Morgunblaðið - 20.08.1933, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.08.1933, Qupperneq 3
 3Bot0nnWaíii» Útget.: H.f. Árvakur, Reykjarlk. Rltstjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánaaon. Ritstjðrn og afgreiBsla: Áusturstræti 8. — Slmi 1600. Auglýslngastjörl: E. Hafbergr. AuElÝsincaskrif stofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimasimar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 & mánutJi. Utanlands kr. 2.60 6. mánuBL j t lausasölu 10 aura elntakiö. 20 aura metS Lesbðk. s ____ Tómthús. Eins og kunnugt er, héfir all- amikið verið gert á undaníörnum irum til þess að bæta húsakynni á Hólum í Hjaltadal og 'aðra að- tstöðu til búfræðikenslu. Einn þátturinn í umönnun Fram rsóknarflokksins fyrir velferð 'bændaskólans á Hólum, var það, -er þangað var settur Steingrímur Steinþórsson sem skólastjóri. En fljótlega kom það í ljós, að aðalerindi hans „heim að Hólum“ var það að hann átti að vasast í -stjómmáliim og snúa Skagfirðing- 'Um til fylgis við Hrafna Flóka pólitík Hrifluliðsins. Nú bafa Skagfirðingar, sem kunnugt er, snúið baki við þing- manniimm Steingrími. • En minna hefir á því borið, að fullkomnara ■ev fráhvarfið frá honum sem skóla stjóra. í fyri-a voru áhöld um ]iað hvort fleiri voru kennarar eða nemendur. Allir ]>eir nemendur útskrifuðust í vor. Þegar síðast frjettist ,að norð- • an liafði enginn nemandi sótt um skólavist í ár, svo hinn fyrver- andi þingmaður er orðinn eins konar „tómthúsmaður" í bænda- skólanum. f fyrra vor var skólabúið mat- arlaust er gesti bar ]>ar að garði, •svo frægt er að endemum. Nú hafa menn auðsjáanlega gefið upp alla von að meira sje um hina and- legu fæðu hjá þessum fyrsta tómt- húsmanni í íslenskri skólasögu. lindbergh í gær voru þau lúndberghs- hjónin í árdegisboði foringjans á 'Fyllu, Grandjean, en seinnípartinn i boði lijá sendiherra Dana. Vjelamaður á Jelling vann að því í gær, að atlniga flugvjel Lind- berghs. Hún var ekki tekin í skipið. Er búist við, að Jelling fari hjeðan á morgun vestur um haf. Um flug Lindberghs h.jeðan er 'óákveðið. ---*» w •*»"•-- Skriðuhlaup í Siglufirði. Siglufirði, 19. ágúst. FB. Kl. 1 í dag fjell aurskriða sunn- :an við Búðarhólana hjer i bænum og fram í sjó. Bar hún aur og möl umhverfis allmörg liús og rann inn í kjallara á tveimur stöð- lun og eitt sjóhúsanna neðan við bakkann, en olli engum stórskemd- lun. Fiskur allmikill var þarna í húsunum, en skriðan og vatns- ílnumurinn komst ]iar ekki inn. Kveðja frá ríkiserfingja. Svohljóðandi kveðju sendi rík- iserfingi er hann steig á skipsfjöl: Um leið og jeg kveð ísland sendi jeg íslensku ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni hjartanlegar þakkir fyrir alúðlegar móttökur og fyrir alla þá ástúð, sem jeg hefi notið hjer á landi. Það hefir verið mjer sjerstök gleði að kynn- ast nánar landi og þjóð og jeg bið vkkur öll vera þess fullviss, að fsland og Islendingar standa nú nær hjarta mínu en nokkru sinni áður. Jeg árna Íslandi og íslensku þjóð inni allra heilla, gagns og gæfu. Friðrik ríkiserfingi. •••• ^ @» •— Skærurnar í írlandi. Dublin, 18. ágúst United Press. FB. Ríkisstjórnin hefir aðvarað þjóð varnarlið O’Duffins, eða bláa lið- ið svokallaða, að það verði komið í i’eg fyrir það með valdi, ef það geri tilraun til þess að fara í kröfugöngur á morgun. ------------------- Franskl lelðanpurinn tll Scoresbysund. Franslca herskipið Pollux kom liingað í fyrradag með vísinda- menn þá, sem í vetur hafa verið ú. rannsóknastöð Frakka"í Scoresby- sund, en sá leiðangur var, sem kunnugt er, gerður út, í sambandi vi ð No rðurhve 1 srannsóknirnar. Alls voru þeir 15 á rannsókna- stöð Jiessari. Foringi þeirra er sjó- liðsforingi Habert. Douguet sjó- liðsforingi annaðist rannsóknir á loftskeytatruflunum, en Auzann- eau annaðist veðnrfræðina. Dr. M. A. Dauvillier annaðist rann- sóknir á norðurljósum og raf- magni lofts, M. J. Rotlie rannsak- aði jarðgeisla og segulmagn, en M. Tcberniakofsky rannsakaði dýralíf. Morgunblaðið bafði í gær tal af foringja leiðangursins, Habert. — Hann hefir komið hingað áður. Hann 1 jet heldur illa yfir veðrátt- unni þar norður frá í vetur, og einkum þótti honum all storma- samt. I 20 daga í janúar mældu þeir 20 metra vindhraða, og þar vfir, en hæsti vindhraði sem þeir mældu var 37 metrar á sek. Mesta1 frost var 38° á Celsius. Hlákubloti kom aðeins tvisvar í vetur, þangað til í apríl. Þá hlánaði fyrir alvöru. Loftskevtasamband höfðu þeir með eigin stöð sinni í allan vetur. Nú eru um 120 Eskimóar í Seoresbysund og þar í nágrenninu. A sleðum fóru þeir til móts við dr. Lauge Kocli, er hann kom þar inn í fjörðinn í sumar. Ríkiseriingi lagði af stað heimleiðis með ís- landi í gærkvöldi kl. 8. Margt fólk var á hafnarbakkanum. Karla kór K. F. IT. M. söng „Ó. Guð vors lands“. Mannfjöldinn hi’óp- aði húrra. MORGUNELAÐIÐ §por í Jeg sá nýlega í blöðum hjer, að áskorun hefir komið fram um það í bæjarstjórninni að bærinn nú þegar tæki 100 menn í svonefnda' atvinnubótavinnu. Svo sem kunnugt er liefir Reykja, víliurbær varið hundruðum þús- unda króua síðustu árin til svo kallaðrar atvinnubótavinnu. Skal ekki efast um nauðsyn þess, því allir þurfa' og eiga að hafa eitt- livað að gera til þess að geta lifað. Hitt er athugunarverðara, hvað eru þessir menn látnir gera, og livaða yerðmæti fær bærinn fyrir alla þessa vinnu sem hann kaupir? Það er óneitanlega alvörumál ef bærinn kaupir árlega vinnu fyrir1 liundruð þúsunda króna sem lítils eða einskis virði er, en því miður mun þetta vera tilfellið. Þarf ekki annað en benda á grjótvinnuna, þar fær bærinn vissulega lítið fyr- ir hvert dagsverkið, og það þótt hann okri á seldu grjóti og möl. Enn minna fæst þó fyrir dags- verkið AÚð snjómoksturinn. Minnist jeg þess í fyrravetur, að í asahláku sáust tugir manna vera með skóflum að moka snjó af göt- unum, og stóðu þar bílar, líklega' fyrir 4.50 um klukkutímann og biðu meðan mokað var á þá. Síðan keyrðu bílarnir niður á stein- bryggju, þar stóð hópur mamia til þess að moka af þeim snjónum í sjóinn. Allur þessi mannfjöldi mokaði anðvitað ekki nema nokkra faðma af einni götunni þann daginn. — Næsta morgun hafði rigningin tekið allan snjó burtu úr bænum, svo að framhald gat ekki orðið á þeirri atvinnubótavmnu! Arðinn eða verðmæti slíkrar vinnu geta allir reiknað. Slík ráðs- menska hlýtur að hefna sín, og hún kemur niður á ölltím bæjar- búum. Fleira þessu líkt mætti benda á, en þetta nægir til þess að sýna að hjer er þörf umbóta. Svo sem jeg áður hefi minst á í blaðagreinum er sií sorglega saga að gerast hjer í hænum, að höfuð- ivinnúvegur bæjarins, útgerðin, er að ganga til þurðar, } stað þess, að hún þyrfti að aukast, a.ð minsta kosti í hlutfalli við íbúatöluna. Allir skynsamlega hugsandi menn viðnrkenna að þetta er höfuðógæfa fj rir þennan bæ, meðan ekki rísa upp aðrar atvinnugreinar sem kom ið gætu í stað útvegsins. Það er því ein liin mesta nauðsyn fyrir ''æinn að gera eitthvað til þess að hlynna að fiskiflotanum, og gera bæinn aðgengilegri fyrir hann, ella er liætta á því að hann smám- saman sópist alveg burtu, og verð jeg að álíta það hina mestu hörm- nng. Fleiri orðum þarf ekki að fara nin þetta mál hjer, því það er öllum augljóst. Jeg hefi nú með fám orðum drepið á tvö stórmá.1, sem forráða- mönnum bæjarins ber skylda til að leysa á sem bestan hátt að kostur er á, sem sje þetta: L Bæjarstjórn verður að sjá um að fvrir þau lmndruð þúsnnda. króna sem hún árlega ver af áltina. bæjarins fje til kaupa á at- vinnubötavinnu fái bærinn sem allra mest verðmæti, og jafnframt að verja þeim verð- mætum til þess að skapa var- anlega arðberandi framtíðar- atvinnu fyrir atvinnuleys- ingja bæjarins. 2. Það er hænum lífsnauðsyn að ekki sje farið svo illa með út- gerðina, sem hann raunveru- lega lifir á, að hún yfirgefi bæinn, og liverfi til annara landshluta þar sem hún á hægra uppdráttar. . Hjer er virkilega alvara á ferð- um, og eitthvað bogið við, því við erum hjer með fjölda af atvinnu- lausu fólki sem bænum er stór hyrði að, og hinsvegar erum við að missa atvinnutækin okkar burtu úr bænum. Eftir að hafa hugsað þessi mál nokkuð, sje jeg ekki betur en að setja megi þau í nokkurt samband hvort við annað, og vil leyfa mjer að koma lijer fram með tillögur þar að lútandi, og eru þær þessar: a) Reykjavíkurbær byrji nú þeg- ar í haust á því að reisa síld- arverksmiðju á Reykjarfirði (eða öðrum hentugri stað ef til er) og skulu fyrst og fr.emst atvinnulausir Reykvík- ingar hafa við það atvinnu. Skal verksmiðjan vera eign Reykjavíkur, og rekin á svip- aðan hátt og Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Verkinu skal hraða svo, að verksmiðj- an sje, ef kostur er, tilbúin tíl reksturs næsta síldveiða- tímabil. b) Fiskiskip, sem heima eiga í Reykjavík, skulu jafnan eiga forgangsrjett til aflasölu í verksmiðjuna. Skal þeim greitt út á aflann áætlað verð. þó ekki hærra en það, að telja megi örugt að verksmiðju- reksturinn verði hallalaus fyr ir bæinn. Verði afgangur þeg- ar reikningar eru uppgerðir, skal það greitt síldareigend um sem uppbót. c) Atvinnulausir menn í Reykja- vík á hverjum tíma hafi jafn- an forgangsrjett til atvinnu við verksmiðjuna, eftir því sem við verður komið og fært þykir. Skal jeg nú leitast við að rök- styðja þessar tillögur mínar ör- þítið. Er þá fyrst að athuga hvort, bænum sje kleift að ráðast í fyr- irtæki þetta fjárhags vegna. Jeg skil ekki annað en svo sje. Eyrst og fremst getur hann lagt í það það af tekjum sínum sem hann nú árlega ver til at.vinnuhóta- viunu. í öðru lagi efast jeg ekki um að auðvelt væri fyrir bæinn að fá lán erlendis til efnis- og vjelakaupa, þar sem hann getur boðið svo góða tryggingu sem full- komna nýtísku síldarverksmiðju. Það hefir off áður sýnt sig, að bærinn hefir getað fengið láin til miklu óvissari fyrirtækja en þet.ta myndi verða, og því tel jeg á- stæðulaust, að halda að fjárskort- ur þyrfti að verða þessari hug- mynd að falli. Með því að láta fyrst og fremst atvinnulausa menn úr Reykjavík vinna við byggingu verksmiðjunn- ar, ætla jeg bænum að slá þrjár f'lugúr í einu höggi. Sem sje að bjarga við atviunuleysinu að nokkrum mun, fá: fult verðmæti fyrir þá vinnu sem hann kaupir, og í þriðja lagi leggja undirstöðu að mikilli árlegri atvinnu fyrir þá Reykvíkinga sem hennar mest kunna að þurfa á hverjum tíma, og bænum ber að sjá fvrir. Allir sem þekkja til síldveiða okkar síðast.liðin ár vita, að síldar- afurðir hafa verið í mjög lágu verði, hefir því baráttan fyrir til- véru þeirra manna sem hana hafa stundað orðið að bvggjast á þvi, að af'la sem mest til þess að hugs- anlegt væri að bera eitthvað úr býtum. Aflinn lief'ir líka síðustu árin yfirleitt orðið mikill, en sann- leikurinn er sá. að hann hef'ði getað orðið miklum mun meiri ef skipin hefðu ekki orðið að bíða, stundum í viku í senn, eftir þvi að losna við fengiun afla í höín. Þetta endurtekur sig enn í sumar. Þetta er svo stórt atriði, að það getur hæglega riðið baggamuninn um það hvort útgerðin flýtur eða. selikur. Hitt vita allir að leggist síklveiðarnar niður hverfur geysi- mikil atvinna, og ríkissjóður miss- ir verulegar tekjur. Reykjavíkurski pin hafa jafnvel, fremur en nokkur önnur, þá sögu að segja að þau hafa árlega orðið fyrir stórtjóni við það að geta ekki losnað við bræðslusíldarafla sinn nema með því að liggja í höfn og bíða, afgreiðslu máske samtals 1 i af öllum síldveiðitímamim íu;- lega. Ef hægt væri nú að bjóðai Reykja víkurskipum upp á for- gangsrjett til viðskifta i'ið slíka verksmiðju sem hjer um ræðir, þa Lt jeg svo á að það væri þeim stór hlunnindi- Bænnm ætti jafn- framt óbeinlínis að vera stórgróði að reisa og reka slíka verksmiðju sem hjer er nefnd. myndi og brátt sýna sig, að forgangsrjettur at vmnulausra manna i Reykjavík til vinnu við verksmiðjuna yrði bæn- um drjúgur búbætir frá þvi sem nú er. Slík verksmiðja. sem hjer heíir verið minst á, mætti livorki vera ófullkomin nje lítil. hún yrði fyrst pg fremst að vera af fullkomnustu gerð og það stór, að um liana mun aði talsvert. Þá tel jeg og víst, að í kringum verksmiðjuna myndu fljótlega rísa upp söltunarstöðvar. því að þar gætu síldarkaupendur fengið keypta nýja síld til söltunar. Æt.ti nú Reykjavíkurbær land kringum verksmiðjuna tel jeg líklegt, að hann gæti leigt það til byggingar söltunarstöðva, og jafnframt hlut- ast til um að sá viniiukraftur sem með þyrfti við söltun síldar þar, yrði fyrst og fremst tekinn úr hépi þeirra Reykvíkinga sem vinnu helst. þyrfti með og hænum væri viðkomandi. Allar líkur eru þv'í til þess að við þetta ynnist, allveruleg atvinna bæði fyrir karla cg komir úr Reykjavík, og aulaiir möguleikar fyrir reykvísk síldveiðiskip til þess að geta stundað lífvænlegar •áldveiðar. Þetta ætti að geta orð- ið nokkurs konar „Reykjavíkur- sel“ þar sem Reykjavík hefði skip sin og fólk „í seli“ að sumrinu,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.