Morgunblaðið - 25.07.1933, Page 3

Morgunblaðið - 25.07.1933, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ s Krafan um aukaþing. JftorgunblaHft •t*«f.: H.Í. Arnknr, KuUnrik í.: KUtatjðrar: Jön KJartancBoa. Vkltjr Stcfánccoc. I. %Jt«tJörn oí afKrclBaia: ▲ucturctraetl 8. — Slxt 1109 4url?sina:utjöii: B. Hafbcrf. ▲«*lýalnifRakrlf«tof»: ▲usturstrntl )7. — Slx) 9700 Salaurslxar: Jön Kjartansson nr. (701, Valtýr Stefánason nr. illS. B Hafber? nr. 1770. takrirtaslald Innanlanda kr. 1.00 á asáasKt. Utanlanöa kr. 1.10 á xánaBl. : ’ laosasðln 10 aura alntaklá. «0 anra xaV UoMh. Post kominn til New York. Hann setur tvö ný heímsmet. New York, 23. júlí. United Press. FB. Wiley Post lenti á miðnætti o" 'var hyltur af fjörutíu þúsundum manna. Post setti tvö ný met með flugi sínu. Hann flaug hraðara kringum hnöttinn, en áður hefir /erið gert, cða á sjö dögum, átján •dukkustundum og fjörutíu og níu mínútum, og hann flaug fyrst ur manna einn síns liðs kringum Imöttinn. Lindberghflugið. Godthaab, 23. júlí. United Press. FB. Lindberghjónin lentu lijer heilu *og höldnu kl. 7 e. li. á laugardag. Mollísonsh j ónunum híekkíst á. Bridgeport, 24. júlí. United Press. PB. Mollison og kona hans eru kom In vestur um haf, en lending l>eirra gekk eltki að óskum, enda skilyrðin óhagstæð. Þau voru að svipast um eftir lendingarstað, og -er talið, að bensínbirgðir þeirra hafi verið að þrotum komnar er þan í nánd við Bridgeport, Con- nectieut, gerðu tilraun til þess að Jenda á litlum akri, þar sem eng- inn viðbtinaður er til þess að lenda að næturlagi. Mótvindur var og dimt, og varð það til þess, að lendingin mishepnaðist, og hentist fltígvjelin vfir í mvri rjett 'hjá akrinum. Var þetta kl. 10.05 (Austurríkjatímij. — Þau hjónin nrðu bæði fyrir meiðslum og voru flutt á sjúkrahús. Meiðsli þeirra •eru þó ekki talin hættuleg. nfnúm bannsins í u. s. A. New York, 24. júlí. United Press. FB. Til þessa hafa nítján ríki veitt •afnámi bannsins fullnaðarsam- þykki sitt, seinast Alabama, Ark- ansas og Tennessee, en allar líkur benda til, að ríkið Oregon hafi •einnig horfið úr flokki ‘,,þurru“ TÍkjanna. Hjer í blaðinu hefir því verið haldið fram, sem alveg sjálfsagðri afleiðing kosningaúrslitanna, að aukaþing verði kvatt saman á þessu sumri (og það hið fyrsta), til þess að samþykkja endanlega stjórnarskrána og svo einnig ný kosningalög. Afleiðing þessa yrði vitanlega sú, að nýjar kosningar vrðu fram að fara á komanda hausti, og mættu þær ekki seinna vera en fyrsta vetrardag. Krafan um aukaþing. Þá skal í fám orðum skýrt frá því, hversvegna vjer höfum sett fram kröfuna um aukaþing nú í sumar. Ber þá fyrst að líta á sjálft stjómarskrármálið. Þetta mál er ávöxtur þeirrar baráttu, sem háð hefir verið undanfarið um lýð- ræðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefir bar- ist fyrir þessu máli. Og þó að stjórnarskráin uppfylli ekki kröf ur Sjálfstæðisflokksins til fulls, er hún þó stórt spor í lýðræðis- áttina. Nú hafa kosningarnar síðustu skorið úr því, alveg ótvírætt. að þjóðin er því fylgjandi, að stigið verði það spor í lýðræðisáttina, sem stjórnarskráin nýja felur í sjer. Það er því skvlda Sjálfstæðis flokksins sem fjölmennasta flokks þingsins, að gera alt sem í hans valdi stendur til þess, að .rjett- arhætur st.jórnarskrárinnar kom- ist þegar í stað í framkvæmd. En svo her einnig að líta á annað í þessu samhandi. Eins og flokkaskifting er hátt- ao eftir síðustu kosningar, hefir enginn flokkur hreinan meiri hluta í þinginu.Fjiárlagaþing yrði því ákaflega erfitt viðureignar, eins og nú er ástatt. Fn það er alveg víst, að það verða fjármálin sem baráttan stendur um í fram- tíðinni. Einmitt vegna þess hvernig flokkaskiftingunni er háttað nú, er nauðsynlegt að kosningatilliög- unin samkvæmt nýju stjórnar- skránni komist í framkvæmd áð- ur en fjárlagaþing kemur saman. Línurnar myndu þá hafa skýrst betur en nú og nokkur festa kom- in á. Framsóknarflokkurinn er að missa traust hjá þjóðinni, og þar munu fjármálin mestu ráða. — Þessi flokkur getur því ekki, þótt hann hafi völdin í sínum höndum núna, þrjóskast gegn þeirri sjálf- sögðu kröfu, að kalla aukaþing saman hið allra fyrsta. Kostnaðargrýla Tryggva Þórhallssonar. Tryggvi Þórhallsson skrifar í síðasta tölublað „Framsóknar", smágrein um þessa kröfu um aukaþing, og legst fast á móti því, að sú leið verði farin. Ástséð- an, sem hann tilfærir gegn auka þingi er aðeins ein, að þetta hafi of mikinn kostnað í för með sjer. Telur hann að kostnaðurinn af aukaþingi myndi ekki verða minni en 200 þúsund krónur. — Minnir hann í því samhandi á, að aukaþingið 1931, sem li'ánn s.iálfur stofnaði til með stjórnár- I skrárbrotinu fræga, hafi kostað töluvert á annað hundrað þúsund króna. Tr. Þ. viðurkennir, að á auka- binginu í sumar þyrfti ekki önn- ur mál að takast fyrir en stjórn- arskráin og kosningalögin. Ekki þarf stjórnarskráin að taka langan tíma, Við hana er ekki annað að gera en annað hvort samþykkja óbreytta eða fellá. — Engar breytingar má á henni gera, ef menn vilja að hún öðlist fullnaðargildi. Og kosning- arnar skáru úr því alveg ótví- rætt, að þjóðarviljinn stendur að baki st.jómarskrárbreytingunni. Stjórnarskráin getur því ekki orð ið til þess að tefja fyrir á auka- þinginu. En þá eru það kosningalögin Tr. Þ. heldur því fram, að ný kosningalög geti ekki orðið af- greidd á Alþingi á skemri tíma en „allmörgum vikum“, því að hann segir, að fjölmörg atriði muni þar valda ágreiningi. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Stjórnarskráin nýja hefir þeg- ar lagt þann ramma, sem kosn- ingalögin verða að sníðast eftir. Og það er engan veginn svo, að nú þurfi að semja ný kosningalög frá rótum. Það eru aðeins fá at- riði kosningalaganna, sem þarf að breyta. Og þessi fáu atriði eru þegar ákveðin í st.jórnarskránni, aðeins vantar að samræma þau við kosningalögin. Aukaþing í sumar þarf ekki að sitja nema fáa daga — í hæsta lagi 10—15 daga. Kostnaðurinn af þeirri þingsetu yrði svo hverf- andi, að um hann þarf ekki að ••æða. Það er ekki til neins fyrir Tr. Þ., að vera að minna á auka- þingið sumarið 1931. — Á því þingi þurft.i að afgreiða fjárlög og mörg önnur aðkallandi stór- mál, vegna þess að Tr. Þ. rauf vetrarþingið 1931. áður en þessi mál vofu afgreidd. Nú liggur ekkert slíkt fyrir. Kosningalaganefnd. Ef úr því verður — sem vjer teljum alveg sjálfsagt — að auka þing verði kvatt, saman í sumar, þá her vitanlega stjórninni skylda tii, að hafa frumvarp til nýrra kosningalaga tilbúið þegar þing kemur saman. Og til þess að jafna þann ágreining, sem kvnni að rísa upp milli flokkanna, um smærri fyrirkomulagsatriði, er sjálfsagt að fela þriggja manna nefnd, þar sem sæti ætti einn fnlltrúi frá hverjum þingflokki, að sjá um undirbúning kosninga- laganna. Með því móti mætti vera búið að jafna að mestu ágrein- inginn áður en þing kæmi saman. Veðrahamur og kjörfylffi. Tíminn, málgagn -Tónasar frá Ilriflu, snýst einnig mjög ákveðið á móti aukaþingi í sumar. Ástæða bans er sú, að kosningar að hausti geti gert bændum í sveitum ó- mögulegt að sækja kjörfund, því að þá sje allra veðra von. Þetta j komi harðast niður á Framsókn- ^arflokknum, segir Tíminn, því liann hafi sitt aðalfylgi í sveit- imum. Morgunblaðið hefir verið og er enn því fylgjandi, að hafa liinn almenna ltjördag að vori. En þar fyrir geta koinið fyrir þau atvik, að ómögulegt sje að komast hjá því að hafa kosningar að haust- inu. Slík nauðsyn liggur einmitt fyrir nú. Minna má og á það, að um alllangt skeið hafa kosningar hjer farið fram fyrsta vetrardag, og þann dag hefir einmitt mest þátttakan orðið. Hvað það snertir, að vond kjör- sókn að haustinu gangi út yfir Framsóknarflokkinn, þá er það vitleýsa. Meira að segja skýrir' Tíminn sjálfur frá því nú, að Framsóknarflokkurinn hafi feng- ið afleita kjörsókn 16. júlí s.l. Ekki hamlaði veðráttan þá. Hvað olli þessu? Ekkert annað en það, að þjóðin treystir ekki lengur Framsóknarflokknum. Þetta verð- ur Tíminn að taka með í reikn- inginn. Skattræningjar. Það er víðar pottur brotinu en hjer á íslandi. — Eftir því sem stendur í norska hlaðinu „Aften- posten“ eru skattrán þar ekki síð- ur en hjer. Þykir vel við eiga að hirta hjer í þýðingu grein úr því blaði hinn 10. júlí. Hún er á þessa leið: — Það er svartur blettur í sögu stjórnar vorrar hvernig Simen Sjölie skógareigandi hefir verið skattrændur. Eftir því sem mað- ur hugsar meira um mál hans, eftir því verður manni það aug- ljósara, að eitthvað er hogið við ríkisstjórn og ráðsmensku yfir- valda. Sjölie hefir sem sje verið skattrændur þangað til hann varð öreiga. Samkvæmt skýrslum frá niður- jöfnunamefndinni í Ytri Hrein- dal hefir hann á 12 árum, frá 1920—32, orðið að greiða 938.366,- 00 krónur í skatt, þar af 280.289 kr. í útsvar og hitt til ríkisins. 1920 voru eignir hans metnar á 1.755.000 kr. og 1924—25 voru þær metnar 5.766.000 kr. Nú er hann 68 ára að aldri og algerlega “ignalaus. Engin minstu rök ern færð að því að hann hafi lifað í óhófi nje sólundað eigum sínum í braski. Alt hefir farið í skatta. Hann reyndi að hjarga sjer með því að selja fasteign sína, og 1930 keypti hlutafjelag í öðr- mn landshluta eignina fyrir 950 þús. Eftir að liafa greitt allar skuldir hefði Sjölie þá átt að eiga eftir um 400 þús. kr. í peningum. En yfirvöldin vora nú ekki á því að láta hann sleppa þannig. Þau settu fótinn fvrir kaupin og ríkisstjórnin krafðist þess af hon- um að hann seldi eign sína ein- hverjum innanhjeraðsmanni, enda þótt allir kunnugir vissu, að eng- inn í hinu illa stjórnaða hygðar- lagi gæti keypt hana. Svo líður og bíður — heilt ár líður, og endar með því, að kaup- endurnir ganga frá samningum vegna ógilgimi ríkisstjórnarinn- ar. — En eins gættu yfirvöldin vel — að innheimta skattana á rjettum tíma. Svo rak að því að Sjölie gafst upp við að borga. Og þá lagði ríkið löghald á eignir hans fyrir 522.000 -kr. ógreiddum skatti. Alt var tekið af honum — liann átti ekki einn eyri eftir. Seinasti þáttur þessa sorgar- lciks var leikinn í Stórþinginu um daginn. Þá var eins og stjórnin hefði fengið samvisknbit, því að hún lagði til að þingið veitti Sjö- lie 5000 kr. ölmusu á ári, ef hann vildi afsala sjer óðalsrjettinum. Vinstrimenn komu auðvitað með sína útreikniriga og lögðu til að bann fengi 3500 kr. styrk á ári í 10 ár, og það var samþykt. — Og fjármálaráðherrann talaði um al- varlegar afleiðingar. .„Hvenær hefir það komið fyrir“, sagði liann, ..að ríkið hafi veitt styrk manni, sem ekkert liefir átt sam- an við ríkið að sælda ?“ Jú, það var einmitt ógæfa Sjö- lies að hann hafði of mikið sam- an við ríkið að sælda. Guðm. Guðmundsson frá Skáholti, sjötugur. Á morgun er Guðmundur Guð- mundsson frá Skáholti við Bræðra borgarstíg, sjötugur. Margir Reykvíkingar kannast tvið þenna stóra, herðabreiða og sam a n rekna du gn aða r mann, þenna alvörugefna sístarfandi verkamann, sem aldrei hefir lát- ið verk vir hendi falla frá morgni til kvölds, hvort sem verið hef- ir á heimili sínu eða utan þess. Þó að Guðmundur sje nppalinn og fæddur í Árnessýslu, þá hefir hann mestan hluta æfi sinnar dvalið hjer í þessum hæ, og hvgg jeg að ekki sje ofmælt þótt hann s.ie talinn í flokki hinna dugandi borgara bæjarins. Ekki verður hægt að segja það, að Guðmuntlur hafi ætíð húið sól- armegin í lífinu, því að hauu hefir átt við ýmsa þunga evfið- leika að etja. Hann liefir orðið að sitja við dánarbeð harna sinna og harnabarna, en alla slíka örð- ngleika liefir hann yfirstigið og sýnt hina mestu karlmensku. — Ótrauður og áu þess að lá.ta hug- fallast eða missa kjarkinn, hefir hann sótt á brekkuna að þessu tpiarki, en lians fagra mark var, að gera hin mörgu höni sín að dugandi mönnum þjóðfjelagsius, og allir sem til þekkja munu játa það, að það hlntverk liafi þeim hjónum tekist gæfusamlega. Jeg minnist þess, er jeg var 8 ára gamall drengur héima hjá pabba mínum og mömriiu, þar sem Guðmundur var vinnumaður um i’okkum tíma, hversu hann var mjer ætíð góður og hjálpsamur, hvað jeg þóttist óhultur er hann tók mig í fang sjer og hjelt mjer í sínum sterku örmum. þá hvarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.