðaustan- Iands hafa snmstaðar verið smá- skúrir í dag og þoka víða við N. og A-strönd landsins. Hiti er 12— 16 st. Milli Islands og Skotlands er lægð, sem hreyfist NA-eftir og mun hafa í för með s.jer N. og NA- átt hjer á landi á morgun og ef til vill næstu daga. Veðnrútlit í Rvík í dag: N- kaldi. Bjartviðri. Háflóð í Rvík kr. 8,10 og kl. 20,30. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem fara hurt úr bænum fyrir kjördag (16. júlí) og húast við að vera fjarverandi á kjördegi, eru ■'imintir um að kjósa hjá lögmanni áðtír en þeir fara. — Kosninga- skrifstofa lögmanns er í barna- skólanum við Fríkirkjuveg (geng- ið inn um portið) og er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Listi Sjálfstæðisflokks- ins er C-listi. 1 Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast ekki við að verða komnir heim fyrir kjördag, eru ámintir um að kjósa hjer hjá lög- manni og senda atkvæðin til við- omandi kjörstjóma tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir skrif stofu í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg og er hún opin alla daga. Þar liggur kjörskrá frammi og þar eru gefnar allar upplýsingar er kosningarnar varða. Sími skrif- stofunnar er 2339. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregn- ir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: Cellósóló. (Þórh. Árnason). 20.30 Frjettir. 21.00 Stjórnmálaumræð- ur. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman \ hjónahand af síra Friðrik Hallgríssyni, ung- frú Málfríður Tómasdóttir og Skarphjeðinn M. Waage. Heimili ungu hjónanna er á Ægisgötu 26. Myndir af ítalska flugleiðangr- inum. Capt. Altomare, Hótel Borg, biður alla þá, er hafa tekið mynd- ir af ítalska fluginu, að lofa sjer að sjá þær. Skipafrjettir, Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gærmorgun. Goðafoss kom til Hull í gær, og fór þaðan samdægurs. Brúarfoss kom til Þingeyrar í gær. Lágar- foss er á leið til Austfjarða. Detti- foss fer í kvöld kl. 10 vestur og norður. Selfoss er í Antwerpen. Góður gestur. Með síðustu ferð Brúarfoss frá útlöndum, kom hing- að til bæjarins frú Margrethe Larssen, ekkja Ole Larssen prests við Hellig Aands Kirke í Kaup- mannahöfn, ágæts manns, er ýmsir íslendingar, sem þar hafa dvalið munu kannast við. Frúin hyggst að dvelja hjer mánaðar- tíma og ætlar að ferðast hjer um og hitta vini sína, en á meðal þeirra er Einar Jónsson mynd- höggvari, og ætlar frú Larssen austur að heimsækja þau hjón, er nú dvelja í sumarbústað sín- um að Galtafelli. í dag leggur frii Larssen af stað norður til Ak- ureyrar með „Dettifossi" og ætlar að koma landveg suður. Meðan frú Larssen er hjer í bæ, dvel- ur liún á heimili Jóns Guðmunds- sonar rafmagnsfræðings og frú Guðnýjar Jónsdóttur frá Galta- felli. Stjómmálaumræður ,í útvarp- inu halda áfram í kvöld og hefj- ast kl. 9. Af hálfu Sjálfstæðis- manna tala þeir Jón Þorláksson og Jakob Möller. 1 gær varð að hætta stjórnmálaumræðunum kl. 10%, vegna veðurfregna til ítal- anna. Kosningafundir hófust í Vestur- Skaftafellssýslu á- föstudaginn var og byrjuðu í Mýrdalnum. Fyrsti fundurinn var í Litla-Hvammi (á föstudag) og í Vík var fundur á laugardag. Svafar Guðmundsson, hinn vel Iaunaði skilanefndarmað- ur í þrotabúi Síldareinkasölunn- ar mætti á báðum Mýrdalsfund- unum og stóð til að har.n færi einn ig á fundina austan Mýrdalssands. En þeim Framsóknarmönnum í hjeraði fanst lítið til um komu Svafars, þektu hann frá fyrri ár- um, er hann var þar eystra að fá bændur til að veðsetja eigur sínar fyrir kaupfjelagsskuldum, og þótti nú ekki sigurvænlegt að fara með Svafar austur á Síðu. Var því það ráð tekið, að eudursenda omið: Pokabuxur, fyrir dömur og herra, drengja stuttbuxur frá 3 kr. Næturtreflar á 3.75 og fl. Manehester, Laugaveff 40. Sími 3894. Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigurhór Verða altaf ánægðir. Svafar til Síldareinkasölunnar og fá annan mann austur í hans stað. Varð Ásg. Ásg. forsætisráðherra fyrir valinu. Hann fór hjeðan á sunnudag og þar sem fundur skyldi hefjast að Múlakoti á Aust ur-Síðu í gær, varð Ásg. Ásg. að fara fljótt yfir og ferðast dag og nótt, til þess að ná í fundinn. Dönsku knattspyrnumennirnir leggja af stað frá Kaupmannahöfn í dag (11. júlí) á Gullfossi áleiðis til Reykjavíkur. Eru þeir á veg- um knattspyrnufjelagsins Vals og dvelja hjer frá 15.—26. júlí. Þeir heyja. fimm kappleiki við knatt- spyrnufjelögin hjer. (F.B.). Skólaferð Norræna fjelagsins til Noregs. Svohljóðandi skeyti harst fjelaginu í gær frá flokknum, sem var þá í Bergen: „ÖU hraust o£ kát. Bestu kveðjur“. í dag skoða unglingarnir sig um í Bergen og fara upp á Flöjen, en á morgun verður haldið til Voss og þaðan daginn eftir til Sogn. Guðmundur Kjartansson frá Hruna kom með Brúarfossi síðast frá Höfn. Hann hefir undan- farna þrjá vetur lesið jarðfræði við Hafnarháskóla. Hann fór í vor á hjóli frá Höfn til Róm, og til baka aftur á lijóli og varx50 daga í ferðinni. Á suðurleiðinni fór hann vfir Austurríki og norð- urleiðinni yfir Sviss. Hann hafði með sjer tjald og eldamenskmit- búnað, og lá úti flestar nætur. Leiðin sem hann hjólaði er um 4000 kílómetrar. Hjólaði hann til jafnaðar 100 km. á dag, en var um 10 daga um kyrt á ýmsum stöð- um. Ferðakostnaður í alt um 240 kr. að meðtöldum kostnaði við myndatökur. Sundskálinn í Effersey er op- inn á hverjum degi. Sjávarhiti í gær var 15 stig. Annað kvöld, miðvikudagskvöld, er áframhald af sundmeistaramóti í. S. í. Meðal farþega á Dettifossi frá Hull og Hamborg í siðustu ferð voru: Eggert Proppé, Guðmundur Sigmundsson, Ásgeir L. Jónsson, Stefán S. Franklin, Erlendur Gunnsteinsson, Eyjólfur Þorsteins- son og margir útlendingar. Fiskbirgðirnar í landinu voru 1. júlí, samkv. reikningi Gengis- nefndar 49.539 þur smál.; á sama tíma í fyrra voru fiskbirgðirn- ar 34.842 þnr smál. K. F. U. M. 13. júlí fer 10 daga flokkur í Vatnaskóg. Enn geta nokkrir drengir komist með. Uppl. hjá Sig. Guðjónssyni, Vísir (útbú). Sími 2555. Útflutningurinn frá áramótum til júníloka nam 15.5 milj. króna og er það tveim milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. f júní- mánuði nam útflutningurinn 2.543.750 krónum. Ti! Hkoreyrar alla mánudaga, þriðjudaga, fimtu- daga og föstudaga. Afgreiðsluna í Reykjavík hefir Aðalstöðin. Sími' 1383. IBjfreiðastOð Hkureyiar.K Sími 9. hefir verið og er eingöngu framleitt úr jurtaolíum og- auk þess blandað rjóma, smjöri og es'írjarauðu. Þrír bílar flytja bað daglega ný- strokkað til kaupmanna bæj- arins. Notið bað besta! Biðjið um Svana - smjörlíki- Tii Borgarfiarðar og Borgarness alla mánudaga oer fimtudajfa, Nýja Bifreiðastöðin | Símar 1216 (tvær línur). nvkomið: Kaffistell 6 manna 11.50 Kaffistell 12 manna 18.00 Bollapör postulín 0.50- Ávaxtaskálar krystalglas 3.50' Vatnskönnur krystalglas 3.00 Sjálfblekungar 14 karat 7.50 Sjálfblekungar með glerpenna 1.50' Sjálfblekungar með postulíns- penna 3.00- Vínglös slípuð frá 0.50* Saumakassar frá 2.50* Ýmiskonar postulínsvörur með ísl- myndum og fleira, alt með lækk- uðu verði. LEn&Nn Bankastræti 11. flmalOrar. Framkölium, kopiering og stækk- un, fljótt og vel af hendi leyst,- af útlærðum myndasmið. Amatördeild Laugavegs Hpðteks. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.