Morgunblaðið - 20.07.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
JpRorgttttHaMft
H.Í. Árrakur, liTkltTlk.
Kltatjörar: Jön K.jartanaaon.
Valtýr Staíánaaoa.
Kltatjörn og &t*ralBala:
Ánaturatrstl S. — Blai) ISSS
▲a*itainr&atjörl: B. Haíbar*.
Aailtalnr&akrltatoía:
Auaturatraatl 17. — Slml 170«
Aalaa&almar:
Jón Kjart&naaon nr, S74I
Vnltýr Stef&naaon nr. 4111.
B. Hafber* nr. S770
< lalrt't&ri&ld
Innanlanda kr. 1.00 A aaknnBS
TJtanlanda kr. S.IO * aaánaBi
I laua&eölu 10 aura alntaklB,
40 aura maf
Pifnám bannsins
I Banöaríkjum.
Netv York í júlí..
United Press. FB.
Atltvæðagreiðsla um bannið fer
íram í ríkjunum Alabama og Ar-
kansas þ. 17. jtilí. Bæði þessi ríki
liafa frá nppbafi bannsins verið
bannríki, en nokkur vafi þyltir
leika á um úrslitin í kosningunni,
þvi að úrslitin í West, Yirginia
■sem einnig var eitt af öflugustu
TÍkjum bannmanna, samþvkti af-
mám bannsins. Atkvæðagreiðslur
Áim bannið fara fram í Tennessee
20. júlí, Oregon 20. júlí, Texas 26.
ágúst, Washington 29. ágúst,
Vermont ú.sept. Maine 11. sept.
Marylancl 12. sept. Minnesota 12.
sept. New Mexieo 19. sept. Ari-
.zona 3. okt. Nebraska og South
Dakota 6. nóv. Ohio, Pennsyl-
-vania, South Carolina og Nortli
Carolina 7. nóv. — Sextán ríki
"hafa nú samþykt afnám bannsins
til fullnustu, en 36 ríki þurfa að
-greiða afnáminu fullnaðaratkvæði
til þess að það gangi í gildi.
New York 19. júlí.
United Press. FB.
Atkvæðagieiðslur um bannið
Yóru fram í gær í Suður-Alabama
ng Arkansas/ og er beðið með
mikilli óþreyju eftir úrslitunum
um öll Bandaríkin og víðar, jafnt
af bannmönnum og andbanning-
tim. Sextán ríki hafa nú veitt
ftdlnaðarsamþykki sitt til afnáms
ins, en nú er barist um bannið
í suðurríkjunum, í ,,þurrustu“
ríkjunum, og er því að vonum
'talið mikið undir því komið, hver
tírslit verða í þeim. Verði and-
Tianningár ofan á í þessttm ríkj-
um er talið líklegt. að nægilega
mörg ríki samþvkki afnám banns-
tns þegar á þesstt ári. en hafi
bannmenn betur, muni það taka
'lengri tíma.
Úrslit í atkvæðagreiðslunni eru
-enn ekki kunn, en bæði andbann-
íngar og bannmenn þykjast vera
"vissir með að bera sígur úr být-
mrn.
Hðpflug Italanna.
T»eir eru lagðir á stað
til New York.
Chicago 19. júlí.
United Press. FB.
ítalski flugvjelaflotinn leggur
af stað hjeðan í dag, áleiðis til
New York.
Síðari fregn: Fvrstu flugvjel-
arnar hófu sig til flugs kl. 6.32
(Clncagotími).
Hnattflug Post.
Irkutsk 19. júlí.
United Press. FB.
Brottför Wiley Post hjeðan hef-
ir tafist vegna storma,
Hosninpaúrslit.
Barðastrandarsýsla.
Þar var kosinn Bergur Jónsson
(P) með 465 atkv. Sigurður
Kristjánsson (S) fekk 293 atkv.
Páll Þorbjörnsson (J) 82 atkv.
og Andrjes Straumland (K) fekk
75 atkvæði.
1931 fekk Bergur Jónsson 747
atkv., Há.kon Kristófersson (S.)
33.2 atkv. og Árni Ágilstsson (J.)
61 atkv.
Borgarf j arðarsýsla.
Þar var kosinn Pjetur Ottes.en
(S) með 555 atkv. Jón Hannes-
son (F) bóndi í Deildartungu
fekk 304 atkv. og Sigurjón Jóns-
son (J) fekk 84 atkv.
1931 fekk Pjetur Ottesen 603
atkv. Þórir Steinþórsson (F) 428
atkv. og Sveinbjörn Oddsson (J)
32 atkv.
Austur-Skaftafellssýsla.
Þar var kosinn Þorleifur Jóns-
son (P) með 219 atkv. Stefán
Jónsson (S) hlaut 141 atkv. og
Eiríkur Helgason (J) 85 atkv.
1931 fekk Þorleifur Jónsson
317 atkv. Sigurður Sigurðsson
(S) 138 og Einar Eiríkssson (óh.)
9 atkv.
Vestur-Skaftafellssýsla.
Þar var kosinn Gísli Sveinsson
(S) sýslum'aður með 387 atkv.
Lárus Helgason (F) fekk 365
atkvæði.
1931 fekk Lárus Helgason 390
atkv. en Gísli Sveinsson 377 atkv.
Suður-Þingeyjarsýsla.
Þar var kosinn Ingólfur Bjarnar
son (F) með 775 atkv. Kári Sig-
urjónsson (S) fekk 228 atkv. Að-
albjörn Pjetursson (K) 194 atkv.
og Jón Þorbergsson (Þ) 35 atkv.
1931 fekk Ingólfur Bjarnason
1033 atkv., Björn Jóhannsson (S)
.216 atkv. og Aðalbjörn Pjeturs-
son 121 atkv.
Gullbringu- og Kjósarsýsla.
Þar var kosinn Ólafur Thors
(S) með 902 atkv. Klemens Jóns-
son (F) fekk 253 atkv. Guð-
brandur Jónsson (J) 103 atkv.
og Hjörtur Helgason (K) 42 atkv.
1931 fekk Ólafur Thors 1039
atkvæði, Brynjúlfur Magnússon
(F) 368 atkv. og Guðbrandur
Jónsson 101 atkv. Þess ber að
gæta, að síðan hefir verið sneitt
af Gullbringusýslu, þar sem
Skildinganes var sameinað Rvík.
Þar voru 164 kjósendur og voru
þeir aðallega fylgismenn ólafs
Thors.
Snæfellsnessýsla.
Þar var kosinn Thor Thors (S)
með 612 atkv. Hannes Jónsson
(F) fekk 489 atkv. og Jón Bald-
vinsson (J) 137 atkv.
1931 fekk Halldór Steinsson
(S) 492 atlcv. Hannes Jónsson 475
atkv. og Jón Baldvinsson 246
atkvæði.
Skagafjarðarsýsla.
Þar voru kosnir Magnús Guð-
mundsson ráðherra (S.) með 875
atkv. og Jón Sigurðsson (S.)
bóndi á Reynistað með 819 at-
kvæðum. Steingrímur Steinþórs-
son (F.) fekk 750 atkvæði, Bryn-
leifur Tobíasson (F.) 745 atkv.,
Pjetur Laxdal (K.) 44 atkv. og
Elísabet Eiríksdóttir 41 atkv.
1931 fekk Steingrímur Stein-
þórsson 820 atkv., Mágnús Guð-
mundsson 796 atkv., Brynleifur
Tobíasson 782, Jón jSigurðsson
778, Steinþór Guðmundsson (J.)
49 og Laufey Valdemarsdóttiy
(J.) 37 atkv.
N orður-Þingey j ar sýsla.
Þar var kosinn Björn Kristjáns
son (F.) lcaupfjelagsStjóri með
375 atkv. Júlíus Havsteen (S.)
sýslumaður fekk 129 atkv. og
Benjamín Sigvaldason (óh.?) 21
atkvæði.
1931 fekk Björn Kristjánsson
344 atkv. og Benedikt Sveinsson
254 atkv.
Suður-Múlasýsla.
Þar voru kosnir Eysteinn Jóns-
son (F.) skattstjóri með 690 at-
kv. og Ingvar Pálmason (F.) með
671 atkv. Magnris Gíslason (S.)
sýslumaður fekk 590, Jón Páls-
son (S.) dýralæknir 447, Jónas
Guðmundsson (J.) 334, Árni Á-
gústsson (J.) 180, Arnfinnur
Jónsson (K.) 134 og Jens Figved
(K.) 116 atkv.
1931 fekk Sveinn Ólafsson (F.)
851 atkv., Ingvar Pálmason 842,
Magnús Gislason 675, Árni Páls-
son (S.) 618, Jónas Guðmunds-
son 454 og ArnfinnUr Jónsson
420 atkv.
Norður-Múlasýsla.
Þar voru kosnir gömlu þing-
mennirnir Páll Hermannsson (F.)
með 430 atkv. og Halldór Stef-
ánsson (F.) með 363 atkv. Jón
Sveinsson (S.) fekk 232, Gísli
Helgason (S.) 226, Benedikt Gísla
son (óh.) 134, Gunnar Benedikts-
son (K.) 72. og Sigurður Árna-
son (K.) 35 atkv.
1931 fekk Halldór Stefánsson
619 atkv., Páll Hermannsson 611
atkv., Árni Jónsson (S.) 313 atkv.
og Árni Vilhjálmsson (S.) 307 at-
kvæði.
Nýtt þolflug.
New York 19. júlí.
United Press. PB.
Frakknesku flugmennirnir Rossi
og Codos leggja af stað þá og
þegar í flugferð yfir Atlantshaf
og eins langt austur á bóginn
og þeir komast. Þeir ætla sjer
að fljúga yfir París og gera til-
raun til þess að setja nýtt met
í langflugi án viðkomu.
Samsæri í Tokió.
Lanst fyrir miðjan mánuð
komst upp um víðtækt samsæri
í höfuðborg Japans. Höfðu sam-
særismenn ætlað sjer að myrða
fórsætisráðherrann og hermála-
ráðherrann og fremja ýms önnur
hermdarverk. Út af þessu var
þegar settur öflugur hervörður
um bústaði allra ráðherra, þing-
manna og erlendra sendimanna.
f
Hallgrímur Davfðsson
verslunarstjóri frá Akureyri and-
aðist á Landakotsspítala árdegis
16. þ. m. Hann var fæddur 14.
maí 1872 á Miklagarði í Eyja-
firði, voru foreldrar hans Davíð
bóndi Ketilsson, síðar á Niipafelli
og kona hans Margrjet Hallgríms
dóttir fædd Thorlacius. Hallgrím-
ui óx upp með foreldrum sínum
til þess er hann fór á Möðru-
vallaskóla haustið 1891. Hann út-
skrifaðist þaðan vorið 1893 með
hæstu 1. einkunn. Var hann prýði-
lega gáfaður maður og ágætur
námsmaður, og svo ljett um nám
að þar mátti engum skólabróður
hans við jafna öðrum en Ingólfi
í Fjósatungu.
Sama ár og hann útskrifaðist
frá Möðruvöllum, rjeðist hann
barnakennari til P. Sæmundsen
verslunarstjóra á Blönduósi, og
dvaldi þar við kenslu og verslun
til ársins 1901. Fór hann þá til
Eskifjarðar og stundaði verslun-
arstörf, en varð skömmu síðar
verslunarstjóri við verslun Carls
Höepfners á Akureyri, og gegndi
því starfi æ síðan.
Auk verslunarstarfanna fjekkst
Hallgrímur við útgerð o. fl. —
Fórst honum alt vel. Var hann
árvakur til allra starfa, rjettlátur
í skiftum, hollur liúsbændum,
hjálpfús og heilráður viðskifta-l
mönnum. Hann var lengi í bæjar-
stjórn Akureyrar, og kvað þar
mjög og vel að honum, og urðu
störf hans þar hænum til mikilla
þrifa, og var svo um alt, er
Hallgrímur kom nærri. Olli því
hagsýni hans, trúmenska, og
drenglyndi, en aldrei bar út af
nokkrn þessu í öllu lífi hans. Eitt
hið síðasta er Hallgrímur var
hvatamaður að og veitti forgöngu
var stofnun sparisjóðs á Akur-
eyri.
Allmjög ljet Hallgrímur til sín
taka um stjórnmál, og var ein-
dreginn sjálfstæðismaðnr, og þori
jeg- að fnllyrða að engum einum
manni á sá flokkur svo mjög að
þakka gengi sitt á Akureyri, sem
Hallgrími.
Það er ekki ofmælt að Hall-
grímur væri ágætur maður. Hóf-
ust vinsældir hans og mannhylli
þegar í assku, og í skólanum vissi
jeg engan mann jafnvinsælan og
liann. Unni honum þar hver mað-
ur og virti einnig. Má jeg vel
vitna þetta, er sat með honum
á skólabekk báða vetur. — Hall-
grímur var hinn gestrisnasti mað-
ur, og allra manna glaðastur í
glöðum flokki. og prýðilegastur
í framkomu.
Hreinlyndur var Hallgrímur og
fyrirleit fláttskap og undir-
hyggju; áleit hann ekki þeirra
hluta þörf, hvarf þó flest til
þess vegar, er hann vildi, þegar
hann lagðist á sveifina.
Hallgrímur var kvæntur Sig-
ríði dóttur P. Sæmundsen versl-
unarstjóra á Blönduósi og konu
hans Mðgdalenu f. Möller, sem
enn lifir liáöldruð. Dvaldi hún
hjá þeim hjónum. Hallgrímur og
kona lians áttu 5 börn; þrjár
dætur og tvo syni. Eru öll á lífi.
Var Hallgrímur hinn ágætasti
lieimilisfaðir.
Hallgrímur var alla æfi hrauts-
I sumarfri
Spil
margar tegundir, en öll ódýr eftir
gæðum.
Lindarpennar
af mörgum geröum.
Brjefsefni
og brjefsefnamöppur og blokkis.
Skrúfblýanfar
góðir og ódýrir.
>luk þess mS enginn gleyma að
taka nóg af blöðum og bókum með
sér í sumarfriið.
tokMó&ú*
Lækjargötu 2. Sfmi 3736.
úr til heilsu til þess er liann tók
á þessu ári, mein það, krabba,
innvortis, er dró liann til dauða,
eftir skamma legu.
Missi slíks manns, sem Hall-
grínmr var, á besta starfsaldri,
tel jeg þjóðarhöl. Og á heimili
hans er nú skarð það, er stend-
ur ófylt og opið. sorg og sökn-
uður. Og við skólabræður hans
og aðrir vinir stöndum harmi
lostnir, eftir þenna óvænta og
þunga missi, er vjer vitum að
vjer fáum aldrei hættan, og þó
er það vist í hvert sinn, er vjer
minnumst hans, mun hugur vor
göfgast og betrast. Svo holl er
mihniug jafngóðra drengja og
Hallgrímur var.
Vertu sæll, Hallgrímur Davíðs-
son. — Jeg þakka þjer sam-
veruna.
Bekkjarbróðir.
Berlfnarbanka lakað.
Bankafirma Paul R. Meyer við
Dorotheenstrasse í miðri BerKn,
lokaði lögreglan nýlega, vegna
þess að endurskoðun leiddi í ljós
að sóað hafði verið um einni
miljón marka af innstæðufje
manna. Eigandi hankans Hans
Richau hefir setið í fangelsi síð-
an í júní. ákærður fyrir það að
liafa brotið lög um gjaldeyris-
verslun. Um leið og bankanum
var lokað voru tveir bankastjórar
og þrír fulltrúar hankans teknir
fastir.
Atvinnuleysi minkar í
Enfflandi.
Atvinnumálaráðuneytið breská
tilkynti 11. júlí að í júní hefði
atvinnuleysingjum fækkað um
144.771. í Englandi eru nú 2.438.-
000 atvinnuleysingjar eða 309.000
færri heldur en i fyrra, Flestar
iðngreinar eru að blómgvast aft-
ur, nema hreyflaverksmiðjur og
fatasaumastofur. — Jámhránta-
stjórnin tilkynnir að flutningar
sje að aukast að mun um þessar
mundir.
Hjá Gullfoss liafa verið reist
veitipgatjöld og fást þar alls
konar veitingar Það er Hótel
Hafnarfjörður, sem hefir gengist
fyrir þessu. >